Morgunblaðið - 26.11.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.11.2005, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Séra Þórhallur Heimisson er landsþekktur fyrir afburða færni við að gæða fortíðina lífi. Hér sannast orðsporið. Lesið um orusturnar sem breyttu gangi mannkynssögunnar. Athugið! Séra Þórhallur kynnir bók sína og áritar fimmtudaginn 24. nóvember á Bókasafni Hafnarfjarðar. Hvað gerðist í raun á ströndinni í Normandí árið 1944? BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR ÆFÐU VIÐBRÖGÐ Íslendingar tóku á dögunum þátt í evrópskri æfingu þar sem æfð voru viðbrögð við heimsfaraldri inflúensu. Almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra og embætti sóttvarnalæknis stjórnuðu æfingunni hér á landi. Að sögn Haraldar Briem sóttvarnalækn- is var fyrst og fremst verið að prófa samhæfingu og samskipti Evrópu- landa, en einnig stjórnun hér innan- lands. 200 bíla hús tekið í notkun Nýtt bílahús á Stjörnubíósreitn- um, fyrir 200 bíla, verður tekið í notk- un í dag. Þá verður Laugavegur allur opnaður fyrir umferð, eftir fram- kvæmdir milli Snorrabrautar og Bar- ónsstígs. CIA-fangelsi í Kosovo? Bandaríkjaher var með fangabúðir í herstöð sinni í Kosovo fyrir þremur árum og minnti það einna helst á Gu- antanamo-fangabúðirnar á Kúbu. Kom þetta fram í gær hjá Alvaro Gil- Robles, mannréttindafulltrúa Evr- ópuráðsins. Skoðaði hann fangelsið á sínum tíma og hneykslaðist á aðbún- aði fanganna, sem var haldið án ákæru. Ekki segist Gil-Robles vita hvort fangelsið í Kosovo hafi tengst meintum, leynilegum fangelsum CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dans 52/53 Úr verinu 19 Skák 52/53 Viðskipti 22 Kirkjustarf 62/65 Erlent 24/25 Minningar 41/49 Minnstaður 26 Myndasögur 70 Akureyri 27 Dagbók 70/75 Árborg 28 Víkverji 70 Landið 29 Velvakandi 71 Vesturheimur 30 Staður og stund 72 Menning 31/32 Leikhús 74 Daglegt líf 34/35 Fólk 77/81 Ferðalög 36/37 Ljósvakamiðlar 82 Umræðan 40/50 Staksteinar 83 Forystugrein 42 Veður 83 * * * Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir kynningarrit frá Skálholtsútgáfunni. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                     ÍSLENSK tunga I–III, fræðirit í þremur bindum um íslenskt mál, kom út í gær. Útgefandi er Edda útgáfa hf. í samvinnu við Lýðveldissjóð. Verkið skiptist í þrjú bindi eftir höf- uðgreinum málfræðinnar. Fyrsta bindið fjallar um hljóðin, sem eru við- fangsefni hljóðfræði og hljóðkerfis- fræði. Aðalhöfundur og ritstjóri þess er Kristján Árnason og meðrithöf- undur Jörgen Pind. Annað bindi fjallar um orðin, gerð þeirra og beygingu sem er viðfangsefni beygingar- og orð- hlutafræði. Höfundur og ritstjóri er Guðrún Kvaran. Þriðja bindið fjallar um setningar og viðfangsefni setn- ingafræðinnar. Aðalhöfundur og rit- stjóri er Höskuldur Þráinsson og með- höfundar Eiríkur Rögnvaldsson, Jóhannes Gísli Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Sigurjóns- dóttir og Þórunn Blöndal. Lýðveldissjóður styrkti verkið Forseti Alþingis bauð til útgáfuhá- tíðar í Alþingishúsinu í gær. Þar voru fyrstu eintök verksins afhent Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, Hall- dóri Ásgrímssyni forsætisráðherra og aðalhöfundum. Sólveig þingforseti setti athöfnina og greindi frá tilurð verksins. Upphaf þess er stofnun Lýð- veldissjóðs á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum 17. júní 1994 í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisstofnunar. Lýðveld- issjóður skyldi m.a. stuðla að eflingu íslenskrar tungu. „Nú kemur fyrir almenningssjónir síðasti áþreifanlegi árangur verkefn- isins sem Lýðveldissjóður styrkti,“ sagði Sólveig í ræðu sinni. „Þrjú rit um íslenskt mál, mikil að vöxtum, sann- arlega gott nesti fyrir nemendur, kennara og raunar alla sem áhuga hafa á íslensku máli.