Morgunblaðið - 26.11.2005, Side 62

Morgunblaðið - 26.11.2005, Side 62
62 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Kirkjudagur og aðventukvöld Bústaðakirkju FYRSTI sunnudagur í aðventu er kirkju og vígsludagur Bústaða- kirkju. Dagsins er minnst í helgi- haldi kirkjunnar. Barna- og fjölskylduguðsþjón- usta er kl. 11. Sú nýbreytni er í ár að við sameinum hina almennu guðsþjónustu safnaðarins barna- guðsþjónustunni kl. 11 Þar munu félagar úr Kór kirkjunnar syngja og organisti er Guðmundur Sig- urðsson. Tendrað verður á fyrsta aðventukertinu og barnasöngvar sungnir. Fermingarbörn og for- eldrar þeirra eru hvött til þátttöku í guðsþjónustunni. Að lokinni guðs- þjónustu er boðið upp á vöfflukaffi og það eru karlar í sóknarnefnd sem sjá um framkvæmd þess. Aðventukvöldið verður að venju kl. 20. Það er mikilvægur liður í jólaundirbúningi margra og hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn fjölsóttasti viðburður kirkjuársins. Allir kórar kirkjunnar og okkar nýja bjöllu- og bongósveit koma fram. Kór Bústaðakirkju flytur Magnificat (Lofsöngur Maríu úr Lúkasarguðspjalli eftir Dietrich Buxtehude (1637-1707) ásamt kammersveit undir stjórn Guð- mundar Sigurðssonar, organista kirkjunnar Þá munu barna- og ung- lingakórar ásamt bjöllusveit flytja fjölbreytta og skemmtilega dag- skrá aðventu- og jólalaga við undir- leik Guitar Islancio. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Einnig munu allir kórarnir syngja saman að ógleymdum almennum söng safnaðarins. Ræðumaður kvöldsins er Sigríður Snævarr, sendiherra Í lok athafnarinnar verða ljósin tendruð Aðventukvöld í Glerárkirkju FYRSTA sunnudag í aðventu 27. nóvember kl: 20.30. Sigríður Stef- ánsdóttir, deildarstjóri markaðs- og kynningarmála hjá Akureyr- arbæ, flytur aðventuhugleiðingu. Barnakór ásamt með unglingakór Glerárkirkju syngur undir stjórn Ástu Magnúsdóttur. Organisti er Hjörtur Steinbergsson. Prestarnir sr. Gunnlaugur og sr. Arnaldur ásamt Pétri Björgvin djákna leiða bænagjörð. Jólasaga, ljóð og lestr- ar ásamt ljósaathöfn að venju. Fjöl- mennum í góða kvöldstund í Gler- árkirkju. Aðventumessa hjá Hrafnistu í Reykjavík AÐVENTUMESSA verður haldin á sunnudag kl. 15.30 í samkomusaln- um Helgafelli á 4. hæð. Organisti Kári Þormar en kór Hrafnistu og kórfélagar úr kirkju- kór Áskirkju munu syngja. Einnig koma fram nemendur við Tónlist- arskólann í Reykjavík, þau María Konráðsdóttir, Ívar Baldvin Júl- íusson, Ólöf Ásta Jósteinsdóttir og Víðir Petersen. Prestur sr. Svan- hildur Blöndal. Heimilisfólk, starfsfólk og að- standendur eru sérstaklega boðnir velkomnir. Aðventusamvera í Seljakirkju AÐVENTUSAMVERA verður í Seljakirkju sunnudagskvöldið kl. 20. Jón Ómar Gunnarsson les að- ventusögu. Ólafur Jóhann Borg- þórsson flytur hugleiðingu. Kirkju- kór Seljakirkju og kór kvenfélagsins Seljur syngja. Að- ventuljós tendruð. Verið velkomin. Grafarvogskirkja fyrsta sunnudag í aðventu HELGILEIKUR fluttur í tónum og tali. Sameiginleg barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11 í Graf- arvogskirkju. Prestur séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Helgileikur í flutningi Barna- og Krakkakór Grafarvogskirkju. Stjórnandi er Oddný J. Þorsteinsdóttir og undir- leikari er Gróa Hreinsdóttir. Rútu- ferð verður frá Borgarholtsskóla kl. 10:30. Aðventuhátíð í Grafarvogskirkju AÐVENTUHÁTÍÐ kl. 20. Guð- laugur Þór Þórðarson alþing- ismaður flytur hugleiðingu. Þór- arinn Eldjárn les upp úr ljóðabók sinni. Kór Grafarvogskirkju og Unglingakór Grafarvogskirkju syngja. Stjórnendur kóra: Hörður Bragason organisti og Oddný J. Þorsteinsdóttir. Undirleikari er Gróa Hreinsdóttir. Fermingarbörn flytja helgileik. Einsöngur: Ragn- heiður Gröndal og Arnþrúður Ösp Karlsdóttir. Prestar safnaðarins flytja bænarorð. Grafarvogskirkja. Aðventukvöld Fella- og Hólakirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Fella- og Hólakirkju sunnudag kl. 20. Barna-og unglingakór Fella- og Hóla syngur undir stjórn Þórdísar Þórhallsdóttur og Lenku Matéóvu. Helgileikur í umsjá æskulýðsstarfs kirkjunnar. Örn Árnason leikari flytur hugvekju. Mikill almennur söngur og boðið er upp á kaffi, djús og smákökur. Allir velkomnir. