Morgunblaðið - 26.11.2005, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIÐVIKUDAGINN 9. nóv. sl.
var haft viðtal við Árna Bjarnason,
formann Farmanna- og fiskimanna-
sambands Íslands, og birtist í „Úr
verinu“ Morgunblaðsins. Í viðtalinu
fjallar formaðurinn um hina miklu
tekjulækkun, sem orðið hefir hjá
sjómönnum á síðustu tveimur árum,
og kennir fyrst og fremst um hinu
háa gengi krónunnar.
Orðrétt segir í viðtalinu: „Það sem
ef til vill er svo ennþá verra er að
það fækkar stöðugt
þeim sem leggja fyrir
sig skipstjórnarnám og
fari svo sem horfir
munum við ekki eiga
nóg af menntuðum
skipstjórnarmönnum
til að stýra fiskiskipa-
flotanum.“ Bætir svo
við að við blasi, að Ís-
land verði háð erlend-
um skipstjórn-
armönnum.
Svo mörg eru þau
orð, en engin skýring
gefin á því ófremdar-
ástandi að ungir menn eru hættir að
sækja í sjómannafræðin, því trauðla
geta ástæður þess verið gengis-
skráning ein og sér.
En handbendi lénsherranna forð-
ast að nefna orsökina, sem honum er
vafalaust kunn, og af eigin raun efa-
laust.
Það hefir áður verið rifjað upp af
undirrituðum, að hin skjóta
framþróun þjóðar okkar á liðinni öld
ætti rætur sínar öllu öðru fremur að
rekja til athafnamanna í sjávar-
útvegi. Alveg sérstaklega ungra sjó-
sóknarmanna, sem báru hitann og
þungann af þjóðlífsbyltingunni þeg-
ar við risum úr öskustó örbirgðar til
bjargálna.
Þá var það keppikefli ungra sjó-
manna að mennta sig til skipstjórnar
með það í huga að eignast síðar bát
og verða sjálfs sín. Og sjómanna-
skólar voru fullsetnir og námskeið
einnig haldin víða til undirbúnings.
Formanni Farmanna- og fiski-
mannasambandsins er
fullkunnugt um ástæð-
ur fyrir þeirri gjör-
breytingu, sem orðið
hefir í þessum efnum.
Lungann úr síðustu
öld, og allar götur frá
landnámi, ríkti fullt at-
hafnafrelsi í íslenzkum
sjávarútvegi. Mönnum
var leyfilegt að sækja
sinn eigin sjó, og ein-
staklingsfrelsið sat í
fyrirrúmi.
Nú er þetta breytt.
Gjörbreytt. Nú er sjáv-
arauðlindin gefin örfáum útvöldum.
Ungir menn hafa ekki að því sama
að keppa og áður, með því að afla sér
réttinda til skipstjórnar. Að
óbreyttu eiga þeir þess engan kost
að kaupa fiskveiðiheimildir, enda
halda gjafakvótaþegarnir uppi á
þeim okurverði. Og ekki er nú sví-
virðan síðri þegar þeir taka að leigja
frá sér gjafakvótann við verði, sem
neyðir leigjandann til að kasta brott
í hafið aftur öllu nema verðmætasta
fiskinum.
Eins og nú er komið stærð þorsks
á miðum við landið, er talið, að sá
sem leigir sér 100 tonna kvóta, þurfi
að drepa margfalt það magn af
þorski til að ná þeim verðmætum í
afla, sem gerir honum kleift að
standa undir leiguokrinu og rekstri
útgerðar.
Að öðru jöfnu skyldu menn halda,
að sjómannastéttin ætti eitthvað
undir samtökum sínum: Farmanna-
og fiskimannasambandinu, Sjó-
mannasambandi Íslands og Vél-
stjórafélaginu, svo þau stærstu séu
nefnd.
Svo er þó ekki, því miður. Núver-
andi forystumenn þessara samtaka
hafa flestir reynzt liðleskjur, sem
hafa gefið lénsherrunum próventu
sína.
Til skýringar: Áður fyrr gaf fólk
húsbóndanum aleigu sína gegn því
að hann sæi því farborða til æviloka.
Hét það að gefa próventu sína.
Próventukarlar
Sverrir Hermannsson fjallar
um sjávarútvegsmál
’Það hefir áður veriðrifjað upp af undirrit-
uðum, að hin skjóta
framþróun þjóðar okkar
á liðinni öld ætti rætur
sínar öllu öðru fremur
að rekja til athafna-
manna í sjávarútvegi.‘
Sverrir Hermannsson
Höfundur er fv. form.
Frjálslynda flokksins.
FYRIR Alþingi liggur að endur-
skoða alræmd eftirlaunalög frá í
desember 2003. Alvarlegur galli
reyndist fylgja löggjöfinni og undrar
engan sem þekkir málatilbúnaðinn.
Gallinn felst í því að þeir sem lögin
taka til, alþingismenn
og æðstu embætt-
ismenn, geta tekið eft-
irlaun og verið jafn-
framt í fullu starfi.
Hitt er þó verra að
með löggjöfinni var
aukið við eftirlauna-
forréttindi kjörinna
fulltrúa á Alþingi og
þau fest í sessi. Engin
boðleg rök eru þó fyrir
forréttindum alþing-
ismanna í lífeyr-
ismálum, ekki fremur
en í heilbrigðiskerfinu
eða skattkerfinu. For-
réttindin hefði átt að
afnema. Því má ekki
henda þingmenn nú að
þeir leggist í katt-
arþvott á löggjöfinni.
Heldur verði jafnrétt-
issjónarmið höfð að
leiðarljósi og löggjöfin
þannig gerð að enginn
þurfi að fyrirverða sig
fyrir að nýta sér þau
réttindi sem kveðið
verður á um.
Þingmenn hlusti á
umbjóðendur sína
Nauðsynlegt er að
þingmenn taki mið af ályktun Al-
þýðusambandsins frá í janúar: „Al-
þýðusambandið lýsti andstöðu við
samþykkt laganna um eftirlaun
æðstu embættismanna og sú litla
reynsla sem fengist hefur af þeim
sýnir svo ekki verður um villst að
þau eru ósanngjörn og óeðlileg í alla
staði. Þess vegna ber að fella þau úr
gildi í heild.“ Frjálshyggjufélagið
mótmælti frumvarpinu á sínum tíma
sem óréttlæti og það gerðu Ungir
jafnaðarmenn líka. Vel á þriðja þús-
und manns sendi svohljóðandi til-
mæli til alþingismanna:
„Við mælumst til þess að lög um
eftirlaun forseta Íslands, ráðherra,
alþingismanna og hæstaréttardóm-
ara frá 15. desember 2003, verði
endurskoðuð. Við endurskoðun lag-
anna verði haft að leiðarljósi að al-
menningur og kjörnir fulltrúar al-
mennings búi í grundvallaratriðum
við sömu eftirlaunaréttindi. Forrétt-
indi ganga gegn réttlætis- og lýð-
ræðishugmyndum þorra lands-
manna, sérstaklega forréttindi
kjörinna fulltrúa. Þeir sem kjörnir
eru til að setja lögin mega hvorki
búa sjálfum sér almenn réttindi um-
fram þau sem umbjóðendur þeirra
njóta né afmarka almenningi grund-
vallarréttindi sem þeir sjálfir vilja
ekki una við og telja ófullnægjandi.“
Flokksstjórnarfundur Samfylk-
ingarinnar sendi þingflokki sínum
áskorun með svipuðum orðum. Ög-
mundur Jónasson,
þingflokksformaður
Vinstri grænna, kallaði
eftirlaunafrumvarpið
„myrkraverk“ á sínum
tíma og mikil andstaða
var við það innan þing-
flokks Frjálslynda
flokksins. Í þingflokki
Sjálfstæðisflokksins
eru réttsýnir menn sem
hafa talað fyrir jöfnum
lífeyrisréttindum lands-
manna og innan þing-
flokks Framsóknar
finnst ábyggilega ær-
legur maður.