“ Óskaði Sólveig Íslendingum til hamingju með þetta stórvirki. Bætir úr brýnni þörf Skipuð var verkefnisstjórn Lýðveld- issjóðs vegna íslenskuverkefnisins. Í henni voru Eiríkur Rögnvaldsson pró- fessor, Ásta Svavarsdóttir fræðimaður og Þórunn Blöndal lektor. Eiríkur sagði frá samningu verksins. Verkefn- isstjórnin samdi ýtarlega ritstjórn- arstefnu. Þar kemur m.a. fram að markmiðið með samningu handbók- anna væri að bæta úr brýnni þörf á ýt- arlegu yfirliti um íslenskt mál og mál- fræði. Verkefnisstjórnin leitaði víða ráða og var m.a. stofnuð 12 manna baknefnd kennara á öllum skólastig- um til ráðuneytis. Eiríkur sagði að höf- undar hafi þurft að hafa í huga að verkið þyrfti að geta nýst á tvo vegu. Annars vegar yrði þetta yfirlitsrit, sem lesa mætti í samfellu, og hins vegar ætti að vera hægt að nota bækurnar sem handbækur. Verkefnisstjórnin samdi við Eddu útgáfu hf. um útgáfu verksins. Mar- grét Guðmundsdóttir, ritstjóri fræði- rita og kennslubóka hjá Eddu útgáfu hf., sagði í ávarpi sínu verkið bæði viðamikið og margslungið. Auk hefð- bundinnar textavinnu sé þar að finna bæði ljósmyndir og sérteiknaðar skýr- ingarmyndir, töflur, ýmis tákn, sér- íslensk og alþjóðleg, gömul og ný, og jafnvel hríslur og tré eins og málfræð- ingar nota til að skýra byggingu orða og setninga. „Íslensk tunga er tvímælalaust viða- mesta verk um íslenskt mál og mál- fræði sem út hefur komið,“ sagði Mar- grét m.a. í ávarpi sínu. Fræðiritið Íslensk tunga í þremur bindum kom út í gær „Viðamesta verk um íslenskt mál og málfræði sem út hefur komið“ Morgunblaðið/Þorkell Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra leyndi ekki ánægju sinni með út- komu Íslenskrar tungu I-III þegar hann tók við bókinni. Margrét Guð- mundsdóttir, ritstjóri hjá Eddu útgáfu, gladdist með forsætisráðherra. Fyrir aftan eru þau Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og Eiríkur Rögnvaldsson, formaður verkefnisstjórnar Lýðveldissjóðs. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FJÁRHAGSLEG staða Íbúðalána- sjóðs er bæði skýr og sterk og sjóð- urinn nýtur óumdeilanlega ríkis- ábyrgðar. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var á vegum Íbúðalánasjóðs í gær, en fundurinn var haldinn vegna um- mæla sem höfð voru eftir forstjóra Lánasýslu ríkisins í frétt NFS-sjón- varpsstöðvarinnar, en forstjórinn hefur síðan sagt að rangt hafi verið haft eftir honum í þeirri frétt. Hallur Magnússon, sviðsstjóri þróunar og almannatengsla, benti á í máli sínu að Íbúðalánasjóður upplýsi lögbundna eftirlitsaðila um stöðu sjóðsins með reglubundinni skýrslu- gjöf. Þessar skýrslur séu jafnframt sendar til lánshæfismatsfyrirtækj- anna Standard & Poor’s og Moody’s. Þessir aðilar allir fái aðgang að þeim upplýsingum sem til þarf til að meta fjárhagslegt heilbrigði sjóðsins og hafi ekki séð ástæðu til að finna að því. Þvert á móti hafi sjóðurinn sama