Morgunblaðið - 26.11.2005, Síða 52

Morgunblaðið - 26.11.2005, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ EIN stærsta danskeppni vetr- arins fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði 19. nóv- ember sl. Það er Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar sem stendur fyrir þessari keppni. Framkvæmdastjóri keppninnar er Auður Haraldsdótt- ir danskennari og er þetta í 14. sinn sem hún stendur fyrir þessari keppni. Mótið er alþjóðlegt og er þetta annað árið í röð sem keppnin er opin fyrir dansara erlendis frá og heitir því mótið „Lotto open“. Alls komu fimm pör til landsins til þess að taka þátt í mótinu, fjögur pör frá Danmörku og eitt frá Eng- landi, en daman í því pari er ís- lensk. Sex dómarar dæmdu keppn- ina en þó voru það alltaf fimm dómarar sem dæmdu í einu. Það voru þau Julie Tomkins frá Eng- landi, Annette Funch Nielsen frá Danmörku, Arne Ringaard frá Danmörku, Thomas Lindner frá Þýskalandi, Anna Svala Árnadóttir frá Íslandi og Vilborg Sverrisdótt- ir frá Íslandi. Keppt var í öllum aldurs- og styrkleikaflokkum og var mótið því mjög fjölmennt. Keppnisstjórar og kynnar voru þau Auður Haraldsdóttir og Jó- hann Gunnar Arnarsson danskenn- arar. Mikil spenna í loftinu Mikil spenna lá í loftinu fyrir þessa keppni enda voru öll bestu danspör landsins mætt til leiks. Sömuleiðis er það frábært fyrir íslenska dansara að fá pör erlendis frá til þess að keppa við sig. Keppnisdagurinn hófst með því að húsið var opnað kl. 8.30 og var áætlað að keppni hæfist kl. 10 en vegna þess að einhver ruglingur var á númerum paranna hófst hún ekki fyrr en 40 mínútum seinna. Það hafðist sem betur fer að keyra dagskrána áfram og vannst tíma- tapið upp um hádegisbil. Þá hófst setningarathöfn með innmarsi keppenda og síðan setti formaður Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar, Haukur Eiríksson, mótið. Að því loknu mættu ungir dansarar sem ekki hafa keppt í dansi og sýndu nokkra dansa. Umgjörð keppninnar er sú glæsilegasta sem boðið er upp á í keppnum hér á landi í dag. Sal- urinn var fallega skreyttur og kastarar lýstu upp gólfið sem gerir það að verkum að dansbúningar, sem oft á tíðum er búið að leggja mikla peninga í, njóta sín mikið betur. Góð lýsing myndar betri stemningu og væri óskandi að þetta væri gert á fleiri keppnum og þá mætti leggja ennþá meiri metnað í lýsinguna. Því miður er kostnaður við góða lýsingu mikill og því er henni yfirleitt sleppt. Einn fastur liður í Lottokeppn- inni er að valin eru Lottopör árs- ins. Þann titil hljóta þau pör sem fá flest fyrstu sæti dæmd frá dóm- urum og er valið eitt par sem keppir í dansi með grunnaðferð og annað sem keppir í dansi með frjálsri aðferð. Öll bestu danspör landsins mættu til leiks Andreas Lenskjold og Chathrine Kjeldgaard unnu í Standard-dönsum í F-riðli 16–18 ára. Björn Ingi Pálsson og Hanna Rún Óladóttir sigurvegarar í báðum greinum í F-riðli í flokki 14–15 ára. DANS Íþróttahúsinu við Strandgötu, Hafnarfirði Lottokeppnin Opið mót í samkvæmisdönsum Björn Sveinss. og Bergþóra M. Bergþórsd. sigruðu í Standard-dönsum 35 ára og eldri. ÞAÐ er ekki heiglum hent að halda skákmót þar sem virðing fyrir skáklistinni skín í gegn samhliða því sem skemmtigildið er í hávegum haft. Ritstjóri Tímaritsins Skákar um margra áratuga skeið, Jóhann Þórir Jónsson heitinn, hafði einstakt lag á að halda helgarskákmót þar sem þetta tvennt hélst í hendur. For- svarsmenn Taflfélags Snæfellsbæjar hafa að sumu leyti fetað í fótspor Jó- hanns en á undanförnum þremur ár- um hefur félagið staðið fyrir skák- veislu á Klifi, félagsheimili Ólafsvíkinga. Mót þetta er m.a. hald- ið til að heiðra minningu Ottós Árna- sonar en sá var mikill skákáhuga- maður og frumkvöðull í félagsstarfi í Ólafsvík. Að þessu sinni fór mótið fram í fjórða skipti laugardaginn 19. nóvember sl. og snemma þann dag bauðst skákmönnum á höfuðborgar- svæðinu að taka rútu frá BSÍ á skák- stað. Skákmenn eru ekki þekktir fyrir að vera árrisulir en margir létu það ekki á sig fá enda skákveislur á borð við