Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 11 FRÉTTIR HREINAR skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur munu lækka um 1,1 milljarð króna að raungildi og heildarskuldir borgarsjóðs um 8,2 milljarða króna að raungildi á næsta ári, samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006, sem Steinunn Val- dís Óskarsdóttir, borgarstjóri, mælir fyrir á fundi borgarstjórnar í dag. Heildarskuldir eru skamm- tímaskuldir og langtímaskuldir en hreinar skuldir eru heildarskuldir að frádregnum peningalegum eign- um (veltifjármunum) og langtíma- kröfum. Áætlunin gerir ráð fyrir 9,6 pró- senta hækkun á heildartekjum borgarsjóðs á milli ára og afgangur af rekstri verður 1,4 milljarðar króna samkvæmt frumvarpinu. Fyrri umræða í borgarstjórn fer fram í dag en sú síðari 6. desem- ber, en þetta er síðasta fjárhags- áætlun Reykjavíkurlistans sem hefur verið með meirihluta í borg- inni í tólf ár. Áætlunin er kynnt undir orðunum Þjónusta, uppbygg- ing og ábyrgð. Næsta skref að gjaldfrjálsum leikskólum Á blaðamannafundi í gær sagði Steinunn Valdís að þjónusta sveit- arfélaganna yrði sífellt mikilvægari og hún væri þeirrar skoðunar að þau sinntu henni almennt mjög vel. Hún sagði stefnu Reykjavíkurborg- ar að almenn grunnþjónusta sveit- arfélagsins væri veitt gegn sem vægustu gjaldi, en í fréttatilkynn- ingu segir að miðað við algengan fjölskyldurekstur sé meira en 100 þúsund krónum ódýrara á hverju ári að búa í Reykjavík en að jafn- aði í öðrum sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu. Á undanförnum árum hafi átak verið gert í skólabyggingum í tengslum við einsetningu grunn- skólanna en næsta stórverkefni á því sviði sé að taka skólalóðir í gegn. Stefnan sé að taka næsta skref að gjaldfrjálsum leikskólum á næsta ári með því að bæta tveimur gjaldfrjálsum stundum við þær þrjár sem öll fimm ára börn fá í dag. Sagði Steinunn að ekkert ann- að sveitarfélag á höfuðborgarsvæð- inu hefði markað sér stefnu um gjaldfrjálsa leikskóla. Steinunn gerði að umtalsefni hina miklu þenslu á fasteignamark- aði og sagði fasteignaverð á höf- uðborgarsvæðinu hafa hækkað um tugi prósenta á árinu. Fjárhags- áætlunin gerir ráð fyrir að borg- arsjóður njóti ekki aukinna tekna af fasteignaskatti í samræmi við væntanlega hækkun fasteignamats, heldur verði álagningarprósentan lækkuð. Fasteignamat liggur ekki fyrir, en þess er vænst áður en áætlunin verður tekin til síðari um- ræðu. Sameining reksturs Fráveitunn- ar og Orkuveitu Reykjavíkur skap- aði visst hagræði og sagði Steinunn að því væri mögulegt að lækka hol- ræsagjald á næsta ári um tæp tíu prósent. Ef það gengur eftir verð- ur holræsagjald í Reykjavík lægst meðal sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu sem innheimta gjaldið, að hennar sögn. Steinunn ræddi um fjögur lyk- ilverkefni næsta árs en það eru uppbygging miðborgarinnar, átak í endurbótum á skólalóðum, virkjun Orkuveitu Reykjavíkur á Hellis- heiði og bygging hjúkrunarheimilis í Sogamýri í samstarfi ríkis og borgar. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að framkvæmdir borgarsjóðs á næsta ári nemi samtals 4,503 millj- örðum króna. 39,3 prósent verða á sviði menntamála, 29,8 prósent fara til íþrótta- og tómstundamála, 23,1 prósent til gatnaframkvæmda og 6,1 prósent til velferðarmála. Steinunn sagði í gær að framlög Reykjavíkurborgar til velferðar- mála hefðu hækkað á undanförnum árum og væru nú þrisvar til sjö sinnum hærri á hvern íbúa en í ná- grannasveitarfélögunum. Áætlunin gerir ráð fyrir að bók- færðar heildareignir lækki um 5,2 prósent milli ára og skýrist lækk- unin af sameiningu Fráveitu og Orkuveitu Reykjavíkur. Hins vegar er gert ráð fyrir að bókfærðar heildareignir samstæðunnar hækki um 14,3 prósent milli ára, en hana mynda borgarsjóður og fjárhags- lega sjálfstæð fyrirtæki og rekstr- areiningar sem að hálfu leyti eða meira eru í eigu borgarinnar. Orkuveitan vegur þyngst í sam- stæðureikningi borgarinnar og á það sérstaklega við á meðan á fjár- festingum hennar í Hellisheiðar- virkjun stendur. Útlit er fyrir að sú fjárfesting skili sér á fimmtán árum. Gert er ráð fyrir að heildartekjur í sam- anteknum reikningi Reykjavíkur- borgar hækki um 9,3 prósent á milli ára. Óvissa um framtíð Strætó bs. Steinunn sagði í gær að það snúnasta sem sneri að rekstri ofan- greindra fyrirtækja, snerti Strætó bs. Hún sagði að óbreytt þjónusta myndi kalla á hækkun framlaga sveitarfélaga um 17 prósent en að Reykjavíkurborg væri eina sveitar- félagið af þeim sem kæmu að fyr- irtækinu sem hefði lýst sig reiðubúið til að leggja fram þá pen- inga sem upp á vantaði til að halda úti þjónustunni. Hún sagði jafn- framt að óvissa ríkti um framhald- ið. Steinunn sagði að lokum að landslagið í stjórnmálum borgar- innar hefði breyst og að þetta væri síðasta fjárhagsáætlun núverandi meirihluta í bili. Hún kvaðst stolt af árangrinum og sagði áætlunina rökrétt framhald af þeirri vegferð sem hafin hefði verið fyrir tólf ár- um. Hún lagði áherslu á að sterk fjármálastjórn hefði skilað árangri og að á næsta ári stæði til að greiða niður skuldir um 1,1 millj- arð samhliða því að halda þjón- ustugjöldum í lágmarki. Útsvar- sprósentan væri þó í toppi enda væri það sá raunveruleiki sem flest sveitarfélög á landinu stæðu frammi fyrir. Borgarstjóri mælir fyrir frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkur í borgarstjórn í dag Morgunblaðið/Brynjar Gauti Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Bjarni Freyr Bjarnason fjárhagsáætlunarfulltrúi kynntu frumvarp að fjárhagsáætlun. Áætlun gerir ráð fyrir lækkun skulda Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is             !      !" #! $%!&  ' ' !& '(  #)      )& * '+  ,!# #!,#'-*  ,!. / "&!  , 0& '' '1 ! !0  # ,.! !. ' 2 ,!'$'340&  5!. 6# (.! !. 2 !& & 6  ! 2      7" 8 , 9.: 8 )&#   8  #  )! !8 *0  ;  8 *0  6  8 !                                                                             " #   $ %    &''&(&'')    '  &,.' <) #!: )&!'2 #  :                   Miðað við algengan fjölskyldurekstur er yfir 100 þúsund krónum ódýrara á ári að búa í Reykjavík en að jafnaði í öðrum sveitarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu, samkvæmt tölum sem borgarstjóri kynnti á fundinum í gær. GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir það ekki endilega áhyggjuefni þó þróunin í lífrænni ræktun hér á landi sé hægari en í nágrannalöndum okkar, enda ís- lenskar landbúnaðarvörur fram- leiddar á náttúruvænan hátt með aðferðum sem eigi margt skylt með aðferðum lífrænnar ræktunar. Ólafur R. Dýrmundsson, Ph.D. ráðunautur, gagnrýndi í Morgun- blaðinu á sunnudag lítinn stuðning ríkisins við lífræna ræktun, og sagði skorta á stefnumótun og meiri