Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 49
UMRÆÐAN
Viðskiptavinur hefur falið okkur að útvega sér húsnæði við
Smiðjuveg eða í nágrenni hans. Allt að 1.000 m2 húsnæði kemur
til greina. Innkeyrsluhurð og góð lofthæð skilyrði. Staðgreiðsla fyrir
réttu eignina. Upplýsingar veitir Hákon Jónsson.
ATVINNUHÚSNÆÐI VIÐ
SMIÐJUVEG OG NÁGRENNI
Kíktu í heimsókn til okkar á Drekavöllum
26 í dag, laugardaginn 26. nóvember,
frá kl. 13 til 17. Komdu og skoðaðu
fallegar og fullbúnar sýningaríbúðir í
glæsilegu 9 hæða lyftuhúsi.
Ekki missa af þessu einstaka
tækifæri. Sjón er sögu ríkari.
Sölumenn Hraunhamars verða
á staðnum og veita upplýsingar.
Söluaðili:
Sími: 520 7500
UMRÆÐA um breytt rekstr-
arform í heilbrigðisþjónustu þarf
að byggjast á því að bornar séu
saman réttar for-
sendur mismunandi
leiða. Opinberir aðilar;
ríki og sveitarfélög
hafa haft veg og
vanda af heilbrigð-
isþjónustu lands-
manna síðustu ára-
tugi. Þeir hafa notið
undanþágu frá ýmiss
konar skattheimtu.
Stofnanir þeirra eru
ekki skattskyldar
nema ef þeir selja
þjónustu eða vörur í
samkeppni við fyr-
irtæki. Ennfremur er heilbrigð-
isþjónusta ekki virðisaukaskatts-
skyld.
Opinberir aðilar hafa jafnframt
falið sjálfseignarstofnunum og sjóð-
um í eigu góðgerðar-, líknar- og
stéttarfélaga rekstur í heilbrigð-
isþjónustu, m.a. öldrunarþjónustu.
Þessir aðilar hafa oft verið nefndir
þriðji geirinn þar sem einkenni
hans líkist hálfopinberum stofn-
unum. Þriðji geirinn nýtur sér-
stakra skattfríðinda á þeim grunni
að þeir inna af hendi verk til al-
menningsheilla, sem ríki eða sveit-
arfélög þyrftu ella að sinna.
Í vaxandi mæli tekur einkageir-
inn nú þátt í rekstri heilbrigð-
isþjónustu hérlendis á grundvelli
samningsgerðar við hið opinbera.
Má þar nefna læknastofur, hjúkr-
unarstofur, sjúkraþjálfunarstofur,
rannsókna- og myndgreiningaþjón-
ustu, hjúkrunarheimili, heilsu-
gæslustöðvar o.s.frv. Þessi fyr-
irtæki bera sömu skattalegar
skyldur og almenn fé-
lög. Breytingar á
rekstrarformi mynda
samkeppnisgrundvöll
sem eykur valfrelsi
neytenda, eykur að-
hald í rekstri og opnar
leiðir til nýsköpunar
og notkunar hug-
kvæmni við uppbygg-
ingu heilbrigðisþjón-
ustu.
Dæmi um hjúkr-
unarheimilisrekstur
ríkisins (hins opinbera
geira) er Sólvangur í
Hafnarfirði og Ljósheimar á Sel-
fossi. Húsnæðislegur aðbúnaður er
þar með því lakasta sem þekkist
hérlendis, og því miður virðist sem
ríkið haldi fast við að nýbygging
hjúkrunarrýmis á Selfossi, sem
taka á við heimilismönnum frá
Ljósheimum, verði bæði með tví-
býlis- og einbýlisrýmum. Sveitarfé-
lagið Reykjavíkurborg rekur hjúkr-
unarheimilið Droplaugarstaði og
vistheimilið Seljahlíð. Reykjavík-
urborg hefur stutt við starfsemi
þessara heimila með ýmsum stuðn-
ingi umfram þau daggjöld sem rík-
ið leggur til. Reksturinn er því
kostnaðarsamari en daggjöldin
segja til um. Við fjölgun hjúkr-
unarrýma borgarinnar á Droplaug-
arstöðum fyrir nokkrum vikum
fylktu forsvarsmenn borgarinnar
sér á bak við nýjar hugmyndir um
aðbúnað og umönnun. Lágmarks-
staðallinn skal vera einbýli á hjúkr-
unarheimilum Reykjavíkurborgar.
