Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ HANN kallar sig einfaldlega Þóri en heitir fullu nafni Þórir Georg Jónsson og er frá Húsa- vík. Á síðasta ári gaf hann út sína fyrstu sóló- skífu I Believe in This sem hlaut mjög góðar viðtökur gagnrýnenda og nú um daginn kom út plata númer tvö, Anarchists are hopeless rom- antics en listamannsnafnið á umslaginu er ekki heldur af styttri endanum, My summer as a Salvation Soldier. Þórir kom fram á 12 Tónum á nýafstaðinni Airwaves-hátíð og þar sá hinn virti blaðamaður Rolling Stone, David Fricke, kauða og hafði þetta um hann að segja í Morgunblaðsviðtali við Árna Matthíasson: „Alla jafna kann ég ekki að meta tónlist á við þá sem hann er að spila, en það var mjög áhrifamikið að hlusta á hann í 12 Tónum, að vera í hópi áheyrenda, sem allir voru komnir á staðinn til að hlusta á hann og gerðu það af athygli og einbeitingu.“ Þórir samsinnir því að tónleikarnir í 12 Tón- um hafi gengið mjög vel. „Það er voða erfitt að skilja það,“ svarar hann spurður um galdurinn. „Ætli það sé ekki bara ég að vera ég. Ég reyni að hafa þetta ein- falt, þægilegt og einlægt og fólk verður að gefa eitthvað af sér á móti til að geta haft gaman af tónleikunum mínum. Þetta er ekki eins rokk- tónleikar þar sem allt er í botni og maður getur staðið og kjaftað við þann sem er næst þér en samt kemst maður ekki hjá því að fylgjast með hljómsveitinni á sviðinu. Það krefst aðeins meiri einbeitingar og þolinmæði að vera á tón- leikum með mér.“ Miklu meiri plata Þórir hefur spilað á gítar frá tíu ára aldri en byrjaði ekki að búa til músík fyrr en hann varð sextán, sautján ára gamall. „Þessi tónlist sem ég er að gera í dag varð hins vegar ekki til fyrr en rúmu ári áður en fyrsta platan kom út. Elstu lögin á þeirri plötu voru um eins árs gömul.“ Sérðu einhverja þróun frá I Belive in this og Anarchists are hopeless romantics? „Já, mér finnst síðari platan vera miklu meiri plata. Á fyrri plötunni var þetta bara safn laga sem ég valdi úr þegar 12 Tónar báðu mig um að gera plötu. Þessi plata er hins vegar samin sem plata og einbeittari sem slík. Ég hafði hugmynd um það hvernig ég vildi að hún hljómaði og tók hana náttúrlega upp sjálfur yfir lengri tíma en hin platan var tekin upp á tveimur kvöldum í stúdíói.“ En hvað með yrkisefnið á þessum tveimur plötum? „Ég vona að textarnir séu betri. Maður verð- ur vonandi betri eftir því sem maður gerir það oftar. Þeir eru bara um það sem er í gangi hjá mér og það er náttúrlega ekkert alltaf það sama í hverri viku eða mánuði.“ Eru textarnir persónulegri núna? „Ég veit það ekki. Kannski. Á fyrri plötunni var ég meira að semja um vini mína og fjöl- skyldu en núna er ég að syngja meira um mig sjálfan og það sem er í gangi hjá mér.“ Harðkjarna-trúbador Getur það ekki verið óþægilegt? „Það er ekkert erfitt fyrr en maður gerir sér grein fyrir því að fólk á eftir að heyra þetta. Þá verður þetta svolítið óþægilegt. Sérstaklega með fyrri plötunni þar sem ég var að yrkja um fólk í kringum mig. Ég fékk símtöl frá vinum og vandamönnum sem voru að velta því fyrir sér hvort þeir væru í textunum.“ Þau hlustuðu þó á plötuna? „Já, einmitt. Þau hafa þá heyrt hana. En maður verður bara að ákveða hvað maður vill gera og gera það síðan. Það er ekki hægt að velta sér stanslaust upp úr því hvaða áhrif það mun hafa.