Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÉR á eftir fer inngangskafli úr að- ilaskýrslu Hannesar H. Giss- urarsonar, sem lögð er fram í Hér- aðsdómi Reykjavíkur 25. nóvember 2005. Þetta mál hófst á því, að Friðrik Rafnsson, vefstjóri Háskóla Íslands, fékk bréf frá lögmanni Jóns Ólafs- sonar, Sigríði Rut Júlíusdóttur, 9. október 2003, þar sem fram kom, að hún teldi, að hann bæri ritstjórn- arlega ábyrgð á öllu því, sem birt væri á vef háskólans, og krafðist þess, að hann fjarlægði ummæli þau, sem væru á heimasíðu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Þessu bréfi var svarað af lögfræðingi há- skólans, Tryggva Þórhallssyni, sem sagði, að háskólinn bæri ekki ábyrgð á því efni, sem vistað væri á vef hans. Hannes H. Gissurarson hefði ákveðið að flytja efni sitt yfir á sjálf- stæða heimasíðu svo fljótt sem auðið væri, helst fyrir árslok. Ekki varð úr því vegna óvæntra anna. Hannesi H. Gissurarsyni barst bréf frá lögmannsfyrirtækinu Spring Law, dags. 8. júní 2004, þar sem hann var beðinn að draga til baka tiltekin ummæli á heimasíðu sinni, biðjast afsökunar á þeim og heita því að endurtaka ekki slík um- mæli. Hann brást við með því að biðja vefstjóra háskólans, Friðrik Rafnsson, 3. júlí að loka heimasíðu sinni til bráðabirgða. Hannes skrif- aði líka samdægurs hinu breska lög- mannsfyrirtæki svohljóðandi bréf: I recently received your letter with comments on my homepage on the Internet, based at the Uni- versity of Iceland. I should inform you that I made a decision at the end of 2003 completely to revise the home- page, and to take out some items and to add others. Unfortunately, það, að hugsanlegur úrskurður í slíku máli fyrir dómstólum erlend- is sé aðfararhæfur hér á landi. Ég vona, að ráðuneytið geti leyst úr þessu erindi mínu eða beint því til aðila, sem geta það. Hannes fékk svar frá tveimur lög- fræðingum í dómsmálaráðuneytinu, Stefáni Eiríkssyni og Hólmsteini Gauta Sigurðssyni. Þar var skýrt frá Lúganó-samningnum um dómsvald og fullnustu dóma, og sagði síðan: Um varnarþing gilda ákvæði II. hluta samningsins. Það er að- alregla, að menn megi lögsækja, þar sem þeir eiga heimili, sbr. 2. gr., og skiptir þá ríkisfang ekki máli í því sambandi. Þetta er það, sem nefnt hefur almennt varn- arþing, og fjalla 2. til 4. gr. samn- ingsins nánar um þetta. Í 5. gr. er undantekningarregla, sem felst í svonefndu sérstöku varnarþingi. Með því er átt við, að lögsækja megi mann í einu samningsríki, þótt hann sé búsettur í öðru samn- ingsríki, þegar sérstaklega stend- ur á. Til þess að þetta teljist fær leið, verða að vera fyrir hendi sér- stök rök því til réttlætingar. Vísast að öðru leyti til umræddrar 5. gr. samningsins þessu til skýringar. Um meginreglu, er varða einka- réttarlega málsókn fyrir breskum dómstólum, fer vitaskuld sam- kvæmt breskum réttarreglum, og verður í sjálfu sér gengið út frá því, að mönnum sé nokkurn veginn frjálst að stefna málum fyrir þar- lenda dómstóla að uppfylltum þar- lendum lagaskilyrðum. Hins vegar verður ekki með góðu móti séð, að málsókn fyrir breskum dóm- stólum, er varða slík sakarefni, er þér nefnið og rakið er til heimasíðu yðar, sem vistuð er við Háskóla Ís- lands í Reykjavík, geti uppfyllt áð- urgreindar meginreglur samn- ingsins um varnarþing, og því kunni að vera uppi frávísunar- ástæða, komi til málsóknar á þeim grundvelli, sem virðist gengið út frá, sbr. bréf yðar. Hannes leitaði líka til lögfræðings háskólans, Tryggva Þórhallssonar, sem var sömu skoðunar og lögfræð- ingar dómsmálaráðuneytisins, þótt álit hans væri aðeins veitt munnlega. Meginregla Lúganó-sáttmálans væri sú, að varnarþing manna væri, þar sem þeir hefðu búsetu, með til- teknum