Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tashkent. AFP. | Fimmtán menn sem harðlínustjórnin í Mið-Asíu- ríkinu Úsbekistan hafði sakað um að ráðgera íslamska byltingu í landinu voru í gær dæmdir til langrar fangelsisvistar. Vestræn mannréttindasamtök og stjórnar- andstaðan í landinu segja réttar- haldið og dómana hneyksli. Fimm mannanna voru dæmdir í 20 ára fangelsi. Einn fékk 18 ára dóm, þrír 17 ára, tveir 16 ára og fjórir menn munu þurfa að verja 14 árum innan fangelsismúra. Mennirnir voru allir fundnir sek- ir um „tilraun til byltingar í því skyni að koma á íslömsku ríki“. Mennirnir voru einnig ákærðir fyr- ir morð og hryðjuverk. Mennirnir lýstu allir yfir sekt í málinu og fóru einhverjir þeirra fram á að vera teknir af lífi. Sak- sóknari í málinu fór á hinn bóginn ekki fram á dauðarefsingu. Vestræn mannréttindasamtök hafa líkt réttarhaldinu yfir mönn- unum við réttarfarið í Sovétríkj- unum í valdatíð einræðisherrans Jósefs Stalíns. Mennirnir voru handteknir eftir mótmæli almennings í borginni Andijan í maímánuði sem beindust gegn stjórnvöldum. Uppreisninni lauk með fjöldamorði stjórnarhers- ins á óbreyttum borgurum sem líkt hefur verið við atburðina á Torgi hins himneska friðar í Peking árið 1989. Stjórnvöld í Úsbekistan halda því hins vegar fram að upp- reisnin hafi í raun verið tilraun ísl- amskra öfgamanna til að ræna völdum í landinu. Ekki er vitað hversu margir voru myrtir í Andij- an en talið er að þar ræði um nokkur hundruð manna. Stjórn- völd segja 187 hafa týnt lífi og hafi flestir þeirra verið „hryðjuverka- menn“. Segja mannréttindasamtökin Human Rights Watch að í stað þess að leita þá uppi sem ábyrgð beri á fjöldamorðinu á óbreyttum borgurum leitist stjórnvöld við að fela ábyrgð sína. Þá hafa mann- réttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna sagt allt benda til þess að mennirnir sem sakfelldir voru í gær hafi sætt pyntingum. Stjórnvöld í Úsbekistan áttu ná- ið samstarf við Bandaríkjamenn og Rússa áður en fjöldamorðið var framið í Andijan. Breyting hefur nú orðið þar á og hafa Bandaríkja- menn fordæmt blóðbaðið og krafist óháðrar rannsóknar. Bandaríkja- menn ráku um skeið herstöð í Ús- bekistan en því samstarfi riftu Ús- bekar sökum gagnrýni Banda- ríkjamanna. Rússar og Úsbekar undirrituð á hinn bóginn í gær samning um samstarf á sviði ör- yggis- og varnarmála þar sem m.a. er kveðið á um að árás á eitt ríkið skuli teljast árás á þau bæði. Dæmdir fyr- ir uppreisn- ina í Andijan Réttarfari í Úsbekistan líkt við Sovétríkin í tíð Jósefs Stalíns Reuters Sakborningarnir sem dæmdir voru fyrir tilraun til valdaráns í Andijan í maí fyrir rétti í Tashkent í gær. Sydney. AFP. | Vera kann að hryðju- verkamenn sem handteknir voru í Ástralíu í liðinni viku hafi m.a. lagt á ráðin um árás á kjarnorkuver í Sydn- ey-borg. Þetta kemur fram í gögnum um umfangsmestu hryðjuverkavarn- araðgerð í sögu Ástralíu, sem birt voru í gær en alls voru 18 múslímar handteknir í Sydney og Melbourne í liðinni viku grunaðir um að hafa uppi áform um hryðjuverk. Þrír mannanna voru stöðvaðir og