Morgunblaðið - 26.11.2005, Síða 59

Morgunblaðið - 26.11.2005, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 59 MINNINGAR ✝ HólmfríðurHanna Magnús- dóttir fæddist í Eystra-Stokkseyr- arseli í Stokkseyrar- hreppi í Árnessýslu 7. júlí 1933. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 19. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Magnús Gíslason bóndi frá Arakoti á Skeiðum, f. 13. júní 1886, d. 27. nóvemer 1937, og María Ara- dóttir frá Hólakoti í Grímsnesi, f. 9. desember 1895, d. 24. október 1971. Systkini Hólmfríðar eru: Þóra, f. 7. nóvember 1920, giftist Þorvarði Þórðarsyni, d. 1998; Hinrik, f. 6. maí 1922, d. 5. mars 1997, verkamaður, ókvæntur; Hjörtur, f. 4. mars 1924, d. 2. des- ember 1992, verkamaður, ókvæntur; Eggert, f. 31. mars 1925, bifvélavirki á Selfossi, ókvæntur; Eyþór Gísli, f. 26. nóv- ember 1926, kvæntur Fanneyju Guðmundsdóttur, þau eiga einn son, Magnús Ástmar; Sigurþór, f. 28. júlí 1928, kvæntur Svanlaugu Þorgeirsdóttur, bú- sett í Reykjavík, fósturdætur Svava og Sunna; Jón Ingi, f. 6. apríl 1931, d. 28. október árið 2000, bifvélavirki á Selfossi, ókvæntur; og Arnheiður, f. 28. maí 1935, ekkja, bú- sett í Hveragerði, hún á tvær dætur, Björgu og Ragn- heiði. Eftirlifandi eigin- maður Hólmfríðar er Hallgrímur S. Guðmannsson, f. 7. júlí 1939. Börn þeirra eru: 1) Guðmann, f. 11.1. 1971. 2) María, f. 11.1. 1971, börn hennar eru Jó- hanna, Ásta Björg og Rakel Fríða. 3) Þóra S., f. 15.1. 1972, gift Björg- vin S. Guðmundssyni, dóttir þeirra eru Sara Rut. 4) Hanna, f. 28. maí 1974, gift Víði Davíðssyni, börn þeirra eru Hólmfríður Linda, Ísak Aron og Ester Eva. 5) Magnús Aron, f. 23. mars 1976, kvæntur Völu Flosadóttur. Útför Hólmfríðar Hönnu verð- ur frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Þegar við hugsum um móður okk- ar kemur í hugann bæði umhyggju- söm, kærleiksrík og sterk kona. Hún reyndist okkur einstaklega góð móð- ir og var alltaf til staðar. Hún hélt alltaf sínu jafnaðargeði á hverju sem gekk og bros hennar breiddi yfir alla okkar bresti. Hún var stoð okkar og styrkur eins og hún var jafnframt föður okkar. Mamma eignaðist okkur systkinin fimm á fimm árum. Fyrst tvíburana þegar hún var 36 ára og yngsta barnið 42 ára. Mamma var heima- vinnandi fyrstu æviár okkar og hef- ur haft í nógu að snúast fyrstu árin og nýtti hún þá tímann vel. Iðulega þegar ungarnir hennar fimm komu sársvangir úr skólanum voru nýbak- aðar pönnukökur eða lummur á borðum. Hún hjálpaði okkur við heimanámið og saumaði á okkur föt. Þegar við urðum aðeins eldri fór hún að starfa við hjúkrun á nýjan leik. Móðir okkar unni hjúkrunar- starfi sínu og líknaði mörgum með alúð sinni og bænum. Hún vissi hvað það var að eiga bágt því sjálf hafði hún misst föður sinn barnung og horft á móður og systkin kljást við erfið veikindi. Hún barðist síðan sjálf hetjulega við sjúkdóm og hafði gjarnan betur þar til Drottinn kall- aði hana heim í dýrð sína. Við viljum öll feta í fótspor móður okkar. Hún var okkur fyrirmynd, kærleikur hennar, stuðningur og trúmennska. Elsku mamma. þín er sárt saknað, enginn kemur í staðinn fyrir þig. Minning þín mun alltaf lifa í hjörtum okkar þar til við sameinumst á ný á himnum. Þín elskandi börn, Guðmann, María, Þóra, Hanna og Magnús. Það var þægilegt og gott að ganga inn í fjölskyldu konu minnar. Þáttur Hólmfríðar, tengdamóður minnar, var ekki minnstur í þeim efnum. Ávallt tók hún á móti mér með brosi og útréttum faðmi. Eftir því sem ég kynntist Hólmfríði meir komu hinir góðu eiginleikar hennar enn frekar í ljós. Ég minnist þess að hún hafði ein- stakt jafnaðargeð, aldrei kom það fyrir að ég sæi hana æsta eða reiða. Hugprýði hennar og kurteisi við aðra eru okkur sem minnumst henn- ar vegvísir og varða. Eins var það með bros hennar, það lifir áfram í minningunni og er eins og meitlað í börn hennar. Sem eiginkona var Hólmfríður manni sínum einstök stoð og stytta í öllum málum. Ég vissi að ég átti góðan bakhjarl í Hólmfríði þar sem hún var trúföst bænakona. Ég man að eitt sinn