Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 33 UMRÆÐAN Jólablað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 25. nóvember Blaðið verður prentað á hvítan 60 gr pappír í sömu stærð og Morgunblaðið Meðal efnisþátta í Jólablaðinu eru: • Uppáhalds jólauppskriftir - fjöldi manns segir frá • Jólaföt á alla fjölskylduna • Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum • Villibráð • Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur • Grænmetisréttir á aðventunni • Smákökur • Girnilegir eftirréttir • Jólaföndur • Jólamarkaðir • Jólabækur og jólatónlist Auglýsendur! Pöntunartími er fyrir klukkan 12 mánudaginn 21. nóvember Skilatími auglýsinga er fyrir klukkan 12 miðvikudaginn 23. nóvember Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Á UNDANFÖRNUM fimmtán ár- um hafa talsmenn Siðmenntar og skoðanabræður hennar kvartað reglu- lega undan of miklum ítökum krist- innar trúar í skólastarfi hér á landi. Ein grein af þeim meiði birtist í Morg- unblaðinu 3. nóvember sl. eftir Jóhann Björnsson kennara og önnur 7. nóv- ember eftir Guðmund Guðmundsson líffræð- ing. Skrifin eru því mið- ur á þeim nótum að vart er svara vert og í hæsta máta til vansa þeim sem kenna sig við vísindi, sið og mennt. Þeir Jóhann og Guðmundur vega að heiðri kennara, skóla- yfirvalda, guðfræðinga, djákna og foreldra, sem af hógværð hafa setið undir endurteknum gíf- uryrðum og rang- færslum. Það er undirstaða virks lýðræðis að öll sjónarmið heyrist og nú þurfa fulltrúar almennings að mæta kvört- unum Siðmenntar, sem þrátt fyrir allt flaggar m.a. því göfuga markmiði í stefnuskrá sinni að þeir vilji „leitast við að tryggja réttlæti og sanngirni og útrýma umburðarleysi og ofsóknum“. Kennurum ber, samkvæmt aðal- námskrá, að fræða á faglegan hátt um flest það sem viðkemur samfélagsgerð okkar og menningu, m.a. um trúar- brögð. Nauðsynlegur hluti fræðslunn- ar er að gera góða grein fyrir ríkjandi trúarhefð. Að margra mati er slík fræðsla fyrir öll börn, óháð efnahag, eitt mikilvægasta „tækið“ sem sam- félagið hefur til að skapa vettvang fyr- ir samræðu milli ungs fólks með ólíkan menningarbakgrunn. Með því reynir samfélagið að stuðla að samlögun og minni árekstrum ólíkra menning- arhópa. Vel fram sett samfélags- og trúarbragðafræðsla í skólum er því mikilvægur þáttur í forvörnum gegn fordómum og stuðlar að samfélags- kennd. Margir foreldrar vita þetta og meta og eru á þeirri skoðun, að börn sem fara á mis við slíka fræðslu eigi minni möguleika á góðri aðlögun. Þeim sé hættara við að líta á sig sem utanveltu og „öðruvísi“ í stað þess að finna sig „heima“ sem hluta af heild. Um leið sé hætta á að heildin eða meirihlutinn telji sig „eðlilegan“ og stimpli þá sem eru öðruvísi sem af- brigðilega. Kennarar og skóla- yfirvöld reyna að koma til móts við þá foreldra sem óska eftir því að börn þeirra fái enga kristindómsfræðslu, t.d. á forsendum trúleysis, en hafa þeir foreldrar hugsað um hvort þeir séu ekki með slíkri ósk að skapa umburðarleysi og ýta undir fordóma, í stað þess að stuðla að samlögun? Er „samlögun“ e.t.v. svo misskilið hugtak í samfélaginu að það kalli á sérstaka umræðu? Í aðalnámskrá grunnskóla sem er nokkurs konar „menntasáttmáli“ inn- an þess velferðarkerfis sem við höfum byggt upp, segir um kristin fræði, sið- fræði og trúarbragðafræði: „Þá er náminu ætlað að hafa mót- andi áhrif á skólastarfið sem á að ein- kennast af lýðræðislegu samstarfi, kristilegu siðgæði og umburðarlyndi, og efla þannig virðingu og skilning í samskiptum einstaklinga og þjóða með ólík lífsviðhorf [...]