Morgunblaðið - 26.11.2005, Page 19

Morgunblaðið - 26.11.2005, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 19 ÚR VERINU SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Breytingin felst í því að fallið verði frá sérstakri út- hlutun á 3.000 lestum af þorski til tiltekinna báta og að hlutdeild þeirra í þorskaflanum verði aukin að sama skapi frá og með fisk- veiðiárinu 2005/2006. Þarna er um að ræða eina af þeim sértæku úthlutunum afla- heimilda, sem verið hafa í gildi undanfarin ár. Aðrar slíkar eru línuívilnun, tvenns konar byggða- kvótar og bætur vegna aflabrests. Alls hefur þar verið um að ræða um 12.000 tonn af þorski. Þessum 3.000 tonnum hefur verið úthlutað til jöfnunar samkvæmt ákveðnum reglum. Dregið frá leyfilegum heildarafla Samkvæmt þeim var ákveðið að árlega skyldi á fiskveiðiárunum 1999/2000–2005/2006 úthluta 3.000 lestum af óslægðum þorski til fiski- skipa sem aflahlutdeild höfðu 1. desember 1998 og eru minni en 200 brúttótonn, enda hefðu þau landað þorskafla á fiskveiðiárinu 1996/1997 eða 1997/1998. Aflaheimildir þessar eru dregnar frá leyfðum heildarafla í þorski áður en heildaraflaheim- ildum er skipt á grundvelli afla- hlutdeildar. Úthlutun til einstakra báta var miðuð við heildaraflamark þeirra í þorskígildum talið. Við út- hlutun var miðað við aflahlutdeild- arstöðu þeirra 1. desember 1998, úthlutað heildaraflamark fiskveiði- ársins 1998/1999 og verðmæta- stuðla á því fiskveiðiári, þó þannig að enginn bátur fái meira en 100% aukningu í þorskaflamarki og eng- inn hærri úthlutun en 10 lestir mið- að við óslægðan fisk. Aldrei skyldi þó úthlutun leiða til þess að heild- araflaheimildir einstakra skipa yrðu meiri en 450 þorskígildislestir samtals. Aflaheimildum samkvæmt ofangreindri grein hefur verið út- hlutað árlega síðan á fiskveiðiárinu 1999/2000. Í upphafi áttu 497 fiski- skip rétt til úthlutunar og þar af voru 234 fiskiskip með hámarks- úthlutun en aðrir með minna. Há- marksúthlutun til hvers skips er 10 lestir af óslægðum þorski sem gera 8,4 lestir af slægðum fiski. Skapar óhagræði Í athugasemdum við frumvarpið segir meðal annars svo: „Ástæða þess að þessi breyting er lögð til er sú að sérstök úthlutun sem byggist ekki á aflahlutdeild heldur öðrum forsendum skapar óhagræði án þess að séð verði, eftir að fallið var frá að hafa ákvæðið tímabundið, að það hafi lengur nokkurn sérstakan tilgang. Eins og áður segir þarf aflamarksstaða fiskiskips að vera með ákveðnum hætti um hver fisk- veiðiáramót til þess að rétturinn nýtist að fullu. Hjá nokkrum hluta skipanna hefur það leitt til þess að aflaheimildir eru ýmist fluttar af skipum eða á til þess að þau verði í heppilegri aflmarksstöðu um fisk- veiðiáramótin. Þá hafa þröngar reglur um flutning þessa réttar milli skipa valdið óhagræði, m.a við endurnýjun skipa og sameiningu aflaheimilda. Þykir því ástæða til þess að einfalda fiskveiðistjórnar- kerfið og gera þá breytingu sem hér er lögð til. Rétt er að árétta að þetta raskar ekki þorskveiðiafla- heimildum einstakra fiskiskipa þar sem þessi sérstaka úthlutun hefur ávallt verið dregin frá leyfilegu heildaraflamarki í þorski fyrir út- hlutun á grundvelli aflahlutdeildar en fellur nú inn í hina almennu út- hlutun.“ Úthlutun til jöfnunar í þorski færð inn í kvóta FRÉTTIR mbl.is Það þarf varla að kynna John Lennon, einn frægasta og áhrifamesta tónlistarmann 20. aldar. Stormasamt líf hans var fullt af öfgum og andstæðum, hann var ýmist hetja eða skúrkur. Hér er á ferðinni hrífandi ævisaga sem segir okkur heillandi sögu af sigrum og ósigrum, baráttu Lennons við djöfulinn í sjálfum sér, dópið og brennivínið og endalausar tilraunir hans við að gera upp við æsku sína. Steinþór Steingrímsson þýddi. Frábær bók sem varpar nýju ljósi á eina helstu rokkstjörnu 20. aldar. John Lennon SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Spiderwick-sögurnar hafa farið sigurför um heiminn og hlotið fjölda verðlauna frá því að þær komu fyrst út fyrir tveimur árum. Þrjú systkini uppgötva ósýnilegan hulduheim þegar þau flytjast með móður sinni í gamalt og skuggalegt hús. Álfar, tröll og hvers kyns furðuskepnur koma við sögu í þessum heillandi nútímaævintýrum. Fyrstu tvær bækurnar í þessum bókaflokki koma út fyrir þessi jól en þrjár seinni bækurnar á næsta ári. Frábærlega spennandi og fallegar bækur fyrir börn og unglinga í snilldarþýðingu Böðvars Guðmundssonar. Spiderwick-sögurnar Farðu á www.spiderwick.com og fáðu að vita meira um þessar frábæru bækur. Ingólfur Margeirsson fékk heilablóðfall fyrir fáum árum og fjallar í þessari bók um baráttu sína við að öðlast bata á nýjan leik. Afmörkuð stund er mögnuð frásögn af alvarlegum veikindum og einstakri baráttu úr faðmi dauðans til lífsins. Afmörkuð stund er einstök lesning og mikil uppörvun öllum þeim sem lent hafa í alvarlegum skakkaföllum í lífinu. Bókin fjallar á góðu og auðskiljanlegu máli um hverfulleika lífsins og átök við brigðula tilveru. Lifandi og sönn frásögn eins og Ingólfi Margeirssyni er einum lagið. Áhrifamikil og sönn Frábærar jólabækur Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Dagana 28. og 29. nóv. og 5. og 6. des. er tekið á móti umsóknum vegna jólaúthlutunar. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvallagötu 48.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.