Morgunblaðið - 15.11.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.11.2005, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI AUSTURLAND Neskaupstaður | Nemendur í 10. bekk Nesskóla í Neskaup- stað hafa í áratugi farið í starfskynningu til flestra fyr- irtækja í bæjarfélaginu á hverjum miðvikudegi yfir vetrartímann. Þannig fá krakkarnir góða innsýn í at- vinnulífið og kynnast hinum fjölbreyttustu atvinnugrein- um, s.s. fiskvinnslu, hársnyrt- ingu, leikskólakennslu, lífrík- isrannsóknum, hjúkrunarstörfum og skrif- stofustörfum, svo fátt eitt sé nefnt. Hér má sjá Sólveigu Kristínu Björgólfsdóttur og Svein Má Ásgeirsson munda víðsjár og spreyta sig á greiningu ferskvatnslífvera hjá Náttúrustofu Austur- lands. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Innsýn í atvinnulíf Egilsstaðir | Undanfarin ár hafa Austfirðingar tekið sig saman og efnt til Daga myrkurs í lok nóv- embermánaðar. Í ár verða þeir haldnir í fimmta sinn frá fimmtudeg- inum 17. nóvember til sunnudagsins 20. nóvember nk. Á hátíðinni koma heimamenn sam- an og skemmta sér og öðrum í skammdeginu með ýmsu móti. Farn- ar verða kyndlagöngur í nokkrum bæjum, hlýtt á draugasögur, haldin sérstök notalegheitakvöld, sett upp bílabíó, myrkraböll, sundlauga- skemmtanir, handverkssýningar og fjölda menningarviðburða er hleypt af stokkunum. M.a. verður þreytt svokallað Faðirvorahlaup á Djúpa- vogi, kvöldmjaltir verða á Norðfirði, afturganga á Seyðisfirði, ástareldur kveiktur á Eskifirði og kynning á myrkraverkum á Egilsstöðum, svo fátt eitt sé nefnt. Skólarnir á Austurlandi hafa alltaf tekið þátt í hátíðinni með því að til- einka námsefni þessara daga hátíð- inni og er þemað hjá börnunum þessa daga ljós, skuggar, draugar, stjörn- ur, norðurljós og margt fleira tengt myrkrinu. Á leikskólunum munu börnin koma með ljós með sér og skoða skugga og rannsaka myrkrið. Mikið verður um tilboð í versl- unum á svörtum vörum, ljósum ým- iss konar og dekri sem hægt er að njóta í rökkrinu og flug- og bifreiða- fyrirtæki verða með tilboð á ferðum austur. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Leikið í svartnættinu Ýmsir menningarviðburðir og skemmtilegheit verða á Austurlandi á Dögum myrkurs. Myrkraverk á Austurlandi Vopnafjörður | Frítt var yfir láð og lög í Vopnafirði á dögunum þegar fréttaritari blaðsins, Jón Sigurðarson, gekk til rjúpna á Hellisheiði ásamt hundi sínum Hectori. Böðvarsdalur blasir við og lengra má sjá Hágangana. Svo frískt var veðrið og um- hverfið fagurt að tápið og fjörið varð um of fyrir blessað hunds- pottið. Hector fann sig því knúinn til að hreykja sér hátt og spangóla af öllum mætti út í víð- áttuna. Rjúpnaveiði gengur ágætlega og töluvert af fugli, þó veiðimenn séu almennt heldur kurteisir hvað fjölda felldra fugla varðar. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Spangólað í víðáttuna Egilsstaðir | Í haust fóru yfir 161 þúsund plöntur frá gróðrarstöðvun- um Barra og Sólskógum á Fljóts- dalshéraði til gróðursetningar. 