Nú er lag
Bjarni Benediktsson,
þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, og þing-
maðurinn Helgi Hjörv-
ar, áttu nýlega
orðaskipti um vænt-
anlega endurskoðun
eftirlaunalaganna. Þeir
voru einhuga um að
eðlilegt gæti talist að al-
þingismenn nytu sam-
bærilegra eftirlauna-
réttinda og aðrir
opinberir starfsmenn.
Það væri skref í rétta
átt og ásættanleg byrjun. Þá væri
með réttu hægt að segja sóma-
samlega búið að þingmönnum og nú
er lag að koma þessu í kring.
Launamunur á Íslandi er skamm-
arlegur, sá mesti á Norðurlöndum.
Meiri en í Austurríki, Hollandi,
Belgíu, Þýskalandi. Ef marka má
opinber gögn mun kaupmáttur ráð-
stöfunartekna þingmanna, á tíma-
bilinu 1995–2007, aukast langt, langt
umfram kaupmátt ráðstöfunartekna
almennings. Kaupmáttur ráðherra
svo þaðan af meira. Allt má það heita
harla gott en ekki er á bætandi með
forréttindum. Fulltrúar almennings
mættu leiða hugann að bláfátæku
fólki sem kostaði til frelsi sínu og
efnum fyrir hugsjón um réttlátara
samfélag. Fólki sem hafnaði mis-
rétti, forréttindahyggju og forrétt-
indum sjálfu sér til handa. Af hinum
verður ávallt nóg sem eiga þá hug-
sjón stærsta að mylja undir sjálfa
sig. Þeir eru óþarfir á Alþingi.
Óþarfir á Alþingi
Hjörtur Hjartarson fjallar um
hlutverk alþingismanna og
starfsemi Alþingis
Hjörtur Hjartarson
’Fulltrúar al-mennings
mættu leiða
hugann að
bláfátæku fólki
sem kostaði til
frelsi sínu og
efnum fyrir
hugsjón um
réttlátara sam-
félag.‘
Höfundur er kynningarstjóri.
AUGLÝSING UM ALMENNT ÚTBOÐ
HLUTABRÉFA Í MINDARK PE AB (PUBL)
Þann 30. nóvember nk. hefst almennt útboð hlutabréfa í
MindArk PE AB (publ). Útboðstímabilið hefst 30. nóvember og
stendur til kl. 16:00 þann 2. desember nk. (að íslenskum tíma),
en útboðið fer jafnframt fram í Svíþjóð og Noregi. Í útboðinu
verður boðið hlutafé að nafnverði allt að 146.350 sænskar
krónur og er útboðsgengið 205. Heildarsöluverð hluta í
útboðinu er þar af leiðandi 30.001.750 sænskar krónur.
Umsjónaraðili með útboðinu er Tamm & Partners AB,
Stokkhólmi, Svíþjóð. Útboðlýsingu á sænsku og ensku, auk
viðauka við hana fyrir íslenska fjárfesta, er hægt að nálgast
hjá útgefanda (www.mindark.se),
umsjónaraðila (www.tammpartners.se)
og hjá Bridge Investment Network (www.bridgeltd.com),
en skilyrði fyrir þátttöku í útboðinu er að menn séu meðlimir
í Bridge Investment Network.
I
Í Fréttablaðinu hinn 12. nóv-
ember sl. er að finna frétt á forsíðu
undir fyrirsögninni „Mannréttinda-
dómstóll Evrópu lokar á fólk.“ Koll-
egar mínir úr stétt lögfræðinga hafa
sumir skilið fréttina þannig að hún
væri byggð á viðtali við mig. Hið
rétta er þó að fréttmaður frá Frétta-
blaðinu hefur aldrei tekið viðtal við
mig um málefni Mannréttinda-
dómstóls Evrópu. Á hinn bóginn var
einn fréttamaður frá Fréttablaðinu í
hópi 17 norrænna fréttamanna sem
voru í endurmenntunarnámsferð í
Strassborg hinn 21.
október sl. Undirrit-
aður var fenginn til að
segja þeim frá dóm-
stólnum. Líklega er
fréttin af þessu
fræðsluerindi sprottin.