aðlögunarstuðning við þetta form ræktunar. „Hér hefur þróunin verið í þá átt að styðja við bakið á lífrænni ræktun, og koma til móts við þá bændur sem þetta kjósa, og neyt- endur í leiðinni. En hitt er annað mál, að íslenskur landbúnaður er dálítið ólíkur landbúnaði ná- grannaríkjanna og Evrópu,“ segir Guðni. „Ef við förum yfir aðalatriðin í íslenskum landbúnaði þá er hér uppi svipuð hugsun og kemur fram í mörgum áhersluatriðum líf- rænnar ræktunar. Við erum með smærri, náttúruleg fjölskyl- dubú, og erum lítið í verksmiðjum. Við ger- um miklar og vaxandi kröfur um meðferð á landi og meðferð á dýrum,“ segir Guðni. „Íslenskir neytendur líta á landbúnað sinn sem framleiðanda á miklum hollustuvör- um, og gerir ekki mik- inn greinarmun á því og lífrænum vörum, sem hafa ver- ið frekar dýrar í framleiðslu.“ Guðni segir að komið sé til móts við lífræna ræktun, en hún hafi hins vegar einkum blómstrað í ræktun á grænmeti. Áhugi al- mennings á lífrænt ræktuðum vörum öðrum en grænmeti hafi hins vegar verið lítill. Í nýjum búnaðar- lagasamningi sé mörkuð stefna um stuðning við vottun á lífrænni ræktun, sem hafi verið mikið bar- áttumál þeirra sem stunda lífrænan land- búnað. Framundan er mikil vinna þar sem rætt verður um fram- tíðarstuðning við ís- lenskan landbúnað á grundvelli nýrra við- horfa og breytinga á samningum Alþjóða- viðskiptastofnunar- innar (WTO), segir Guðni. Hann segir ekki óhugsandi að tekið verði aukið tillit til líf- rænnar ræktunar í því starfi, það þurfi einfaldlega að skoða. Það sé hins vegar óhugsandi að gera auknar kröfur til landbúnaðarins alls, það muni auka kostnað og þar með hækka verð, sem ekki sé við- unandi. Segir hæga þróun í lífrænni ræktun ekki áhyggjuefni Íslenskar landbúnað- arvörur náttúruvænar Guðni Ágústsson ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráð- herra segir að vilji sé til þess hjá stjórn- völdum að auka framlög til kvik- myndagerðar. Til standi að ljúka á næsta ári við gerð samnings við kvik- myndagerðarmenn en gert er ráð fyrir að hann gildi árin 2006–2009. Ekki sé hægt að segja til um það hversu mikil aukningin á framlög- um til kvikmynda- gerðar verði, en hún verði í sam- ræmi við fjárlög. Fjárlaganefnd og þingflokkar fái málið til um- ræðu áður en það verði afgreitt. Árið 1998 var gerður samning- ur við kvikmyndagerðarmenn. Þá voru lagðar til 100 milljónir króna í heimildamyndir, 200 milljónir króna í kvikmyndir og svo bættist við sjónvarpssjóður upp á 15 milljónir, að sögn Þorgerðar. Samningurinn rann út fyrir tveimur árum. Hafa upphæðirnar haldist óbreyttar frá þeim tíma og segir ráðherra að endurnýja þurfi samninginn. Framlög til sjónvarpssjóðs verði aukin Þorgerður Katrín segir mikilvægt að hugsa heildrænt um mál kvikmynda- gerðarmanna og segist meðal annars ætla að taka mál Kvikmyndaskólans til sérstakrar athug- unar. Þá segir Þor- gerður Katrín að hún hafi ekki leynt því að hún vilji að framlög í sjónvarpssjóðinn verði aukin. „Ég tel að það skipti máli að efla inn- lenda dagskrárgerð en það er líka hægt að gera það í gegnum nýtt og breytt umhverfi í kringum Ríkisútvarpið,“ segir Þorgerður Katrín. „Útfærslurnar eiga eftir að koma í ljós en fyrir liggur skýr vilji stjórnvalda til þess að efla kvikmyndagerð frekar,“ bætir hún við. Aukin framlög til kvikmyndagerðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.