Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 75
MENNING
STRAVINSKY benti einhverju
sinni á að tónlist væri í eðli sínu
merkingarlaus. Og það
er vissulega rétt, þrátt
fyrir að tónlist sé ágætt
líkingamál og búi yfir
tjáningarmöguleikum
sem venjulegt talmál
gerir ekki. Hægt er að
herma eftir öllu mögu-
legu með tónlist og hún
getur líka tjáð hið
ósegjanlega eins og
Victor Hugo benti á er
hann sagði að tónlist
væri um eitthvað sem
ekki væri mögulegt að
segja með orðum en
væri heldur ekki hægt
að þegja yfir. Gallinn
við tónlistina (ef hægt
er að tala um galla í þessu samhengi)
er að merking hennar er háð túlkun
áheyrandans; þegar hann heyrir
hratt nótnahlaup niður á við getur
fálki að steypa sér eftir bráð komið
upp í hugann, en líka lending flug-
vélar eða maður í fínum fötum að
detta ofan í læk. Dillandi flaututónar
geta hugsanlega táknað fuglasöng,
en einnig ískur í hurð eða hljóðið
sem heyrist þegar maður steikir
kartöflur á pönnu. Hermitónlist, þ.e.
tónlist er segja á tiltekna sögu eða
líkja eftir áþreifanlegum aðstæðum,
virkar sjaldnast ein og sér; ann-
aðhvort þarf að útskýra hana fyr-
irfram eða eitthvað þarf að bera fyr-
ir augu áheyrandans á meðan hún er
leikin, hvort sem það er dans, leikrit,
kvikmynd eða annað.
Helgidansar eftir breska tón-
skáldið Michael Tippett, sem upp-
haflega eru atriði í óperunni Jóns-
messubrúðkaupið, eru í þessum
flokki, en þar er flókinni innvígsluat-
höfn lýst með tónum. Dansarnir (án
dansara) voru fluttir á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands á
fimmtudagskvöldið og hélt stjórn-
andinn, Rumon Gamba, langa tölu á
undan þar sem hann útskýrði merk-
ingu verksins með tóndæmum. Ég
er ekki viss um að áheyrendur hafi
verið einhverju nær meðan á sjálfum
flutningnum stóð; atburðarásin var
svo hröð að auðvelt var að tapa
þræðinum og eftir
stóð tónlist sem var
merkilega innihalds-
rýr. Annarsheimsleg
stemningin sem manni
finnst að ætti að ein-
kenna helgiathöfn er
byggist á keltneskum
goðsagnaheimi og sál-
fræði Carls Jung var
víðsfjarri. Tónlistin
sagði ekki neitt; víólu-
kafli sem átti að tákna
ísilagt fljót gat allt
eins vísað til umferð-
arhnúts; það var eins
og Gamba væri að lesa
upp smásögu með
bundið fyrir munninn.
Vissulega var tónlistin glæsilega
leikin, en án dansara spurði maður
sjálfan sig til hvers?
Sem betur fer var annað á efnis-
skránni áhugaverðara. Síðdegi skóg-
arpúkans eftir Debussy var fallega
draumkennt og maður gat skemmt
sér við að ímynda sér klámfengna
tilburði púkans í dansuppfærslu Di-
aghilevs og Níjinskís árið 1912. Ekki
síðri var tónlist Ravels við ballettinn
Dafnis og Klói; flutningur hljóm-
sveitarinnar var blæbrigðaríkur,
spennuþrunginn og fádæma glæsi-
legur. Hér stóð tónlistin fyllilega
fyrir sínu og þurfti engar útskýr-
ingar á borð við þær er lesa mátti í
tónleikaskránni. Lífleg túlkun var
svo sannfærandi að maður gleymdi
sér gersamlega og vissi upp á hár
um hvað málið snerist. Þannig eiga
tónleikar að vera.