“ Áttu þér einhverja sérstaka áhrifavalda eða hvað hefurðu verið að hlusta á í gegnum tíðina? „Allt frá dauðarokki yfir í froðupopp. Það eru svo margir áhrifavaldar í mínu lífi á mismun- andi sviðum en tónlistarlega séð myndi ég nefna trúbadúra á borð við Elliott Smith og aðra lágstemmdari indí-tónlistarmenn. Ég hef hins vegar verið mest í pönki og harðkjarna- tónlist og það hefur haft mikil áhrif á mína tón- list og túlkun. Sú stefna hefur líka haft mikil áhrif á persónulegt viðhorf mitt til tónlistar og hvernig ég verð að vera með í ráðum í einu og öllu sem viðkemur minni tónlist.“ Á þín trúbadoratónlist eitthvað skylt við harðkjarnatónlistina? „Eiginlega allt – fyrir utan tónlistina. Þetta eru hvorar tveggju tónlistastefnur sem snúast um tjáningu á því sem þér liggur á hjarta og allt frá því að þjóðlagatónlist og trúbadúratónlist byrjaði að þá var hún alltaf pólitísk, jafn mikið og hún var persónuleg. Manns persónulega sýn á pólitík og hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í heiminum eru mestu áhrifavaldarnir um það hvernig manni líður.“ Ertu pólitískur? „Ég myndi segja það. Ekki á þann hátt að ég sé með það á hreinu hvað er á stefnuskrá Framsóknarflokksins en yfir höfuð er ég póli- tískur.“ Byrjaði það með harðkjarnatónlistinni? „Bæði og. Það má eiginlega segja að þá hafi ég fyrst pælt alvarlega í því. Það er nú líka þannig að ástæðan fyrir því að maður tengist einhverju er að það fellur við manns eigin skoð- anir. Fyrir utan það er pólitík í öllum tónlistar- stefnum, eins og til dæmis sést í pönki, metal og hip hopi.“ En hvað með „Straight Edge“ stefnuna sem margir harðkjarnatónlistarmenn hafa tileinkað sér? „Já, það er ein af aðalástæðunum fyrir því að ég komst inn í þessa tegund tónlistar. Þar voru gaurar að tala um að vera Straight Edge og að vera grænmetisætur og vera dálítið meðvitaður um hvernig maður hagar lífi sínu og hafa stjórn á því.“ Ertu Straight Edge? „Já, ég hef eiginlega alltaf verið það en vissi ekki hvað það hét fyrr en var orðinn fimmtán ára gamall. Straight Edge er í grunninn bind- indisstefna; að reykja ekki og drekka ekki en líka að taka ábyrgð á þínu eigin lífi og þar með stunda ábyrgt kynlíf.“ Tónlistarnörd „Þetta með kynlífið var fyrirferðarmeira á níunda áratugnum þegar alnæmið var mikið í umræðunni en mér finnst það alveg eins eiga erindi í dag, að sofa ekki hjá hverjum sem er, hvort sem þú ert Straight Edge eða ekki. Mað- ur hlýtur að velta því fyrir sér ef maður ber virðingu fyrir sjálfum sér.“ Er þetta stór sena? „Nei, ég á kannski þrjá vini sem eru Straight Edge og þetta er kannski tuttugu, þrjátíu manna hópur í það heila.“ Og þeir sækja tónleika þína þrátt fyrir að þú spilir ekki harðkjarnatónlist? „Já, já. Að sjálfsögðu.“ Er þessi kúltúr kannski að færast frá harð- kjarnanum? „Ég veit það ekki. Ég hef náttúrlega alltaf verið tónlistarnörd og grúskað í alls kyns tón- list. Og hafi maður þetta áhugamál þá finnur maður sér oftast einhvern með sama áhugamál. Kannski er ég ekki dómbær á það.“ Hvernig finnst þér að spila einn? „Það er ótrúlega erfitt en samt ótrúlega gam- an líka. Maður er vanur því að vera í pönkbönd- um þar sem allt er bara hækkað og svo talið í. Núna verður maður að hugsa út í hvert einasta smáatriði og það er alveg frábær andstæða við pönkið. Fyrir mér snýst þetta samt meira um and- rúmsloftið sem skapast þegar ég spila frekar en hversu vel ég spila eða syng. Það er meira mál en meira gefandi þegar svona tónleikar heppn- ast vel. Það getur líka verið erfitt ef illa gengur og þá er maður þunglyndur í fleiri, fleiri vikur.