Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
● NÝTT met var sett í Kauphöll Ís-
lands í gær en lokagildi úrvalsvísitölu
aðallista var 4.753,14 stig og hefur
aldrei verið hærra.
Hæsta lokagildi
sem vísitalan
hafði áður náð var
4.748,26 stig 9.
september síðast-
liðinn. Jafnframt
náði vísitalan
hæsta gildi inn-
andags í gær en
það var 4.759,64 stig. Alls hækkaði
vísitalan um 0,51% í gær.
Heildarviðskipti í Kauphöllinni í gær
námu um 12 milljörðum króna, þar af
voru viðskipti með hlutabréf fyrir um
2,6 milljarða. Mest hækkun varð á
bréfum SÍF, 10,34%, en mest lækkun
varð á bréfum Hampiðjunnar, 3,49%.
Viðskipti með íbúðabréf námu um
7,8 milljörðum og lækkaði ávöxt-
unarkrafa þeirra um 0,1 prósentustig
í gær.
Vísitalan setti
nýtt met
● KAUPUM Landsbankans á evr-
ópska verðbréfafyrirtækinu Kepler
Equities er nú formlega lokið, en þau
voru meðal ann-
ars háð skilyrðum
um samþykki eft-
irlitsaðila í Frakk-
landi, Sviss og á
Íslandi. Öllum
skilyrðum um
kaupin hefur nú
verið fullnægt og
frá og með deg-
inum í gær er
Kepler hluti af samstæðu Lands-
bankans. Frá þessu var greint í til-
kynningu til Kauphallar Íslands í gær.
Eins og tilkynnt var 5. september
síðastliðinn eignast Landsbankinn
82% heildarhlutafjár Kepler Equities
og mun eignast allt útistandandi
hlutafé, sem nú er í eigu starfs-
manna, á næstu fimm árum sam-
kvæmt árangurstengdum kauprétt-
arsamningum.
Í umfjöllun greiningardeildar KB
Banka í hálffimmfréttum segir að
kaupin á Kepler séu liður í stefnu
Landsbankans um uppbyggingu á
norður-evrópskum fjárfesting-
arbanka. Einkum falli Kepler vel að
verðbréfastarfsemi Teather &
Greenwood í Bretlandi sem bankinn
keypti fyrr á árinu.
Kaupum Landsbank-
ans á Kepler lokið
FJÁRFESTING Fons eignarhalds-
félags, sem er í eigu þeirra Pálma
Haraldssonar og Jóhannesar Krist-
inssonar, í sænska lággjaldaflug-
félaginu Fly Me hefur vakið mikla
athygli í Svíþjóð en Fly Me hefur
ekki verið hátt skrifað meðal sér-
fræðinga að undanförnu og hafa ein-
hverjir spáð félaginu gjaldþroti.
Sænska viðskiptablaðið Dagens
Industri birti í gær viðtal við Pálma á
vefsíðu sinni en þar segir Pálmi að
hann sé hvergi nærri hættur að fjár-
festa í Svíþjóð enda hefur hann að
eigin sögn fjárfestingagetu upp á 8
milljarða sænskra króna, ríflega 61
milljarð króna.
„Mér finnst gott að eiga viðskipti í
Svíþjóð og er að leita að nýjum
spennandi verkefnum til þess að
fjárfesta í,“ segir Pálmi við DI en
hann segist meðal annars hafa keypt
virkan eignarhlut
í skjáframleið-
andanum MultiQ.
Þegar vikið er að
hagnaði hans af
viðskiptunum
með Sterling og
Maerks Air segist
Pálmi ekki vilja
gefa upp hversu
mikill hann var en
segir að það hafi verið góð viðskipti.
Sókndjarfir athafnamenn
Að sögn Pálma vill hann gjarna
fjárfesta í Gautaborg en honum þyk-
ir mjög vænt um borgina eftir að
hafa stundað nám í viðskiptaháskóla
borgarinnar (Handelshögskolan) um
nokkurra ára skeið. „Það verður
samt að vera verkefni sem getur gef-
ið af sér hagnað,“ segir hann.
Blaðamaður Dagens Industri
bendir á að íslenskir athafnamenn
hafi í auknum mæli fjárfest í Svíþjóð
á undanförnum árum og nefnir í því
samhengi Björgólf Thor Björgólfs-
son og Bakkavararbræðurna Ágúst
og Lýð Guðmundssyni. Þá er Pálmi
spurður hvað hann telji að einkenni
íslenskt viðskiptalíf.
„Við erum sókndjarfir og leitum
að möguleikum til umbreytinga til
þess að auka virði fjárfestinga okk-
ar,“ segir Pálmi og bætir við: „995 af
hverjum þúsund sænskum athafna-
mönnum hafa lært við viðskiptahá-
skóla í Stokkhólmi, Gautaborg,
Lundi eða Uppsölum. Meira en 50%
íslenskra athafnamanna hafa lært
við háskóla í Gautaborg, Stokkhólmi,
Uppsölum, London og Boston. Við
höfum einfaldlega alþjóðlegri
menntun.“
Segist hafa 60 millj-
arða fjárfestingargetu
Pálmi Haraldsson
HAGNAÐUR af rekstri Actavis
Group á fyrstu níu mánuðum ársins
nam um 45,6 milljónum evra, ríf-
lega 3,3 milljörðum króna, saman-
borið við 46,1 milljón evra á sama
tímabili í fyrra. Þetta er samdrátt-
ur um 1,1% á milli ára sem verður
að teljast eðlilegt í ljósi þess hversu
lélegur annar fjórðungur var hjá fé-
laginu.
Nú kveður hins vegar við já-
kvæðari tón enda jókst hagnaður á
þriðja ársfjórðungi um 63% miðað
við sama tímabil í fyrra, var 23,2
milljónir evra nú en 14,2 milljónir
evra í fyrra. Á fyrri helmingi ársins
dróst hagnaður hins vegar saman
um 30% miðað við síðasta ár.
Greinilegt er af þessu að kaup
Actavis á bandaríska lyfjafyrirtæk-
inu Amide eru að skila sér inn í
uppgjörið en jafnframt jukust sölu-
tekjur á þriðja fjórðungi um 57,7%.
Kostnaðarverð seldra vara sem
hlutfall af sölu er nú 47,5%, var
54,1% í fyrra.
Efnahagsreikningur félagsins
hefur meira en tvöfaldast frá ára-
mótum og eignir þess nema nú ríf-
lega 1,4 milljörðum evra en athygli
vekur að þetta hefur gerst sam-
tímis því sem eiginfjárhlutfall hefur
aukist. Arðsemi eigin fjár er 16,3%
en var 26,6% á fyrstu níu mánuðum
síðasta árs.
Þriðji ársfjórðungur verður að
teljast mjög góður hjá Actavis en í
tilkynningu frá félaginu segir að
fjórðungurinn sé sá besti í sögu fé-
lagsins.
Afbragðs upp-
gjör hjá Actavis
Uppgjör
Actavis Group hf.
-
!
.
!
/!*
01121(
3(1422
3(156
3'1'35
+37372
+6'54
#
#
8
125067
(26373
8 *
#
!* ) -
!*
7(3'7
5592:
3190:
03(046
373222
''5'4
6(606
+303'4
+3313(
'(3(''
52'055
3'''4
5092:
'191:
!"#$
%&'$
!
"(
sverrirth@mbl.is
TM Software hefur selt rekstur dótt-
urfélags síns, Libra ehf., til OMX
Technology í Svíþjóð en móðurfélag
þess, OMX, rekur kauphallirnar í
Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Hels-
inki, Tallinn, Riga og Vilnius. Samn-
ingur um söluna tekur gildi hinn 1.
janúar næstkomandi, að því tilskildu
að ákveðin skilyrði verði uppfyllt fyr-
ir árslok. Frá þessu segir í fréttatil-
kynningu frá TM Software.
Í tilkynningunni kemur fram að í
samkomulagi félaganna felist að öll
starfsemi Libra muni framvegis
heyra undir OMX Technology, sem
muni bjóða samnorrænar lausnir fyr-
ir bakvinnslu fjármálafyrirtækja. Þá
segir að Libra sé í viðskiptum við yfir
20 fjármálafyrirtæki og stofnanir á
Íslandi. Fyrirtækið býður hugbúnað-
arlausnir fyrir verðbréfaviðskipti, líf-
eyrissjóði og lánaumsýslu en þessar
lausnir hafa allar verið þróaðar hér á
landi. Viðskiptavinir Libra munu
áfram njóta þeirrar þjónustu sem
Libra hefur veitt og hafa hag af auk-
inni þjónustu, þróunar- og sérfræði-
aðstoð og auknu vöruúrvali, að því er
segir í tilkynningunni.