Þriðji geirinn rekur m.a. heimili
eins og Hrafnistu, Sunnuhlíð,
Skógarbæ og Eir. Sum þeirra eru
sjálfseignarstofnanir í eigu sjóða,
stéttarfélaga og jafnvel að hluta til
sveitarfélaga. Í fæstum tilfellum er
til opinber þjónustusamningur við
ríkið sem sér heimilunum fyrir
tekjum með daggjöldum eða föst-
um fjárlögum. Áhuga stéttarfélaga
og hagsmunasamtaka að vera aðili
að stofnun sjóða um rekstur hjúkr-
unarheimilis má rekja til þess að
þeir hafa viljað stuðla að almanna-
heill en ekki síst heill eigin fé-
lagsmanna og tryggja þeim nauð-
synlega hjúkrunarþjónustu þegar
þörf krefði, enda langvarandi
kreppuástand verið í aðgengi að
slíkum rýmum, sérstaklega á höf-
uðborgarsvæðinu. Þannig hafa
stéttarfélög sjómanna, verkafólks,
verslunarmanna og bandalag
starfsmanna ríkis og bæja lagt til
stofnfé og átt fulltrúa í stjórnum
hjúkrunarheimila. Nýbyggingar á
vegum sjálfseignastofnana hin síð-
ari ár hafa miðast við einbýli eða
aðstöðu fyrir hjón og öll sameig-
inleg aðstaða farið batnandi.
Sóltún er rekið af hlutafélaginu
Öldungi hf., frá 2002 með þjónustu-
samningi við ríkið að undangengnu
útboði, svokallað einkaframkvæmd-
arverkefni. Nákvæm kröfulýsing er
um alla þætti starfseminnar og eft-
irlit hins opinbera. Forgang sam-
kvæmt þjónustusamningi við heil-
brigðis- og
tryggingamálaráðuneytið hafa
sjúklingar með miklar hjúkr-
unarþarfir 67 ára og eldri inniliggj-
andi á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi.
Fjölmargir hafa áhuga á því að
tryggja sér eða sínum aðgang að
nauðsynlegri hjúkrunarþjónustu
þegar þörf krefur. Það er ekki
hægt á Íslandi í dag. Stjórn-
málamenn hafa ekki tryggt nægj-
anlegt aðgengi. Öflug hagsmuna-
félög s.s. stéttarfélög hafa beitt sér
fyrir því í tímans rás fyrir hönd
sinna félagsmanna og um leið
reynt að stuðla að almannaheill en
það dugir ekki til. Allur rekstur
hefur jafnan verið greiddur af al-
mennu skattfé. Jöfnuður á töluvert
í land þegar íslensk öldrunarþjón-
usta er annars vegar.
Fjölgun einkaframkvæmdarverk-
efna í heilbrigðisþjónustu hvetur
hið opinbera, sjálfeignarstofnanir
og einkaaðila til að taka til í eigin
rekstri og tryggja jafnt aðgengi.
Einkaframkvæmd í hjúkrun-
arheimilisrekstri getur hraðað upp-
byggingu hjúkrunarheimila, lagt
niður biðlista og máð burtu ljótan
blett sem passar ekki auðugri þjóð.
Ekki þarf að biðla til hagsmuna-
félaga varðandi stofnfé. Eldri borg-
arar eiga það skilið að ráðamenn
sjái þeim sem búa við margvíslega
sjúkdómabyrði og eru háðir
umönnun annarra allan sólarhring-
inn fyrir aðgengi að þjónustu og að
þeim séu tryggð sjálfsögð mann-
réttindi.
Rekstrarform
heilbrigðisstofnana
Anna Birna Jensdóttir fjallar
um breytt rekstrarform í heil-
brigðisþjónustu ’Sóltún er rekið afhlutafélaginu Öldungi
hf., frá 2002 með þjón-
ustusamningi við ríkið
að undangengu útboði,
svokallað einkafram-
kvæmdarverkefni.‘
Anna Birna Jensdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Öldungs hf.