Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 20
Frábær fyrirtæki 1. Þjónustufyrirtæki sem selur, hleður og endurnýjar slökkvitæki hjá fyrirtækjum og húsfélögum. Gott fyrir 1-2 menn. Langur við- skiptamannalisti. Öll tæki sem þarf fylgja, auk þess tölva, bíll og sérstakur klæðnaður. Laust strax. 2. Glæsilegt nýtt hótel í 40 mínútna fjarlægð frá Reykjavík. Miklir stækkunarmöguleikar. Góð hagstæð lán sem hægt er að yfir- taka. 21 tveggja manna herbergi og stór salur sem tekur 130 manns í sæti. Tilvalinn fyrir ráðstefnur, enda mikið notaður fyrir það. Skipti á eign í Reykjavík möguleg. 3. Stór söluturn með tveimur bílalúgum. Mikið að gera enda 6-7 millj. mánaðarvelta. Vaxandi hverfi. Góðar tekjur fyrir duglegt fólk. 4. Lítill söluturn í skrifstofuhverfi sem ekki er opinn á kvöldin eða um helgar. Gott fyrir einstakling, mjög þægilegur vinnutími. Mikið af föstum viðskiptavinum sem koma að versla og spjalla. Skemmtilegt vinnuumhverfi. 5. Lítið framleiðslufyrirtæki sem merkir penna, sjúkrakassa og þ.h. Mikil lager fylgir með og fyrirtækið á mjög góðu verði. Stór viðskiptamannalisti. Laust strax. 6. Ný endurnýjaður pöbb í Reykjavík með píanói, vönduðu sjón- varpi, nýjum innréttingum og litlu sviði. Margir möguleikar fyrir hugmyndaríkan mann. Laus strax. 7. Lítil prentsmiðja á höfuðborgarsvæðinu. Er í eigin húsnæði sem einnig er til sölu. 2-3 störf. Fastir viðskiptavinir, sterkir og traustir. Laus strax. Upplýsingar veittar á skrifstofunni ekki í síma eða á netinu. Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl. Elsta fyrirtækjasalan á landinu. Ólafsvík | Pólverjar í Snæ- fellsbæ héldu upp á þjóðhátíð- ardag Pólverja með hátíð í fé- lagsheimilinu Klifi á laugardag. Um hundrað Pólverjar eru búsettir í Snæfellsbæ. Þeir tóku sig saman og æfðu dansa og söngva og útbjuggu ýmiss kon- ar mat að hætti Pólverja. Þá var flutt erindi um samskipti Pól- verja við einstaklinga og fyr- irtæki í Snæfellsbæ sem eiga sér rúmlega 20 ára sögu en þau hófust þegar útgerðarfyr- irtækið Hrói lét byggja Jökul í Gdansk 1984. Eftir að þjóðsöngur Póllands hafði verið sunginn var byrjað að dansa Polonez. Dansinn er frá sautjándu öld, upprunninn í sveitum Póllands og er nokkurs konar göngudans. Síðar varð hann dans heldra fólks og loks þjóðdans landsins. Morgunblaðið/Alfons Pólverjar dansa Polonez Hátíð Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Skipulagsmál á Akureyri hafa verið til umfjöllunar á síðum Morgunblaðsins að undanförnu og sýnist sitt hverjum í þeim efnum eins og vera ber. Bæjaryfirvöld hafa slegið lagningu Dalsbrautar af og framkvæmdir við Miðhúsabraut eru ekki hafnar. Þetta hefur þýtt að íbúar á Eyr- arlandsholti, sem búa næst Mýrarvegi, hafa orðið fyrir miklu ónæði vegna um- ferðar stórra vörubíla, sem þar fara um. Það getur verið erfitt fyrir þá sem ekki búa á þessu svæði, að gera sér í hugarlund, hversu slæmt ástandið er en þeim sem þarna búa er vissulega vorkunn. Í Morgunblaðinu á laugardag fullyrti Guðmundur Guðlaugsson, íbúi í Lund- arhverfi, að það að hætta við lagningu Dalsbrautar frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut væru afdrifaríkustu mistök í skipulagsmálum bæjarins. Þessi orð Guð- mundar eru athyglisverð, því hann er ekki aðeins íbúi í áðurnefndu hverfi, heldur líka fyrrverandi deildarstjóri framkvæmda- deildar bæjarins. Enda er það svo að báð- ar tengibrautirnar, Dalsbraut og Miðhús- abraut, hafa verið á skipulagi í rúm 30 ár.    Í vikunni verða drög að rammaskipulagi miðbæjarins lögð fyrir umhverfisráð en um er að ræða verkefni í tengslum við Ak- ureyri í öndvegi. Margir bíða eflaust spenntir að sjá hvað þar er lagt til, t.d. hvaða hugmyndir eru uppi varðandi Ak- ureyrarvöllinn. Þar hefur Þyrping sótt um að byggja verslunarhúsnæði undir Hag- kaup og fleiri verslanir, auk þess að taka þátt í uppbyggingu fjölskyldugarðs á hluta vallarsvæðisins. Ekki eru þó allir á því að leggja eigi Akureyrarvöll af sem íþrótta- svæði og þar koma m.a. tilfinningar við sögu. Þeir sem stýra knattspyrnumálum hjá KA og Þór hafa hins vegar lýst því yfir að völlurinn megi fara og að heimaleikir fé- laganna verði leiknir á þeirra svæðum, á Brekkunni og í Þorpinu. Það