Morgunblaðið - 26.11.2005, Side 21

Morgunblaðið - 26.11.2005, Side 21
edda.is EDDA Guðjón Friðriksson er einn vinsælasti ævisagnahöfundur landsins og hefur þrívegis hlotið Íslensku bókmennta- verðlaunin fyrir verk sín. Sonurinn ... „... En svo kom bréfið þitt, andandi allt þessum blíða, elskulega anda sem ég hvergi finn nema hjá þér og ég varð svo glaður. Þú skilur mig svo fullkomlega og tekur tillit, já meira en ég á skilið, til tilfinninga minna. Þú veist hvernig ástatt er með stúderingarnar --- já, elsku mamma, ég skal reyna að horfa niður í öldurnar og lifa mig inn í gang þeirra. Ég skal ekki leggjast fyrir sjóveikur á lagarskipið svo ég verði ónýtur farangur og verra en það. Ég kem smátt og smátt og, mamma mín, mér „tekst held ég að verða tollheimtumaður“.“ Pabbinn ... „Sigurður er mikið úti og vanalega heldur þægur en allraddljótur þegar hann fer í bassa. En það gjörir hann þegar hann fær ekki allan sinn vilja. Ástríður segir ennþá ekkert annað en „Adda, Adda“ með mörgum nuancer [tilbrigðum], frá urri til skræks, frá skipan til bænar, og er digur mjög eins og hún á nafn til og nefljót. Kristjana nafna þín er mest „interessant“ sem stendur. Andlitið á henni er okkar einasta staðkvæmi (substitut) fyrir suðrænt „Landskab“. Blátt er Miðjarðarhafið og blár er himinninn í Nizza en blárra er þó undir augunum á Nönu og á nefinu og enninu eru rauðar rósir með dökkgrænum lundum á milli. Hún fór nefnilega svo herfilega á hausinn í hálku á Skólabrúnni – var mærkelig nok að elta stelpu en ekki strák, verður kannski annað ofan á ef hún eldist. Andlitið varð eins og rúskumsnúsk af undarlega löguðum skilningarvitum. En hún meiddist ekkert í höfðinu sjálfu, var frísk og glöð strax sama daginn og er nú að útenda sín glóðaraugu.“ Skáldið og sjarmörinn Einstök sýn á óvenjulega heillandi mann Ég elska þig stormur – ævisaga Hannesar Hafstein Hannes Hafstein var bráðgert glæsimenni, orti kvæði sem enn lifa á vörum landsmanna og sagt var að kvenhylli hans væri „óendanleg“. Hann var auk þess sá stjórnmálamaður sem þjóðin hefur haft hvað mest dálæti á, lífs og liðinn. Færri vita hins vegar að þessi óskasonur Íslands átti um margt stormasama ævi og á milli stóru sigurstundanna voru sárir ósigrar. Í þessari vönduðu og skemmtilegu ævisögu dregur Guðjón Friðriksson fram heilsteypta og um margt óvænta mynd af manninum Hannesi, meðal annars í ljósi fjölmargra einkabréfa og nýrra heimilda sem aldrei áður hafa komið fyrir almenningssjónir. Hannes hafstein Hannesarganga 27. nóvember klukkan 11 Á morgun sunnudag klukkan 11, verður sérstök Hannesarganga, undir leiðsögn Guðjóns Friðriks- sonar. Lagt verður af stað frá Menntaskólanum í Reykjavík, við Lækjargötu og farið um helstu söguslóðir Hannesar Hafstein í Reykjavík. Allir velkomnir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.