Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 77 Fjölskylduskemmtun vegna opnunar á nýju og glæsilegu útibúi Landsbankans í Holtagörðum. Hlökkum til að sjá þig! • Nylon • Birta og Bárður • Andlitsmálun fyrir krakkana • Léttar veitingar í boði • Allir leystir út með gjöfum í dag kl. 14:00 –16:00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 30 04 4 1 1/ 20 05 UNDANFARIÐ hefur staðið yfir undankeppni í hinni alþjóðlegu tónlistarkeppni The Global Battle of the Bands hér á landi. Und- ankeppni er haldin í alls 24 lönd- um og endar á því að ein hljóm- sveit stendur uppi sem sigurvegari í hverju landi fyrir sig. Vinningshafarnir keppa svo sín á milli um alþjóðlegan sigur en lokakeppnin fer fram í London þann 7. desember næstkomandi. Þetta mun vera í annað sinn sem undankeppni er haldin hér á landi en í fyrra keppti hljóm- sveitin Lights on the Highway fyrir Íslands hönd í London. Í kvöld kemur svo í ljós hvaða sveit verður fulltrúi Íslands í annað sinn. Það eru sex hljómsveitir sem keppa til úrslita en þær heita Shima, Múgsefjun, Finnegan, Wulfgang, Kóngulóarbandið og Soul Lot of Groove. Keppnin fer fram í Hellinum, tónleikasal Fé- lags Tónlistarþróunarmiðstöðv- arinnar, að Hólmaslóð 2 í kvöld. Það er fimm manna dómnefnd sem úrskurðar um hver vinnings- hafi kvöldsins er með dyggri að- stoð áhorfenda. Í dómnefndinni sitja tónlistarmaðurinn Smári Tarfur, útvarpsfólkið Óli Palli og Andrea Jónsdóttir, Davíð Sigurð- arson, umboðsmaður gigg.is, og Trausti Júlíusson hjá DV. Morgunblaðið/ÞÖK Lights on the highway keppti fyrir hönd Íslands í London í fyrra. Tónlist | Alþjóðleg tónlistarkeppni Böndin berjast Keppnin fer fram í Hellinum, Hólmaslóð 2, í kvöld klukkan 20. Miðaverð er 500 krónur. FYRRIPARTUR útvarpsþáttarins Orð skulu standa í dag er: Mónakó er lítið land og langt í burtu að auki. Þátturinn er á dagskrá Rásar eitt kl. 16.10 í dag. Gestir þáttastjórn- anda eru að þessu sinni Sigurður A. Magnússon og Ásdís Káradóttir. Hlustendur geta sent inn sína botna á netfangið ord@ruv.is eða til Orð skulu standa, Ríkisútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Fyrripartur síðustu viku var: Íslenska er okkar mál eins og skáldið sagði. Guðni Kolbeinsson botnaði svona: Göfug tunga gæðir sál og gjörvallt lífið bragði. Davíð Þór botnaði svo í þættinum: Og fékk sér Kelloggs-kornfleksskál með karamellubragði. Hlustendur lögðu sitt í púkkið, m.a. þetta: Herra Pétur Sigurgeirsson: Best ættjarðar á orðfar sál sem andinn fyrir lagði. Erlendur Hansen: Í ausuna er komið kál kryddað ensku bragði. Sigurður Einarsson; Að tala það edrú og við skál, öldum saman við frost og bál, á oss tíminn lagði. Geir Thorsteinsson: Eldheit, jafnframt eðalstál, ilmandi, með bragði. Útvarp | Orð skulu standa á Rás 1 Mónakó er lítið land ÓLAFUR GEIR Jónsson, tvítugur Keflvíkingur, var síðastliðið fimmtu- dagskvöld valinn herra Ísland 2005. Keppnin fór fram í Broadway en var sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum. Sá hátturinn var hafður á við val á fegursta karlmanni Íslands að þessu sinni að valið var eingöngu í höndum almennings. Í öðru sæti varð Jón Gunnlaugsson, 23 ára Reykvíkingur, og Hafþór Hauksson, 19 ára Akureyringur, varð í þriðja sæti. Í fjórða sæti varð Jónas Freyr Guðbrandsson, tvítugur Akureyringur, og Elías Ingi Árnason, 22 ára Reykvíkingur, varð fimmti. Benjamín Árni Hallbjörnsson, 23 ára Kópa- vogsbúi, var kjörinn vinsælasti keppandinn. Fólk | Herra Ísland 2005 valinn í Broadway Ólafur Geir þótti fegurstur Morgunblaðið/Þorkell Jónas Freyr Guðbrandsson, Jón Gunnlaugsson, Ólafur Geir, Hafþór Hauks- son og Benjamín Árni Hallbjörnsson. Morgunblaðið/Þorkell Keppendurnir komu fram í nær- buxum frá Oroblu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.