Túlkun áheyrandans
TÓNLIST
Háskólabíó
Debussy: Síðdegi skógarpúkans; Tip-
pett: Helgidansar; Ravel: Dafnis og Klói.
Rumon Gamba stjórnaði; Sinfóníu-
hljómsveit Íslands lék. Fimmtudagur 24.
nóvember.
Sinfóníutónleikar
Rumon Gamba
Jónas Sen
LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar
frumsýnir í dag leikritið Hin end-
anlega hamingja. Höfundur og
leikstjóri er Lárus Húnfjörð. Sýn-
ingin var unnin og skrifuð á æf-
ingatímabilinu.
Freysteinn, andlegur leiðtogi
Helgidóms hinnar endanlegu ham-
ingju, er horfinn á brott. Mun
söfnuðurinn jafna sig á þessu
áfalli? Tæklar Sigurmar nýja hlut-
verkið sem leiðtogi? Heldur El-
ínborg, ekkja Freysteins, sönsum?
Er Ingunn, kona Sigurmars, sátt
við sitt hlutskipti? Eru Herlaugur
og Fjóla, dóttir Freysteins, trúlof-
uð eða ekki? Kemur tónlistarstjór-
inn Hallgerður Ugla til með að
halda lagi? Þessum spurningum
verður kannski svarað á samkomu
í Helgidóminum. Þó getur hugsast
að allt öðrum spurningum verði
svarað.
Leikendur í sýningunni eru 13
talsins. Margir þeirra eru að stíga
sín fyrstu skref á fjölunum en aðr-
ir hafa mikla reynslu að baki.
Hönnun lýsingar er í höndum
Kjartans Þórissonar, Kristín Arna
Sigurðardóttir hannar leikmynd
og Dýrleif Jónsdóttir hefur yf-
irumsjón með búningagerð.
Þetta er fyrsta verkefni Leik-
félags Hafnarfjarðar á þessu leik-
ári. Leikritið verður sýnt í húsa-
kynnum félagsins í gamla
Lækjarskóla í Hafnarfirði. Sýn-
ingin hentar ekki fyrir fólk með
innilokunarkennd eða trúar-
bragðafælni.
Hin end-
anlega
hamingja í
Hafnarfirði
Magnús Bjarnfreðsson hefurskrifað eins konar viðtals-bók við Jón úr Vör sem
byggist að nokkru á dagbókum
Jóns. Hann segir í Aðfaraorðum:
„Þessi bók um skáldið Jón úr Vör
er ekki ævisaga í hefðbundinni
merkingu, þar eð lífshlaupi skálds-
ins er ekki fylgt skref fyrir skref.
Viðtalsbók er líklega réttasta nafn-
ið af þeim sem almennt eru notuð
um bækur. Hér verður stiklað á
ýmsu sem á daga skáldsins dreif og
að mestu byggt á frásögn hans,
bæði í verkum hans og samtölum
við skrásetjara, en einnig er leitað
fanga hjá ýmsum, sem um hann
hafa skrifað og í dagbókum hans.“
Yfirleitt var skrifað vel um bæk-
ur Jóns úr Vör. Þó er ein und-
antekning. Í Helgafelli birtist
óvenju rætinn dómur um aðra bók
hans, Stund milli stríða (1942). Það
var beinlínis haft á orði að ritdóm-
arinn ætlaði að drepa skáld. Jóni
sárnaði þetta eins og lesa má í bók
Magnúsar Bjarnfreðssonar og
gleymdi því aldrei. Jón tók þetta of
nærri sér.
Þorpið var órímað og fékk aðgjalda þess. En sanngjarnir
menn sáu að hér var um brautryðj-
andaverk að ræða og létu það njóta
sannmælis. Það er nú talið einn af
hátindunum í ljóðagerð síðustu ald-
ar.
Svokallaður öreigaskáldskapur
hafði náð fótfestu í Svíþjóð. Þangað
fór Jón úr Vör ásamt Bryndísi konu
sinni og varð fyrir áhrifum af
sænskri ljóðagerð.