yfirheyrðir í grennd við Lucas Heights-kjarnakljúfinn í desember en þar fara fram rannsóknir og til- raunir á sviði kjarnorkutækni. Í gögnunum sem héraðsdómur í Sydney birti er gerð grein fyrir ákær- unum á hendur átta mönnum. Lög- menn þeirra segja þá saklausa, engin sönnunargögn hafi verið lögð fram og ákæran sé af pólitískum rótum runn- in. Stjórnvöld í Ástralíu vinna að því að herða hryðjuverkalöggjöf í landinu og deilt er um ágæti þeirra áforma. Mennirnir áttu torfærumótorhjól og sögðu lögreglu að þeir hefðu verið í grennd við kjarnakljúfinn til að prófa hjólið. Við yfirheyrslur bar mönnunum þó ekki saman. Við rann- sókn kom í ljós að lás á einu hliðanna á girðingunni umhverfis kjarn- orkuverið hafði verið brotinn upp ný- lega, segir í lögregluskýrslu. Lögregla segir mennina 18 sem handteknir voru tilheyra hryðju- verkasamtökum er hafi aðsetur í Ástralíu og leggi á ráðin um stór- fellda árás. Í skýrslunni er því haldið fram að íslamskur klerkur, Abdul Nacer Benbrika, sem einnig gengur undir nafninu Abu Bakr, sé leiðtogi hryðjuverkahópsins. Hann var einnig handtekinn í liðinni viku. Er því hald- ið fram að klerkurinn hafi hvatt fylg- ismenn sína til að fremja hryðjuverk í landinu í nafni „hins heilaga stríðs“. Þá segir ennfremur í gögnum þeim sem lögregla birti í gær að mennirnir hafi hlotið hryðjuverkaþjálfun, sem fram hafi farið í áströlsku eyðimörk- inni. Sex hinna handteknu hafi geng- ist undir slíka þjálfun fyrr í ár. Þá hafi hópurinn unnið að því hörðum hönd- um að komast yfir efni til sprengju- gerðar og ráðið yfir umtalsverðum birgðum. Kjarnakljúfur skotmark hryðju- verkamanna? Dur í Írak. AFP. | Bandarískir og íraskir hermenn hafa hert leit að Izzat Ibrahim al-Duri, nánasta sam- starfsmanni Saddams Husseins, fyrrum forseta. Fregn þess efnis að al-Duri væri allur hefur verið borin til baka. Izzat Ibrahim al-Duri er talinn helsti skipuleggjandi hryðjuverka og árása gegn erlenda innrásarlið- inu í Írak. Hann var næstráðandi Saddams forseta og skipulagði margvísleg grimmdarverk í stjórn- artíð hans. Hann hefur verið á flótta frá því að stjórn Saddams féll í apr- ílmánuði árið 2003. Því hefur lengi verið haldið fram að al-Duri eigi við erfið veikindi að glíma og hefur nokkra furðu vakið að innrásarlið- inu hafi ekki tekist að finna hann. Herlið leitaði al-Duris í gær í heimabæ hans, Dur. Að sögn tals- manna herliðs Íraka og Bandaríkja- manna tóku um 600 hermenn þátt í aðgerðinni. Leitin var ákveðin eftir að stjórn bandaríska innrásarliðsins hafði lýst yfir efasemdum um að fregnir þess efnis að al-Duri væri allur væru réttar. Í yfirlýsingu, sem barst frá Baath-flokknum í liðinni viku, sagði að al-Duri hefði gengið á fund feðra sinna. Hvítblæði hefði lagt hann í gröfina. Baath-flokkurinn var valda- flokkurinn í Írak er Saddam forseti réð þar ríkjum en starfsemi hans hefur nú verið bönnuð. Á sunnudag birtist hins vegar á vefsíðu einni, sem tengist Baath- flokknum, yfirlýsing þar sem fréttin um andlát al-Duri var dregin til baka. Bandaríkjamenn hafa heitið hverjum þeim tíu milljónum dollara, um 600 