Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FORMAÐUR Evrópusamtak- anna hótaði okkur Íslendingum miklum efnahagserfiðleikum og verri lífskjörum á síðum Morg- unblaðsins fyrir skemmstu ef við köst- uðum ekki íslenzku krónunni og tækjum upp evruna. Jafnframt fullyrti hann að allt yrði svo miklu betra hér á landi ef við af- söluðum okkur full- veldi okkar og yfirráð- um yfir eigin málum og gengjum í Evrópu- sambandið. Þeir sem til þekkja vita hins vegar að þessi sami hræðslu- áróður hefur heyrzt frá íslenzkum Evrópusambands- sinnum í fjölda ára auðvitað án þess að hafa nokkurn tímann gengið eft- ir. Þvert á móti hefur Ísland ítrekað verið að koma miklu sterkar út úr alþjóðlegum úttektum á árangri ríkja á undanförnum árum en svo að segja öll aðildarríki Evrópusam- bandsins og í sumum tilfellum öll þeirra. Og það sem meira er þá er ekkert sem bendir til annars en að svo verði áfram. Á móti er útlitið vægast sagt dökkt fyrir Evrópu- sambandið og þó einkum og sér í lagi evrusvæðið. Staðreyndin er nefnilega sú að evrusvæðið hefur verið að reynast afskaplega illa síðan evran var tekin í notkun sem almennur gjaldmiðill í byrjun árs 2002. Annar stærsti banki heimsins, HSBC í London, gaf út skýrslu nú í sumar sem bar nafnið „European meltdown?“ þar sem m.a. kom fram að reynslan af evrusvæðinu væri svo slæm að það gæti verið sumum af aðildarríkjum þess í hag að yfirgefa það og taka upp sína fyrri sjálfstæðu gjaldmiðla á ný. Nefndi bankinn sérstaklega Þýzkaland, Ítalíu og Holland til sög- unnar sem hafi beinlínis beðið mik- inn skaða af upptöku evrunnar. Það sem einkum veldur þessu að sögn HSBC bankans er miðstýring Seðlabanka Evrópusambandsins á stýrivöxtum innan evrusvæðisins sem hafi gert aðildarríkjunum gríð- arlega erfitt fyrir að hafa eðlilega stjórn á efnahagslífi sínu. Bankinn segir ennfremur að hættan á því að evrusvæðið liðist hreinlega í sundur sé komin á það stig að það sé nauð- synlegt fyrir aðildarríki þess að velta því alvarlega fyrir sér að segja skilið við það. Og fleiri hafa talað á sömu nótum s.s. bandaríski fjárfest- ingabankinn Morgan Stanley og nób- elsverðlaunahafinn í hagfræði Milton Fried- man. Hörð gagnrýni frá OECD Að mati OECD er útlit fyrir að hagvöxtur í aðildarríkjum evru- svæðisins sem er sára- lítill fyrir muni dragast saman um helming á næstu tveimur áratug- um ef ekki verði gerðar róttækar breytingar á efnahagsmálum svæð- isins. Fram kom í umfjöllunum fjöl- miðla af málinu að stofnunin væri sí- fellt að verða gagnrýnni á frammistöðu evrulandanna í efna- hagsmálum. Evrópusambandið samþykkti sér- staka áætlun árið 2000 sem m.a. var ætlað að stuðla að þessum umbótum og átti sambandið samkvæmt henni að verða upplýstasta, öflugasta og samkeppnishæfasta efnahagssvæði í heiminum árið 2010. Flestir eru hins vegar sammála um að Evrópusam- bandið sé lengra frá þessu markmiði í dag en það var þegar áætlunin var samþykkt og að útilokað sé að það náist á tilsettum tíma. Nú síðast var greint frá því í Fin- ancial Times að hvorki sé útlit fyrir mikinn hagvöxt á evrusvæðinu í nánustu framtíð né vaxtastig sem geti laðað að fjárfesta auk þess sem miklar efasemdir séu uppi um að Evrópusambandið geti komið á nauðsynlegum efnahagsumbótum til að koma evrusvæðinu á réttan kjöl. Fjöldaatvinnuleysi Og svona mætti lengi halda áfram um slæmt ástand evrusvæðisins en ég læt nægja að fjalla að lokum um nokkur meginatriði. Meðalatvinnu- leysi innan evrusvæðisins er í kring- um 10% og hefur verið