Morgunblaðið - 26.11.2005, Side 53

Morgunblaðið - 26.11.2005, Side 53
Í ár voru það Sigurþór Björg- vinsson og Þórdís Bergmann frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sem hlutu viðurkenninguna fyrir dans með grunnaðferð og Alex Freyr Gunnarsson og Ragna Björk Bernburg frá Dansdeild ÍR fyrir dans með frjálsri aðferð. Einnig fór fram liðakeppni þar sem hvert félag mætti með lið skipað þremur pörum, einu úr hverjum aldurs- flokki, þ.e. börn, unglingar og full- orðnir, og var keppt í suður-amer- ískum dönsum. Skemmst er frá því að segja að það var lið Dans- íþróttafélags Hafnarfjarðar sem fór með sigur úr býtum. Mjög góður keppnisandi Julie Tomkins, einn dómari keppninnar, sagði að stemningin á keppninni hefði verið mjög góð. Henni fannst ríkja góður keppn- isandi og pörin í heildina dansa mjög vel. Hún sagði að sér hefði oft fundist hálfgert stríðsástand ríkja á keppnum vegna þess að það hafi verið svo mikil harka í þeim en hennar upplifun af þessari keppni hér á Íslandi sé að hér hafi ríkt heilbrigður keppnisandi þar sem dansararnir séu vinir þó að þeir séu að keppa sín á milli á dansgólfinu. Þetta var síðasta mót ársins og fara pörin nú að undirbúa sig fyrir næsta ár og munu þónokkuð mörg pör flytjast upp um aldursflokka um áramótin. Þó er einn möguleiki á að sjá þessi pör stíga á svið fyrir áramót og er það á árlegri jólasýn- ingu Dansráðs Íslands sem fram fer á Broadway sunnudaginn 27. nóv. Að lokum vil ég óska Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar til hamingju með góða keppni. Hægt er að nálgast öll úrslit keppninnar á heimasíðu Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar, www.dih.is. Ljósmynd/Jens Ormslev Þessir stoltu krakkar tóku við verðlaunum fyrir keppni í K-riðli 10–11 ára.Frá danssýningu barna 7 ára og yngri. Kara Arngrímsdóttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 53 DVD TÓNLIST Á LÆGRA VERÐI Í SKÍFUNNI Eagles Farewell Tour Part One U2 – Vertigo Tour Live In Chicago 2DVD DVD+CD 4DVD 2DVD 2DVD 2DVD 2DVD 2DVD 2DVD 2DVD -20% 2DVD Paul McCartney In Red Square Pixies Sell Out 2004: Reunion Tour 50 Years Of Eurovision 1956-1980 50 Years Of Eurovision 1981-2005 Live8 Keane Strangers Jack Johnson A Weekend At The Greek Eminem The Anger Management Tour Abba The Movie Jimi Hendrix Live At Woodstock Limp Bizkit The Videos Audioslave Live In Cuba Queens Of The Stone Age Over The Years&Through The Woods AC/DC Family Jewels Bruce Springsteen VH1 Storytellers Radiohead Live At The Astoria Deep Purple Live In California ’74 Sex Pistols - The Great Rock’n’roll Swindle Cream Royal Albert Hall Brian Wilson Smile DVD Collection George Harrison and friends Concert For Bangladesh Nirvana Nevermind: Classic Albums Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 · Skífan Smáralind · Skífan Kringlunni · Póstkröfusími 591-5310 · www.skifan.is AFSLÁTTUR AF ALLRI DVD TÓNLIST FRAM TIL JÓLA! skemmtir þér ;) 2DVD 2DVD ur með tvo vinninga en Sigurður Daði rak lestina með ½ vinning. Í næstu sætum á eftir þremenningun- um komu Jón Viktor Gunnarsson, Þröstur Þórhallsson og Gunnar Björnsson með 6 vinninga. Þegar keppendur höfðu notið góðrar máltíðar Sigfúsar Al- marssonar og undirleiks Jazzbands- ins var röðin komin að sjálfri verð- launaafhendingunni. Snæfellsbær, Deloitte og Hafnarsjóður Snæfells- bæjar gáfu vegleg verðlaun fyrir efstu þrjú sætin en einnig voru veitt eftirsótt verðlaun í ýmsum undir- flokkum. Í unglingaflokki varð Paul Frigge hlutskarpastur, Harpa Ing- ólfsdóttir varð efst í kvennaflokki og Björgvin Hauksson bar sigur úr být- um í flokki stigalausra. Fyrir utan þetta gátu allir 66 keppendur móts- ins verið dregnir út í happdrætti þar sem í boði voru veglegar gjafir frá Hótel Búðum, Eddu útgáfu hf. og Tólf tónum. Einnig fengu allir kepp- endur eintak af bókinni Tær snilld sem gefin var út nýlega í tilefni af fertugsafmæli Hrafns Jökulssonar. Þorri gesta var kominn í miklar gleðskaparstellingar þegar Kristján Jónsson skipstjóri ruddi sér rúms með karaókí-tækin sín og nokkrir skákmenn hófu upp raust sína. Söngur og dans flytjenda vakti mikla kátínu viðstaddra en klukkan 23.00 var orðið tímabært að ljúka skemmt- uninni og flestum aðkomumönnum var smalað í rútuna sem flytja átti þá suður á meðan KR-ingar og Snæ- fellsbæingar skunduðu á Hótel Hell- issand til að takast á í árlegri skák- keppni félaganna. Rútuferðin suður gekk snurðulaust fyrir sig þó að far- þegar söknuðu Helga Ólafssonar til að sjá um spurningarkeppnina. Grip- ið var til þess ráðs að láta Sigurbjörn Björnsson og greinarhöfund fylla hans vandfyllta skarð. Misjafnt var hversu mikla eftirtekt spurningarn- ar fengu enda sumir ferðalangar orðnir þreyttir. Sjálfsagt hefur mótinu í Ólafsvík að ári brugðið fyrir í draumum þeirra enda fellur það skákgyðjunni Caissa vel í geð þegar skákmót eru haldin sem einkennast af virðingu, hlýju og léttleika. Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.