milljónum króna, sem veitt getur upplýsingar, sem leiða til handtöku al-Duris. Hið sama fær hver sá, sem vísað getur á gröf hans. Í yfirlýsingu, sem barst frá Bandaríkjaher, segir að talið sé að al-Duri hafi enn aðgang að fjármun- um, sem honum hafi tekist að flytja til Sýrlands. Þessa fjármuni nýti hann til að halda uppi baráttu gegn innrásarliðinu. Reuters Izzat Ibrahim al-Duri afhendir Saddam Hussein orðu árið 1999 í Bagdad. Segja al-Duri enn á lífi París. AFP. | Franska ríkisstjórnin ákvað í gær að fara þess á leit við þing landsins að gildistími neyðar- laga vegna óeirða í fátækrahverfum stórborga verði framlengdur um þrjá mánuði. Þingið mun fjalla um frumvarp stjórnarinnar í dag, þriðjudag, og þykir fullvíst að það verði samþykkt. Stjórnvöld halda því fram að neyð- arlögin, sem sett voru fyrir viku, hafi skilað tilætluðum árangri. Sam- kvæmt lögunum, sem eru árinu 1955, geta yfirvöld í borgum bannað fjöldasamkomur og lagt á útgöngu- bann. Dregið hefur úr óeirðum í fá- tækrahverfum franskra borga á undanliðnum dögum og eru stjórn- völd vongóð um að sú þróun haldi áfram. Jacques Chirac forseti lagði á það áherslu á fundi ríkisstjórnarinnar í gær að fram- lengingin væri tímabundin og að áfram yrði ráð fyrir því gert að ákvæðum laganna yrði einungis beitt í þeim tilfellum þar sem það væri bráðnauðsynlegt. Stjórnarfrumvarpið sem lagt verður fyrir þingið miðast við að lög- in verði framlengd frá 21. þessa mánaðar og gildi því til 21. febrúar. Neyðarlög fram- lengd í Frakklandi Jacques Chirac Kabúl. AFP. | Þrír óbreyttir borgarar og þýskur hermaður týndu lífi í sprengjutilræðum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Þjóðverjinn, sem sinnti frið- argæslu, var ásamt fleirum í bifreið, sem tilheyrir alþjóðlega öryggisliðinu í Afganistan, (ISAF). Bifreiðinni hafði verið lagt við skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í austurhluta Kabúl við aðalveginn til borgarinnar Jalalabad þegar Toyota-bifreið var ekið á bíl friðargæslulið- anna. Ökumaður Toyota-bif- reiðarinnar sprengdi síðan bíl- inn í loft upp. Þýski friðargæsluliðinn týndi lífi ásamt óbreyttum borgara. Tveir þýskir friðargæsluliðar og tveir óbreyttir borgarar særðust í árásinni. Síðar í gær týndu afgönsk móðir og barn hennar lífi í sprengjutilræði nærri þeim stað þar sem fyrri árásin var gerð. Nokkrar sjálfsmorðsárásir hafa verið gerðar í Afganistan í ár, þar af tvær í Kabúl. Ekki er vitað hverjir báru ábyrgð á árásunum í gær en talibanar, sem réðu landinu þar til stjórn þeirra var steypt af stóli eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum haustið 2001, kváðust hafa ver- ið að verki í fyrri tilræðum í höfuðborginni. 14 íslenskir friðargæsluliðar eru nú að störfum í Afganistan. Íslensku friðargæsluliðarnir eru hluti af svonefndum upp- byggingar- og endurreisnar- sveitum á vegum alþjóðlega ör- yggisliðsins í Afganistan. Þeir eru einkum við störf í norður- og vesturhluta landsins. Þýskur hermaður drepinn í Kabúl Óljóst hvort talibanar stóðu fyrir árásinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.