Morgunblaðið - 26.11.2005, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 45
UMRÆÐAN
SÆLL, Einar.
Rauði þráðurinn í grein þinni í
Blaðinu laugardaginn 12. nóvember
sl. er hinn sami og gagnrýni Sig-
urjóns Þórðarsonar og fleiri aðila
beinist jafnan að. En hann er sá að
ef gagnrýni á fiskveiðikerfið fellur
ekki að hinum einu sönnu ríkisvís-
indum og þar með talið Hafró vís-
indakirkjunni, þá er hlutunum snú-
ið á haus að þínu mati.
Af hverju var t.d. ekki ein-
hverjum þeirra sem gagnrýnt hafa
fiskveiðikerfið á undanförnum ár-
um boðið að halda erindi á nýaf-
staðinni ráðstefnu Hafró? Af
hverju var bara einsleitum hópi
vísindamanna boðið – sem allir
koma úr sama klakinu? Af hverju
eru það bara eintómir „rósenberg-
ar“ eða eru þetta bara allt tilvilj-
anir?
Og segðu mér, Einar, finnst þér
það virkilega vænlegt til árangurs
að setja á laggirnar ráðgjafanefnd
erlendra fræðimanna og Íslendinga
sem sumir hverjir geta rétt með
herkjum tjáð sig á móðurmálinu –
hvað þá læsir á framandi fræði-
gögn?
Fyrir um ári síðan sagði Jóhann
Sigurjónsson, forstjóri Hafró, í við-
tali að þorskstofninn væri að
„braggast“ en það hefur sem kunn-
ugt er ekki gengið eftir. Þá sagði
hann í Speglinum mánudaginn 14.
nóvember sl. að okkur hefði bara
tekist „bærilega upp“ því víða hafi
nú gengið verr en hjá okkur hugg-
un harmi gegn.
Þá sagði Jóhann í sama viðtali
að svokölluð langtímanefnd hefði
lagt til að veiðihlutfallið yrði lækk-
að verulega. Ég verð að segja að
mér finnast þrjú prósentustig, úr
25% í 22%, ekkert „verulegt“ eða
neitt aðalatriði í þessu sambandi
þegar innbyggð skekkja í stofn-
matinu gæti verið allt að 30%.
Ég er bara að benda á að sumir
menn virðast endalaust komast
upp með það að afvegaleiða um-
ræðuna eða aðlaga hana að sér og
sínum söfnuði.
Varðandi fundaherferð Hafró um
landið sem nú stendur yfir þá mæli
ég eindregið með því að hún verði
slegin af hið snarasta. Því hún get-
ur aldrei þjónað yfirlýstu markmiði
sínu. Sem er að sögn Jóhanns:
„ætluð til að stuðla að upp-
byggilegri umræðu um kerfið, svo
okkur farnist vel í framtíðinni“. Því
samkvæmt fyrri reynslu ganga
kynningafundir Hafró út á það að
troða kenningum stofnunarinnar
inn í viðstadda með línuritum og
sannfæra þá sjálfa í leiðinni um að
þeirra fræði séu þrátt fyrir hrak-
farir þau einu réttu.
Þá er stöðugt verið að tala um
að hrygningarstofn þorsks verði að
„byggja“ upp, þrátt fyrir að seiða-
talningar sýni að ekki hafi verið
neinn skortur á þeim mörg und-
anfarin ár heldur þvert á móti hef-
ur hvert seiðametið verið slegið.
Vandinn liggur því ekki í fjölda
seiða, heldur einhvers staðar eftir
að kviðpokastiginu sleppir og þar
til fiskurinn á að koma inn í veið-
ina sem nýliðun sem hann gerir
ekki.
Í Silfri Egils sunnudaginn 13.
nóvember sl. sakaði Magnús Þór
Hafsteinsson ykkur ráðherra sjáv-
arútvegs um aðgerðaleysi á und-
anförnum árum: „að þið gerðuð
aldrei neitt ... og hvað á það nú að
taka mörg ár“ eins og Magnús orð-
aði það. Í því sambandi bentir þú
t.d. á að möskvar í
þorskanetum hafi nú
verið minnkaðir til að
vernda mikilvægasta
hrygningarfiskinn.
Ég vil í því sambandi
að fram komi að um-
ræðan um að banna
bæri notkun á stór-
riðnum þorskanetum
var byrjuð fyrir 1992.
En þá vorum við sem
stóðum að innflutn-
ingi á þessum netum
varaðir við því af
starfsmanni Hafró að eiga of stór-
an lager, því við gætum átt það á
hættu að brenna inni með hann.
Það var svo um 1994 sem notkun
stórmöskva (9–10 tommu) var orð-
in almenn á vetrarvertíð og náði
hún hámarki 1998 2000.
Það tók ykkur því
heil 12 ár að setja
skorður á þessa slátrun
á stærsta hrygning-
arfiskinum eftir að vit-
að var hvaða afleið-
ingar það kynni að
hafa.
En að lokum þetta: Í
því ljósi að þorskstofn-
inn er nú mældur vera
rétt um 800 þúsund
tonn og meðalþyngd
hans eftir aldri sú lak-
asta sem mælst hefur.
Sandsíli, rækja og loðna nær horf-
in. Hvað væru þá tvær milljónir
tonna af þorski að éta í dag, ef
uppbyggingin sem endalaust er
beðið eftir hefði gengið upp?
Fyrir það fyrsta, þá er að mínu
viti ekki hægt að byggja upp fisk-
stofna, enda hefur það mér vit-
anlega hvergi tekist. Það er ein-
ungis hægt með skynsamlegum
aðferðum að stuðla að því að stofn-
ar fái sem best þrifist og hámarka
síðan afrakstur þeirra. Við gerum
það ekki með því að slátra stærsta
hrygningarfiskinum sem kunnugt
er. Ekki heldur með því að plægja
upp botninn, til að mynda með
botntrollum. Þá tekst það heldur
ekki með því að taka frá fiskinum
fóðrið sem hann á að nærast á, svo
það helsta sé upp talið.
Einar, er nú ekki kominn tími á
aðgerðir og að þú stuðlir að því
sem í þínu valdi stendur í stað þess
að bíða eftir því sem ekki er hægt
og aldrei gerist?
Bréf til sjávar-
útvegsráðherra
Atli Hermannsson fjallar
um Hafrannsóknastofnunina ’Varðandi fundaherferðHafró um landið sem nú
stendur yfir þá mæli ég
eindregið með því að
hún verði slegin af hið
snarasta.‘
Atli Hermannsson
Höfundur er fyrrverandi
veiðarfærasölumaður.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið