Morgunblaðið - 26.11.2005, Side 36
36 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG
O
kkur langaði til að stokka
upp í lífi okkar og láta
langþráðan draum ræt-
ast um að gerast heims-
hornaflakkarar,“ segja
hjónin Hrafnhildur Magnúsdóttir og
Guðmundur Hárlaugsson sem lögðu
upp í ævintýraferð í febrúar á þessu
ári og komu heim fjórum mánuðum
síðar, reynslunni ríkari.
„Við fórum til Indlands, Kína, Fil-
ippseyja, Ástralíu, Nýja-Sjálands,
Chile, Argentínu, Brasilíu og Banda-
ríkjanna,“ segir Guðmundur og bæt-
ir við að hann hafi frá barnæsku
dreymt um að skoða veröldina nánar.
„Alveg frá því ég var smástrákur í
Biskupstungum, þar sem ég er fædd-
ur og uppalinn, hefur mig langað til
að vita hvað væri hinum megin við
fjöllin. Mamma sagði að ég hefði bent
á mynd af Kínamúrnum þegar ég var
lítill og sagt að þetta ætlaði ég að
skoða einhvern daginn. Og nú hefur
það orðið að veruleika, fjörutíu árum
síðar.“
Safnar ekki lengur dauðum hlut-
um
Hrafnhildur átti og vann á hár-
greiðslustofu í sautján ár og segir
stofuna aldrei hafa gengið eins vel og
þegar þau seldu hana til að fjár-
magna heimsreisuna. „Mér fannst
ekki auðvelt að kveðja trygga við-
skiptavini sem höfðu komið til mín í
áraraðir, en mér fannst tímabært
fyrir mig að breyta til. Og ég sé ekki
eftir því. Þetta ferðalag var mögnuð
upplifun og hefur breytt lífsviðhorfi
okkar mikið og verðmætamati. Nú
leggjum við meira upp úr því að njóta
lífsins og láta draumana rætast. Það
er mikið frelsi að losna úr viðjum
vinnubrjálæðis og hlutasöfnunar.“
Börn og villisvín berjast um mat
Þótt helstu viðkomustaðir hafi ver-
ið ákveðnir fyrirfram segja þau ferð-
ina ekki hafa verið niðurnjörvaða.
„Stundum fórum við í lengri eða
styttri óvænta útúrdúra, sem ekki
voru á ferðaplaninu. Við keyptum
okkur til dæmis ferð frá Hong Kong
til Peking þegar við vorum í Kína.
Eins fórum við aukarúnt til Argent-
ínu og heimsóttum Buenos Aires. Á
Indlandi röngluðum við inn á ferða-
skrifstofuna NEXUS og keyptum
þrettán daga ferð um söguslóðir í
norðvesturhluta landsins. Í þá ferð
fórum við á litlum bíl með einkabíl-
stjóra og þetta varð eftirminnileg-
asta upplifunin í reisunni allri,“ segja
Þessi börn á Indlandi lögðust á bílrúðuna hjá Guðmundi og Hrafnhildi.Á leið út í eyðimörkina á úlföldum til að horfa á sólarlagið í Rajasthan.
Ferðin breytti
lífsviðhorfi okkar
Þau seldu raðhúsið sitt og fyrirtæki
í góðum rekstri og lögðu upp í fjögurra mánaða
heimsreisu. Kristín Heiða Kristinsdóttir spjallaði við
hugrökk hjón sem nú eru óstöðvandi og á leið til Chile
í hálfs árs spænskunám.
Ekki er hróflað við heilögum kúm á götum Dehlíborgar.
Hrafnhildur og Guðmundur við Taj Mahal.
HEIMSREISA
AMSTERDAM er fyrsta borgin í
heiminum sem býður ferðamönnum
að leigja gps-staðsetningartæki eins
og notuð eru í bátum og bílum.
Ferðamenn geta nú stuðst við stað-
setningartæki á ferð sinni um hol-
lensku borgina. Hvar er hús Önnu
Frank? Hvar er ódýr veitinga-
staður? Spurningum af þessum toga
getur staðsetningartækið í hendi
ferðamannanna svarað.
Leiga á tækinu kostar 16 evrur á
dag eða 70 evrur fyrir eina viku, þ.e.
frá u.þ.b. 1.200 til 5.000 krónur.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Staðsetningartæki fyrir ferðamenn
AMSTERDAM
FJÖLSKYLDUMÓÐIRIN er sú
sem oftast ræður áfangastaðnum
og pantar ferðina þegar ferðalag
fjölskyldunnar er ákveðið.
Á vef Politiken er greint frá
skoðanakönnun ferðaskrifstofunnar
Bravo Tours þar sem fram kemur
að konurnar í fjölskyldunni hringi
og panti fjölskylduferðina í 80% til-
vika.
Norsk könnun styður þessa nið-
urstöðu en þar kemur fram að kon-
ur bóka hótel í 78% tilvika.
KÖNNUN
Mamma
ræður
Morgunblaðið/Ómar
Almenningsbaðströndin í Limassol á Kýpur.
frá 8.300
3 dagar í Bretlandi
Ford Fiesta eða sambærilegur
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
3
00
09
10
/2
00
5
Sími: 50 50 600
www.hertz.is
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
www.gisting.dk
sími: 0045 3694 6700
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar