Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Íslandsmótið í einmenningi.
Norður
♠7
♥1098754 V/Allir
♦KG10842
♣--
Vestur Austur
♠KG109843 ♠D6
♥D ♥KG
♦97 ♦ÁD653
♣843 ♣D762
Suður
♠Á52
♥Á632
♦--
♣ÁKG1095
Sex hjörtu vinnast auðveldlega í
NS, en ekki er að sama skapi einfalt
að melda slemmuna – einkum ef
vestur opnar á spaðahindrun.
Spilið er frá Íslandsmótinu í ein-
menningi, sem fram fór í síðasta
mánuði, en þar var keppt á 12 borð-
um (48 spilarar) og aðeins á þremur
þeirra fundu NS besta áfangastað-
inn. Annars kenndi ýmissa grasa á
skorblaðinu, eins og gefur að skilja
þegar skiptingin er þessu lík.
Sigurvegari mótsins, Kristinn
Þórisson, tók glaðbeitta afstöðu með
norðurspilin og galt fyrir það með
botni, sem Vignir Hauksson deildi
með honum:
Vestur Norður Austur Suður
2 spaðar 3 spaðar ! Dobl Redobl
Pass 4 tíglar Pass 7 lauf
Pass Pass Pass
Í einmenningi spila allir eftir sama
kerfiskortinu og þar stóð skýrum
stöfum að Michaels-innákomur væru
notaðar við opnun mótherja í hálit.
Kristinn ákvað að láta reyna á það
hvort tvílita sögnin ætti ekki líka við
eftir opnun á tveimur spöðum: „Þótt
þetta sé Íslandsmót í óræddum
makkerskap, þýðir ekki alltaf að
segja pass!“
Vignir var ekki á sömu línu og
stökk í sjö lauf (bjóst kannski helst
við þéttum tígli hjá makker). Austur
hafði vit á því að dobla ekki og spilið
fór fjóra niður.
Spiluð voru tæplega 100 spil og
hlaut Kristinn 117 stig yfir miðlung.
Guðmundur M. Skúlason varð annar
með 112 stig, en Haraldur Ingason
þriðji með 108 stig.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Jón ólst upp í Víðidalstungu, fór
til Kaupmannahafnar 1726, varð þá
skrifari Árna Magnússonar hand-
ritasafnara og skráði allt safn hans
að honum látnum 1730. Jón starfaði
síðan að íslenskum fræðum við
Árnasafn í Kaupmannahöfn til ævi-
loka 1779. Hann uppskrifaði ara-
grúa rita, samdi mikla íslensk-
latneska orðabók, íslenskt rithöf-
undatal, ævisögu Árna Magnússonar
og fjölda annarra fróðleiksverka
sem oft og víða er vitnað til.
Jóni til heiðurs var opnuð sýning á
Þjóðminjasafni Íslands 16. ágúst
sem ber heitið Eldur í Kaupinhafn –
300 ára minning Jóns Ólafssonar úr
Grunnavík. Jafnframt var þá kynnt
útgáfa á merku riti Jóns, Relatio af
Kaupinhafnarbrunanum 1728. Sýn-
ingin stendur til 1. desember.
Á menningarnótt, 20. ágúst, var
sérstök dagskrá í Þjóðminjasafni
helguð Jóni.
Á UNDANFÖRNUM mánuðum hef-
ur þess verið minnst að liðin eru 300
ár frá fæðingu fornfræðingsins Jóns
Ólafssonar, sem kenndi sig við
Grunnavík. Nú á degi íslenskrar
tungu, miðvikudaginn 16. nóv-
ember, verður dagskrá í hans nafni,
Fræðimaðurinn Jón Ólafsson.
Málþingið fer fram í Þjóðminja-
safni Íslands. Þar flytur Guðrún
Kvaran, forstöðumaður Orðabókar
Háskólans, erindi um málfræðistörf
Jóns Ólafssonar; lesið verður upp úr
nokkrum verkum hans; og loks flyt-
ur Svavar Sigmundsson, for-
stöðumaður Örnefnastofnunar, er-
indi um málrækt í ritum Jóns
Ólafssonar.
Málþingið hefst kl. 12.15 og stend-
ur í u.þ.b. klukkustund. Að því
standa Góðvinir Grunnavíkur-Jóns í
samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.
Allir eru velkomnir og aðgangur
ókeypis.
