Morgunblaðið - 26.11.2005, Page 64

Morgunblaðið - 26.11.2005, Page 64
64 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Gítarleik- ari Pétur Þór Benediktsson, organisti Kári Þormar, prestur sr. Þórhildur Ólafs. Messa kl. 14, altarisganga. Félagar úr Kór Áskirkju syngja, einsöngur Rósa Jó- hannesdóttir, organisti Kári Þormar. Mar- grét Svavarsdóttir djákni les ritningarorð og aðstoðar við útdeilingu, prestur sr. Þórhildur Ólafs. Kaffi eftir messu í efri safnaðarsal í boði sóknarnefndar. Að- ventukvöld verður 2. sunnudag í að- ventu, 4. des., kl. 20. Nánar auglýst síð- ar. BÚSTAÐAKIRKJA: Fyrsti sunnudagur í aðventu er kirkju- og vígsludagur Bú- staðakirkju og verður þess minnst í helgihaldi kirkjunnar. Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta er kl. 11. Sú ný- breytni verður í ár að sameina hina al- mennu guðsþjónustu safnaðarins og barnaguðsþjónusta. Félagar úr Kór kirkj- unnar syngja. Organisti Guðmundur Sig- urðsson. Kveikt verður á fyrsta aðventu- kertinu og barnasöngvar sungnir. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvött til þátttöku í guðsþjónustunni. Að lokinni guðsþjónustu er boðið upp á vöfflukaffi og það eru karlar í sókn- arnefnd sem sjá um framkvæmd þess. Aðventukvöld kl. 20. Allir kórar kirkj- unnar og okkar nýja bjöllu- og bongósveit koma fram. Kór Bústaðakirkju flytur Magnificat (Lofsöng Maríu úr Lúk- asarguðspjalli eftir Dietrich Buxtehude (1637–1707) ásamt kammersveit undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar, org- anista kirkjunnar. Barna- og unglingakór- ar ásamt bjöllusveit flytja fjölbreytta og skemmtilega dagskrá aðventu- og jóla- laga við undirleik Guitar Islancio. Stjórn- andi Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Einnig munu allir kórarnir syngja saman að ógleymdum almennum söng safnaðar- ins. Ræðumaður kvöldsins er Sigríður Snævarr sendiherra. Í lok athafnarinnar verða ljósin tendruð. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjálm- ar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Á kirkjuloftinu fer fram barnastarf meðan á messu stendur. Að þessu sinni hugum við að jólaföndri og undirbúningi jólanna. Aðventukvöld kl. 20. Ræðumaður Jón Sigurðsson seðlabankastjóri. Barna- og unglingakór Dómkirkjunnar syngur ásamt Dómkórnum. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Kirkjunefnd kvenna býður kirkjugestum í kaffi og smákökur að lok- inni dagskránni í kirkjunni. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur (Lellu) og unglinga úr kirkjustarfinu. Guðsþjónusta kl. 11. Samskot til Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Molasopi að lokinni guðsþjónustu. Aðventukvöld kl. 20. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykja- vík flytur hugvekju. Nemendur úr Tón- skóla Björgvins Þ. Valdimarssonar leika á hljóðfæri. Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar organista. Kaffi og smákökur að lokinni samverustund. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Gerðu- bergskórinn leiðir söng með sínu ágæta tónlistar- og söngfólki. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Hreinn Hákonarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugard. kl. 17 verður opnuð sýning í forkirkjunni á verk- um Kristínar Gunnlaugsdóttur og Mar- grétar Jónsdóttur og kl. 18 verður að- ventan hringd inn með klukkum Hallgrímskirkju. Sunnud.: Fræðslumorg- unn kl. 10. Dr. juris Herdís Þorgeirsdóttir ræðir um frelsi og ábyrgð fjölmiðla. Messa og barnastarf kl. 11. Biskup Ís- lands Karl Sigurbjörnsson prédikar ásamt prestum og djákna. Mótettukór- inn syngur undir stjórn Harðar Áskels- sonar. Drengjakór Reykjavíkur í Hall- grímskirkju, Barnakór Austurbæjarskóla og Hallgrímskirkju og Unglingakór Hall- grímskirkju syngja undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar og sr. Jóns Hagbarðs Knútssonar. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir og forsöngvari Jón- ína Guðrún Kristinsdóttir. HÁTEIGSKIRKJA: Messa og barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Organisti Douglas A. Brotchie. Umsjón með barnaguðsþjón- ustu: Erla Guðrún Arnmundardóttir, Þóra Marteinsdóttir og Annika Neumann. Létt- ar veitingar eftir messu. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Fossvogur: Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Sigfinnur Þorleifsson, organisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Hátíðamessa og barnastarf kl. 11. Kveikt á fyrsta aðventukertinu. Grad- ualekór Langholtskirkju syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar. Prestar sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Jón Hagbarður Knútsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið með Rut, Steinunni og Arnóri. Kaffisopi eftir messuna. Aðventuhátíð kl. 20. Stund fyrir börn sem fullorðna. Börn úr Kórskólanum flytja Lúsíuhelgileik. Herdís Egilsdóttir les eigin sögu. Sr. Halldór Reynisson flytur hugvekju. Kór Lang- holtskirkju flytur aðventu- og jólalög. Kaffi og kleinur eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón sunnu- dagaskóla er í höndum Hildar Eirar Bolladóttur, Heimis Haraldssonar og Þor- valdar Þorvaldssonar, en Bjarni Karlsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Sig- urbirni Þorkelssyni og fulltrúum les- arahóps. Kór Laugarneskirkju syngur. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið. Vöfflusala Mömmumorgna í messukaffi. Guðsþjónusta kl. 13 í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu í Hátúni 12. Gunn- ar Gunnarsson leikur undir sálma- söngnum. Bjarni Karlsson prestur og Guðrún K. Þórsdóttir djákni þjóna ásamt hópi sjálfboðaliða. Uppskeruhátíð KMS kl. 17. Unglingar úr hverfinu hvattir til að koma, sjá og heyra. Aðventukvöld kl. 20. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar ásamt bjöllusveit tónstofu Valgerðar og börnum úr Laug- arnesskóla og Melaskóla. Þorvaldur Þor- valdsson syngur einsöng. Fermingarbörn flytja bænir og Björg Árnadóttir, for- stöðukona Námsflokka Reykjavíkur, flyt- ur ræðu kvöldsins. NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Barna og unglingakórar Neskirkju syngja. Stjórnandi Steingrímur Þórhalls- son. Trompet, Hringur Grétarsson. Duo Ciocoso, flauta og harpa og kvartett úr Ungfóníu leika. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Sr. Örn Bárður Jóns- son prédikar og þjónar fyrir altari auk sr. Kjartans Jónssonar og sr. Toshiki Toma. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Umsjónarfólk eru Guð- munda, Björg og Ari. Boðið verður upp á kaffi, kakó og piparkökur í safn- aðarheimilinu eftir messu. Tónað inn í aðventu kl. 17. Duo Giocoso. Pamela de Sensi, þverflautu, og Sophie Marie Schoojans, hörpu, flytja verk eftir franska meistara á borð við Ibert og B. André. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Kammerkór Seltjarnar- neskirkju leiða sálmasöng. Ferming- arbörn aðstoða við undirbúning mess- unnar. Þorgeir Arason guðfræðinemi predikar. Organisti Pavel Manasek. Sr. Sigurður Grétar Helgason. Sunnudaga- skólinn á sama tíma. Aðventukvöld kl. 20. Ræðumaður er frú Vigdís Finn- bogadóttir fyrrverandi forseti Íslands. Kammerkór kirkjunnar flytur Magnificat e. Bach ásamt strengjasveit. Stjórnandi Viera Manasek. Konsertmeistari Zbig- niew Dubik. Organisti Pavel Manasek. Barnakórinn syngur jólalög. Jólaljósin tendruð í lok stundarinnar. Verið hjart- anlega velkomin. Starfsfólk og sókn- arnefnd Seltjarnarneskirkju. Æskulýðs- félagið kl. 20 – Aðventukvöld eða keila. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Þjóðlagaguðs- þjónusta kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Maul eftir messu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14 á fyrsta sunnudegi í aðventu. Fermingarbörn munu taka virkan þátt í guðsþjónustunni á þessum upphafsdegi nýs kirkjuárs m.a. með því að flytja ritningarlestra og bænir. Hjörtur Magni Jóhannsson frí- kirkjuprestur predikar og þjónar fyrir alt- ari. Tónlistin er í höndum Önnu Sigríðar Helgadóttur og Carls Möller auk Fríkirkju- kórsins. Barn verður borið til skírnar. Andabrauðið verður á sínum stað að lok- inni stundinni en það er ómissandi þátt- ur í barnastarfi safnaðarins að börnin sjái til þess að fuglarnir við Tjörnina fái sína líkamlegu næringu eftir að þau hafa sjálf fengið sína andlegu næringu í kirkj- unni. ÁRBÆJARKIRKJA: Kirkjudagur Árbæj- arsafnaðar. Dagurinn hefst í kirkjunni með sunnudagaskólanum kl. 11. Al- menn guðsþjónusta er síðan kl. 14. Jó- hann F. Valdimarsson syngur einsöng. Fyrir guðsþjónustuna verður harmonikku- leikur. Eftir athöfnina í kirkjunni verður farið í safnaðarheimilið þar sem kven- félagið verður með kaffisölu og líkn- arfélagið verður með sitt árlega happ- drætti, en afraksturinn fer í að aðstoða þá sem minna mega sín í sókninni. BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskyldumessa kl. 11. Yngri barnakórinn syngur. Kveikt á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Að- ventusamkoma kl. 20. Sigþór Magn- ússon, skólastjóri Breiðholtsskóla, flytur aðventuhugleiðingu. Fjölbreytt dagskrá úr starfi safnaðarins. Heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu eftir sam- komu þar sem ágóðinn rennur til Hjálp- arstarfs kirkjunnar. DIGRANESKIRKJA: Messa kl 11. Prest- ur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju A-hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu á neðri hæð. Stopp-leikhópurinn flytur leikþáttinn Kamilla og þjófurinn eft- ir Kari Vinje. Aðventustund kl. 20 í umsjá kórs Digraneskirkju sem syngur jólasöngva og kafla úr stærri verkum eft- ir Vivaldi og Bach. Stjórnandi Kjartan Sigurjónsson. Einsöngvari Vilborg Helga- dóttir. Undirleikari Bjarni Þór Jón- atansson ásamt flautuleikurum úr Tón- listarskóla Kópavogs. Ræðumaður kvöldsins: Anna Þrúður Þorkelsdóttir, fv. framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Ágóði af kaffisölu rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar (www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 í Fella- og Hólakirkju. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Konur úr kvenfélag- inu Fjallkonurnar tendra fyrsta kertið á aðventukransinum og lesa ritningarlestr- ana. Strákastarf kirkjunnar sér um helgi- leik. Sunnudagaskóli á sama tíma. Boð- ið er upp á súpu og brauð eftir messuna. Aðventukvöld kl. 20. Barna- og unglingakór Fella- og Hóla syngja und- ir stjórn Lenku Matéóvu og Þórdísar Þór- hallsdóttur. Örn Árnason leikari hefur hugvekju. Æskulýðsstarf kirkjunnar verð- ur með helgileik undir stjórn Sigríðar Tryggvadóttur. Mikill almennur söngur. Boðið er upp á kaffi, djús og smákökur. GRAFARHOLTSSÓKN: Messa kl. 11 í Þórðarsveig 3. Grafarholtskórinn syngur. GRAFARVOGSKIRKJA: Sameiginleg barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Prestur séra Anna Sig- ríður Pálsdóttir. Helgileikur í flutningi Krakkakórs Grafarvogskirkju. Stjórnandi Oddný J. Þorsteinsdóttir. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Rútuferð verður frá Borg- arholtsskóla kl. 10.30. Aðventuhátíð kl. 20. Ræðumaður Guðlaugur Þór Þórð- arson, formaður Fjölnis. Þórarinn Eldjárn les upp úr ljóðabók sinni. Kór Graf- arvogskirkju og Unglingakór Grafarvogs- kirkju syngja undir stjórn Harðar Braga- sonar organista og Oddnýjar J. Þorsteinsdóttur. Fermingarbörn flytja helgileik. Undirleikari Gróa Hreinsdóttir. Einsöngur Ragnheiður Gröndal og Arn- þrúður Ösp Karlsdóttir. Flauta Guðlaug Ásgeirsdóttir. Prestar safnaðarins flytja bænarorð. HJALLAKIRKJA: Fjölskyldu- og tónlistar- guðsþjónusta kl. 11. Barn borið til skírn- ar. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Fé- lagar úr Kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Börn úr Tíu til tólf ára starfinu aðstoða. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Barn borið til skírnar. Aðventuhátíð fjöl- skyldunnar kl. 17. Kakó og piparkökur í safnaðarsal fyrir stundina. Barnakór úr Hjallaskóla syngur. Brúðuleikritið Pönnu- kakan hennar Grýlu flutt. Jólastund með söngvum og sögum fyrir alla fjölskyld- una. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 18 (sjá www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Helgistund kl. 11 sem sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson annast. Orgelleikur Sigrún Steingrímsdóttir. Barnastarf í kirkjunni kl. 12.30 í umsjón Önnu Kristínar, Péturs Þórs og Sigríðar. Aðventusamvera kl. 17. Fjölbreytt efnis- skrá. Hertha W. Jónsdóttir flytur aðvent- uræðu, Linda Brá Hafsteinsdóttir les jólasögu, kirkjukórinn syngur undir stjórn Sigrúnar Steingrímsdóttur og Guðrún S. Birgisdóttir leikur á flautu. Barnakór úr Kársnesskóla syngur undir stjórn Þór- unnar Björnsdóttur. Bæna- og kyrrð- arstund þriðjudag kl. 12.10. LINDASÓKN í Kópavogi: Guðsþjónusta í Lindaskóla kl. 11. Kveikt verður á spá- dómskertinu. María Magnúsdóttir djass- söngkona flytur aðventu- og jólasálma við undirleik Ómars Guðjónssonar gít- arleikara. Hannes Baldursson organisti leikur undir almennum söng. Sr. Guð- mundur Karl Brynjarsson þjónar. Boðið verður upp á kakó og piparkökur að guðsþjónustu lokinni. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Tendrað ljós á spádómskerti. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Barnakórinn syngur. Organisti Jón Bjarnason. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 16. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Barnakórinn syng- ur. Aðventusamvera kl. 20. Jón Ómar Gunnarsson les aðventusögu. Ólafur Jó- hann Borgþórsson flytur hugleiðingu. Kirkjukór Seljakirkju og Seljur syngja. Að- ventuljós tendruð. Sjá www.seljakirkja.is. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð- sþjónusta kl. 11. Hvað er Guð að taka til síns lýðs? Nýir safnaðarmeðlimir kynntir. Barnakirkja á sama tíma. Sam- koma kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyr- irbænum. Edda M. Swan predikar. Þáttur kirkjunnar, „Um trúna og tilveruna“, er sýndur á Ómega kl. 14. Samkoma á Eyj- ólfsstöðum á Héraði kl. 17. Ólafur H. Knútsson predikar. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bænastund alla miðvikudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólarhringinn í Út- varpi Boðun fm 105,5. Allir velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma sunnudag kl. 20.30. Kaffi á eftir. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Bænastund kl. 19.30. Samkoma kl. 20. Umsjón Anne Marie Reinholdtsen. Heimilasamband mánudag kl. 15. Allar konur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a: Fjöl- skyldusamkoma kl. 14. Kaffi og sam- félag eftir samkomu. Allir velkomnir. KFUM og KFUK við Holtaveg: Samkoma kl. 17. Fyrsti sunnudagur í aðventu. Börn úr leikskóla KFUM og KFUK syngja. Ræðumaður: Ragnheiður Sverrisdóttir. Kveikt á 1. kerti í aðventukransinum. Matur á góðu verði eftir samkomu. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Snorri Óskarsson. Á samkomunni er skírn. Gospelkór Fíladel- fíu leiðir lofgjörð. Fyrirbænir í lok sam- komu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Barnakirkja á meðan samkomu stendur, öll börn frá 1-12 ára velkomin. Hægt er að hlusta á beina útsendingu á Lindinni fm 102.9 eða horfa á www.gospel.is. Á Omega er sýnd samkoma frá Fíladelfíu kl. 20. www.gospel.is. KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða- bæ: Guðsþjónusta sunnudag kl. 9 ár- degis á ensku og kl. 12 á hádegi á ís- lensku. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Tilbeiðslustund er haldin í Krists- kirkju á hverju fimmtudagskvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Trúfræðsla barnanna fer fram á laugardögum kl. 13.00 í Landakots- skóla. Barnamessan er kl. 14.00 í Kristskirkju. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Til- beiðslustund á mánudögum frá kl. 19.00 til 20.00. Riftún í Ölfusi: Sunnu- daga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Tilbeiðslustund á hverjum degi kl. 17.15. Karmel- klaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnu- daga: Messa kl. 14.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laug- ardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Tilbeiðslustund á hverjum föstudegi kl. 17.00 og messa kl. 18.00. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Barnaguðsþjónusta sunnudag kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. LÁGAFELLSSÓKN: Messa sunnudag í Mosfellskirkju kl. 11. Kór Lágafellskirkju syngur. Organisti Jónas Þórir. Prestur sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Barnastarf í Lágafellskirkju kl. 13. Prestarnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Aðventu fagnað. Mikil og fjölbreytt tónlist. Antonía Hevesi leikur á orgel. Kirkjukórinn flytur auk sálma valin kór- verk. Unglingakórinn syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur við undirleik Önnu Magnúsdóttur. Sigtryggur Óskar Hrafn- kelsson, nemandi í píanóleik við Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar, leikur As-dúr imp- romtu eftir Fr. Schubert. Prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason. Lesari Gunnlaugur Sveinsson. Kirkjuþjónn Jóhanna Björns- dóttir. Sunnudagaskólar í Strandbergi og Hvaleyrarskóla á sama tíma. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Morgunverður í safnaðarheimilinu á eftir. Aðventukvöld kl. 20. Fjölbreytt dagskrá. Fram koma: Kór Víðistaðasóknar, Barnakór Víði- staðakirkju, Unglingakór Víðistaðakirkju, Sigurður Skagfjörð einsöngvari, Matthías Stefánsson fiðluleikari og fl. Ræðumað- ur: Pétur Georg Markan guðfræðinemi. Kaffisala Systrafélagsins í safn- aðarheimilinu eftir dagskrá. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Góð stund fyrir alla fjölskylduna. Aðventustund kl. 13. Ritn- ingartextar aðventu og jóla lesnir og hug- leiddir og aðventu- og jólalögin sungin. Fermingarbörn og foreldrar taka þátt. Heitt súkkulaði í safnaðarheimilinu að lokinni góðri stund í kirkjunni. Æðruleys- ismessa kl. 20. Fríkirkjubandið leiðir sönginn. ÁSTJARNARSÓKN í samkomusal Hauka, Ásvöllum: Barnastarf kirkjunnar er á sunnudögum kl. 11. Léttar veitingar eftir helgihaldið. Aðventukvöld Ástjarn- arsóknar í samkomusal Hauka sunnu- dagskvöldið 27. nóvember kl. 20. Kór sóknarinnar leiðir samsöng undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Gestur og ræðumaður kvöldsins er Jón Jósep Snæ- björnsson, betur þekktur sem „Jónsi í svörtum fötum“. Heitt súkkulaði og pip- arkökur eftir helgihaldið. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Guðspjall dagsins: Innreið Krists í Jerúsalem. 1. sunnudagur í aðventu (Matt. 21).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.