Morgunblaðið - 26.11.2005, Síða 32

Morgunblaðið - 26.11.2005, Síða 32
LEITAÐ verður í krókum og kim- um í Þjóðleikhúsinu í dag og taka börn þátt í leitinni. Það sem verið er að leita gæti hins vegar orðið örðugt að finna – því þar er verið að leita að jólunum sjálfum og spurning hvort þau séu einmitt fal- in í Þjóðleikhúsinu. Það er Þorvaldur Þorsteinsson, höfundur hinna vinsælu bóka um Blíðfinn, sem er hugmyndasmið- urinn að baki þessu aðventu- ævintýri, sem nefnist Leitin að jól- unum og fram fer í Þjóðleikhúsinu frá og með deginum í dag og fram í janúar. Mæta með athyglina í lagi Ekki er ævintýrið bundið við neitt svið í leikhúsinu, heldur er tekið á móti gestum við aðal- inngang Þjóðleikhússins og þeir síðan leiddir um húsið – í gegnum Kristalsalinn, upp á leikhúsloftið og allt upp á þak, og þaðan niður í Leikhúskjallara. Á leið sinni munu gestir lenda í ýmsum skemmti- legum og jafnvel tvísýnum uppá- komum. Þorvaldur mælir með að fólk mæti með athyglina í lagi. „Það er betra að vera vel vakandi, því það er ýmislegt sem má ekki fara framhjá manni og mikilvægt að finna sumt og forðast annað. Ég held að það sé ekki vitlaust að taka sinn innbyggða leynilögreglumann með sér – jafnvel stækkunargler líka,“ segir hann. Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum kemur þó nokkuð við sögu í sýningunni, en við það hefur Árni Egilsson tónskáld samið ný lög. Þorvaldur segist áður hafa fengið tækifæri til að skrifa með Árna, einmitt í tengslum við kvæði Jó- hannesar, og vinnan við verkið því notaleg upprifjun. „Hins vegar er maður alltaf dálítið hikandi gagn- vart hinum köllunum – jólasvein- unum íslensku, sem sagt – því maður veit aldrei hverju þeir geta tekið upp á. Það tók mig því dálít- inn tíma að finna út hvernig ég gæti gert alvöru jólasveinaleikrit án þess að setja Þjóðleikhúsið á annan endann,“ segir hann og minnir á að þeim fylgi líka alls kyns „ruslaralýður“, eins og Grýla og jólakötturinn. „En Þórhalli leik- stjóra hefur tekist, ásamt öðrum snjöllum listamönnum, að tryggja það að allt fari vel að lokum.“ Mikið í húfi Leikhúsgestir munu fara æv- intýraleitarferðina undir leiðsögn leikhúsálfa og hljóðfæraleikara, sem hafa víst talsvert ólíkar skoð- anir á sannleikanum um jóalsvein- ana. „Í ferðinni mun virkilega reyna á þá spurningu hvort þetta slekti sé yfirhöfuð til, og hvort það breyti einhverju hvort maður trúir á það eða ekki. Krakkarnir sjálfir verða í lykilhlutverki á hverri sýn- ingu og við treystum á að þau bregðist ekki jólasveinunum. Mik- ið er í húfi að við berum virðingu fyrir þessum hefðum, getur jafnvel verið spurning um líf og dauða ákveðinna persóna í verkinu. Þetta er því bæði líflegt og þrælspenn- andi,“ segir Þorvaldur að síðustu. Leitin að jólunum er sett upp með 5–11 ára börn í huga og yngri í fylgd með fullorðnum, en getur hentað fólki á öllum aldri. Sýningin tekur tæpa klukkustund. Leiklist | Aðventuævintýri frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í dag Leikhúsálfar og hljóðfæraleikarar munu leiða gesti um Þjóðleikhúsið í Leitinni að jólunum. Ævintýraferð um króka og kima leikhússins „Í ferðinni mun virkilega reyna á þá spurningu hvort þetta slekti sé yf- irhöfuð til, og hvort það breyti einhverju hvort maður trúir á það eða ekki,“ segir höfundurinn Þorvaldur Þorsteinsson. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is 32 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran Sinfóníuhljómsveit Íslands Stjórnandi: Gerrit Schuil Óperuaríur eftir G. Puccini og W.A. Mozart. Kominn í verslanir Dreifing: BENÓNÝ Ægisson hefur lengi unn- ið með hugmyndina um samband leikpersóna við höfund sinn, sam- band sem einatt er spennuþrungið og hreint ekki alltaf á vinsamlegu nótunum. Einþáttungur hans, Tví- leikur fyrir höfund og leikara, þykir mér alltaf eitt af hans betri verkum þótt lítill sé að vöxtum. Nú hefur Benóný tekið eintalaröð sína, Glæsi- bæjareintölin, steypt þeim saman í eina sýningu og kryddað með skír- skotunum í það sama vandamál og um ræðir í fyrrnefnda þættinum. Að þessu sinni er sjónum beint að því hvernig persónur þrífast eða þrífast ekki í einskismannslandi eintalsins. Þetta eru fyrstu kynni undirritaðs af Glæsibæjareintölunum, sem áður hafa verið flutt að ég held oftar en einu sinni. Hér eru á ferðinni nokkuð hefðbundin stutt eintöl, nokkurs konar skyndimyndir af persónunum. Velflest falla þau í sama mótið, eru varnarræður fólks í misalvarlegum lífskrísum sem þau eru ekki nema að litlu leyti meðvituð