“ Anarkismi á Íslandi Hvað geturðu sagt mér um titil plötunar, An- archists are hopeless romantics? „Já, ég veit ekki hvað ég á að segja. Það er viss tvíræðni í þessu. Bæði er ég að vísa í róm- antíkina sem kemur fyrir á plötunni en líka þá rómantík sem anarkisminn er. Anarkismi er ákveðin draumsýn eða þrá um að heimurinn gangi upp, að allir geti lifað í sátt og samlyndi án þess að þeim sé sagt hvernig.“ Myndirðu segja að þú værir anarkisti? „Já, ég myndi segja það. En það hafa allir sínar útgáfur af anarkisma eins og fólk hefur sínar útgáfur af kristinni trú.“ Hvaða augum líturðu þá íslenskt samfélag? „Ég er raunsærri en það að búast við því að einn dag rísi hér upp anarkistasamfélag en Ís- land er mjög gott að því leyti að maður getur búið til sitt anarkistasamfélag innan þess og harðkjarnasenan vitnar um það. Það eru stundum haldnir hér á landi tón- leikar með frægum íslenskum rokkböndum, sem selja þúsundir platna, en það mæta bara fimmtán manns. Hins vegar geturðu haldið pönk-tónleika með óþekktu pönk-bandi í ein- hverri lítilli holu og það mæta alltaf fimmtíu manns. það er vegna þess að það hefur myndast samfélag og samheldni í kringum þessa tónlist. Það gerir manni kleift að sneiða framhjá því sem er manni ekki til geðs. Hvort sem það er hvar þú kaupir þér að borða eða kaupir þér plötur, í rauninni allt. Það er hægt að búa til sína eigin útgáfu af fullkomnum heimi og það er það sem ég held að fólk eigi að gera. Hvað vill maður fá meira út úr lífinu en að hafa það gott – eða stefna alla vega að því að vera hamingju- samur?“ Tónlist | Tónlistarmaðurinn Þórir sendi á dögunum frá sér sína aðra breiðskífu Draumsýn anarkistans Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Maður er vanur því að vera í pönkböndum þar sem allt er bara hækkað og svo talið í. “ Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Þórir verður með útgáfutónleika í kvöld í Iðnó. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukk- an 21 en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Aðgangseyrir er aðeins 350 krónur. Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn ENGINN SLEPPUR LIFANDI FARÐU TIL HELVÍTIS! Sýnd kl. 5.30 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5, 8 og 10.45 B.i. 12 ára Africa United S.V. Mbl. TOPP5.is  Ó.H.T. Rás 2 S.k. Dv hörku spennumynd frá leikstjóra 2 fast 2 furious og boyz´n the hood Þeir voru leiddir í gildru... nú þarf einhver að gjalda! kl. 5.30, 8 og 10.20 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 4 og 6 hörku spennumynd frá leikstjóra 2 fast 2 furi- ous og boyz´n the hood Þeir voru leiddir í gildru... nú þarf einhver að gjalda! Sýnd kl. 5.45 og 10.30 bi. 16 ára  MBL TOPP5.IS  Sýnd kl. 8 og 10.15 bi. 14 ára Sýnd kl. 8  MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5, 8 og 10.40  MMJ Kvikmyndir.com  MBL TOPP5.IS  Kóngurinn og Fíflið, XFM  VJV Topp5.is Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba. Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Miða sala opn ar kl. 15.30 Sími 564 0000 Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba. Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba. TOPP MYNDIN Á ÍSLANDI Í 2 VIKUR TOPP MYNDIN Á ÍSLANDI Í 2 VIKUR 400 KR Í BÍÓ*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.