Morgunblaðið - 26.11.2005, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 26.11.2005, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 47 UMRÆÐAN „Bráðskemmtileg“ saga sem „blekkir og trekkir“ „Saga Rúnars er bráðskemmtileg. Hann er hugkvæmur víða í uppátækjum sínum . . . skrifar líflegan og útúrdúralausan stíl, hann er laus við alla stæla, rekur stóran hluta sögunnar fram með samtölum sem eru trúverðug og prýðilega samsett.“ Páll Baldvin DV „Og það er greinilegt að Rúnar Helgi gerir þetta glottandi, snýr upp á hefðir og venjur, hefur endaskipti á klisjum og notar tákn og líkingar þegar honum sýnist eða beitir sjónhverfingum. Þetta er saga sem blekkir og trekkir.“ Hávar Sigurjónsson Morgunblaðinu „Bestu meðmæli“ „Ég er búin að lesa Silfurvæng og get gefið henni mín mestu meðmæli. Sagan er spennandi og mjög skemmtileg, með þeim allra bestu sem koma út núna fyrir jólin. Ég er þegar búin að lesa 10 barnabækur og af þeim ætla ég að velja Silfurvæng í mína jólapakka.“ Bréf frá safnkennara í grunnskóla „Stórkostleg fantasía.“ Smithsonian Magazine „Stjörnustöðu sína hefur Armstrong nýtt til að telja kjark í þá sem takast þurfa á við illvíga sjúdóma og safna miklum fjármunum til baráttunnar gegn þeim sjúkdómum. Saga hans er einstök og öllum holl lesning.“ Sigurður Björnsson, læknir, formaður Krabbameinsfélags Íslands „Þessi bók hafði mikil áhrif á mig og gat ég ekki lagt hana frá mér. Saga Armstrongs er vel sögð og með ólíkindum skemmtileg frásögn.“ Valdís Gunnarsdóttir, Bylgjunni G r æ n a h ú s i › Ú t g á f a n o k k a r Útgáfuhátíð Þriðjudaginn 29. nóvember kl. 20 heldur Græna húsið útgáfuhátíð á Súfistanum Laugavegi 18. Bækur for- lagsins verða kynntar og Rúnar Þórisson og Lára Rúnarsdóttir flytja nokkur lög af nýútkominni plötu Rúnars, Ósögð orð og ekkert meir. Allir velkomnir! „Sagan hans er einstök“ *Á við um verslanir Pennans-Eymundsson. Rúnar H. Vignisson þýddi. Helga Soffía Einarsdóttir þýddi. 30% kynningarafsláttur UPPI Í SKÝJUNUM Paul McCartney Geoff Dunbar og Philip Ardagh Útgáfuhátíð Bókabúðinni IÐU Lækjargötu, kl. 14 - 17 www.uppheimar.is Kemur út í dag! ÉG VIL byrja á að þakka Jóni Hlöðveri Áskelssyni fyrir umfjöll- un hans um tónleika í Laugarborg í vetur sem og aðra tónleika á Eyjafjarðarsvæðinu. Aukin um- fjöllun um viðburði hér norðan heiða er af hinu góða, sérstaklega þegar faglega er skrifað á jákvæð- um og uppbygglegum nótum eins og raun er með skrif Jóns. Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 22. nóvember sl. birtist umfjöllun um tónleika mína og Gunnars Guðbjörnssonar. Sem verkefn- isstjóri tónleikaraðar Tónlistar- hússins Laugarborgar í Eyjafjarð- arsveit get ég ekki látið hjá líða að gera athugasemd við eitt atriði í grein Jóns Hlöðvers. Jón skrifar „…Dagskráin sem Tónlistarhúsið Laug- arborg býður tónlist- arunnendum sínum upp á í vetur ber vott um einlægan vilja að veita okkur tónlist í sinni fjölbreyttustu mynd með ann- áluðum flytjendum. Akureyringa myndi örugglega fleiri fýsa að hlýða á þessa viðburði …en þeir sömu þyrftu að eiga kost á ferðaþjónustu, því þegar verið er að bera saman að fjarlægðin frá Akureyri fram í Laugarborg sé svipuð og úr efra Breiðholtshverfi í miðbæ Reykjavíkur má ekki gleymast að þar er hægt að taka strætó …“ Í þessu sambandi er mér sönn ánægja að vekja athygli á að í vet- ur hefur verið tekin upp sú ný- breytni, sem í raun er sjálfsögð þjónusta við tónleikagesti Laug- arborgar, að bjóða upp á rútuferð- ir á tónleikastað. Slíkar ferðir hefðu verið kallaðar sætaferðir hér í eina tíð og var alsiða að bjóða upp á slíka þjónustu t.d. í tenglum við sveitaböll – sem oft voru haldin í Laugarborg „i den tid“. Í vetur hefur lítil rúta farið ákveðinn hring á Akureyri þar sem þeir sem ekki eiga þess kost að ferðast á einkabíl eða í samfloti með öðrum, geta komist á tón- leikastað. Þessi þjónusta hefur verið auglýst á veggspjöldum og í auglýsingu í Dagskránni fyrir tón- leika. Sá háttur var einnig hafður á varðandi áðurnefnda tónleika Gunnars Guðbjörnssonar. Greini- legt er þó að bæta þarf kynningu á þessum ferðamögu- leika. Tónleikagestir Laugarborgar koma flestir frá Akureyri. Tónleikasókn er góð að öllu jöfnu og al- menn ánægja ríkir með aðstöðuna og þá dagskrá sem í boði er. En fleiri komast að en vilja eða geta, eins og einhver sagði. Aksturstími frá miðbæ Akureyrar í Laugarborg er um tíu mínútur. Ekið er um fagurt land, í misjöfnu veðri að vísu en öll veðrabrigði eru áhugaverð og gefa umhverfinu nýjan karakter. Stað- setning Laugarborgar utan Ak- ureyrar er að því leyti einkar ákjósanleg. Hvort er nú betri und- irbúningur fyrir tónleika að aka í rólegheitum í tíu mínútur um fagra sveit eða sitja stressaður í borgarumferðinni og leita svo log- andi ljósi að bílastæði sem næst tónleikastað með misjöfnum ár- angri? Að tónleikum í Laugarborg loknum er svo sjálfsagt að setjast niður til dæmis á veitingastað við hlið Laugarborgar nú eða halda áfram för um Eyjafjarðardalinn og njóta útsýnis á meðan endur- ómur tónverkanna hljómar í kyrrð fjallanna. Verið ávallt velkomin í Tónlist- arhúsið Laugarborg. Rútuferðir í Tónlistarhúsið Laugarborg Þórarinn Stefánsson gerir at- hugasemd við grein Jóns Hlöð- vers Áskelssonar um tónleika í Tónlistarhúsinu Laugarborg Þórarinn Stefánsson ’Í þessu sambandi ermér sönn ánægja að vekja athygli á að í vet- ur hefur verið tekin upp sú nýbreytni, sem í raun er sjálfsögð þjónusta við tónleikagesti Laug- arborgar, að bjóða upp á rútuferðir á tónleikastað. ‘ Höfundur er listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri tónlistardagskrár Tónlistarhússins Laugarborgar í Eyjafjarðarsveit.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.