undantekningum, og engin þeirra virtist eiga við í þessu máli. Til viðbótar þessu bentu lögfræð- ingar Hannesi á, að meginregla ís- lensks réttar væri, að varnarþingið gæti verið annars staðar en þar, sem maður væri búsettur, ef tjónsat- burður hefði orðið annars staðar, stofnað hefði verið til tjónsins ann- ars staðar. Gera yrði greinarmun á því og hinu, hvar tjónið kemur fram. Ekki verður um það deilt, hafi verið um tjón að ræða, sem Hannes vé- fengir auðvitað, að stofnað var til þess á Íslandi. Þar varð tjónsatburð- urinn, ef einhver var, því að þar féllu ummælin, og þau voru vistuð á ís- lenskum vef. Þess verður líka að geta, að Hann- es þýddi ekki sérstaklega ummæli sín og setti á vefinn á ensku, heldur hafði fyrirlestur hans, sem aðal- ummælin voru úr, verið fluttur á ensku. Einnig voru allir myndatext- ar jafnt á ensku og íslensku. Það var því ekki um að ræða, að Hannes hefði sérstaklega verið að setja ein- hver ummæli um Jón Ólafsson á ensku á vef sinn til að skaða hann, enda var honum árið 1999 ekki kunnugt um umsvif Jóns í Bretlandi næstu ár á eftir: Hann var að gagn- rýna eiganda íslensks fjölmiðlafyr- irtækis. Maður frá breska sendiráðinu kom heim til Hannesar H. Giss- urarsonar 2. september 2004 og af- henti honum böggul. Hann gaf eng- ar skýringar á bögglinum og bað ekki um neina kvittun fyrir mót- tökunni. Í bögglinum voru ýmis skjöl á ensku. Þar kom ekki skýrt fram, að um stefnu væri að ræða. Hannes ítrekaði þó í beinu framhaldi þá ósk sína við háskólann, að heima- síðu sinni yrði lokað til að afstýra vandræðum. Var það þá gert hið snarasta. Hannes H. Gissurarson fékk bréf á íslensku, væntanlega frá dóm- stólnum, sem honum var full- komlega óskiljanlegt, dags. 2. mars 1005. Hann framsendi það til lög- fræðings háskólans, Tryggva Þór- hallssonar, sem taldi það líka óskilj- anlegt. Þar kemur hvergi fram neitt um neinn dóm. Hannes hefur aldrei fengið birtan neinn dóm, þótt svo segi í vottorði frá hinum breska dómstóli. Önnur afskipti hefur Hannes ekki haft af þessu máli. Hið eina, sem honum hefur verið birt eftir einhverri íslenskri venju, var boðun 3. október 2005 frá Sýslu- manninum í Reykjavík vegna fjár- náms að kröfu lögfræðings Jóns Ólafssonar. Úrskurður hins breska dómstóls virðist hvíla á allt öðrum lögum en tíðkast á Íslandi. Upphæðin er ekki í neinu samræmi við neinar íslenskar venjur. Ekki hafa heldur myndast neinar fastar, alþjóðlegar venjur um lögsögu einstakra ríkja í málum, sem gerast á Netinu. Sú regla virð- ist hæpin og er að minnsta kosti óvænt og víðtæk, að birting á ensku á Netinu jafngildi birtingu í Bret- landi. Jafngildir hún þá ekki birt- ingu alls staðar í heiminum, þar sem enska er alþjóðamál? Til dæmis í Ástralíu? Hver er munurinn á að birta eitthvað á ensku á Netinu og á íslensku, sem hægðarleikur er að þýða á ensku? Nýlega kvað áfrýjunardómstóll í Ontario í Kanada upp úrskurð í svip- uðu meiðyrðamáli. Taldi hann sig ekki hafa lögsögu í því. Fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, Cheick Bangoura, hafði höfðað mál í Ontario gegn Washington Post, sem hafði fyrst prentað og síðan sett á netsíðu sína ummæli um Bangoura, sem fólu í sér ásakanir um spillingu. Bangoura hafði verið búsettur í Ont- ario í þrjú ár, frá 2000, þegar hann stefndi Washington Post, en um- mælin höfðu birst 1997. Kanadíski áfrýjunardómstóllinn sagði, að það nægði honum ekki til að geta höfðað málið þar. Tengsl hans við staðinn væri ekki nægilega mikil. „Það virð- ist óhæfileg harðneskja gagnvart stefnda að leyfa stefnanda að taka sér einhvers staðar búsetu og höfða þaðan mál gegn stefnda vegna at- burða, sem urðu annars staðar.