Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF É g heimsótti um helgina Siglufjörð, sem mér þykir einna fallegastur bæja á landsbyggð- inni. Leit meðal annars við hjá frænda mínum, miklum athafna- manni þar í bæ, en hann er iðinn við að vinna að endurreisn hins gamla og fallega. Við settumst saman og drukkum kaffi og frændi minn sagði mér frá því hvað bærinn er frábær staður til að ala upp börn. Tónlistarskóli, íþróttalíf og nóg að gera fyrir börnin á veturna. Enda sýndi það sig, dætur frænda míns voru á leið út á skauta þegar ég var að fara og skíðafærið var með því besta. Ólíkt hinum svarta snjó og um- ferðarfýlunni í Reykjavíkinni. Ég sat þarna með kaffibollann í hendinni, sötraði kaffið og hugsaði með draumkenndan svip hvað mig langaði til að flytja út á land og ala upp börnin mín á svona stað. Þetta hlyti að vera umhverfi sem stuðl- aði að sjálfbjarga, sjálfstæðum einstaklingum með hreina sjálfs- mynd. „Hitt er annað mál,“ sagði frændi, „að þegar börnin komast á unglingsaldurinn myndast gat, þegar þau þurfa að fara úr bænum í menntaskóla.“ Þetta sagði frændi vera mjög erfitt bæði fyrir foreldrana og börnin, þótt vissu- lega sé ævintýri að fara í heima- vistarskóla úti á landi eða í borg- ina. Ég fór líka að hugsa um hvaða áhrif þetta hefur á forvarnastarf og mögulega tilhneigingu ung- linga til áfengis- og fíkniefna- neyslu. Hvað gerist þegar krakk- arnir sem hafa mótað sér markmið og eru á „réttu róli“ í líf- inu eru farnir úr bænum í nám og hinir, sem kannski eru enn leit- andi, standa eftir, fara að vinna og lenda mögulega í einhvers konar sukklíferni meðfram því. Getur verið að þar séu fyrirmyndirnar sem krakkarnir á síðustu árum grunnskólans hafa í eldri árgöng- um? Í samtölum mínum við ungt fólk af landsbyggðinni sem lent hefur í slíkum erfiðleikum virðist þetta vera viss samnefnari. Við- komandi fóru að hanga með eldri krökkum á staðnum, krökkum sem annars ættu að vera í fram- haldsskóla, en voru á einhvers konar biðstöð í lífinu. Þessir krakkar voru þannig einu virku fyrirmyndir unglinganna á aldr- inum 16–20 ára. Hvað þýðir þessi staðreynd fyr- ir þroska unglinga á landsbyggð- inni? Ég hugsa að hún geti verið einhvers konar áhrifavaldur á lífs- mynstur þeirra á þessum árum, þótt margt annað jákvætt sé á staðnum sem vinni á móti því. Já- kvæðu fyrirmyndirnar eru týndar og það sem þau sjá þegar þau fara út á kvöldin, fara að leita að fé- lagsskap og félagslífi, eru týndu unglingarnir. Getur það verið? Nú lít ég alls ekki á þetta sem ein- hvern heilagan sannleik en skýt þessu bara að sem vissri tilgátu. En hvað er hægt að gera til að leysa úr þessu rofi sem frændi minn benti á og hinum mögulegu áhrifum sem það hefur á neyslu- menningu unglinganna á staðn- um? Getur verið að það gæti hent- að betur að senda unglingana fyrr í framhaldsskólana? Jafnvel fjór- tán ára gamla og láta þá útskrifast átján ára? Er kannski þörf á því að koma á fleiri framhaldsskólum í heimabyggðum? Það er greinilegt af samtölum mínum við fólk þar sem ég hef komið að mikill sökn- uður er eftir krökkunum og fjar- búð þeirra veldur bæði fullorðnum og öðrum unglingum sársauka og jafnvel einhvers konar fé- lagslegum vandræðum. Svo ekki sé minnst á þá skyndilegu „frels- un“ sem felst í því að vera allt í einu kominn í heimavistarskóla úti á landi þar sem enginn foreldraagi ríkir og mikil felumenning og neysla viðgengst. Menningarrof er nefnilega mjög alvarlegur hlutur. Við sjáum það í sinni hreinustu mynd í Afr- íku, þar sem alnæmi hefur þurrk- að út heilu kynslóðirnar. Börn alast upp án þess að nokkurn tíma komast í snertingu við verkmenn- ingu forfeðra sinna. Þekking á bú- fénaði, landnýtingu og ýmiss kon- ar sjálfsbjargaratriðum glatast að eilífu þegar börnin alast upp án fjölskyldna sinna. Nú er þetta sem betur fer ekki nándar nærri svona alvarlegt á landsbyggðinni, en það getur ekki verið nein óskastaða að fjórir árgangar eða meira hverfi úr samfélaginu lungann úr árinu. Það hljóta að vera hagsmunir okk- ar að koma í veg fyrir þessi nei- kvæðu áhrif menningarrofs. Það getur ekki verið hollt fyrir börn um fjórtán ára aldur að hefja áfengisneyslu með öllum þeim erf- iðu afleiðingum sem hún getur haft. Ég veit ekki hvað er til ráða, en það þarf