kallar á um- fangsmiklar og kostnaðarsamar fram- kvæmdir á báðum svæðunum en það ætti ekki að verða vandamál, því töluverða fjár- muni ætti að vera hægt að fá fyrir bygg- ingarrétt á Akureyrarvellinum. Úr bæjarlífinu AKUREYRI Eftir Kristján Kristjánsson blaðamann Sigurjón ValdimarJónsson tróð upp á hagyrðingakvöldi fyrir austan: Guð hvað er ég að gera hér, grænn í framan og stamandi, því Austfirðirnir eru mér algjörlega framandi. Sigurjóni leist vel á ástandið: Vonlaust margt hér var að sjá, virtust menn á öðrum byrði, nú eflaust vinnu allir fá í álverinu á Reyðarfirði. Stjórnmálamenn eru alltaf vinsælt yrkisefni og Sigurjón nýtti sér það: Í Halldór var komin heilmikil krísa, höfðu ekki margir áformin stutt, austur á fjörðum skal álverið rísa þó auðvitað mótmæli Hjörleifur Gutt. Jón okkar Kristjáns, hann á ekki aur til öryrkja með götóttar spjarirnar ég trúi ekki margir toppi þann gaur, að tala og hreyfa ekki varirnar. Álver pebl@mbl.is Vestmannaeyjar | Fyrirtæki sem hyggst byggja íbúðar- og verslunarhúsnæði hefur sótt um lóðina Miðstræti 20 til 24 í Vest- mannaeyjum. Unnið er að deiliskipulagn- ingu svæðisins en áður hefur Íslandspóstur sótt um lóðina fyrir pósthús. Þegar Íslandspóstur sótti um lóðina var ákveðið að deiliskipuleggja svæðið. Fram kemur á vef Frétta í Eyjum að tveir nefnd- armenn í byggingarnefnd hafi viljað hafna umsókn Íslandspósts þar sem pósthús ætti ekki heima á þessum stað. Nú hefur Þór Engilbertsson fyrir hönd 2Þ ehf. endurnýjað umsókn sína frá því í maí 2003 um sömu lóðir. Hugmynd Þórs er að byggja íbúðar- og verslunarhúsnæði. Hug- myndin er að sameina í byggingunni íbúðir með bílskúrum, bílskúra fyrir íbúðir að Vesturvegi 10, þ.e. Reynistað, og verslunar- húsnæði sem snýr að göngustíg milli Strandvegar og Skólavegar. Nefndin hafn- aði umsókn Þórs á þeim forsendum að svæð- ið færi nú í deiliskipulag og var skipulags- og byggingafulltrúa falið að óska eftir fjár- veitingu bæjarráðs til að vinna að deiliskipu- lagningu svæðisins, segir á eyjafrettir.is. Pósthús eða verslun og íbúðir við Miðstræti? Suðurland | Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi samþykkti að skora á þingmenn kjördæm- isins og forystu flokksins að koma frekari endurbótum á Suðurlandsvegi, milli Reykjavíkur og Selfoss, inn á samgöngu- áætlun. Vilja þeir að framkvæmdum við fjögurra akreina upplýstan veg verði lokið eigi síðar en 2012. Kjördæmisráðsfundurinn sem haldinn var í Höfn fagnaði í ályktun um samgöngu- mál útboði á öðrum kafla tvöföldunar Reykjanesbrautarinnar og vegabótum á Hellisheiði. Fundurinn fagnaði að 3,1 millj- arði hafi verið veitt til samgöngumála í Suðurkjördæmi með ágóða af sölu Símans. Það skapi svigrúm til aukinna vegafram- kvæmda í kjördæminu, eins og brú yfir Hvítá, Hornarfjarðarfljót, tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurstrandarveg. Auk annarra atriða lagði fundurinn áherslu á að lokið verði við tvöföldun ein- breiðra brúa á þjóðvegi 1 í kjördæminu. Suðurlands- vegur verði tvöfaldaður ♦♦♦ Húsavík | Ómur af jólatónlist barst úr sal Fosshótels á Húsavík. Þetta þótti með fyrra fallinu og var því kannað hverju það sætti. Þegar inn var komið kom í ljós að laufabrauðsgerð stóð yfir á hótelinu enda styttist í jólahlaðborðin rómuðu sem þar eru haldin. „Við höfum komið hér saman starfs- fólkið, ættingjar okkar og vinir und- anfarin ár og gert það laufabrauð sem til þarf á jólahlaðborðin. Til að skapa réttu stemninguna á meðan við skerum út spilum við jólatónlist og borðum nammi sem við skolum niður með malti og appelsíni,“ sagði Olga Hrund Hreið- arsdóttir hótelstjóri svona rétt á meðan hún leit upp úr kökunum. En það þarf að steikja laufabrauðið og í eldhúsinu stóð við pottinn Hallmar Hugi Aðalsteinsson, veitingastjóri hót- elsins, naut hann aðstoðar eigendanna, hjónanna Harðar Þórhallssonar og Ólaf- ar Hallbjargar Árnadóttur, og þegar upp var staðið voru sex hundruð kökur í húsi. Laufa- brauðsgerð á hótelinu Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Steikjarar Hallmar Aðalsteinsson sá um að steikja laufabrauðið og naut m.a. að- stoðar Harðar Þórhallssonar við það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.