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til guðsþjónustu í Kolaportinu næsta sunnudag sem er fyrsti sunnudagur í aðventu kl. 14. Bjarni Karlsson prestur í Laug- arneskirkju flytur hugleiðingu og þjónar ásamt prestunum Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og Jónu Hrönn Bolladóttur Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson mun leiða lofgjörðina, en hann mætir kl. 13:30 til að gleðja fólk með söng og spjalli. Þá er hægt að leggja inn fyrirbæn- arefni til þeirra sem þjóna í guðs- þjónustunni áður en stundin hefst, en í lok stundarinnar verður bless- un með olíu. Guðsþjónustan fer fram í kaffi- stofunni Kaffiport í Kolaportinu, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott sam- félag við Guð og menn. Það eru all- ir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM/KFUK og þjóðkirkjunnar. Á leiðinni heim – helgistundir í Grafarvogskirkju ALLA virka daga aðventunnar verður boðið upp á sérstakar helgi- stundir í Grafarvogskirkju. Þær kallast: Á leiðinni heim. Hugsunin að baki þessari nafngift er sú, að fólk geti komið við í Grafarvogs- kirkju kl. 18, á leiðinni heim til sín, að loknum vinnudegi. Þessar stund- ir gefa fólki tækifæri til að eiga friðar- og kyrrðarstund í erli að- ventunnar. Um er að ræða 20 skipti. Fyrsta helgistundin hefst mánudaginn 28. nóvember nk. og sú síðasta á Þor- láksmessu. Hver helgistund sam- anstendur af ritningarlestri, hug- leiðingu, víxllestri og bæn. Ensk messa í Hallgrímskirkju Á sunnudag, 27. nóvember nk. kl. 14 verður haldin ensk messa í Hall- grímskirkju. Prestar verða sr. Bjarni Þór Bjarnason og sr. Jón Hagbarður Knútssson. Organisti verður Lára Bryndís Eggerts- dóttir. Jónína Guðrún Krist- insdóttir mun leiða almennan safn- aðarsöng. Fjórða árið í röð er boðið upp á enska messu í Hallgríms- kirkju síðasta sunnudag hvers mán- aðar. Messukaffi. Service in English SERVICE in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja) 27h of November, at 2 pm. Holy Communion. The First Sunday of Advent. Priests: The Revd Bjarni Þór Bjarnason and The Revd Jón Hagbarður Knútsson. Organist: Lára Bryndís Eggertsdóttir. Lead- ing singer: Jónína Guðrún Krist- insdóttir. Refreshments after the Service. Aðventuhátíð fjölskyldunnar í Hjallakirkju FYRSTA sunnudag í aðventu, 27. nóvember, verður aðventuhátíð fjölskyldunnar í Hjallakirkju, Kópavogi, kl. 17. Um er að ræða skemmtilega stund fyrir alla fjöl- skylduna með léttri jóladagskrá, söngvum og sögum. Barnakór úr Hjallaskóla kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Guðrúnar Magnúsdóttur. Þá mun Björgvin Frans Gíslason, leikari, sýna brúðu- leikritið Pönnukakan hennar Grýlu. Leikritið segir frá hugvit- samri pönnuköku sem nær að flýja steikarpönnu Grýlu með það fyrir augum að ferðast alla leið í arma Jesú litla og foreldra hans sem dvelja svöng og köld í fjárhúsi í Betlehem. Auk þessa munum við öll syngja saman jólasöngva og njóta stundarinnar í kirkjunni. Þau sem vilja geta mætt fyrr, svona upp úr kl. 16, og fengið sér kakó og pip- arkökur í safnaðarsal áður en há- tíðin hefst. Við hvetjum fjölskyldur til að fjölmenna á aðventuhátíðina þenn- an fyrsta sunnudag aðventunnar. Um morguninn, kl. 11, verður fjöl- skyldu- og tónlistarguðsþjónusta í kirkjunni og