að vinna með öllum ráðum að því að fólk hafi valkost um að börnin geti dvalist fram á fullorðinsaldur í heimabyggð á þessum mikilvægu mótunarárum. Það er stundum gaman að drekka í hófi í góðra vina hópi og fram úr hófi í enn betri vina hópi. En það er aldrei gaman að vera ósjálfbjarga eða dómgreindarlaus. Og það er á slíkum stundum sem ungt fólk getur orðið fyrir óbæt- anlegum skaða. Óöryggi og skortur á sjálfs- trausti er eitt helsta vandamál unglinga. Þörfin fyrir viðurkenn- ingu, aðdáun og það að tilheyra einhvers konar hópi er mjög sterk. Og þegar þeir sem geta veitt unglingunum viðurkenningu og hóptilfinningu eru mögulega í óreglu er staða unglinganna ekki nógu góð. Það þýðir ekkert fyrir okkur „fullorðna fólkið“ að reyna að segja unglingum neitt. Við verðum alltaf gömul og leiðinleg, afskiptasamir fulltrúar hafta og ófrelsis. Það eina sem við getum boðið unglingunum af viti er að þeir hafi jákvæðar fyrirmyndir sem þeir geta litið upp til, fyr- irmyndir sem gefa þeim vissu um að lífið bjóði upp á fleira en drykkju og vandræðagang. Nú má ekki skilja það svo að ég sé að segja að unglingar á lands- byggðinni séu til vandræða. Ég er einungis að benda á mögulegt vandamál sem getur hamlað því að hinar barnvænu byggðir lands- byggðarinnar nái að blómstra alla leið. Ef hægt væri að stoppa í þetta gat, er þá möguleiki á að bæ- irnir úti á landi geti verið enn betri staðir fyrir unga fólkið okkar til að alast upp? Að þar geti sprottið nýjar og sterkar kynslóðir frjálsra og ábyrgra einstaklinga, sem alast upp með heilsteypta lífssýn? Það er allavega möguleiki sem vert er að athuga. Draumaland Óöryggi og skortur á sjálfstrausti er eitt helsta vandamál unglinga. Þörfin fyrir viðurkenningu, aðdáun og það að til- heyra einhvers konar hópi er mjög sterk. VIÐHORF Svavar Knútur Kristinsson svavar@mbl.is Ég þorði varla að trúa þvíað þetta væri hann,“ seg-ir Sigurður Jóhannssonkattavinur um það þegar hann morgun einn mætti óvænt augunum í honum Svartrassi, kett- inum sem hann hafði saknað í fimm- tíu daga. „Hann var hér í sófanum frammi í stofu þegar ég fór á fætur og hann geispaði góðlátlega, hafði greinilega komið inn um nóttina. Ég var afskaplega glaður að sjá hann og mitt fyrsta verk var að gefa hon- um að borða, því hann var glor- hungraður, enda langt ferðalag hingað vestur í bæ ofan úr Ár- bænum,“ segir Sigurður sem tæpum tveimur mánuðum áð- ur hafði keyrt upp í Kattholt með Svartrass í búri, því þar átti hann að vera í tíma- bundinni vistun. En þegar þangað var komið slapp hann úr búrinu og hvarf út í óvissuna. „Ég auglýsti eft- ir honum og til hans sást öðru hvoru í Árbænum fyrstu vikurnar.“ Víkur ekki frá húsinu „Hún Sigríður í Kattholti fékk veiðimann frá borginni til að reyna að handsama hann en það gekk ekki, enda er Svartrass óskaplega var um sig og hefur alla tíð ver- ið mjög styggur og ekki fyrir hvern sem er að ná honum. Hann hvarf úr Árbæjarhverfinu tveimur vikum áður en hann kom heim og þá hefur hann ef- laust verið farinn að þoka sér hing- að vestureftir. Ég veit ekki hvernig í ósköpunum hann hefur ratað heim en þó hef ég grun um að næma nef- ið hans hafi komið að gagni. Lyktin í loftinu hér í vesturbænum er svolítið önnur en þarna aust- urfrá og þegar vestanáttin kom þá finnst mér ekki ólíklegt að Svartrass hafi farið að ganga í vindinn sem bar honum lykt- ina héðan frá heimaslóðum.“ Svartrass hefur ekki mikið vilja víkja frá húsinu síðan hann skil- aði sér heim og hann ætlar sér greinilega ekki að týnast aftur. Sá styggi vill ekkert klapp En Svartrass er ekki eini kött- urinn á heimilinu, þar búa líka Brandur og Trölli. „Barnabörnin mín komu Svartrassi og Brandi á Svartrass hinn styggi snýr heim Næmt er nef kattarins og ekki ólíklegt að það hafi hjálpað svörtum ketti að rata ofan úr Árbæ vestur á Ljós- vallagötu. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti eiganda þess svarta og fékk að heyra söguna alla og ýmislegt fleira. Morgunblaðið/Sverrir Þessi kisa kemur stundum í heimsókn og fær þá eitthvað gott að borða og þiggur strokur frá Sigurði. Svartrass tekur glæsilegt stökk úr fangi eiganda síns en styggð hans er með miklum ólíkindum. Kanínan Agneska.  GÆLUDÝR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.