lengi. Á sama tíma standa þau aðildarríki Evrópusambandsins í Vestur- Evrópu sem ekki hafa tekið upp evruna, Svíþjóð, Bretland og Dan- mörk, miklu betur að vígi í efna- hagsmálum en evrulöndin. Hagsveiflur aðildarríkja evru- svæðisins hafa ekki samlagast eins og til stóð sem hefur þýtt að mið- stýrðir stýrivextir þess henta í raun engu þeirra. Og þó hagsveiflur að- ildarríkja evrusvæðisins séu ólíkar er munurinn á hagsveiflum hér á landi og þar miklu meiri. Verðlag innan svæðisins hefur heldur ekki samlagast þrátt fyrir að kennismiðir Evrópusambandsins hafi lofað öðru heldur hefur munurinn þar á þvert á móti aukizt. Meira en 90% Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var af Gallup á meðal neytenda í aðildarríkjum evrusvæðisins og birt í marz sl. í brezka blaðinu Tele- graph sögðust meira en 90% að- spurðra vera þeirrar skoðunar að upptaka evrunnar hefði hækkað verðlag þvert á gefin loforð. Að auki má nefna að samkvæmt könnun sem gerð var fyrir þýzka blaðið Stern í ágúst sl. vilja 56% Þjóðverja að Þýzkaland segi skilið við evrusvæðið og taki upp þýzka markið á ný. Í ljósi þessa alls er því varla að furða að mikill meirihluti Íslendinga sé á móti því að skipta íslenzku krónunni út fyrir evruna og hafi verið nú um árabil samkvæmt skoð- anakönnunum. Þegar staðreyndir málsins eru skoðaðar er varla skrít- ið að fólk spyrji sig: Hver vill eig- inlega verða hluti af þessu? Allt í kaldakoli á evrusvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson svarar grein formanns Evrópusamtakanna um málefni Evrópusambandsins ’Í ljósi þessa alls er þvívarla að furða að mikill meirihluti Íslendinga sé á móti því að skipta ís- lenzku krónunni út fyrir evruna og hafi verið nú um árabil samkvæmt skoðanakönnunum.‘ Hjörtur J. Guðmundsson Höfundur er stjórnarmaður í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. FYRSTU kynni mín af hundum voru, þegar ég var lítill snáði á ferðalögum með foreldrum mínum úti í sveit. Þegar fá þurfti mjólk handa okkur bræðrunum var farið í heimsókn á næsta bæ og bankað upp á. Þegar ekið var í hlaðið tóku á móti okkur grimmir smala- hundar, sem gerði það verkum, að ég þorði ekki út úr bíln- um. Seinna fór ég í sveit á góðum stað og kynntist hundum bet- ur. Það voru smala- hundar og urðu þeir næstum undantekningarlaust miklir vinir mínir. Nokkrir áratug- ir eru síðan þetta var og mikið hefur breyst í hundahaldi og hundamenningu. Fjölskylda mín, sem búsett er í Hafnarfirði, hefur eignast hunda og augljóslega eru aðstæður mjög ólíkar því, sem var í sveitinni áður. Við búum í þétt- byggðum bæ og hundar okkar eru ekki smalahundar eins og þá var. Tvisvar höfum við gengið í gegnum það ferli að flytja inn hunda frá útlöndum. Það var lang- ur og vandasamur ferill og hunda- kynið var engin tilviljun. Við vor- um að leita að heimilis- og fjölskylduhundum og vonum að það hafi tekist. Við höfum farið með hunda okkar á sýningar hjá Hundaræktarfélagi Íslands. Ég hef ásamt sumum barna okkar fengið að spreyta okkur á sýn- ingum bæði sem ungir sýnendur og í hópi fullorðinna. Við höfum reynt að fá fjölskylduna með. Einnig hafa aðrir reyndir sýnendur sýnt hunda okkar fyr- ir okkur. Þegar við byrjuðum með hunda voru við- brögð margra að hundar ættu bara heima í sveitinni en ekki í þéttbýlinu. En eftir að ég fór að kynnast betur hinum ýmsu hundategundum og fór að taka þátt í sýningum og nú síðast hundaræktun hef ég komist betur og betur að því að heimur hundanna er háalvarlegur og á sér langa sögu og eftir því sem ég kynnist þessu betur, þá sé ég hve fráleit sjónarmið sumra eru þegar öll hundakyn eru dæmd sem „sveitahundar“. Í Hafnarfirði stóð nýlega til að banna fólki að ganga með hunda sína á ákveðnum svæðum í bænum og þar vilja frammámenn senda hundaeigendur á uppfylling- arsvæði í bænum, sem þakið er moldarsvaði, til að sleppa hundum sínum lausum. Heldur fólk að hundaeigendur sleppi vel snyrtum og hreinlegum sýningar- og heim- ilishundum lausum á þannig svæði? Mér finnst þessi viðhorf vera úr fortíðinni og koma upp um vanþekkingu. Hundar í nútímanum eru góðir félagar mannsins og gera heim- ilislífið ríkulegra. Stórlega er van- metið hvað hundar eru heppilegir, sem félagar eldra fólks, eða til dæmis sem hluti endurhæfingar gagnvart sjúkum börnum. Hundaeigendum fer ört fjölg- andi, og hópurinn er orðinn mjög stór, það sést best á frábærum sýningum Hundaræktarfélagsins. Ég vil hvetja alla hundaeigendur til að standa saman og styðja við bakið á sínum mönnum, þegar þeir gefa kost á sér til að sinna störfum fyrir bæjarfélög. Hundavakning Eftir Árna Þór Helgason ’Stórlega er vanmetiðhvað hundar eru heppilegir sem félagar eldra fólks, eða til dæm- is sem hluti endurhæf- ingar gagnvart sjúkum börnum.‘ Árni Þór Helgason Höfundur er hundaeigandi og rækt- andi og gefur kost á sér í 4.–5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði. Prófkjör í Hafnarfirði Í GREIN sinni í Morgunblaðinu 1. nóv. sl. svaraði Björn Sig- urbjörnsson plöntuerfðafræðingur grein sem ég skrifaði í sama blað 13. okt. sl. Þar hélt ég því fram að erfðabreyttar plöntur geti ekki brauðfætt heiminn. Björn undrast að ég skuli ekki sam- þykkja niðurstöður ársskýrslu FAO (2004) þar sem því er haldið fram að erfða- breytt matvæli geti dregið úr hungri í heiminum og hann varar mig sterklega við því að byggja á skoðunum „hinna og þessara ein- staklinga“. Þessir „einstaklingar“ sem um ræðir eru raunar helstu hjálparstofn- anir heims: Oxfam, Christian Aid, Save the Children, Cafod og Action Aid. Þær starfa árið um kring í þriðja heiminum og þekkja vanda fá- tækra frá fyrstu hendi. Þessar hjálp- arstofnanir eru sam- mála um að fullyrð- ingar þess efnis að erfðabreytt matvæli geti brauðfætt heim- inn séu villandi og svari ekki þeim flóknu spurn- ingum sem leysa þarf til að draga úr fátækt. Orsök hungurs er fátækt, ekki fæðuskortur Í grein minni benti ég á að helsta ástæða hungurs í þriðja heiminum sé fátækt, ekki fæðu- skortur. Fátækt fólk hefur ekki efni á að kaupa mat og erfða- breytt matvæli breyta þar engu um enda eru þau engu ódýrari en hefðbundin matvæli. Hinn kunni þróunarfrömuður, Paul Polak, rennir stoðum undir þessa skýr- ingu í grein sinni í septemberhefti Scientific American: „Indland hef- ur t.d. framleitt næg matvæli sl. 15 ár og kornhlöður þess eru full- ar, en yfir 200 milljón Indverja, eða fimmtungur þjóðarinnar, er vannærður vegna þess að hann hefur ekki efni á þeim mat sem hann þarf.“ Meira að segja FAO skýrslan sem Björn reiðir sig á viðurkennir að „líftækni mun ein- ungis gagnast fátækum þegar fá- tækir bændur í fátæku löndunum hafa aðgang að henni á hag- kvæmum kjörum.