Morgunblaðið - 26.11.2005, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.11.2005, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI DR. BIRNA Bjarnadóttir, pró- fessor við íslenskudeild Mani- tobaháskóla í Winnipeg, fékk viðurkenningu fyrir störf sín í hófi í skólanum í vikunni. Árlega verðlaunar Manito- baháskóli nokkra kennara fyrir starf þeirra í þágu skólans utan veggja kennslustofunnar. Birna segir ánægjulegt að fá þessa við- urkenningu og hún veki vonandi enn frekar athygli á íslensku- deildinni og starfi hennar. Markaðsstarf Yfirstandandi skólaár er hið þriðja hjá Birnu við Manitoba- háskóla og fær hún verðlaunin fyrir starf sitt á liðnu skólaári. Hún er verð- launuð fyrir að vera í lifandi sambandi við samfélagið og skýra starf háskól- ans fyrir fólki,og ekki síst fyrir að koma íslenskudeildinni á hærri stall með með því að laða nemendur, listamenn og fræðimenn að Manitóbaháskóla. Dr. David Arnason, yfirmaður íslenskudeildarinnar, fékk þessi verðlaun fyrir fimm árum en auk þeirra kennir Helga Hilmisdóttir við deildina. Birna Bjarnadóttir verðlaunuð í Winnipeg Dr. Birna Bjarnadóttir með verðlauna- skjalið sem hún fékk í vikunni. FÉLAGSSTARF Kanadamanna af íslenskum ættum í Edmonton hefur verið mjög öflugt undanfarin ár og nú hefur verið blásið til nýrrar sókn- ar með breyttu félagsnafni og breyttu heimilisfangi. Íslenska félagið í Edmonton (the Icelandic Club of Edmonton) var stofnað 1937. Nafninu var breytt 1976 í the Icelandic Society of Ed- monton og nú heitir það Íslensk- kanadíska félagið í Edmonton (the Icelandic Canadian Club of Edmon- ton). Félagið leggur rækt við íslenska menningu á ýmsan hátt. Það heldur úti blönduðum kór, býður upp á ís- lenskukennslu og skipuleggur ýmsar árlegar uppákomur eins og þorrablót og haustfagnað. Formaður er Del Sveinsson (del@haidarealty.com). Íslenska nafn félagsins er áfram Norðurljós og það hefur aðstöðu í hollensku félagsmiðstöðinni í borg- inni. Utanáskriftin er eftirfarandi: The Icelandic Canadian Club of Edmonton c/o The Dutch Canadian Centre 13312 - 142 Street N.W. Edmonton, AB. T5L 4T3 Canada. Nýtt nafn og heimilisfang Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Walter Sopher, forseti Þjóðrækn- isfélags Íslendinga í Norður- Ameríku (til vinstri), og Del Sveins- son, formaður Íslensk-kanadíska félagsins í Edmonton, hafa rifið upp starfið í Edmonton. „ÞETTA er mikið tjón og úr því sem komið er getum við aðeins beðið eftir að Winnipegvatn verði ísi lagt svo við getum reynt að fylla upp í landbrotið,“ segir Ernest Stefanson, lyfsali í Gimli, Manitoba. Flóðavarnirnar, sem reistar voru við Winnipegvatn í haust, héldu í áhlaupi á dögunum og er almennt gert ráð fyrir að flóðahætta sé liðin hjá þetta haustið, „þó að ekkert sé öruggt fyrr en ísinn er kominn,“ eins og Stefan J. Stefanson í Gimli orðar það. Yfirborð Winnipegvatns hefur verið hærra undanfarna mán- uði en eðlilegt er á þessum árstíma og því var gripið til fyrr- nefndra forvarnaráðstafana. Manitobastjórn ákvað að verja átta milljónum dollurum í verkið, um 425 milljónum íslenskra króna, en skaðinn var skeður á landi hjónanna Ernests og Claire við golfvöllinn, rétt norðan við byggðina í Gimli. Þegar ljóst var hvert stefndi varðandi vatnshæð Winnipeg- vatns í sumar gripu ýmsir eigendur húsa og landa við vest- urströnd vatnsins til þess ráðs að reyna að verja eigur sínar. Aðrir, þar á meðal yfirvöld, töldu litla hættu á ferðum og biðu átekta, að sögn Ernests. Eigandi sumarhússins næst fyrir norð- an land hans og Claire ákvað til dæmis að styrkja bakkann á landi sínu og kom stórgrýti þar fyrir. Sú framkvæmd virðist hafa auðveldað landbrotið á lóð lyfsalahjónanna. Undanfarin ár hefur ásókn í lóðir við vestanvert Winni- pegvatn aukist mikið og má heita að nú sé nær samfelld sum- arhúsa- og heilsársbyggð við vatnið frá Heclu-eyju suður til Selkirk. Verð á lóðum á þessu svæði hefur hækkað með auk- inni eftirspurn og segir Ernest að tjón þeirra sé mikið. Hins vegar sé ekki loku fyrir það skotið að einhverjar bætur fáist, ekki síst vegna þess að yfirvöldum hafði verið bent á hættuna löngu áður en landeyðingin varð. „Þar sem við höfum ekki byggt á lóðinni komum við ekki reglulega við á lóðinni okkar við golfvöllinn, þó að við búum í næsta nágrenni,“ segir Ernest. „Þess vegna fór landeyðingin framhjá okkur í byrjun. Vatnið skrúfaði sig inn í landið og eyddi öllu sem fyrir varð. Eigandi sumarhússins fyrir sunnan okkur sá til dæmis trén í garðinum hjá sér rifna upp með rót- um og hverfa í vatnið. Hann brá skjótt við og fékk leyfi til að verja það sem eftir var landsins og um leið húsið. Við höfðum misst okkar og gerðum ráðstafanir til að missa ekki meira land en treystum á að geta fyllt upp í skarðið í vetur. Hug- myndin er að brjóta ísinn að fyrri endamörkum lóðarinnar og fylla upp í skarðið.“ Ljósmynd/Claire Gillis Stefanson Svona leit lóðin út eftir landbrotið í sumar. Um tveir þriðju hlutar landsins farnir í vatnið.Ernest Stefanson við núverandi endamörk lóðar sinnar skammt norðan við Gimli. Reyna að fylla upp í landbrot við Gimli Ljósmynd/Grétar Axelsson Mörg hundruð þúsund 20 kg sandpokum hefur verið komið fyrir við vesturströnd Winnipegvatns. Varnirnar sunnan við víkingastyttuna í Gimli stóðust áhlaupið á dögunum. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is                                           !  " #   $ %       & '()     *       +       '  & '()   ,$     & '()   ) !  & '()  " -    ) ./  0  -.   112 1  &3     ./  0 +      4 5 * +    !!! !!! !!! " ## $  # %!!& 6+'*       ) ./  0  0 .'  7!' )  8     +    )  9     ' +'*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.