“ Ekki væri um að ræða neitt sýnilegt eða verulegt tjón, sem stefnandi hefði orðið fyrir í Ontario. Aðeins væru seld sjö eintök af Washington Post þar í áskrift. Netsíðan, sem ummælin voru vistuð á, var aðeins opin í tvær vikur, en síðan í áskrift, og var lögfræðingur Bangoura hinn eini, sem hafði keypt sér aðgang að þeim. Áfrýjunardómstóllinn hafnaði þeirri niðurstöðu undirréttar, að málið myndi fylgja Bangoura, hvar sem hann settist að. Blaðið hefði ekki getað séð fyrir, að Bangoura, sem bjó í Kenýa, þegar ummælin birtust, myndi síðar setjast að í Ont- ario. Niðurstaða dómsins er vistuð á Netinu: http://www.ontariocourts.on.ca/ decisions/2005/september/ C41379.htm Bandarískir dómstólar neita al- mennt að fullnusta meiðyrðadóma frá Bretlandi eftir niðurstöðu í mál- inu Bachchan v. India Abroad Pu- blications Inc. árið 1992. Málavextir voru þeir, að blaðið India Abroad í New York hafði endursagt frétt úr sænsku blaði um það, að kunnur, indverskur maður Ajitabh Bachc- han, hefði tekið við óeðlilegum greiðslum vegna vopnasölu. Bachc- han kaus að höfða mál í Bretlandi, þótt blaðinu væri aðallega dreift í Bandaríkjunum. Þótt Bachchan hefði látið að sér kveða, væri „public figure“ sem kallað er, og þótt blaðið hefði aðeins endursagt það, sem prentað hafði verið í öðru blaði, dæmdi breskur dómstóll honum í vil. Þegar fullnusta átti dóminn í Banda- ríkjunum, komst dómstóll í New York að þeirri niðurstöðu, að bresk meiðyrðalöggjöf stríddi gegn stjórn- arskrárákvæðinu bandaríska um málfrelsi. Hitt er annað mál, að Hannes H. Gissurarson hringdi í Jón Ólafsson fimmtudagskvöldið 6. október 2005, eftir að hann hafði horft á Jón koma fram í sjónvarpsfréttum. Hann sagði Jóni, að hann hefði beðið vefstjóra háskólans um að taka niður heima- síðu sína 3. júlí 2004, en fyrir hand- vömm hefði það ekki verið gert. Hann sagðist ekki hafa neinn áhuga á að troða illsakir við hann. Þess vegna væri báðum fyrir bestu, að málið yrði látið niður falla. Jón kvaðst ekki vera reiðubúinn til þess. Hann myndi beita hörku í þessu máli. Aðilaskýrsla Hannesar Hólmsteins Morgunblaðið/RAX Hannes Hólmsteinn Gissurarson gerir grein fyrir sjónarmiðum sínum á blaðamannafundi í gær. I have been very busy so that I have not found the time to make the revision envisaged. I hope to do so in the summer. I have asked the University of Iceland technical staff to discon- nect my homepage meanwhile, as I appreciate the many comments made by my readers of the neces- sity to revise it. I am travelling in the U. S. in the nex few days and possibly weeks so I am unable to monitor how fast the University staff will proceed with my request, while of course at present there are extensive summer vacations at the University. Fyrir handvömm lokaði Friðrik Rafnsson ekki síðunni. Jafnframt skrifaði Hannes dóms- málaráðuneytinu svohljóðandi bréf sama dag, 3. júlí 2004: Virðulega ráðuneyti, mér hefur borist bréf (hjálagt í ljósriti) frá mönnum, sem segjast vera lögfræðingar í Lundúnum í Stóra-Bretlandi. Kveðjast þeir tala í umboði Jóns Ólafssonar, fyrrver- andi aðaleiganda fjölmiðlafyr- irtækisins Norðurljósa, og telji þeir ummæli um Jón á ensku á heimasíðu minni á Netinu meið- andi fyrir hann. Hyggjast þeir, eins og fram kemur í bréfinu, höfða mál gegn mér fyrir breskum dómstólum vegna þessara um- mæla. Af þessu tilefni vil ég grennslast fyrir um það, hvort 1) samningar milli Íslands og annarra ríkja leyfi það, að Jón Ólafsson eða menn í umboði hans geti höfðað mál gegn mér í Bret- landi eða annars staðar fyrir hugs- anleg meiðyrði á ensku á heima- síðu minni, sem er vistuð í Háskóla Íslands í Reykjavík, 2) samningar milli Íslands og annarra ríkja leyfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.