Formlega mun Libra ganga inn í
Banks & Brokers, félag sem er að
öllu leyti í eigu OMX Technology.
Haft er eftir Friðriki Sigurðssyni,
forstjóra TM Software, í fréttatil-
kynningunni að félagið sé stolt af því
að hafa þróað Libra-hugbúnaðar-
kerfin með þeim hætti að þau séu
samkeppnisfær á alþjóðlegum mark-
aði. „Það var erfið ákvörðun að selja
rekstur og eignir Libra og segja skil-
ið við frábært starfsfólk en ákvörð-
unin var tekin vegna þess einstaka
tækifæris sem Libra fær til vaxtar á
alþjóðlegum markaði undir stjórn
virts fyrirtækis sem er þegar með af-
ar sterka stöðu á fjármálamörkuðum
á Norðurlöndum og víðar,“ segir
hann.
OMX kaupir Libra
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
WAL-Mart, stærsti smásali í
heimi, birti í gær uppgjör sitt fyrir
3. ársfjórðung. Hagnaður félagsins
jókst um 3,8% milli ára og var 2,4
milljarðar dollara (um 150 millj-
arðar króna) eða 57 sent á hlut.
Tekjur á 3. ársfjórðungi jukust að
sama skapi og námu 76,3 millj-
örðum dollara sem er 10% aukning
milli ára. Söluvöxtur í verslunum
sem hafa verið opnar í að minnsta
kosti eitt ár er 3,8% milli ára.
Í hálffimmfréttum KB banka
segir að uppgjör Wal-Mart að
þessu sinni sé að mestu leyti í takt
við væntingar og hækkuðu bréf fé-
lagsins nokkuð í viðskiptum fram-
an af degi. Segir greiningardeildin
að hækkunina megi þó líka rekja
til þess að félagið hækkaði fyrri
spár um tekjur og hagnað á 4. árs-
fjórðungi. Gert er ráð fyrir 2,6 til
2,7 dollara hagnaði á hlut fyrir ár-
ið í heild og sérstaklega er tekið
fram í tilkynningunni að jólaver-
tíðin verði mun betri í ár en í
fyrra.
Gott uppgjör
Wal-Mart
SUÐUR-Afríska
tryggingafélagið
Old Mutual hefur
ákveðið að fram-
lengja tilboð sitt í
sænska trygg-
ingafélagið
Skandia til 16. desember næst-
komandi en upphaflega átti tilboð-
ið að renna út 21. nóvember.
Að öðru leyti stendur tilboðið
óbreytt, þ.e. það verður ekki
hækkað og meirihluti hluthafa í
Skandia þurfa að samþykkja það.
Frá þessu er greint á vef Dagens
Industri en þar er jafnframt haft
eftir Hans-Erik Andersson, for-
stjóra Skandia, að framlenging til-
boðsins sé óheppileg fyrir Skandia
þar sem það viðhaldi óvissu-
ástandi.
Tilboðið
framlengt
+(
'8=& " #*)!'
*+, ,&''-
+> !; )#:$ '
? ; )#:$ '
2 & ; )#:$ '
25; )#:$ '
?; $ '
@! !* $ '
A *) $ '
9 #:/&? $ '
9&#$ '
5 !* @! !$ '
$ '
6@2$ '
6 # # 8?# !2 '* $ '
B!!# $ '
. /
+) ; )#:$ '
2! # @! !$ '
: $ '
C> >; )#:$ '
)! >2 !$)!$ '
DE$ $ '
4 &!* %$ '
F32+ >F )#
( "&&& !$ '
=!#!$ '
0 1,2,
2! -" $ '
6# G &6## !! '
(0 0 $ '
13 CH-I
6, !
!'
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
? "&
" !'
8
8
8
8 8
8
8
8 8
8
8
8
8
8 8
8
8
8
8
8
8
8
J K
JK
J K
8
JK
8
J8K
8
JK
8
8
J
K
JK
J8K
8
8
8
8
8
J8
K
8
8
8
8
8
8
8
!:
&!!
(*),) &!
9 #:6
'
'
' '
' 8
' 8
' ' 8
'
'
8
8
' 8
'
' 8
8
8
8
8
'
=!:,/%!' '
+(
'L+$#&# ! 2
!:
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
8
D ! M
6NF
2(6-
4+O
H+H
PO
PO9$
D
CH-O 4)QA)!