Morgunblaðið - 26.11.2005, Síða 61

Morgunblaðið - 26.11.2005, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 61 MINNINGAR Elsku pabbi, ég fékk ekki að kveðja þig og vil því gera það með þessum fáu línum. Ég hef ekki fylgst með þér síð- ustu árin og aðeins nýflutt til Ís- lands. Ég var að koma heim úr ut- anlandsferð þegar við Davis fengum fréttirnar, að pabbi hefði farið á sjúkrahús í aðgerð og ekki komið heim aftur. Þetta var ekki í fyrsta sinnsem þú lentir í baráttu við krabbamein, en þú hafðir alltaf náð að sigra. Á svona stundu streyma fram minningar og af nægu að taka. En fyrir mér varst þú maðurinn sem gerði hluti sem feður gera ekki og svo maðurinn sem ég gat verið stolt af að kynna sem pabba minn. Maðurinn sem byggði upp, skapaði öðrum atvinnutækifæri og hafðir mikilvægu hlutverki að gegna. Það sem einkennir föðurfólkið mitt er, að þau eru öll mjög glatt fólk. Það er alltaf stutt í hláturinn og gaman að vera með þeim. Það sama var með þig. Þú varst kátur á mannamótum og hafðir gaman af að segja frá. Þú hlóst líka oftast manna mest að sögunum og at- burðunum. Þú varst virkur í tafl- og briddsklúbbum og þér fannst virkilega gaman að segja frá þegar sigrar voru í höfn. Þú varst m.ö.o. mjög metnaðarfullur og atorku- samur. Þú stoppaðir aldrei, það var alltaf eitthvað að gera; vinnan, bókhaldið, garðsláttur, taflmót, ut- anlandsferð eða bara leikhúsferð. Mér hefur oft verið sagt að ég lík- ist þér að þessu leyti og það gleður mig. BJÖRN KJARTANSSON ✝ Björn Kjartans-son fæddist á Ási í Reykjavík 3. desember 1935. Hann lést 15. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafar- vogskirkju 24. nóv- ember. Seinni kona þín, hún Svala, stóð við hlið þér og var þér góð hvatning. Þið byggðuð jafnhent upp glæsilegt heimili í Fitjakoti og þar voru haldnar margar flottar veislur. Þú varst ekkert að spara, vildir gera vel við þína. Þá minnist ég síðasta stórafmæl- is Fitjakotsbóndans, en það var í alla staði eftirminnileg stund. Þú og mamma skilduð að skipt- um þegar ég var þriggja ára og þó við hittumst ekki oft fyrstu árin á eftir, þá varst þú alltaf til staðar í huga mínum og það voru ófá skipti sem ég notaði sem barn til að segja vinum og öðrum frá pabba mínum í Reykjavík. Einn af hápunktum ársins hjá okkar systkinum var að velja jóla- gjöfina handa þér og fékk ég þá alltaf síðasta orðið. Mikilvægasta gjöfin mín frá þér var bílprófið mitt og ferðin sem við fórum saman á bílasöluna að kaupa fyrsta bílinn, enda þú á heimavelli þar. Það er góð minning sem aldrei hverfur. Með þessum orðum vil ég kveðja þig, pabbi minn. Farðu í friði. Þín dóttir Ása María. Það er orðið töluvert langt síðan ég tók vörubílarúnt með þér, afi, en það gleymist samt seint hversu mikið sport það var að fara með. Ég man alltaf hvað stýrið var svakalega stórt og að ég átti fullt í fangi með að ná utan um það. Ég skildi bara ekki hvernig þú fórst að þessu. Eins og flestir aðrir í fjölskyldunni fór ég síðan að vinna hjá þér. Það bjargaði mér vasa- peningum í þrjú ár en á þeim tíma kynntist ég því hversu duglegur þú í raun og veru varst. Þú varst alltaf fyrstur á staðinn, vannst manna mest og ef svo illa vildi til að síminn truflaði þig í vinnunni þá gekkst þú fjöll og firnindi meðan á símtalinu stóð. Þegar þú komst síðan heim á kvöldin, að sjálfsögðu síðastur af öllum, þá fórst þú yf- irleitt að slá garðinn eða að leika þér á litlu gröfunni í garðinum. Stundum tókst þér nú samt að dotta yfir sjónvarpinu í þinni