Morgunblaðið - 26.11.2005, Side 37

Morgunblaðið - 26.11.2005, Side 37
Guðmundur og Hrafnhildur og bæta við að þau séu ekki söm eftir að hafa komið til Indlands. „Það var bæði gaman og erfitt. Vissulega til- komumikið að koma til Taj Mahal en þarna urðum við líka vitni að gríð- arlegri fátækt og virkilega ömurleg- um aðstæðum fólks. Sumstaðar börðust börnin og villisvínin um mat- arafgangana. Þá fórum við að hugsa um hversu gott við höfum það á Ís- landi og við skömmuðumst okkar fyrir að hafa verið að kvarta og væla yfir léttvægum hlutum heima í vel- sældinni.“ Nýtt ferðalag í hverju landi Aðspurð sögðust þau eiga erfitt með að gera upp á milli þeirra landa sem þau komu til, því hvert land væri heillandi á sinn hátt. „Þegar við fórum svona úr einu landi í annað og flökkuðum á milli ólíkra menningar- heima var eins og við værum í nýju ferðalagi í hverju landi. Og það var virkilega gaman að aðlaga sig ólíkum lífsháttum. Við byrjuðum oft á því að fara á söfn og kynntum okkur sögu staðanna sem við dvöldum á.“ Þau segja Ástralíu hafa verið sérlega skemmtilegt land heim að sækja en þau heilluðust líka af Suður- Ameríku og Chile stendur upp úr. „Við héldum til í Santiago, sem er frábær borg. Götulífið og mannlífið allt í miðbænum var svo skemmti- legt og alltaf eitthvað um að vera. Enda erum við á leiðinni þangað eft- ir áramótin og ætlum að búa þar í sex mánuði og læra spænsku. Við ætlum líka að ferðast meðan við er- um í Chile, fara til Perú, Bólivíu og Argentínu.“ Í heimsreisunni gistu þau aldrei á fínum hótelum af því ferðin átti ekki að vera lúxusferð. „Við vildum ekki vera innpökkuð í bómull. Okkur langaði meira til að njóta nærveru við heimafólk í sínu hversdagslega umhverfi. Á ódýru gistihúsunum kynntumst við líka alls konar ferða- löngum á öllum aldri. Við kynntumst til dæmis manni í Brasilíu sem var kjarnorkueðlisfræðingur frá Sviss, og hann hafði verið á skútuferðalagi um heiminn í tvö ár og meðal annars komið til Íslands. Hann sagðist hafa átt allt það veraldlega sem hugurinn girnist, flott hús og dýran bíl, en það veitti honum enga ánægju. Hann los- aði sig við allt saman, sigldi út í heim og var alsæll með ákvörðun sína.“ Þau segjast aðeins einu sinni hafa verið rænd á þessum fjórum mán- uðum sem þau flökkuðu um veröld- ina. „Það var í Rio de Janeiro og ekk- ert alvarlegt. Okkur fannst þessi heimsreisa minna mál en við bjugg- umst við og þetta gekk í raun betur en við héldum. Nú finnst okkur allir vegir vera færir. Það er þroskandi að gjörbreyta svona lífsmunstrinu og ferðalagið veitti okkur nýja sýn á líf- ið. Við ætlum ekki að láta það líða áfram í vana og við ætlum ekki að bíða með að láta drauma okkar ræt- ast. Við horfum líka á umhverfi okk- ar öðrum augum. Ég veitti til dæmis fagurri birtu fjallanna í heimasveit minni óvænta eftirtekt þegar ég fór þangað um daginn. Og ég fann að Hlíðarfjöllin verða alltaf einstök í mínum huga, hversu víða sem ég fer um heiminn,“ segir Guðmundur og Hrafnhildur bætir við að hún hafi upplifað svipað í sumar þegar hún var í heyskap í Vestmannaeyjum þar sem hún er fædd og uppalin. „Ég hef aldrei áður verið eins snortin yfir fegurð þeirra og fann svo vel fyrir að þetta eru eyjarnar mínar.“ Þeir sem vilja lesa nánar um heimsreisuna eða langar til að fylgjast með þeim hjónum í komandi Chiledvöl geta kíkt á bloggsíðuna: www.heimsreisa.blogdrive.com khk@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 37 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG FRÁ Berlín er nú hægt að senda persónuleg póstkort sem maður prentar út úr svokölluðum „Cos- mocard“-sjálfsölum sem nú er að finna á þremur upplýsingaskrif- stofum fyrir ferðamenn í Berlín, að því er m.a. er greint frá á vef Politiken. Í sjálfsalanum getur maður sjálfur sett saman póstkort með myndum frá stórborginni auk texta. Persónuleg póstkort frá Berlín  ÞÝSKALAND Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com Skóverslun - Kringlunni Sími 553 2888 www.skor.is Teg. 2004 Stærðir 36-41 Litir: Svartur og brúnn Verð 16.995 Teg. 10126 Stærðir 36-41 Litir: Svartur, brúnn og camel Verð 18.995 Teg. 10128 Stærðir 36-41 Litir: Svartur, brúnn, rauður og camel Verð 19.995 Teg. 163671 Stærðir 36-41 Litur: Svartur Verð 16.950 Flott leðurstígvél Mikið úrval Teg. 1841 Stærðir 36-41 Litir: Brúnn og svartur Verð 16.995 Úrval af töskum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.