“ Reynsla af erfðabreyttum plöntum slæm Björn bendir einnig á þá nið- urstöðu FAO-skýrslunnar að erfðabreyttar plöntur kunni að gegna mikilvægu hlutverki í því að brauðfæða jarðarbúa framtíð- arinnar vegna þess að hægt sé að þróa erfðabreyttar plöntur sem skili meiri afrakstri, noti minna vatn, séu ónæmar fyrir sjúkdóm- um og séu næringarríkari. Ég trúi þó ekki öðru en að Björn unni mér þess að efast um þau loforð sem gefin eru um ágæti erfðabreyttra afurða. Fyrsta kynslóð þeirra (soja, maís, repja og bómull) átti að færa bændum og umhverfinu bættan hag með því að draga úr þörf á eiturefnanotkun. Hið gagn- stæða gerðist hinsvegar. Eftir þriggja ára ræktun fóru illgresi og skordýr að byggja upp ónæmi fyr- ir eiturefnunum sem notuð voru við ræktun erfðabreyttu plantn- anna. Erfðabreytt fræ sem varð eftir á ökrum óx upp næsta ár og mengaði með því aðra uppskeru. Mengunarslys með erfðabreyttar plöntur í Norður-Ameríku hafa leitt til málaferla milli bænda, kærumála líftæknifyrirtækja á hendur bændum og tekjutaps mat- vælafyrirtækja vegna innköllunar matvæla. Stærsta líftæknifyr- irtæki Bandaríkjanna, Monsanto, neyddist til að hætta við þróun á erfðabreyttu hveiti þar sem bænd- ur í Norður-Ameríku neituðu að rækta það. Erfðabreyttar plöntur hafa einungis verið ræktaðar í þriðja heiminum í örfá ár. Komandi ár munu leiða í ljós hvort reynsla bænda í Norð- ur-Ameríku end- urtekur sig í þróun- arlöndunum. Uggvænlegar vís- bendingar um heilsufarsáhrif „Fæðuöryggi í heiminum“, eins og Björn kýs að orða það, snýst jafnmikið um matvælaöryggi eins og matvælaframboð. Heilsufarsáhrif erfða- breyttra matvæla voru ekki rannsökuð áður en þeim var hleypt á markað í Bandaríkj- unum (sem m.a. olli því að Evrópuþjóðir kæra sig ekki um þau). Vísbendingum um neikvæð áhrif þeirra á um- hverfi og heilsu dýra og manna fjölgar hinsvegar stöðugt. Sér- fræðingar hafa bent á hugsanleg tengsl milli skyndilegrar aukn- ingar ofnæmis og sjúkdóma sem rekja má til mataræðis í Banda- ríkjunum, Bretlandi og Rússlandi og þess að erfðabreytt matvæli voru sett á markaði þessara landa. Bresk vísindarannsókn sýndi að framandi gen úr erfðabreyttum matvælum geta komist í þarma- bakteríur neytandans. Rannsóknir dr. Charles Arntzen í Bandaríkj- unum benda í sömu átt. Nýleg rannsókn gerð á vegum rússnesku vísindaakademíunnar sýndi, líkt og fleiri dýratilraunir, að neysla erfðabreyttra matvæla valdi sjúk- dómum í rottum. Rannsóknin sýndi að 56% rottuunga sem fóðr- aðir voru á erfðabreyttu soja drápust innan 3 vikna frá fæðingu, samanborið við 7% rottuunga sem fengu venjulegt soja. Stjórnandi rannsóknarinnar, dr. Irina Erma- kova, sagðist álíta að þar sem lík- ams- og lífefnagerð í rottum og mönnum sé mjög lík séu þessar niðurstöður mjög uggvænlegar. Stórar spurningar hafa því vaknað um áhrif neyslu erfðabreyttra af- urða á heilsufar manna og dýra. Notum líftækni á siðlegan og ábyrgan hátt Björn skorar á mig að benda á hvernig „fæðuöryggi heimsins“ verði bætt án erfðabreyttra af- urða. Eins og bent er á í FAO- skýrslunni má nota líftækni til plöntukynbóta með svonefndri Marker Assisted Selection aðferð. Með henni eru plöntur kynbættar á hefðbundinn hátt en líftækni notuð til að finna út hvaða til- raunir hafi skilað afbrigðum sem t.d. þoli þurrka, standist sjúkdóma eða auki uppskeru. Kosturinn við þessa aðferð er að ekki er þörf á að erfðabreyta með framandi gen- um með tilheyrandi umhverfis- og heilsufarsáhættu fyrir dýr og menn. Væri ekki nær að beina þróun líftækninnar inn á slíkar eða aðrar öruggari brautir? Erfðabreytt matvæli: Líftækni á rangri braut Jóhannes Gunnarsson svarar Birni Sigurbjörnssyni Jóhannes Gunnarsson ’Vísbendingumum neikvæð áhrif erfða- breyttra mat- væla á umhverfi og heilsufar fjölgar stöð- ugt.‘ Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.