Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 76
76 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Nýtt starfsár Listvina-félags Hallgrímskirkjuhefst í dag með opnunmyndlistarsýningar Kristínar Gunnlaugsdóttur mynd- listarmanns og Margrétar Jóns- dóttur leirlistakonu í forkirkju Hallgrímskirkju. Við það tækifæri verður leikið á klukkuspil Hall- grímskirkju og aðventan hringd inn en venja er að starfsár List- vinafélagsins fylgi kirkjuárinu. Listvinafélag Hallgrímskirkju var stofnað 1982 með það markmið að efla listalíf við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Á 24. starfsári félags- ins er sem fyrr lögð áhersla á að undirstrika hátíðir kirkjuársins með viðamiklum tónlistarflutningi á aðventu, föstu, páskum, hvíta- sunnu og Allra sálna messu. Á starfsárinu verða tvær tónlist- arhátíðir, Jólatónlistarhátíð í Hall- grímskirkju 27. nóvember til 11. desember og Alþjóðlega org- eltónleikaröðin Sumarkvöld við orgelið 17. júní til 13. ágúst. Þá efnir Listvinafélagið til afmæl- ishátíðar í tengslum við 20 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju, þar sem Óratórían Cecilía eftir Áskel Másson verður frumflutt, málþing um Hallgrím Pétursson og sam- tímamenn hans verður haldið og myndlistarsýning 20 íslenskra list- málara verður opnuð. Hádegistónleikaröðinni Klais- orgelið hljómar, sem hóf göngu sína fyrir tveimur árum, verður haldið áfram, en markmiðið er að opna hljómheim orgelsins enn frekar fyrir áheyrendum á öllum aldri. Þá stendur Listvinafélagið fyrir fjórum myndlistarsýningum á starfsárinu í forkirkjunni. Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju 2005 Að venju verður boðið upp á dagskrá í Hallgrímskirkju á að- ventunni. Í ár verður tónleikahald- ið með svipuðu sniði og í fyrra þegar efnt var í fyrsta skipti til tónlistarhátíðar á jólaföstu í kirkj- unni. Auk árlegra jólatónleika Mótettukórsins, sem jafnframt eru útgáfutónleikar geisladisksins Jólagjafarinnar með hugljúfum ís- lenskum jólalögum, verður boðið upp á orgeltónleika með Birni Steinari Sólbergssyni, organista Akureyrarkirkju, sem leikur franska jólatónlist, og heildarflutn- ing á Jólaóratóríu Bachs með Schola cantorum og Alþjóðlegu barokksveitinni í Den Haag. Á jólatónleikum sínum 29. nóv- ember og 3. og 4. desember flytur Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt Ísak Ríkharðssyni drengjasópran, Sigurði Flosasyni saxófónleikara og Birni Steinari Sólbergssyni org- elleikara hugljúf íslensk jólalög. Efnisskráin, sem var á síðasta ári með svipuðum hætti er komin út á geisladiskinum Jólagjöfin. Á tónleikum sínum í Hallgríms- kirkju sunnudaginn 4. desember kl. 17 mun Björn Steinar Sólbergs- son leika orgeltónlist frá ýmsum tímum tengda aðventu og jólum með áherslu á franska jólatónlist, m.a. frá barokktíma, en Frakkar eiga þar drýgri sjóð en aðrar þjóð- ir. Efnisskráin er fjölbreytt. Meðal höfunda verkanna má nefna Louis- Claude Daquin, Claude Balbastre og Felix Alexandre Guilmant. Eitt vinsælasta jólaverk allra tíma, Jólaóratóría Bachs, hljómar í fimmta sinn á vegum Listvina- félagsins. Um er að ræða fyrsta heildarflutning á verkinu með full- skipaðri barokkhljómsveit hér á landi. Einsöngvarar á tónleikunum verða Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir alt, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Ágúst Ólafsson bassi. Með þeim leikur Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag með hljóðfæraleikurum frá 20 þjóðlöndum, sem hafa sér- hæft sig í flutningi barokk- tónlistar. Jólaóratórían verður flutt laugardaginn 10. desember kl. 17 (kantötur I–III), sunnudaginn 11. desember kl. 15 (kantötur I– III) og kl. 18 (kantötur IV–VI). Á gamlársdag verða árlegir há- tíðartónleikar þremenninga sem stundum koma fram undir nafninu Trompeteria, trompetleikaranna Ásgeirs H. Steingrímssonar og Ei- ríks Arnar Pálssonar og Harðar Áskelssonar, organista Hallgríms- kirkju. Fyrir marga eru þessir há- tíðarhljómar við áramót orðnir ómissandi þáttur í hátíðahöldum gamlárskvölds. Margir kjósa að sitja áfram í kirkjunni og taka þátt í aftansöng kl. 18. Á efnisskránni eru þekkt verk eftir Bach, Albin- oni og fleiri. Sunnudag 26. febrúar taka þremenningarnir þátt í Vetr- arhátíð 2006 með því að flytja efn- isskrá sem þeir léku í Keis- arasalnum í St. Pétursborg fyrir fullu húsi. M.a. verður flutt nýtt verk eftir Jón Hlöðver Áskelsson ásamt sígildum perlum og verki eftir franska tónskáldið Dubois. Ný íslensk óratóría, Cecilía eftir Áskel Másson Auk kóra Hallgrímskirkju, Mót- ettukórsins og Schola cantorum, sem ávallt hafa lagt drjúgt af mörkum til dagskrár Listvina- félags Hallgrímskirkju, koma þrír aðrir kórar fram á kórtónleikum starfsársins sem verða alls sex að tölu auk fyrrnefndra tónleika á Jólatónlistarhátíðinni. Kór Ás- kirkju og Hljómeyki flytja samein- aðir franska og íslenska kórtónlist án undirleiks á tónleikum sunnu- dag 19. febrúar undir stjórn Kára Þormar, m.a. Messu í G-dúr eftir Francis Poulenc. Efnt verður til barokktónleika á föstunni sunnu- dag 2. apríl þegar kammerkór Ak- ureyrarkirkju, Hymnodía, flytur ásamt Önnu Zander mezzosópran og hópi barokkeinleikara frá Sví- þjóð verk eftir Dietrich Buxte- hude, Membra Jesu nostri, sjö kantötur um líkama Krists á krossinum. Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson. Mótettukór Hallgrímskirkju hef- ur haldið tónleika annan dag hvíta- sunnu allt frá upphafi starfs síns. Á efnisskrá tónleika kórsins 5. júní eru m.a. kórverk eftir Gorecki og Brahms sem hafa ekki hljómað áð- ur í flutningi Mótettukórsins. Á allra heilagra messu 5. nóvember frumflytur Schola cantorum ásamt barokksveit hér á landi Requiem eftir André Campra, verk eftir franskan barokkhöfund. Einn af hápunktum starfsársins er frum- flutningur Mótettukórs Hallgríms- kirkju, kammersveitar kirkjunnar og einsöngvara á nýrri óratóríu eftir Áskel Másson, sem nú er í smíðum, Cecilíu, við texta Thors Vilhjálmssonar, fyrir kór, hljóm- sveit, einsöngvara og steinaspil en hún er byggð á sögu heilagrar Sesselju, verndardýrlings tónlist- arinnar. Verkið verður flutt á degi heilagrar Sesselju, miðvikudag 22. nóvember. Sumarkvöld við orgelið Á þeim rúma áratug sem liðinn er síðan Klais-orgel Hallgríms- kirkju var tekið í notkun hefur orðspor þess borist víða og á ann- að hundrað erlendra organista í fremstu röð hafa komið til að leika á hljóðfærið, flestir á alþjóðlegu tónleikaröðinni Sumarkvöld við orgelið. Margir þeirra hafa einnig hljóðritað verk á hljómdiska í Hallgrímskirkju enda þykir hljóm- ur orgelsins í sampili við rými kirkjunnar einstakur. Org- eltónleikaröðin hefst 17. og 18. júní með tónleikum bróður Andreas Warler frá Steinfelt í Þýskalandi. Hinn heimskunni enski organisti, Thomas Trotter, heldur tónleika 24. og 25. júní, Per Ahlman frá Gävle í Svíþjóð leikur 1. og 2. júlí, Guðný Einarsdóttir 8. og 9. júlí, Íslandsvinurinn Hannfried Lucke heldur tónleika 15. og 16. júlí, Sop- hie-Veronique Cauchefer-Choplin frá París leikur 22. og 23. júlí, Bine Bryndorf frá Kaupmannahöfn 29. og 30. júlí, Christoph Schoener organisti Michaeliskirkche í Ham- borg leikur 5. og 6. ágúst og röð- inni lýkur með tónleikum Eyþórs Inga Jónssonar, organista Ak- ureyrarkirkju 12. og 13. ágúst. Haldnir eru stuttir hádegistón- leikar á laugardegi en aðal- tónleikar eru á sunnudagskvöldum kl. 20. Einnig