Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 41 DAGBÓK Árnaðheilla dagbók@mbl.is Nýtt námskeið fyrir konur, Þriðja skeið-ið, verður kennt á vegum Endur-menntunar Háskóla Íslands í byrjundesember. Leiðbeinendur á námskeið- inu eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. „Fyrir tveimur árum kom út bók eftir okkur Álfheiði, Í blóma lífsins, sem ætluð var fólki á miðjum aldri. Meiningin var alltaf að fylgja bók- inni eftir með námskeiði sem nú er orðið að veru- leika,“ segir Guðfinna. „Sjálfar erum við á miðjum aldri og sem sálfræðingar vinnum við mikið með miðaldra fólki og vitum því vel hvers konar um- breytingarskeið er um að ræða, hvernig fólki líður á miðjum aldri og hvað það er að takast á við.“ Guðfinna segir þetta tímabil ævinnar hafa verið nokkuð vanrækt af sálfræðingum: „Fólk lifir leng- ur og hefur miðbik lífsins lengst að sama skapi. Þetta er mjög merkilegt tímabil og spennandi: fullt af tækifærum en oft mjög ögrandi og átaka- mikið. Þetta æviskeið einkennist af miklum um- brotum, uppgjörum og tímamótum í einkalífi og starfi. Mikið sem fólk þarf að takast á við og mörg hlutverk sem þarf að valda. Þetta er um leið það þroskaskeið í lífinu þar sem fólk er hvað best reiðubúið að öðlast dýpri innri þroska, enda verða flestir meira og meira uppteknir af því eftir því sem líður á ævina að finna eigin tilgang í lífinu, skilja sjálfan sig betur og styrkja tengsl við þá sem þeim þykir vænst um. Til að geta gert þetta og verið sáttur þarf maður gjarna að sjá samhengið í lífinu: hvernig fortíð, nútíð og framtíð tengjast,“ segir Guðfinna. Við þurfum að skilja hvernig fortíðin hefur mót- að okkur, þurfum að lifa í núinu og njóta þess, en einnig leggja á ráðin um hvernig við viljum nálg- ast og móta framtíðina. Þetta er heilmikið verk- efni að takast á við og til að vera í stakk búin til þess þarf maður persónustyrk. Það er þessi styrk- ur sem við viljum efla hjá konum á námskeiðinu og hjálpa þeim að skoða eigin lífsskeið, leggja mat á aðstæður í dag og gera endurmat ef þess er þörf svo að hægt sé að nálgast framtíðina sáttur.“ Námskeiðið er haldið þrjú kvöld og byggist á fyrirlestrum og verkefnavinnu. „Í verkefnunum vinnur fólk með, eins og fyrr segir, fortíð sína, nú- tíð og framtíð. Einstaklingarnir vinna stakir og einnig í hópum. Það má kalla þetta „pæling- arnámskeið“ þar sem einstaklingurinn skoðar samhengið í lífinu og hvernig hann vill reyna að hafa áhrif á stefnuna áfram. Hver og einn lítur á hvaða hlutverkum hann er í, í lífinu í dag, hvort hann er sáttur eða ósáttur, hverju hann myndi vilja breyta, og hvernig.“ Námskeiðið verður kennt dagana 6., 8. og 13. desember og er skráning hafin. Námskeið | Endurmenntunarstofnun heldur námskeið ætlað konum á miðjum aldri Að sjá samhengið í lífinu  Guðfinna Eydal lauk embættisprófi í sál- fræði frá Kaup- mannahafnarháskóla 1975. Sálfræðingur við sálfræðideild skóla í Reykjavík 1976–78. Sérfr. í klínískri sál- fræði frá 1992 og hefur auk kennslustarfa unn- ið við Foreldraráðgjöf- ina 1979–83 og við rannsóknir á Heilsuverndarstöð Rvk. Sat í Barnaverndarráði Ísl. 1979–83 og 91–02. Frá 2002 setið í kærunefnd barnaverndarmála. Frá 1983 starfað við Sálfræðimiðstöðina. Guðfinna er gift Agli Egilssyni eðlisfræðingi og eiga þau þrjú uppkomin börn. 75 ÁRA afmæli. Í dag, 15. nóv-ember, verður 75 ára Gunnar Guðbjörnsson, bifreiðastjóri, Sól- eyjarima 11, Reykjavík. Hann og Þór- dís kona hans taka á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 15 í dag. 80 ÁRA afmæli. Í dag, 15. nóv-ember, er áttræður Börkur Benediktsson, bóndi í Núpsdalstungu, Miðfirði í V-Hún. Eiginkona hans er Sólrún Kristín Þorvarðardóttir. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Breiðband, Síminn, hvers eigum við frum- notendurnir að gjalda? ÉG hef gegnum tugi ára verið við- skiptavinur þessa fyrirtækis og verið með fyrstu mönnum sem hafa tekið þátt í þeim nýjungum og framþróun sem þar hefur orðið, t.d. NMT, GSM, simnet.is, ADSL og nú síðast breiðbandsnotandi frá upphafi og búinn að fara í gegnum allar 4 uppfærslurnar, hliðræna 2 sinnum og stafræna (digital) og er á 3. kynslóð stafrænna afruglara (myndbandslykill með upptöku). Hef sem sagt stutt með besta hætti framþróun um leið og hún býðst. Mín furða byggist á því að aldrei hefur verið haft samband við mig fyrir þennan dygga stuðn- ing og hef ég ekki tölu á hversu margir klukkutímar hafa farið í að bíða í 800 7000 gegnum tíðina þegar allt var í hönk hjá breið- bandinu. Nú síðast var byrjað að bjóða upp á Myndveitu gegnum breið- band ADSL. En ég hef hvorki heyrt hósta né stunu frá Síman- um til mín um það hvernig ég geti öðlast þennan möguleika gegnum Sjónvarp um ljósleið- ara. Það er með ólíkindum hversu ópersónulegt er að hringja í 800 7000 því að það virðist vera víggirt fyrir alla ráðamenn Símans sem hinir ágætu þjónustufulltrúar verða að verja. Svo er þetta allt að 20–40 mín- útna biðtími að ná sambandi við þá og ef sá er svarar getur ekki leyst úr málinu er maður bara settur á bið hjá einhverjum öðrum fulltrúa sem þekkir til málsins og tekur þá við nýr biðtími (ekki öfundsvert að vera þjónustufulltrúi í 800 7000). Sigurður Einarsson, 030355-4239. Lyklakippa týndist í Lágmúla LYKLAKIPPA með 3 lyklum á svartri leðuról týndist í Lágmúla í síðustu viku. Skilvís finnandi hafi samband ísíma 585 4000. Morgunblaðið/Kristinn Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM á morg- un flytja Kolbeinn Bjarnason, flauta, Guðrún Óskarsdóttir, semb- all, og Úlfar Ingi Haraldsson, hljóð- stjórn verk eftir Úlfar Inga Har- aldsson og Johann Sebastian Bach. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30. Aðgangseyrir er 1000 kr., 500 kr. fyrir aldraða og öryrkja en ókeypis fyrir nemendur Háskóla Íslands. Úlfar Ingi og Bach á háskólatónleikum Johann Sebastian Bach Úlfar Ingi Haraldsson Sýningu Einars lýk- ur um næstu helgi RÖNG dagsetning var á lokum sýn- ingar Einars Hákonarsonar listmál- ara í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi í upplýsingadálki um myndlistarsýningar í Lesbók Morg- unblaðsins síðastliðinn laugardag. Rétt er að sýningunni lýkur nk. sunnudag, 20. nóvember. Beðist er velvirðingar á þessu ranghermi. LEIÐRÉTT Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir húseign í Reykjavík með 8-15 íbúðum. Eignin þarf ekki að vera í góðu ástandi. Staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. HÚSEIGN MEÐ MÖRGUM ÍBÚÐUM ÓSKAST NÚ ÞEGAR. ME‹FER‹ PERSÓNUUPPL†SINGA Í FYRIRTÆKJUM Mán. 17. okt og þri. 18. okt. kl. 8:30–17:00Kynntu flér máli› og skrá›u flig á endurmenntun.is Ætla› starfsfólki fyrirtækja sem vinna me› persónuuppl‡singar. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir 270-350 fm einbýlishúsi í Garðabæ. Staðgreiðsla. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í GARÐABÆ ÓSKAST Fræðslufundur Minja og sögu verður haldinn fimmtudaginn 17. nóvember nk. í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu og hefst kl. 17.00. Að þessu sinni flytur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur fyrirlestur er hann nefnir „Hannes Hafstein og konurnar“. Um þessar mundir er að koma út ævisaga Hannesar eftir Guðjón er hann nefnir Ég elska þig stormur. Í fyrirlestri sínum mun Guðjón ræða um konurnar í lífi Hannesar og áhuga hans og forgöngu fyrir kvenréttindum. Að loknum fyrirlestri mun Guðjón svara fyrirspurnum. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Allir velkomnir. Ókeypis aðgangur. Stjórnin. Fræðslufundur Minja og sögu Ég elska þig stormur - Hannes Hafstein og konurnar Fyrirlesari: Guðjón Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.