kom ég úr nokkuð erfiðu verkefni en hafði gengið einstaklega vel að leysa það. Stuttu síðar hitti ég Hólmfríði og kom þá í ljós að hún hafði einmitt verið að minnast mín í bænum sínum á sama tíma og ég fékkst við verk- efnið. Ég veit að þetta var ekki ein- stakt tilfelli gagnvart þeim sem Hólmfríður þekkti. Þó svo að Hólm- fríður sé dáin lifa bænir hennar áfram. Ég er þakklátur fyrir að hafa eignast Hólmfríði sem tengdamóður og vin og bið góðan Guð að blessa fjölskylduna alla og sérstaklega Hallgrím, eftirlifandi eiginmann hennar. Hólmfríður var hógvær kona og voru það verkin sem hún lét tala. Að trúa á hið góða, fagra og fullkomna er lítils virði ef því er ekki lifað. Hólmfríður lifði því, lifði í trú á Jesú Krist. Sum verk eru þannig að þau hafa eilíft gildi, þannig voru verk Hólmfríðar Hönnu. Björgvin Smári Guðmundsson. Svo er endar ógn og stríðin, upp mun renna sigurtíðin oss þá kallar heim til hallar himna Guð, er lúður gjallar. Nú hafa orðið fagnaðarfundir á himnum. Ég sé Hólmfríði fyrir mér, hlaupa fríska og alheilbrigða í faðm Jesú. Hann leiðir hana inn í him- ininn, inn í dýrðina sem þeim hefur verið lofað sem elska hann af hjarta og sannleika og það veit ég að Hólm- fríður gerði. Ég var tíður gestur á heimili Hómfríðar og Hallgríms á Austurveginum þar sem dætur þeirra eru vinkonur mínar. Ég kom oft þar við á leið minni í og úr tónlist- arskólanum og alltaf var jafn vel tekið á móti mér með heimabökuðu bakkelsi og einstakri hlýju – Hólm- fríður, þessi myndarlega kona, bros- andi út að eyrum og Hallgrímur með klapp á kollinn minn. Ég átti líka alltaf sætið mitt við endann á eld- húsborðinu og man sérstaklega eftir því þegar ég varð tvítug, þá beið mín lítill pakki og kort, eins og ég væri eitt af börnunum á heimilinu. Ég vil þakka Guði fyrir að hafa leyft mér að kynnast Hólmfríði og bið fyrir elsku vinum mínum, fjöl- skyldunni hennar sem nú syrgir dugmikla og yndislega konu. Sjálfur Guð á Síons fjöllum sól og skjöldur reynist öllum barnaskaráí bölı́og hörmum, ber hann þau á föðurörmum. (Þýð. Friðrik Friðriksson.) Megi algóður Guð styrkja ykkur í sorginni. Ykkar Kolbrún. HÓLMFRÍÐUR HANNA MAGNÚSDÓTTIR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlý- hug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS JÓHANNESSONAR bónda, Jarðlangsstöðum í Borgarbyggð. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Dvalarheim- ilis aldraðra Borgarnesi og lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akraness. Sigríður Bárðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Móðurbróðir okkar, MAGNÚS EGGERT PÁLSSON, Ásvallagötu 17, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 23. nóvember. Þrúður Pálsdóttir, Gerður Berndsen, Margrét Berndsen, Sólveig Berndsen, Jóhanna Sigríður Berndsen. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vinarhug og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, sonar, föður, tengda- föður, afa og langafa, SVERRIS STEINDÓRSSONAR, Grundartjörn 14, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki Heil- brigðisstofnunar Suðurlands fyrir góða umönnun, stuðning og hlýju. Sigríður Þóra Yngvadóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir, Magnús Bergsson, Steindór Sverrisson, Hjördís Ásgeirsdóttir, Ríkharður Sverrisson, Valgerður Hansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, ÓSKAR GEIRSSON frá Hallanda, Miðengi 12, Selfossi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 23. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Ólafsdóttir. Faðir minn, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR JÓNSSON framkvæmdastjóri, Hólavallagötu 3, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudag- inn 14. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 13D á Land- spítalanum. Jón Ásgeirsson, Þorbjörg Skjaldberg, Ásgeir Jónsson yngri. Hjartkær móðir okkar, GUÐRÚN ARADÓTTIR, Aragötu 5, og síðustu ár Skjóli, er látin. Ari H. Ólafsson, Björn G. Ólafsson, Jónas Ólafsson. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.