verður hádegistón- leikaröð á fimmtudögum allt sum- arið sem er skipulögð í samvinnu við Félag íslenskra organleikara. Þar leika íslenskir organistar, einnig í samleik með öðrum hljóð- færaleikurum eða söngvurum. Þá er einnig að geta hádegistónleika með kynningum þar sem hlust- endur eru leiddir um töfraheim orgelsins. Guðmundur Sigurðsson heldur slíka tónleika laugardaginn 21. janúar og Björn Steinar Sól- bergsson laugardag 16. september. Fjórar myndlistarsýningar Efnt verður til fjögurra mynd- listarsýninga í forkirkjunni á þessu starfsári og tekur hver við af ann- arri. Við upphaf nýs starfsárs verður sem fyrr sagði opnuð sýn- ing Kristínar Gunnlaugsdóttur myndlistarmanns og Margrétar Jónsdóttur leirlistakonu. Um sýn- inguna segir Kristín: „Hér mætast tveir miðlar, málun og leir. Hin beina snerting handarinnar sem heldur utan um leirinn og hin innri snerting hugarins við lönd undir- meðvitundarinnar sameina hér verkin.“ Vorsýning Sigrúnar Eldjárn verður opnuð 4. mars og ber yf- irskriftina „... eilífðar smáblóm“. Um sýninguna segir höfundur: „Í svörtum sandauðnum landsins leynast blóm. Blóm sem eru örsmá en litsterk og kraftmikil. Blóm sem hvert og eitt þjóna tilgangi í hinni stóru heild.“ Sumarsýning Listvinafélagsins verður opnuð laugardag 3. júní, daginn fyrir hvítasunnu. Þar sýnir Ásgerður Búadóttir textíllistakona myndverk í forkirkjunni. Ásgerður er frumkvöðull nútímaveflistar á Íslandi. Verk hennar hafa ætíð haft sterka skírskotun til landsins og til náttúrunnar. Það er List- vinafélagi Hallgrímskirkju mikill heiður að fá tækifæri til að sýna verk hennar á sumarsýningunni 2006. Loks er að geta haustsýning- arinnar sem verður opnuð 2. sept- ember með myndum Hafliða Hall- grímssonar. Um þau segir höfundur: „Það er ekki auðvelt að færa í orð innihald þess, sem í myndum mínum verður sýnilegt, en eftirfarandi lesmál er ekki fjarri lagi: Tákn … teiknuð … túlkuð … máluð. Leiðin dulda að settu marki. Listin að láta táknin tala.“ 20 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju Að ári verða 20 ár liðin frá vígslu Hallgrímskirkju 27. október 1986. Í tilefni af vígsluafmælinu verður efnt til myndlistarsýningar tuttugu myndlistarmanna með portrettmyndum af Hallgrími Pét- urssyni. Enn fremur verður haldið málþing um Hallgrím Pétursson og samtímamenn hans í Evrópu í umsjón dr. Margrétar Eggerts- dóttur. Þá verður árleg hátíð- armessa á Hallgrímsdegi, dán- ardegi skáldsins, 27. október. Afmælishátíðin stendur 26.–29. október 2006. Árgjald Listvinafélags Hall- grímskirkju er 5000 kr. og í því felst aðgangur að alþjóðlegu org- eltónleikaröðinni Sumarkvöld við orgelið og 50% afsláttur af al- mennu miðaverði á aðra tónleika á vegum Listvinafélagsins. Afslátt- arverð fyrir eldri borgara, náms- menn og maka er 3.000 kr. Stjórn Listvinafélagsins skipa dr. Mar- grét Eggertsdóttir, formaður, dr. Gísli Sigurðsson íslenskufræð- ingur, Jón Reykdal myndlist- armaður, Guðmundur Hall- grímsson lyfjafræðingur, Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur og Hörður Áskelsson, kantor Hall- grímskirkju, listrænn stjórnandi félagsins. Framkvæmdastjóri er Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari. Kirkjulist | Nýtt starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju hefst í dag með opnun myndlistarsýningar Hátíðir kirkjuárs- ins undirstrikaðar Opnuð verður í dag sýning á verkum Margrétar Jónsdóttur og Kristínar Gunnlaugsdóttur í forkirkju Hallgrímskirkju. Þar mætast málun og leir. Morgunblaðið/Jim Smart Hörður Áskelsson listrænn stjórnandi Listvinafélags Hallgrímskirkju. www.hallgrimskirkja.is Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.