lánshæfismat og íslenska ríkið hjá Moody’s, eða Aaa. CAD-hlutfall yfir 5% Hvað varðar ríkisábyrgðina sagði Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri sjóðsins, hana ótví- ræða og vísaði til lagagreina og um- mæla forsætisráðherra. Jóhann G. Jóhannsson, sviðsstjóri áhættu- og fjárstýringarsviðs, sagði að heildar- útlán sjóðsins hefðu dregist saman milli áranna 2003 og 2004 um rúma 13 milljarða og að heildarútlán verði nálægt 380 milljörðum um næstu áramót, sem sé um 50 milljörðum lægra en árið áður. Hins vegar sé bú- ist við að heildarútlán aukist 2006. Langtímamarkmið sjóðsins væri að halda CAD-eiginfjárhlutfalli yfir 5% sem hefði tekist undanfarin ár. Fjárhagstaða Íbúða- lánasjóðs sögð sterk LÍFEYRISSJÓÐUR verzlunar- manna mun væntanlega fylgja vaxtaþróun á markaði, eins og sjóð- urinn hefur gert, hvað varðar vaxtakjör á lánum til sjóðfélaga, að sögn Þorgeirs Eyjólfssonar, for- stjóra sjóðsins. Ákvörðun um breyt- ingu vaxta á lánum með föstum vöxtum hefur ekki verið tekin, en Þorgeir taldi að það yrði fljótlega. Örn Guðnason hjá lánadeild Líf- eyrissjóðsins Gildis sagði breytingu á vaxtakjörum lána til sjóðfélaga hafa komið til tals en verið ákveðið að breyta ekki vöxtunum að sinni. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitar- félaga ákvað í byrjun mánaðarins að vextir sjóðfélagalána með breytilega vexti yrðu 4,35% frá 15. nóvember síðastliðnum. Fastir vextir eru 4,15%. Vextir lífeyris- sjóðslána að breytastALÞINGI hefur samþykkt að draga til baka heimild ríkisstjórnarinnar í fjárlagafrumvarpinu til að selja varðskipið Óðin úr landi þegar því verður skipt út fyrir nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar. Guðmundur Hall- varðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur beitt sér fyrir því að Óðni verði þess í stað breytt í minjasafn þorskastríðsáranna og var tillaga hans um það efni samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í síðasta mánuði. Guðmundur kveðst í samtali við Morgunblaðið ætla að flytja tillögu um það á Alþingi innan tíðar að Óðinn verði afhentur Sjóminjasafninu í Reykjavík þegar Gæslan fær nýtt skip. Tillaga hans um að draga fyrr- greinda heimild ríkisstjórnarinnar til baka var sam- þykkt samhljóða á Alþingi í gær. Guðmundur sagði í atkvæðagreiðslunni að skipið myndi sem minjasafn draga að sér ferðamenn, ekki síst Breta, sem vafalaust myndu telja sögu þorskastríðsins forvitnilega. „Saga Landhelgisgæslunnar, þá ekki síst þau afrek sem unnin voru í þorskastríðinu við Breta, er stórmerkilegur þáttur í sögu Íslands á 20. öld,“ sagði hann. „Íslendingar öðluðust yfirráð yfir náttúru- auðlindum sínum og gerðust brautryðjendur á alþjóð- legum vettvangi í baráttunni fyrir rétti strandríkja til fiskveiðilögsögu. Þessi barátta var háð annars vegar af embættismönnum og stjórnmálamönnum sem börðust með rökum á alþjóðaráðstefnum og samningafundum og hins vegar af áhöfnum varðskipanna sem þrátt fyrir erfiðar aðstæður stóðu uppi í hárinu á flota hennar há- tignar með ævintýralegum og oft ótrúlegum hætti. Lít- ill vafi er á því að skipið myndi draga að sér ferða- menn, ekki síst Breta sem vafalaust þætti þessi þáttur sögu þeirra gamla heimsveldis forvitnilegur. Saga þorskastríðsáranna má ekki gleymast.“ Óðinn ekki seldur úr landi Morgunblaðið/Sverrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.