Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 40
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
STUNDUM VELTI ÉG ÞVÍ FYRIR MÉR
HVAÐ ÞÚ SÉRT AÐ HUGSA
VIÐ EIGUM ÞAÐ
GREINILEGA
SAMEIGINLEGT
ÞAÐ
VINNUR
MIG
NÆSTUM
ENGINN
ÞETTA ER SÁ ALLRA STÍFASTI
MEGRUNARKÚR SEM
ÉG HEF VERIÐ Á
SEX DAGA AF SJÖ ÞÁ MÁ ÉG
BARA DREKKA VATN
HVAÐ MEÐ
SJÖUNDA
DAGINN?
ÞÁ MÁ ÉG KREYSTA
SÍTRÓNU ÚT Í VATNIÐ
HVERNIG MÆLA ÞEIR
BURÐARÞOL BRÚA
ÞEIR LÁTA ÞYNGRI OG
ÞYNGRI BÍLA KEYRA YFIR
BRÚNA, ÞANGAÐ
TIL HÚN GEFUR SIG
SVO ENDURREISA
ÞEIR BRÚNA
JÁ,
AUÐVITAÐ!
EF ÞÚ VEIST
EKKI SVARIÐ
ÞÁ SKALTU
BARA SEGJA
HONUM ÞAÐ
NÚ ÆTLA ÉG AÐ
SÝNA ÞÉR NOKKRAR
BARDAGASTÖÐUR
TRANAN ÖRNINN
KJÚKLING-
URINN
ÉG SEM HAFÐI SVO MIKLAR
ÁHYGGJUR AF HONUM.
AKSTURSFÆRNI HANS
VIRÐIST VERA GÓÐ
HVERNIG STENDUR
Á ÞESSU?
HVERNIG LÝST ÞÉR Á
HLJÓMGÆÐIN. ÉG ÆTLA AÐ HÆKKA
VARAÐU
ÞIG!
HJÁLP!
KÓNGULÓAR-
MAÐURINN FÉKK
MIG TIL AÐ HLÍFA
UGLUNNI
VONANDI
VAR ÞAÐ RÉTT
ÁKVÖRÐUN
PUNISHER ER
AÐ SLEPPA
NÁÐU
HONUM!
HANN
ÞYRMDI ÞÉR
ÞÚ SKULDAR
HONUM GREIÐA
Dagbók
Í dag er þriðjudagur 15. nóvember, 319. dagur ársins 2005
Víkverji hefur lengiverið lítill áhuga-
maður um fótbolta og
aðrar íþróttir. Nú vill
svo vel til að stúlkan
sem hann er að slá sér
upp með er mikil
íþróttamanneskja og
hefur gríðarlegan
áhuga á fótbolta,
körfubolta, golfi,
stangveiði, hesta-
mennsku og öðrum
íþróttum. Nú stendur
Víkverji frammi fyrir
tveim illum valkostum.
Annars vegar að hefja
leikinn með henni, fara
að læra að sparka í bolta og sitja
hesta og annan útivistarviðbjóð eða
að húka heima og vera leiðinlegi karl-
inn. Víkverji var fljótur að taka
ákvörðunina og hefur nú ákveðið að
skella sér í hreyfinguna, enda ennþá í
ágætis formi þrátt fyrir aldur og fyrri
störf. Það er þó uggur í honum, því
það er aldrei gaman að láta stelpu
mala sig í íþróttum. Hann huggar sig
þó við það að vera liðtækur í borð-
tennis og gæti því látið ljós sitt skína
á því sviðinu.
En það má segja að þetta komi eins
og himnasending inn í líf hins annars
værukæra og leiðinlega Víkverja,
sem venjulega veit ekkert betra en að
lúra uppi í sófa, lesandi
góða bók eða sitja yfir
kaffibolla og kverúlera.
(Er það ekki annars
það sem kverúlantar
gera?) Víkverji hlakkar
til þess að stúlkan að
tarna láti hann finna til
tevatnsins og dragi
fram í honum tígr-
isdýrið sem hefur hing-
að til lúrt undir teppi.
Það versta er að stúlk-
an heldur upp á Man-
chester United, en Vík-
verji er sjálfur
gallharður Liverpool
aðdáandi, þótt hann
hafi aldrei horft á fótboltaleik og sé
nákvæmlega sama um enska boltann.
x x x
Víkverji heimsótti Norðurland umhelgina og mætti meðal annars á
tónleika með söngvaskáldi nokkru
sem honum þykir mikið til koma.
Stemmningin á tónleikunum var afar
góð, þrátt fyrir að nokkrir gestir
hefðu greinilega ekki komið til að
njóta tónleikanna. Úr litlum hliðarsal
bárust skagfirskir þjóðernissöngvar
sem skáru mjög í eyru. Þótti Víkverja
söngvaskáldinu lítil virðing sýnd, en
skáldið hló bara og söng sín lög án
þess að skipta skapi.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Tónlist | Ari Þór Vilhjálmsson er einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
unga fólksins, Ungfóníu, á fyrstu tónleikum nýs starfsárs. Fyrri tónleikarnir
eru í dag kl. 15.30 í Menntaskólanum við Hamrahlíð og þeir síðari á morgun
kl. 20 í Neskirkju.
Ari Þór stundar framhaldsnám í fiðluleik við New England Conservatory
of Music í Boston í Bandaríkjunum og flytur fiðlukonsert í D-dúr op. 61 eftir
Beethoven. Einnig verður leikin sinfónía nr. 1 í c-moll op. 68 eftir Brahms.
Ungfónía er 40 manna sinfóníuhljómsveit ungra tónlistarnema af höf-
uðborgarsvæðinu og stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ari og Ungfónía
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Eins og faðirinn vekur upp dauða og lífgar, þannig lífgar
og sonurinn þá, sem hann vill. (Jh. 5, 21.)