um. Sjálfsrétt- læting þeirra er síðan afhjúpandi, við sjáum í gegnum lygina sem er varnarbúnaður persónanna. Í spennunni milli sjálfsmyndar per- sónanna og þess sem við skynjum bak við orðin er leikrænn máttur textans fólginn. Benóný hefur þetta stílbragð vel á valdi sínu. Ég saknaði þess samt að- eins að sjá ekki fjölbreyttari nálg- anir frá höfundinum. Þrettán eintöl sem öll fylgja svipaðri formúlu draga á endanum máttinn hvert úr öðru. Mörg þeirra eru prýðilegar smíð- ar. Einkum eru minnisstæð hin yf- irborðsglaðlynda kona Þórunnar Clausen og harðneskjulegur sjóari Gunnars Eyjólfs- sonar, og það er sjálfsagt ekki til- viljun að þessi tvö voru líka fram- úrskarandi í flutningnum. Fleiri áttu góðar innkomur, ekki síst Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Ingibjörg Stef- ánsdóttir og Valgeir Skagfjörð. Umbúnaður og framsetning öll ber þess merki að ekki hafi verið nostrað sérlega mikið við uppsetn- ingu verksins. Trúlega ekki gefist tími til þess. Það er í sjálfu sér skilj- anlegt og allt í lagi. Hitt þótti mér heldur verra að sá rammi sem snið- inn er virkar ekki sérlega sannfær- andi. Mér þótti vangavelturnar um stöðu persónanna gagnvart höfundi sínum ekki bæta neinu við myndina af þeim, og tilraunir til að flétta ein- tölin saman gengu annaðhvort of skammt eða of langt. Að forsend- unum um tímaskort gefnum hefði meiri einfaldleiki þar sem hverju eintali væri gefið svigrúm, með kynningu og skýrum endi, trúlega verið heppilegri. Að öðrum kosti hefði þurft að gera mun meira í að fleyga eintölin, vinna með hverjir hlusta á hvað eða eru vitni að hverju og ganga lengra með hugsunina um ófullnægju eintalspersónanna og af- stöðu þeirra til höfundarins sem guðs í þeirra heimi. Tónlistarinnskot þóttu mér mörg áheyrileg en litlu bæta við heildarupplifunina. Drauganet er áhugaverð tilraun höfundar til að þróa efnivið sinn í samvinnu við áhorfendur. Viðbrögð þessa áhorfanda sem hér skrifar eru löngun til að upplifa efniviðinn án umbúðanna, með meiri rækt við hvert eintal fyrir sig og þroskaðri tök leikaranna sem meiri tími myndi ljá þeim. Því ég efast um að þessi eina sýning muni fullnægja þessum óstýrlátu persónum og fá þær til að sættast við eilífa glatkistuvist. Glatkistubúar rísa upp Þorgeir Tryggvason LEIKLIST Lýðveldisleikhúsið Höfundur: Benóný Ægisson, leikstjóri: Darren Foreman, sviðshreyfingar: Kol- brún Anna Björnsdóttir, tónlist: Benóný Ægisson, lýsing: Einar Þór Einarsson. Leikendur: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Benóný Ægisson, Brynja Valdís Gísla- dóttir, Gunnar Eyjólfsson, Höskuldur Sæ- mundsson, Ingibjörg Stefánsdóttir, Ingi- björg Þórisdóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Páll Sigþór Pálsson, Valgeir Skagfjörð, Þór- unn Clausen og Þröstur Guðbjartsson. Drauganet Benóný Ægisson TÓNLEIKAR Lúðrasveitar verka- lýðsins í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 15 verða sérstaklega ætlaðir yngri áheyrendum. Það er löngu orðin hefð hjá sveitinni að höfða til barna á hausttónleikum og verða flutt lög úr Kalla á þakinu og Lata- bæ. Einnig verða spiluð íslensk ætt- jarðarlög sem börn og fullorðnir kannast vel við. Þetta eru fyrstu tón- leikar nýs stjórnanda, Malcolms Holloway, en hann hefur útsett nokkur þeirra laga sem leikin verða, þar af eitt sérstaklega fyrir þessa tónleika. Að þessu sinni koma góðir gestir á tónleikana en félagar í Skólahljómsveit Austurbæjar ætla að spila jólalag undir stjórn Vilborg- ar Jónsdóttur. Lúðrasveit verka- lýðsins og Skólahljómsveit Austur- bæjar hafa átt í samstarfi í nokkur ár og spila nokkrir fyrrum félagar úr Skólahljómsveitinni nú með Lúðra- sveitinni. Tónleikunum lýkur með því að hljómsveitirnar spila saman jólalag og þá fá tónleikagestir af ungu kynslóðinni að spreyta sig á því að stjórna öllu saman. Kynnir á tónleikunum er Linda Ásgeirsdóttir. Aðgangur er ókeypis. Lúðrasveit verkalýðsins í Ráðhúsinu eftir Þorvald Þorsteinsson Tónlist: Árni Egilsson við kvæði Jóhannesar úr Kötl- um Leikendur: Rúnar Freyr Gíslason, Þórunn Erna Clausen, Guðrún S. Gísla- dóttir,Hrefna Hallgríms- dóttir og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir Hljóðfæraleikur: Vadim Fedorov og Darri Mikaels- son Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir Lýsing: Ásmundur Karls- son Leikmynd: Geir Óttar Geirsson Tónlistarstjórn: Davíð Þór Jónsson Grímugerð: Stefán Jörgen Ágústsson Leikstjórn: Þórhallur Sig- urðsson Leitin að jólunum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.