Dagskrá í minningu
Grunnavíkur-Jóns
DANSKI djasspíanistinn Arne
Forchhammer lést á heimili sínu í
Kaupmannahöfn sl. laugardag, 71
árs að aldri. Hann var bundinn Ís-
landi sterkum böndum, kona hans
átti íslenska móður, og allt frá hann
var unglingur kom hann til Íslands.
Hann hélt í tvígang tónleika í
Reykjavík með íslenskum djassleik-
urum á þeim árum er hann hafði
ekki atvinnu af hljóðfæraleik og var
þá Tómas R. Einarsson jafnan á
bassann. Drjúgum hluta ævinnar
varði Arne sem teiknari, hönnuður
og textahöfundur fyrir útvarp og
sjónvarp og leikstýrt mönnum á
borð við Tommy Kenter og Eddie
Skoller. Á árunum 1969 til 1971 lék
hann í tríói með bassaleikaranum
Erik Moseholm og trommaranum
Jørn Elniff, sem var ein besta jazz-
sveit Dana á þessum árum. 1999
sneri hann sér aftur að tónlistinni og
stofnaði tríó með slagverksleik-
aranum Birgit Løkke Larsen og
bassaleikaranum Hugo Rasmussen,
sem Henrik Simonsen leysti síðar af
hólmi. Á tuttugu og fimm ára afmæli
Jazzvakningar sem haldið var uppá
á Jazzhátíð Reykjavíkur árið 2000
kom hann hingað með tríóinu, Jes-
per Bodilsen hljóp þá í skarð Hen-
riks Simonsens en Birgit Løkke sló
trommur og slagverk.
Árið 2004 var hann enn í Reykja-
vík, að þessu sinni einn á ferð og lék
með íslenskum kvartetti sínum á
minningartónleikum um Þóri Guð-
mundsson viðskiptafræðing, sem var
í hópi helstu djassáhugamanna
landsins og lét sig sjaldnast vanta á
djasstónleika og lék hann þar með
íslenska kvartettnum sínum: Birni
Thoroddsen gítarleikara, Jóni
Rafnssyni bassaleikara og Óskari
Guðjónssyni tenórsaxófónleikara.
Úrval frá þessum tónleikum kom út
á dögunum er Jazzvakning hélt upp
á 30 ára afmæli sitt á Jazzhátíð
Reykjavíkur. Arne hafði komið til
landsins degi áður, en lenti því mið-
ur á Landspítalanum í stað Hótel
Sögu. Hann komst aftur til Kaup-
mannahafnar en hafði ekki fótavist
framar. Varð þetta síðasta geisla-
plata hans og er gefin út af Jazz-
vakningu í skífuröðinni Danish-
Icelandic jazz live in Reykjavik.
Djassistinn Arne
Forchhammer látinn
Arne Forchhammer píanisti.
NEMENDUR Ljóða- og aríudeildar
Söngskólans í Reykjavík koma sam-
an í kvöld kl. 20 og syngja íslensk
sönglög í tilefni Dags íslenskrar
tungu á morgun. Undirbúning ann-
ast Bergþór Pálsson, Ólöf Kolbrún
Harðardóttir og Kristinn Örn
Kristinsson, sem jafnframt leikur
með á píanó.
Nemendur flytja ljóðasöngva eft-
ir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sig-
fús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns,
Emil Thoroddsen, Pál Ísólfsson,
Karl Otto Runólfsson, Jórunni Við-
ar, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi
Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson
og Tryggva Baldvinsson. Ljóðin
sem verða sungin eru fjölmörg, allt
frá Ljóðaljóðum úr biblíunni, til
ljóða úr smiðju núlifandi skálda.
Söngvararnir eru í framhalds- og
háskóladeildum skólans.
Söngurinn verður í Tónleikasal
Söngskólans, Snorrabúð, Snorra-
braut 54 og hefst kl. 20.
Íslensk sönglög í
Söngskólanum
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
Harmur stríðsins
Benjamin Britten ::: Sinfonia da Requiem
Dímítríj Sjostakovítsj ::: Sinfónía nr. 8
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba
Listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands,
Rumon Gamba, fer fyrir hljómsveitinni þegar mögnuð
og dramatísk verk verða flutt.
gul tónleikaröð í háskólabíói
FIMMTUDAGINN 17. NÓVEMBER KL. 19.30Fít
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
5
0
2
8
Tónleikakynning Vinafélagsins hefst kl. 18.00 í Sunnusal Hótel Sögu.
Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur kynnir efnisskrá kvöldsins.
Verð 1.000 kr. Súpa og brauð innifalið. Allir velkomnir.
Stóra svið
Salka Valka
Fi 17/11 kl. 20 Fi 24/11 kl. 20
Fö 25/11 kl. 20 Su 4/12 kl. 20
Su 11/12 kl. 20
Woyzeck
Fö 18/11 kl. 20 Lau 19/11 kl. 20
Lau 26/11 kl. 21 Su 27/11 kl. 21
Mi 30/11 kl. 20 UPPS Fi 1/12 kl. 20
Fö 2/12 kl. 20 Fi 8/12 kl. 20
Kalli á þakinu
Su 20/11 kl. 14 L au 26/11 kl. 14
Su 27/11 kl. 14 Su 4/12 kl. 14
Su 11/12 kl. 14 Má 26/12 kl. 14
Id - HAUST
Wonderland, Critic ´s Choice?
og Pocket Ocean
Su 20/11 kl. 20 Mi 23/11 kl. 20
Aðeins þessar sýningar!
Nýja svið/Litla svið
Lífsins tré
Fö 18/11 kl. 20 Lau 19/11 kl. 20
Fö 25/11 kl. 20 Lau 26/11 kl. 20
Lau 3/12 kl. 20
Alveg brilljant skilnaður
Su 20/11 kl. 20 UPPSELT
Su 27/11 kl. 20 UPPSELT
Má 28/11 kl. 20 UPPSELT
SU 4/12 kl. 20 AUKAS.
Síðustu sýningar!
Manntafl
Fi 17/11 kl. 20 Fi 24/11 kl. 20
Mi 30/11 kl. 20
GJAFAKORT
GEFÐU EFTIRMINNILEGA
UPPLIFUN
GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA
ENDALAUST
18. SÝN. FÖS. 18. NÓV. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI
19. SÝN. LAU. 19. NÓV. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI
20. SÝN. FÖS. 25. NÓV. kl. 20 nokkur sæti
21. SÝN. LAU. 26. NÓV. kl. 20 nokkur sæti
22. SÝN. FÖS. 02. DES. kl. 20
23. SÝN. LAU. 03. DES. kl. 20
Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is
Fullkomið brúðkaup
Fim. 17.nóv. kl. 20 AUKASÝNING Örfá sæti
Fös. 18.nóv kl. 20 UPPSELT
Lau. 19.nóv kl. 19 UPPSELT
Lau. 19.nóv kl. 22 AUKASÝNING UPPSELT
Sun. 20.nóv kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT
Fim. 24.nóv. kl. 20 AUKASÝNING Í sölu núna
Fös. 25.nóv. kl. 20 Örfá sæti
Lau. 26.nóv. kl. 19 UPPSELT
Lau. 26.nóv. kl. 22 Nokkur sæti
2/12, 3/12, 9/12, 10/12, 16/12, 17/12
Ath! Sýningum
lýkur í desember!
Miðasalan opin virka
daga frá 13-17 og allan
sólarhringinn á netinu.
BENJAMIN
BRITTEN
th
e turn of the screwef t i r
Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
PARS PRO TOTO - DANSVERKIÐ VON
BOREALIS ENSABMLE - ÁRÓRA BOREALIS
Von, dansverk eftir Láru Stefánsdóttur, framleitt af Pars Pro Toto &
Áróra Bórealis, brot úr nýju verki á gömlum merg, framleitt af Borealis Ensemble.
Laugardaginn 19. nóv. kl. 20 & Sunnudaginn 20. nóv. kl. 17
Ath! Aðeins þessar tvær sýningarMiðaverð kr. 2.000.-
HLín Petursdóttir, sópran, og Kurt Kopecky, píanó
„Ástir og örvænting” - Hádegistónleikar 29. nóv. kl. 12.15
Miðaverð kr. 1.000.- (MasterCardhafar kr. 800.-)
Kabarett
í Íslensku óperunni
Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is
Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON
“Söngur Þórunnar
er í einu orði sagt
stórfenglegur...”
SH, Mbl.
Næstu sýningar
Fös. 18. nóv. kl. 20 örfá sæti laus
Fös. 25. nóv. kl. 20 aukasýn.
Lau. 26. nóv. kl. 20 ALLRA ALLRA SÍÐASTA AUKASÝN.
Geisladiskurinn er kominn!