barnaguðsþjónusta kl. 13. Geir Jón talar í Grensáskirkju GEIR Jón Þórisson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, flytur hug- vekju á aðventukvöldi í Grens- áskirkju annað kvöld, sunnudagskvöldið 27. nóv. Á aðventukvöldinu syngur Kirkjukór Grensáskirku undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar org- anista og nemendur í Tónskóla Björgvins Þ. Valdimarssonar leika á hljóðfæri. Aðventukvöldið hefst kl. 20 og dagskráin tekur tæpa klukkustund en að henni lokinni er á boðstólum kaffi og smákökur. Á sunnudagsmorgun er að venju guðsþjónusta kl. 11 og barnastarf á sama tíma. Aðventukvöld í Dómkirkjunni AÐVENTUKVÖLD Dómkirkj- unnar verður að venju á 1. sunnu- degi í aðventu. Ræðumaður kvölds- ins er Jón Sigurðsson, seðlabanka- stjóri. Dómkórinn flytur aðventu- og jólatónlist undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Barna- og ung- lingakór kirkjunnar syngur einnig lög tengd aðventu og jólum. Stjórn- andi er Kristín Valsdóttir. Prestar Dómkirkjunnar, sr. Karl V. Matthíasson og sr. Hjálmar Jóns- son flytja ritningarorð og bæn. Aðventukvöld Ástjarnarsóknar AÐVENTUKVÖLD verður í sam- komusal Hauka að Ásvöllum sunnu- dagskvöld kl. 20. Gestur kvöldsins og ræðumaður er Jón Jósep Snæ- björnsson (Jónsi í Svörtum fötum). Kór Ástjarnarsóknar undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur leiða samsöng. Heitt súkkulaði og pip- arkökur á eftir. Ástjarnarsókn stendur fyrir fjöl- breyttu barna- og æskulýðsstarfi á virkum dögum og árið um kring. Við minnum sérstaklega á barna- starf kirkjunnar á sunnudögum kl. 11 í samkomusal Hauka, síðasta samvera fyrir jól verður 18. desem- ber, byrjað aftur 8. janúar. Samverur fyrir 6–9 ára tengdar heilsudagskólunum í Áslandsskóla og Hraunvallaskóla. TTT (Töff, töfrandi, taktfast) fyrir 10–12 ára á þriðjudögum kl. 17–18 í Áslandsskóla. Guðsþjónustur eru að jafnaði þriðja sunnudag hvers mánaðar kl. 20 í samkomusal Hauka. Aðventukvöld í Ísafjarðarkirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 27. nóv- ember nk., verður aðventukvöld í Ísafjarðarkirkju kl. 20 þar sem fram koma kirkjukór Ísafjarð- arkirkju, Sunnukórinn, Karlakór- inn Ernir og Kammerkórinn. Þá mun Lúðrasveit Ísafjarðar koma fram sem og nemendur Tónlistar- skóla Ísafjarðar og Guðrún Jóns- dóttir syngur einsöng. Dagskráin er afar viðamikil og fjölbreytt og ósvikin leið til þess að koma fólki í sannkallað aðventu- og hátíðarskap. Ólafur Skúlason bisk- up flytur aðventuhugvekju á sam- komunni. Aðventusamkoma í Prestsbakkakirkju á Síðu AÐVENTUSAMKOMA verður í Prestsbakkakirkju, kl. 14, á fyrsta sunnudegi í aðventu, 27. nóvember 2005. Fjölbreytt efnisskrá við allra hæfi. Söngur og tónlist í umsjón kórfólks, organista, hljóðfæraleik- ara og tónlistarnema. Upplestur og bæn sem Haraldur M. Kristjánsson flytur og annast. Hittumst í kirkjunni og hefjum jólaföstuna saman þar. Fjölmennið og bjóðið gestum ykkar með. Aðventuhátíð í Breiðholtskirkju HIN árlega aðventuhátíð Breið- holtssafnaðar verður haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd nk. sunnu- dag, fyrsta sunnudag í aðventu, kl. 20. Að venju verður fjölbreytt dag- skrá sem miðuð er við alla fjöl- skylduna: Börn tendra ljós á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Kór Breið- holtskirkju og Eldri barnakór Breiðholtskirkju flytja aðventu- og jólasöngva undir stjórn organist- ans, Keith Reed og Ástu B. Schram. Börn úr tíu til tólf ára starfi kirkj- unnar færa kirkjunni fjárhúsið í Betlehem. Fermingarbörn sjá um upplestur og helgileik, og Sigþór Magnússon, skólastjóri Breiðholts- skóla, flytur aðventuhugleiðingu. Samkomunni lýkur með helgistund Morgunblaðið/ÁsdísBústaðakirkja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.