“ (sjá http:// menntamalaraduneyti.is /utgefid-efni/ namskrar/). Um þessa sýn ríkir al- menn sátt í samfélaginu. Það sést m.a. í skoðanakönnun um trúarlíf Íslend- inga sem Gallup birti nýlega. Þar kemur fram að af þeim 78,8% sem af- stöðu tóku, telja 72% að kristinfræði- kennsla í grunnskólum sé hæfileg, en 18,9% að hún sé of lítil. Einungis 9,1% telur fræðsluna of mikla. Um leið vill fólk meiri fræðslu um önnur trúar- brögð. Þannig segja 63,6% af þeim 73% sem afstöðu tóku að sú fræðsla sé of lítil, en 32,8% að fræðslan sé hæfi- leg. Þá eru 81,5% af þeim 93,6% sem afstöðu tóku, hlynnt því að almenn trúarbragðafræðsla sé kennd í fram- haldsskólum. Aðeins 19,1% segjast ekki vera trúaðir af þeim 98,6% svar- enda sem afstöðu tóku til spurning- arinnar og af þeim 69,3% sem sögðust vera trúaðir segjast aðeins 1,4% ann- aðhvort játa aðra trú en kristni eða telja svarmöguleikana ekki eiga við sig. Það fylgir þeim sem aðhyllast hóf- söm gildi að gaspra ekki með gíf- uryrðum. Þess vegna hafa hinir fáu og háværu komist upp með einræður og niðrandi skrif á undanförnum árum, um málefni sem almenn sátt hefur ríkt um. Um leið hafa ýmsir vanvirt þá trú og menningu sem ríkið, í umboði sam- félagsins, hefur staðið vörð um í aldir. En það gagnast hvorki að standa í hnútukasti um þetta mikilvæga mál, né þegja. Það þarf samræðu um trú, sið, mennt og samfélag og hún þarf að einkennast af sanngirni og sáttfýsi. Trú, mennt og samfélag Hulda Guðmundsdóttir fjallar um trúmál og kennslu ’Vel fram sett sam-félags- og trúarbragða- fræðsla í skólum er því mikilvægur þáttur í forvörnum gegn for- dómum og stuðlar að samfélagskennd. ‘ Höfundur er móðir og djákna- kandidat í MA-námi í guðfræði og fulltrúi á Kirkjuþingi. Hulda Guðmundsdóttir BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í TILEFNI umræðna og blaða- skrifa í fjölmiðlum að undanförnu, skorum við smábátasjómenn á ykk- ur útgerðarmenn og smábáta- eigendur að ganga til samninga- borðs við okkur og gera við okkur kjarasamning. Við erum eina stétt- in í landinu sem er án kjarasamn- inga í dag og öllum ætti að vera hagur í gerð þessara samninga. Enda eru það lágmarks mannrétt- indi fyrir hverja vinnandi mann- eskju að geta sótt rétt sinn ef við- komandi lendir í einhverjum ósvífnum atvinnurekanda eins og virðist vera æ algengara í þessari atvinnugrein, eins og sést hefur í fjölmiðlum upp á síðkastið. Hér er því ekki haldið fram að allir smá- bátaeigendur séu glæpamenn og þjófar sem misnoti aðstöðu sína. En þeir eru sannarlega til og koma óorði á þá sem heiðarlegir eru. Nú er mál að linni. Það er aðeins sann- gjarnt að smábátasjómenn fái mannsæmandi laun fyrir sína vinnu eins og aðrir þegnar í landinu. Að þeim sé tryggð ákveðin lágmarks prósenta af aflaverðmæti, fái veik- inda og slysatryggingar, aflatrygg- ingu og fæðingarorlof svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt forsvarsmönnum sjó- mannafélagana hafa ítrekað verið send bréf til forsvarsmanna smá- bátaeiganda varðandi samnings- gerð. En þeim bréfum hefur ekki verið svarað né við þeim brugðist á neinn hátt. Nú skorum við smá- bátasjómenn á ykkur útgerð- armenn og smábátaeigendur að reka af ykkur slyðruorðið og ganga að borðinu með okkur. Það er okk- ar allra hagur að hafa kjarasamn- ing sem tryggir okkur öllum betra lífsviðurværi. Fyrir hönd smábátasjómanna, HANS B. HÖGNASON, Miðnesi 2, Skagaströnd. Áskorun til smábátaeig- enda og útgerðarmanna Frá Hans B. Högnasyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.