al- kunnu sjónvarpsstellingu. Síðustu dagar þínir reyndust öll- um erfiðir, en sá tími var okkur einnig dýrmætur þar sem bæði þú og við höfðum tækifæri til að kveðja með hlýjum hug í faðmi fjölskyldunnar. Elsku afi, okkur hlotnaðist sá heiður að kynnast þér og þeim manni sem í þér bjó. Þú hafðir að geyma skemmtilegan karakter og ávallt var stutt í húmorinn. Þeim húmor hélst þú allt fram á síðustu stundu og þannig mun minning þín áfram í okkur lifa. Finnur Yngvi og Sigríður María. Hann Bjössi er dáinn, óskiljan- legt en samt satt. Varla hægt að trúa því að svona myndi fara en samt. Bjössi var mágur minn, kvæntur Svölu systur og voru þau gjarnan nefnd saman. Hann var líka vinur okkar Ketils, ferðafélagi og reynd- ist börnum okkar vel. Við Ketill höfum ferðast mikið með Bjössa og Svölu, með krakkana með okk- ur og án þeirra. Allar þessar ferðir eru eftirminnilegar og ekki síst hans vegna. Kanaríferðin 2001 stendur þó uppúr því þá lék Bjössi við hvern sinn fingur. Og ekki má gleyma systkina- ferðunum þar sem Bjössi naut sín til fulls, þekkti nöfn á öllum bæj- um og heiðum og fólki ef því var að skipta enda búinn að keyra og vinna meira og minna um allt land. Það var aldrei langt í húmorinn þegar hann var með. Hann var líka sannur vinur vina sinna og þegar hann kom inn í fjöl- skylduna kallaði mamma hann oft „enska Lordinn“. Það var nú vegna útlitsins held ég, því ekki var hann Bjössi með „Lorda“- stæla. Hann var góður við fólk og þótti vænt um það. Við viljum þakka „Birni bónda“ eins og hann var gjarnan kallaður á okkar heimili fyrir allar góðar og skemmtilegar stundir. Við eigum eftir að minnast hans á ferðum okkar og fjölskyldufögnuðum og þá verður stutt í brosið hjá okkur enda var það hans aðalsmerki. Guð blessi Svölu systur og alla hennar stórfjölskyldu. Við verðum til stað- ar. Hlín, Ketill og fjölskylda. Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kallið er komið, óvænt og í óþökk allra, eins og venjulega. Björn Kjartansson kvaddi þessa jarðvist rétt áður en þau hjónin ætluðu að halda upp á 70 ára af- mælið hans. Svala og Bjössi hafa verið með okkur í félagsskapnum KVK undanfarin 20 ár, en það er vinahópur sem haldið hefur saman og haft það að markmiði að reyna að efla vináttuna og reyna að sjá björtu hliðarnar á tilverunni. Þetta hafa verið góð ár og alltaf var gaman í okkar árlegu sumarbú- staðaferðum og ekki síður í öllum skemmtilegu samkvæmunum og heimboðunum í gegnum tíðina. Bjössi var það sem kallað er vinnualki, alveg ótrúlegur þjarkur til vinnu. Svo að stundum bar það við að okkar maður var orðinn svo þreyttur þegar hann settist niður, að hann sofnaði í miðri veislu. En þetta var alltaf fyrirgefið, því að hann vaknaði venjulega fljótlega aftur og var þá manna hressastur eins og alltaf. Hún Svala okkar hefur misst mikið, hversu mikið veit hún best sjálf, en við vitum að hún hefur misst góðan og frábæran mann, vin og félaga. Elsku Svala, það er erfiður tími framundan og við sendum þér og fjölskyldum ykkar beggja samúðarkveðjur og vonum að minningin um góðan mann verði ykkur til huggunar. Því að góðs drengs er gott að minnast. Innilegar samúðarkveðjur Fyrir hönd K.V.K. Bára og Ingunn. Hann Björn Kjartansson er all- ur. Ég kynntist Bjössa fyrst þegar leiðir þeirra Svölu, systur minnar, lágu saman. Bjössi var þá í Vest- fjarðaflutningum og síðar mjólk- urflutningum í Borgarfirði. Hann var Bjössi á mjólkurbílnum, nema með báðar hendur á stýri, hafði út- réttað fyrir fólkið og flutti