93 þúsund plöntur voru gróðursettar á svæði Héraðsskóga og tæp 69 þús- und á svæði Austurlandsskóga. Hjá Héraðsskógum var mestu plantað af rússalerki, vörtubirki, alaskaösp og sitkagreni, en hjá Austurlandsskóg- um var mest gróðursett af sitkaelri, rússalerki og birki. Töluvert hefur verið jarðunnið nú í haust þótt snjór og bleyta hafi gert mönnum lífið leitt. Þá gerðu Vopnafjarðarhreppur og Austurlandsskógar nýverið með sér samkomulag vegna framkvæmda á jörðinni Þorbrandsstöðum í Hofsár- dal. Er um að ræða mólendi í vest- anverðum Þorbrandsstaðahálsi ofan og utan við það land sem búið er að skipuleggja sem sumarbústaðaland. Búið er að gróðursetja um 70 þúsund plöntur í land Þorbrandsstaða á veg- um félagsskapar sem kallar sig Landbót og hóf að gróðursetja á jörðinni eftir 1990, en nú taka Aust- urlandsskógar yfir umsjón með svæðinu. Mikið gróðursett af rússalerki í haust KRISTJÁN Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagðist ekki sammála því að aðeins sé verið að hlusta á raddir ör- fárra íbúa Akureyrar á kostnað fjöldans þegar kemur að umferðar- málum í Lundar- og Naustahverfi og á Eyrarlandsholti. „Í því ferli sem málið var sett í hafa verið haldnir fundir með hagsmunaaðilum og íbúum, bæði í viðkomandi hverfi og eins opnir fundir. Þar gafst fólki kostur á að koma sínum sjónarmið- um á framfæri. Vissulega er það rétt að það heyrðist meira í þeim sem voru á móti en það höfðu allir tæki- færi til að láta skoðanir sínar í ljós,“ sagði Kristján Þór. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu fyrir helgina, hefur umferð stórra bíla um Mýrarveg verið bönnuð um nætur og helgar, að kröfu íbúa á Eyrarlandsholti. Einnig kom fram að íbúar við Mýrarveg og í Naustahverfi væru mjög ósáttir við að Dalsbrautin yrði ekki byggð áfram frá Þingvallastræti suður að Miðhúsabraut, sem skilur að Naustahverfi og Eyrarlandsholt. Íbúar í Lundarhverfi hefðu lagst eindregið gegn því. Mikil umferð er um Þórunnarstræti og hluta Þing- vallastrætis og hefur það einnig ver- ið gagnrýnt. Kristján Þór sagði að sú gagnrýni væri að hluta til rétt. Hann vísaði til samþykktar bæjarstjórnar frá því í sumar, á tillögu í átta liðum um sam- ráðsferli vegna tengibrauta og skipulagsmála í Lundar- og Nausta- hverfi. Bæjarstjóri óskaði eftir því að umhverfisráð gerði tillögur um útfærslu á hluta tillaganna og hefði eftir föngum samráð við íbúa Lund- ar- og Naustahverfis. Í tillögu eitt er lagt til að kannað verði til hlítar hvaða möguleikar eru á vegtengingu frá Naustahverfi nið- ur á Drottningarbraut. Einnig að hafinn verði undirbúningur að gerð Miðhúsabrautar og miðað við að hún liggi vestan Mjólkursamlags. Í þriðja lagi að Dalsbraut verði tekin út úr aðalskipulagi og þess í stað gert ráð fyrir göngu- og hjól- reiðastíg í vegstæðinu. Jafnframt verði teknar upp viðræður við KA um mögulega stækkun á núverandi íþróttasvæði félagsins og um nýtt svæði í Naustahverfi. Kristján Þór sagði að þeir sem gagnrýndu þessi mál þyrftu að hafa þessa samþykkt bæjarstjórnar til hliðsjónar og skoða málin í sam- hengi. „Mér finnst umræðan um þessi umferðarmál vera mjög lituð af því að umferðin sé eitthvert stór- kostlegt vandamál á Akureyri. Ég er ekki sammála því. Það er við- burður ef bílar þurfa að bíða ein ljós á háannatíma. Því hljóta menn að spyrja sig hversu mikla fjármuni og land eigi að leggja í umferðarmann- virki. Ég get að ekki séð að umferð- in á Akureyri sé vandamál og verður það ekki næstu árin. Vissulega er umferðin mismikil eftir því hvaða tími dags er og mest er hún í kring- um kl. 8 á morgnana. Á öðrum tím- um dags er þetta ekki nokkur vandi. Miklu nær væri þá að skipuleggja hlutina með tilliti til þess að dreifa álaginu í umferðinni, heldur en að byggja endalaust nýjar götur vítt og breitt um bæinn fyrir hundruð millj- óna króna.“ Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri Umferðin í bænum ekki vandamál Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is Um ljóð Jónasar | Atli Heimir Sveinsson tónskáld flytur fyrirlestur um ljóðskáldið Jónas Hallgrímsson á Amtsbókasafninu á Akureyri á Degi íslenskrar tungu, á morgun, 16. nóv- ember kl. 17.15. Ræðir hann m.a. um lög sem hann hefur gert við ljóð Jónasar og gefur dæmi um ljóð og lag. Menningar- félagið Hraun í Öxnadal ehf. efnir til fyrirlestrarins en það var stofnað 2003 og hefur keypt jörðina Hraun í Öxnadal og hyggst á næsta ári opna þar minningarstofur um skáldið, náttúrufræðinginn, stjórnmálamann- inn og teiknarann Jónas Hall- grímsson. Einnig á að opna þar íbúð fyrir skáld, listamenn og fræðimenn – og leiðtoga í stjórnmálum og atvinnu- lífi. Þá verður í landi Hrauns í Öxna- dal opnaður fólkvangur – náttúrulegt útivistarsvæði fyrir almenning.    Líftækni | Ragnar Aðalsteinsson flytur fyrirlestur um réttarreglur á réttarsviðum sem tengjast líftækni og varpar fram spurningum um lög- fræðileg og siðferðileg álitaefni á þessu sviði. Hann verður í stofu L203 á Sólborg og hefst kl. 12 í dag, þriðjudag.    Fjárhagsaðstoð | Á fundi félags- málaráðs var lagt fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu 10 mán- uði ársins. Veitt aðstoð nemur 38,8 milljónum króna, sem er 11,4% hærri upphæð en á sama tíma í fyrra. Á sama fundi var tekið fyrir erindi frá starfskonum Aflsins, syst- ursamtaka Stígamóta á Norðurlandi þar sem sótt er um styrk til reksturs systursamtakanna á Norðurlandi. Félagsmálaráð samþykkti styrk að upphæð 200.000 krónur. Einnig var tekið fyrir erindi frá Stígamót- um þar sem skorað er á bæjaryf- irvöld að taka þátt í rekstri Stíga- móta. Í bókun félagsmálaráðs kemur fram að ráðið getur ekki orð- ið við erindinu. MJÖG góð aðsókn hefur verið að skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli en þar hefur verið opið í þrjá daga að und- anförnu. Fjöldi fólks, víðs vegar af landinu, var þar á skíðum og snjó- brettum í fallegu veðri sl. laug- ardag en lokað var á sunnudag vegna veðurs. Helgina áður var op- ið báða dagana. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Skíðastaða, sagði að skíða- og brettafólk hefði tekið vel við sér að undanförnu enda aðstæður í Hlíðarfjalli með allra besta móti. Til stendur að hafa opið í fjallinu á morgun, miðviku- dag, á fimmtudag og föstudag frá kl. 16–20 og um næstu helgi frá kl. 10–17. Guðmundur Karl sagðist vonast til að geta opnað Stromp- lyftuna í vikunni en fram að þessu hefur stólalyftan Fjarkinn verið í gangi, sem og toglyftan upp að skíðahótelinu, sem aldrei var gang- sett í fyrravetur vegna snjóleysis. Skíðaskóli barna hefur tekið til starfa í Hlíðarfjalli, fyrr en áætlað var en að sögn Guðmundar Karls, er það gert vegna mikillar eft- irspurnar. Frestuðu æfingaferð til Noregs Afrekshópur Skíðafélags Ak- ureyrar, sem ætlaði í æfinga- og keppnisferð til Geilo í Noregi, hefur frestað ferð sinni, vegna snjóleysis og hlýinda í Noregi. Þess í stað mun hópurinn stunda æfingar í Hlíðarfjalli, þar til hægt verður að halda til Noregs. Morgunblaðið/Kristján Hlíðarfjall Mjög góð aðsókn hefur verið að skíðasvæðinu að undanförnu og á laugardag var þar fjöldi fólks í sól og blíðu og yngstu börnin nutu hand- leiðslu skíðakennara í Skíðaskólanum. Margir á skíðum og brettum í Hlíðarfjalli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.