Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. NÆR samfelldur hlýr veðurfarskafli, sem hófst síðla vetrar 2002 og stóð til loka síðasta vetrar, virðist greini- lega vera á enda, seg- ir Einar Sveinbjörns- son, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Frá mars 2002 til og með september 2004 mældist 31 mán- uður í röð með hita yfir meðallagi í Reykjavík. Maímánuður á þessu ári mæld- ist marktækt undir meðallagi í Reykjavík og hefur sú þróun að einhverju leyti haldið áfram því september og október mældust um 1–1,5 gráður undir meðallagi. Segir Einar að hafísinn sem barst inn á norðurmiðin í mars á þessu ári hafi eitt- hvað með þetta kólnandi veðurlag að gera. Hafís í þessum mæli hafi ekki sést lengi og þó svo að hafísinn hafi ekki orðið land- fastur eins og gerðist gjarnan áður fyrr náði hann að kæla niður yfirborðssjóinn fyrir norðan og austan land í sumar. | 8 Samfelldur hlýr veðurfars- kafli á enda KARLMAÐUR um fertugt lést eftir að hann féll um 16 metra af þaki kerskála álversins í Straumsvík síðdegis í gær. Maðurinn var starfsmaður verktakafyrirtækis sem vann að því að endurnýja þakklæðningu á kerskál- anum. Málið er rannsakað af lögreglunni í Hafn- arfirði og Vinnueftirlitinu. Að sögn lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 14:37. Talið er að maðurinn hafi látist samstundis. Samkvæmt upplýsingum frá Alcan var mað- urinn ásamt öðrum að vinna á þaki kerskála 1 þegar slysið varð. Kerskáli 1 stendur fjærst Reykjanesbraut af kerskálunum þremur. Lést eftir fall af kerskála í Straumsvík FORYSTUMENN verkalýðshreyfingar- innar og atvinnurekenda eru bjartsýnir á að niðurstaða náist í forsendunefnd fyrir mið- nætti í kvöld og reikna báðir með að rík- isstjórnin þurfi að koma að málinu. For- sendunefndin fundaði í gær og að sögn Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ, mið- aði viðræðunum áfram og í viðtali við Morg- unblaðið í gær sagðist hann vera bjartsýnni en áður á að aðilar komist að samkomulagi. „Það hefur miðað áfram í dag [í gær] og það eykur líkurnar á að menn nái saman.“ Hann sagði það liggja fyrir að rætt verði við ríkisstjórnina. „Þar hafa menn ekki gengið frá neinu og það er með hefðbundn- um hætti, ríkisstjórnin er yfirleitt ekki til í að spila út því sem hún vill spila út fyrr en líkur eru á að aðilar séu að ná saman. Það reynir á það á morgun [í dag].“ Hafa frest til miðnættis Viðræðuaðilar hafa frest til miðnættis í kvöld til að ná samkomulagi, en gangi það ekki eftir eru forsendur samninga brostnar og verkalýðsfélögin öðlast rétt til að segja upp samningum fyrir 10. desember nk. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók í sama streng og Grétar og sagðist bjartsýnn. „Ég tel horfurnar vera þokkalegar. Ég hef nú reyndar alltaf vonast til þess að þetta myndi nást. Það liggur aldrei endanlega fyrir fyrr en það er endanlega búið. Þeim punkti er ekki náð en mér finnst þetta hafa mjakast í rétta átt.“ Bjartsýnir á að samkomu- lag náist HÁSKÓLI Íslands stendur vel í samanburði við aðra evrópska há- skóla í kennslu og rannsóknum, en stendur þeim flestum þó langt að baki fjárhagslega, að sögn Tove Bull, formanns nefndar á vegum Samtaka evrópskra háskóla. Sam- tökin luku nýlega við úttekt á rann- sóknastarfi, kennslu og stjórnun HÍ og kynnti Tove skýrsluna í gær. Fram kom í máli Kristínar Ingólfs- dóttur, rektors HÍ, að skólinn hefði sett sér það markmið að fimmfalda á næstu fimm árum fjölda doktors- nema sem skólinn útskrifaði á hverju ári. Tove sagði helstu niðurstöður úttektarinnar þær að HÍ væri al- þjóðlegur, hágæða skóli og að jafnt magn sem gæði rannsóknarstarfs hans væri eftirtektarvert. Hún benti á að skólinn stæði þrátt fyrir þetta frammi fyrir stórum verkefn- um og áskorunum samkvæmt skýrslunni. Það væri staðreynd að HÍ fengi ekki nægt fjármagn til að sinna sínum verkefnum. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, sagði skólann hafa sett sér það markmið að á næstu fimm árum yrði byggður upp rann- sóknaháskóli eða vísindastofnun í fremstu röð slíkra stofnana í ná- grannalöndum okkar. Tilgangur- inn væri að tryggja stöðu Íslands sem þekkingarsamfélags og treysta samkeppnisstöðu landsins. Kristín sagði að eitt það mark- mið sem skólinn hefði sett sér væri að ná á næstu fimm árum að fimm- falda fjölda þeirra doktorsnema sem skólinn útskrifaði á hverju ári. Hún sagði þetta mikilvægt því gæði evrópskra og bandarískra há- skóla væru jafnan metin í árangri í vísindavinnu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra óskaði Há- skóla Íslands til hamingju með þá heildarútkomu sem hann hefur fengið í þremur nýlegum úttektum á starfsemi hans. Tæki til að efla HÍ enn frekar Ráðherra sagði að HÍ hefði nú fengið það svigrúm að tvöfalda fjölda meistara- og doktorsnema. Úttektir sem gerðar hefðu verið á skólanum yrðu nú notaðar sem tæki til að efla HÍ enn frekar. „Stjórnvöld eru reiðubúin að fara í þessa vinnu með Háskóla Íslands,“ sagði Þorgerður. Háskóli Íslands talinn standa framarlega en fjármagn sé ekki nægilegt Stefnt að því að fimm- falda fjölda doktorsnema Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is  Hágæðaskóli | Miðopna ÞESSIR líflegu óskilakettir brugðu á leik í Kattholti í gær en um 120 óskilakettir fá nú húsa- skjól þar. Í nýrri samþykkt Um- hverfisstofu um kattahald í Reykjavík er eigendum gert skylt að örmerkja ketti sína svo fækka megi óskilaköttum í borginni. Verður hver köttur merktur fimmtán stafa tölu til að auðveld- ara verði að hafa upp á eigand- anum ef kötturinn týnist. | 8 Morgunblaðið/RAX Brugðið á leik í Kattholti „ÞETTA var hreint ótrúleg uppákoma og þess- um mönnum til vansa,“ sagði Hannes Karlsson, formaður handknattleiksdeildar KA, um atvik sem upp kom í KA-heimilinu eftir seinni Evrópu- leik KA og Mamuli Tbilisi frá Georgíu á laug- ardag. Leikmenn Mamuli fóru í búningsklefa, sem leikmenn 2. og 3. flokks ÍR höfðu til afnota og stálu frá þeim ýmsum varningi. Þetta kom í ljós skömmu eftir að rútan sem flutti Georgíu- mennina suður til Keflavíkur lagði af stað frá Ak- ureyri og var henni snúið við í Öxnadalnum. „Við urðum varir við að þessir menn voru að fara inn í klefann sem ÍR-ingarnir höfðu til af- nota og gerðum við það athugasemdir. Það kom svo í ljós að ýmsar eigur strákanna höfðu horfið. Við snerum rútunni við, fengum lögreglu á svæð- ið og við leit í farangri mannanna fannst þýfið að mestu.“ Að sögn Hannesar þóttust hinir erlendu leikmenn ekkert vita, en að þeir hefðu verið frek- ar kjánalegir þegar þýfið fannst í farangri þeirra. Stálu öllu verðmætu sem þeir náðu í „Eftir að í ljós kom hvað þarna hafði gerst, kom ekki annað til greina en að snúa rútunni við og sem betur fer voru þeir ekki komnir lengra.“ Hannes sagði að mennirnir hefðu stolið öllu verðmætu sem þeir náðu í, m.a. MP3 spilurum, geislaspilurum, geisladiskum, snyrtivörum og fatnaði frá gestunum úr Breiðholti, sem voru að keppa við jafnaldra sína í KA. Eftir að búið var að ná flestu því til baka sem mennirnir höfðu tekið, héldu þeir för sinni áfram til Keflavíkur og til síns heima með flugi. Eftir seinni leikinn bauð KA gestunum frá Georgíu til veislu, þar sem menn hefðu m.a. skipst á gjöfum, að sögn Hannesar. „Og svo launa þeir okkur með þessum hætti, sem er alveg með ólíkindum.“ Spurður um frekari eftirmál sagði hann að það væri nú til skoðunar hjá stjórn deildarinnar. „Við munum senda skýrslu til EHF, bæði hvað varðar handboltaleikina og þessa uppákomu í framhald- inu. Leikirnir voru þessu félagi til vansa og það sást strax að leikmennirnir kunnu varla að kasta á milli sín bolta.“ Hannes sagði að leikmenn KA bæru að mestu leyti sjálfir fjárhagslega ábyrgð á þátttöku sinni í Evrópukeppni og hefðu lagt á sig mikla vinnu. Hann er þess fullviss að KA fái verðugri andstæðing í næstu umferð. Leikmenn Mamuli Tbilisi gerðust fingralangir í KA-heimilinu Stálu varningi frá ungum ÍR-ingum Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is  Ekki nein skemmtun | C2 ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.