Þó veit ég það ekki fyr-
ir víst.
Í erindi mínu fór ég
víða og flest var það á
mjög almennum nótum
eins og vera ber við
þessar aðstæður.
Ræddi ég m.a. mála-
fjölda og áform um
breytingar á starfsháttum dómstóls-
ins til að mæta þeim vanda sem hlot-
ist hefur af fjölgun mála og möguleg
viðbrögð til að gera dómstólnum
kleift að takast á við hann. Þótt
hvorki hafi verið um að ræða viðtal
við viðkomandi fréttamann, né
fréttamannafund, hefur blaðamaður
Fréttablaðsins ákveðið að nýta tæki-
færið til að afla frétta. Í tilefni af um-
ræddri frétt og til að fylla upp í þær
stóru eyður sem eru í fréttinni er við
hæfi að koma á framfæri frekari
upplýsingum.
II
Þróun í málafjölda er haganlegt
að lýsa með meðfylgjandi töflu, en
hún segir meira en mörg orð (sjá
töflu).
Samkvæmt þessari töflu er búist
við að ný mál á árinu 2005 verði tæp-
lega 51.000. Dómstólnum berast
samkvæmt þessu um
eitt þúsund mál í viku
hverri. Löndin sem
flest mál komu frá á
árinu 2004 eru: Rúss-
land, 6.691, Pólland
5.445, Rúmenía 3.776,
Tyrkland 3.491, Frakk-
land 2.921, Þýskaland
2.470, Úkraína 2.131,
Ítalía 1.821, Tékkland
1.370 og Bretland
1.366. Um 80.000 mál
bíða nú úrlausnar.
Mönnum hefur verið
ljóst um nokkurn tíma
að aðgerða væri þörf til að gera
dómstólnum kleift að veita úrlausn í
öllum þeim málum sem honum ber-
ast innan hæfilegs tíma.
III
Í því skyni að auðvelda dóm-
stólnum að takast á við málafjöldann
hafa verið lagðar til breytingar á
Mannréttindasáttmála Evrópu. Þær
koma fram í svonefndum 14. viðauka
við hann, en um þetta fjallaði ég
stuttlega í yfirliti mínu fyrir hina
ágætu endurmenntunarnemendur,
þótt fréttin beri það ekki með sér.
Viðaukinn er nú til meðferðar í að-
ildarríkjunum til fullgildingar. Með-
al breytinga sem gert er ráð fyrir er
að einn dómari geti kveðið á um
hvort mál uppfyllir kæruskilyrði, í
stað minnst þriggja eins og nú er, þá
geti 3 dómarar kveðið upp dóma í
vissum einföldum málum (en gild-
andi reglur gera ráð fyrir að þeir
skuli vera minnst sjö). Ennfremur er
gert ráð fyrir að sett verði ný kæru-
skilyrði, til viðbótar þeim sem nú
eru, sem geri dómstólnum kleift að
vísa máli frá á þeirri forsendu að
brot hafi ekki valdið viðkomandi ein-
staklingi verulegu óhagræði. Ýmsar
aðrar breytingar eru fyrirhugaðar
sem ekki er ástæða til að ræða hér.
Vonir standa til þess að með þessum
breytingum megi auðvelda dóm-
stólnum að takast á við sívaxandi
málafjölda og veita hraðari úrlausn
en nú er. Ýmsir er þó á þeirri skoðun
að þetta sé smáskammtalækning
þegar til lengri tíma litið og frekari
aðgerða sé þörf. Er það úrlausn-
arefni fyrir stjórnmálamenn að finna
lausn á þeim vanda og undirbúa þá
Um vanda Mannrétt-
indadómstóls Evrópu
Davíð Þór Björgvinsson skrifar
vegna fréttar í Fréttablaðinu
Davíð Þór Björgvinsson
’Það stendur aftur ámóti ekki til samkvæmt
14. viðauka að setja sér-
stakar skorður við rétti
einstaklinga til að kæra
mál til dómstólsins, né
heldur eru uppi áform
um að dómstóllinn „loki
á fólk“ …‘