mjólk og vörur. Ég fór stundum með honum og það var gaman á þess- um ferðum, ævintýraferðir sumar eins og um Vestfirðina. Seinna á systkinaferðum, á jeppum og fót- gangandi, áttum við einnig góðar stundir og göntuðumst. Björn var einyrki. Honum var vinnusemin í blóð borin og hann var hörkuduglegur. Af eljusemi byggði hann upp fyrirtæki sitt, fyrst með Gylfa vini sínum og síð- ar Svölu eftir að Gylfi féll frá. Björn var ekki langskólagenginn en hann hafði gott verksvit og peningavit. Með mikilli vinnu og dugnaði komst hann í álnir. Hann var vandvirkur og nákvæmur og stoltur af sínum verkum, traustur og áreiðanlegur. Við kveðjum nú Bjössa og þökk- um samfylgdina. Einar og Betty. Kveðja frá skákfélögunum Nú hefur skugga borið á við frá- fall Björns vinar okkar. Með sorg í hjarta sjáum við á bak traustum félaga og vini sem ætíð var tilbúinn að leggja góðu lið og var heimili þeirra Svölu ætíð opið okkur félögum hvort sem um var að ræða skákæfingar eða vor- gleði. Oft hefur verið glatt á hjalla og menn svitnað í lófum við spenn- andi viðureign á taflborðinu. Segja má að skákin hafi gert okkur að betri mönnum sem kunna að gleðj- ast yfir góðum sigri og taka ósigri af drenglyndi og með jafnaðargeði. Þó ég nefni engin nöfn neinu skal ei gleyma. Minninganna myndasöfn mér er ljúft að geyma. (Á. G.) Með þakklæti í huga kveðjum við góðan dreng og sendum Svölu og aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. Skákfélagar. Mig setti hljóðan þegar ég fékk upp- hringingu frá kærum vini mínum er hann tilkynnti mér að faðir hans Guðni Ólafsson fyrrv. bóndi á Þórisstöðum í Svína- dal væri látinn. Mín fyrstu kynni af Guðna voru þegar ég, níu ára gutti vestan frá Ísafirði, var sendur í sveit til Guðna og konu hans, Rut- ar. Þar átti ég eingöngu að vera í tvær vikur en þær urðu langar þessar tvær vikur, því ég dvaldi sumarlangt hjá þeim hjónum og mörg sumur þar á eftir. Seinna er ég var í skóla í Reykjavík þá reyndi ég að komast þangað um hverja helgi, svo vel leið mér í ná- vist Guðna og hans konu. Það má kannski segja að Guðni hafi á þess- um árum verið mér sem annar fað- ir, kenndi mér að lesa ýmislegt í mannlegu fari og innrætti mér góða siði. Hann lagði kapp á það að kenna mér að vinnan göfgar manninn og leti var ekki til í hans orðabók. Hann lagði ákaflega mikið upp úr því að hafa snyrtilegt í kringum sig og sjaldan hef ég kynnst manni sem fór eins vel með vélar og tæki og lærði ég mikið af þessu. Hann GUÐNI ÓLAFSSON ✝ Guðni Ólafssonfæddist á Þóris- stöðum í Svínadal 1. nóvember 1926. Hann lést á Land- spítalanum 1. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey. var réttsýnn maður og hlýr og minnist ég þess aldrei að hann hafi hallmælt nokkr- um manni. Hann var skapgóður og það þurfti lítið til að hann sæi spaugilegu hlið- ina á málunum. Þó svo að ég sem krakki gerði einhver axar- sköft eða væri mis- duglegur við „leiðin- legu“ verkin í sveitinni þá kom það aldrei fyrir að Guðni byrsti sig eða hækkaði róminn, heldur útskýrði hann vel fyrir mér að maður lærir af mistökum sínum og það væri hluti starfsins að vinna jafnt leiðinlegu verkin sem þau skemmtilegu. Mig langar að þakka þér fyrir öll góðu árin sem við áttum saman og ekki er ólíklegt að við eigum eftir að hittast aftur hinum megin og ganga saman á ný um græn engi við angan af nýslegnu grasi. Góða ferð, kæri vinur. Jón Þór Ágústsson. Guðni Ólafsson fyrrum bóndi á Þórustöðum í Svínadal hefur kvatt þennan heim og haldið til æðri heima. Einstakur bóndi hvarf sjón- um, en þeim fækkar nú bændunum sem lifðu þau miklu straumhvörf sem orðið hafa í íslenskum land- búnaði síðastliðin 60 ár. Þeim fækkar líka í bændastétt sem kall- aðir voru skepnumenn og fylgdust með hverjum grip frá degi til dags og gældu og töluðu við húsdýrin sín. Mikil var gleðin hjá Guðna þegar lagðprúðar ærnar komu af fjöllum með lömbin sín og Guðni rifjaði upp jafnóðum kynnin frá síðasta vori: „Já, já, hún var í þriðju stíunni í fremsta húsinu,“ og þá var eins gott að standa ekki á gati. Þegar sá sem þessar línur ritar kynntist Guðna var að ljúka hans búskap í Svínadal og leiðin lá á mölina, í Kópavoginn. Og þótt „gott sé að búa í Kópavogi“ þá fylltist Guðni löngun til sveita er leið að sauðburði. Í símanum sagði hann: „Á ég ekki að rétta þér hjálparhönd?“ og þó að Guðni væri orðinn löggiltur eftirlaunamaður, þá var hann hamhleypumaður og erfitt var að fá hann til að kasta sér til svefns um sauðburðinn. Hann var þar yfirburðamaður og missti vart lamb, einstakur í fæð- ingarhjálp, prófaði mjólk í hverri á og hans vökulu augu fylgdust með öllu í fjárhúsinu. Þegar húsvist lauk hjá hverri á var henni fylgt til dyra og hún kvödd sem kær vinur. Þegar svo ærnar lölluðu upp Stöð- ulhólinn á leið í sumarfrelsið sagði Guðni oft við mig: „Já, gaman verður að sjá hana í haust.“ Með slíkum dýravini var gaman að starfa en Guðni var líka skemmti- legur ferðafélagi, ávallt með sína góðu konu við hlið sér, hana Ruth. Við hjónin vorum með þeim í nokkrum bændaferðum fyrr á ár- um og tókust þá með okkur þau kynni og vinátta sem entist þar til yfir lauk hjá Guðna. Ein eftir- minnilegasta ferðin var stóra bændaferðin sem farin var með Agnari Guðnasyni og Fjólu til Van- couver í Kanada. Þá fórum við saman 168 bændur og ferðuðumst um Albertafylki þar sem endalaus- ir kornakrar eru svo langt sem augað eygir. Þá tók Guðni í öxlina á mér og sagði: „Ja, hérna þurfa þeir ekki að spara fóðurbætinn.“ Guðni var mikill hirðumaður og gekk vel um hvort sem var í gripa- húsum eða á heimili. Hann var sí- vinnandi hvar sem hann bjó. Um árabil var hann fláningsmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands við Laxá í Hvalfirði. Svo verklaginn var hann við fláninguna og snyrtilegur að varla þurfti að þvo skrokkana á eftir fláningsmanninum knáa. Hann lét líka óspart í ljós óánægju sína ef honum fannst slík störf ekki vönduð nóg. Þegar verkum lauk var Guðni glettinn og spaugsamur. Hann kunni vel að gleðjast með góðum vinum og sagði þá vel frá. Honum var ofarlega í huga þegar líða tók á ævina allar framfarirnar. Hann mundi tímana tvenna og þann tíma er hann, innan við fermingu, fór með öðrum með sláturfé gangandi til Reykjavíkur. Nú taka bændur bara upp símtólið og bíllinn kemur. Síðasta heimili Guðna var að Lautarsmára 1 í Kópavoginum. Þar var ég nágranni hans í nokkra mánuði er ég bjó í Lækjarsmára 4. Sneru gluggarnir okkar saman á blokkinni. Traustur vinur var Guðni í raunum mínum við veikindi og fráfall Ágústu konu minnar og ekki þótti honum gott er ég hvarf aftur einn austur í Úthlíð, en ekki hélt ég að svo stutt væri í kveðju- stund sem raunin varð. Hann kom þó í heimsókn í sumar og fór yfir það sem ég var að stússa við og sagði: „Já, nú væri gaman að geta tekið til hendinni.“ Ég kveð þennan góða vin og sendi henni Ruth minni og öllum afkomendum Guðna samúðarkveðj- ur og þakka góðum vini fyrir sam- fylgdina. Björn Sigurðsson, Úthlíð. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.