Módernisminn lét hann að mestu
ósnortinn og hann var alla tíð trúr
stefnu öreigaskáldanna. Ekki var
hægt að kalla hann dæmigert at-
ómskáld.
Það var hinn einfaldi góði hvers-
dagsmaður sem Jón orti um,
daglegt líf og minningar um erfiða
tíma. Hið óræða var honum fjarri
og djarfar myndhverfingar.
Mér virðist Magnúsi Bjarnfreðs-
syni takast einkar vel að lýsa lífinu
á Patreksfirði, ætt og uppruna Jóns
og skýra með því hvernig bók eins
og Þorpið verður til. Þar er mikill
fróðleikur um skáldið.
Frekar dapurlegum tímum fyrir
sunnan lýsir Magnús líka ágætlega.
Ungum skáldum var ekki tekið
fagnandi og mikið gert úr því að
þeir kynnu ekki að yrkja. Fræg-
astur er Stúdentafundurinn al-
ræmdi. Magnús lýsir honum ít-
arlega.
Þorpið var þýtt á sænsku og fékkafburða viðtökur. Þetta var
Jóni uppörvun.
Það sem olli honum aftur á móti
miklum vonbrigðum var að Gott er
að lifa varð ekki hlutskörpust þeg-
ar hún var lögð fram til Bók-
menntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs. Hann hafði gert sér vonir.
Ungur höfundur, Færeyingurinn
Rói Patursson, fékk verðlaunin.
Á tímabili taldi Jón að sigurinn
væri í höfn.
Nokkur sárabót var það að Jón
hlaut um svipað leyti heiðurslaun
Alþingis og hróður hans fór sífellt
vaxandi.
Frá Stokkhólmsárunum er nokk-
uð stuðst við lýsingar Hannesar
Sigfússonar á háttum þeirra Steins
og Jóns. Jón hallaði sér að öreiga-
skáldskapnum sænska og því sem
Magnús Ásgeirsson hafði þýtt. Jón
segir: „Hins vegar pössuðu þau ljóð,
sem menn voru þá að yrkja í Sví-
þjóð, einhvern veginn ekki fyrir
mig. Mér fundust nýju ljóðin of
innihaldslítil, meira leikur að orð-
um. Allt sem var franskt, amerískt
eða enskt höfðaði til þeirra, en ekki
til mín. Það höfðaði til rithöfund-
anna og skáldanna, en ég efast um
að það hafi höfðað til almennings,
bara til menntamanna. Já, mér
fannst þetta vera snobb.“
Þegar Jón gekk í Þjóðvarn-arflokkinn hér heima voru
ekki allir ánægðir. Allra síst gamlir
félagar í Sósíalistaflokknum. Jón
fullyrðir að þeir sem harðast hafi
lagt til sín hafi verið gamlir komm-
únistar, ekki róttækt alþýðufólk.
Það var því út í bláinn að kalla
Jón kommúnista, hann afneitaði
þeirri stefnu.
Í einfeldni höfðu menn aftur á
móti orðað Þorpsskáldið við komm-
únisma.
Þótt margt sé kunnuglegt í bók
Magnúsar Bjarnfreðssonar er hún
góð heimild um feril Jóns úr Vör.
Magnúsi tekst m.a. einkar vel að
sýna þá fordóma sem mættu braut-
ryðjendum í skáldskap.
Bókin er 184 síður. Útgefandi er
Bókaútgáfan Hólar 2005.
Ferill Jóns úr Vör
’Módernisminn léthann að mestu ósnort-
inn og hann var alla tíð
trúr stefnu öreigaskáld-
anna. Ekki var hægt að
kalla hann dæmigert
atómskáld.‘
AF LISTUM
Jóhann Hjálmarsson
Jón úr Vör með bók sína Þorpið.
johj@mbl.is