þá í Ólafsvík orðnar fátíðar. Fullsetin rúta af glaðværum skák- mönnum kom um eittleytið á móts- stað og tekið var á móti þeim með kostum og kynjum. Stuttu síðar komu fulltrúar skákdeildar KR og ekki fengu þeir lakari móttökur en gott samstarf hefur tekist á milli KR og Taflfélags Snæfellsbæjar. Við setningu mótsins hélt Tryggvi Leif- ur Óttarsson, formaður Taflfélags Snæfellsbæjar, stutta tölu ásamt Kristni Jónassyni, bæjarstjóra Snæ- fellsbæjar, sem lék fyrsta leikinn á mótinu. Á síðasta ári sá Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra um það hlutverk en í þetta skiptið var hann vant við látinn í sextugsafmælis- veislu sinni. Umhugsunartíminn í fyrstu fjór- um umferðunum var sjö mínútur og þegar þeim lauk var gert hlé á tafl- mennskunni til þess að hægt væri að gæða sér á ljúffengum veitingum sem mótshaldarar buðu upp á. Í kaffihléinu var hægt að spá og spek- úlera um seinni hluta mótsins en margir skákmenn voru í hnapp í efsta sæti með 3½ vinning áður en síðustu fjórar umferðirnar hófust. Umhugsunartíminn í þeim skákum var 20 mínútur og spennan um efsta sætið stigmagnaðist. Þegar ein- göngu einni umferð var ólokið hafði alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson forystu á mótinu með 6 vinninga af sjö mögulegum en nokkrir keppendur komu í humátt á eftir með 5½ vinning. Úr hópi þeirra, sem höfðu hálfum vinningi minna en forystusauðurinn, fékk greinarhöf- undur það hlutskipti að etja kappi við Jón í síðustu umferðinni. Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Svart: Jón Viktor Gunnarsson 1. d4 g6 2. c4 Bg7 3. e4 c5 4. d5 d6 5. Bd3 e6 6. h3 Re7 7. Rf3 0-0 8. Rc3 a6 9. 0-0 e5 10. Hb1 Rd7 11. a3 h6 12. b4 f5 13. Bc2 Dc7 Þessi staða er um margt sérkenni- leg en í meginatriðum hyggst svart- ur reyna að máta hvítan á kóngs- væng á meðan hvítur ætlar sér að murka lífstóruna úr svörtum á drottningarvæng. 14. a4 cxb4 15. Hxb4 Rc5 16. Ba3 Bd7 17. Rd2 f4 18. De2 g5 19. Hfb1 Hab8 20. Hb6 Rc8 21. Bxc5! dxc5 Hvítum hefur tekist að vera á und- an í sókn sinni á drottningarvæng og næsti leikur tryggir honum varan- legt frumkvæði. Sjá stöðumynd 1. 22. d6! Dxb6 Svartur hefði tapað manni eftir 22. ... Rxd6 23. Rd5. Eftir textaleikinn eru færi hvíts mjög hættuleg þar sem menn hans vinna vel saman. 23. Hxb6 Rxb6 24. a5 Rc8 25. Rb3 Bc6 26. Rxc5 Rxd6 27. Re6 Hfe8 28. c5 Hér hefði 28. Bb3 verið nákvæm- ara. 28. ...Rb5 29. Dc4 Kh7 30. Bb3 Hxe6?! 31. Rxb5 He7 32. Rd6 Sjá stöðumynd 2. Þegar hér var komið við sögu var tími keppenda orðinn naumur en á borðinu stendur hvítur hartnær til vinnings. Ekki er hægt að fullyrða hvert framhaldið var nákvæmlega en í hnotskurn leiddi hvítur taflið til sigurs með því að leika Dc4-Db4 og svo Bb3-d5 en sú tilfæring jók þrýst- inginn verulega á svörtu stöðuna. Þessi úrslit þýddu að Jón varð af efsta sætinu en greinarhöfundur varð hlutskarpastur á mótinu með 6½ vinning ásamt Stefáni Kristjáns- syni og Sigurði Daða Sigfússyni. Eins og venja er til var efnt til auka- keppni um sigurinn þar sem um- hugsunartíminn var 5 mínútur. Stef- án hóf keppnina með sigri á greinarhöfundi og í næstu skák hafði hann svart gegn Sigurði Daða og kom eftirfarandi staða upp: Sjá stöðumynd 3. 14... Rxa2+! 15. Kb1 Riddarinn er friðhelgur vegna leppunarinnar á c8. Í framhaldinu nær svartur undirtökunum eftir að hvítur leikur nokkrum ónákvæmum leikjum. 15...Rxc3+ 16. Dxc3 f6 17. exf6?! exf6 18. Bh4 Dd6 19. Db3?! f5 20. Bb5 a6 21. Be2 Hfe8 22. Hhe1 He4! 23. Bd3 Hb4 og hvítur gafst upp enda fokið í flest skjól. Stefán hélt áfram að sýna mikið öryggi í hrað- skákunum í seinni hlutanum og vann aukakeppnina sannfærandi með 3½ vinning. Greinarhöfundur kom næst- Skákveisla í Ólafsvík Morgunblaðið/Alfons Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, lék fyrsta leik mótsins. Stefán Kristjánsson, t.h., varð sigurvegari mótsins í Ólafsvík. SKÁK Taflfélag Snæfellsbæjar 19. nóvember 2005 4. minningarmót Ottós Árnasonar Stöðumynd 3 Stöðumynd 2 Stöðumynd 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.