Morgunblaðið - 26.11.2005, Qupperneq 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 77
Fjölskylduskemmtun
vegna opnunar á nýju og glæsilegu útibúi Landsbankans í Holtagörðum.
Hlökkum til að sjá þig!
• Nylon
• Birta og Bárður
• Andlitsmálun fyrir krakkana
• Léttar veitingar í boði
• Allir leystir út með gjöfum
í dag kl. 14:00 –16:00
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
LB
I
30
04
4
1
1/
20
05
UNDANFARIÐ hefur staðið yfir
undankeppni í hinni alþjóðlegu
tónlistarkeppni The Global Battle
of the Bands hér á landi. Und-
ankeppni er haldin í alls 24 lönd-
um og endar á því að ein hljóm-
sveit stendur uppi sem
sigurvegari í hverju landi fyrir
sig. Vinningshafarnir keppa svo
sín á milli um alþjóðlegan sigur en
lokakeppnin fer fram í London
þann 7. desember næstkomandi.
Þetta mun vera í annað sinn
sem undankeppni er haldin hér á
landi en í fyrra keppti hljóm-
sveitin Lights on the Highway
fyrir Íslands hönd í London. Í
kvöld kemur svo í ljós hvaða sveit
verður fulltrúi Íslands í annað
sinn.
Það eru sex hljómsveitir sem
keppa til úrslita en þær heita
Shima, Múgsefjun, Finnegan,
Wulfgang, Kóngulóarbandið og
Soul Lot of Groove. Keppnin fer
fram í Hellinum, tónleikasal Fé-
lags Tónlistarþróunarmiðstöðv-
arinnar, að Hólmaslóð 2 í kvöld.
Það er fimm manna dómnefnd
sem úrskurðar um hver vinnings-
hafi kvöldsins er með dyggri að-
stoð áhorfenda. Í dómnefndinni
sitja tónlistarmaðurinn Smári
Tarfur, útvarpsfólkið Óli Palli og
Andrea Jónsdóttir, Davíð Sigurð-
arson, umboðsmaður gigg.is, og
Trausti Júlíusson hjá DV.
Morgunblaðið/ÞÖK
Lights on the highway keppti fyrir hönd Íslands í London í fyrra.
Tónlist | Alþjóðleg tónlistarkeppni
Böndin berjast
Keppnin fer fram í Hellinum,
Hólmaslóð 2, í kvöld klukkan 20.
Miðaverð er 500 krónur.
FYRRIPARTUR útvarpsþáttarins
Orð skulu standa í dag er:
Mónakó er lítið land
og langt í burtu að auki.
Þátturinn er á dagskrá Rásar eitt
kl. 16.10 í dag. Gestir þáttastjórn-
anda eru að þessu sinni Sigurður A.
Magnússon og Ásdís Káradóttir.
Hlustendur geta sent inn sína botna
á netfangið ord@ruv.is eða til Orð
skulu standa, Ríkisútvarpinu,
Efstaleiti 1, 150 Reykjavík.
Fyrripartur síðustu viku var:
Íslenska er okkar mál
eins og skáldið sagði.
Guðni Kolbeinsson botnaði svona:
Göfug tunga gæðir sál
og gjörvallt lífið bragði.
Davíð Þór botnaði svo í þættinum:
Og fékk sér Kelloggs-kornfleksskál
með karamellubragði.
Hlustendur lögðu sitt í púkkið,
m.a. þetta:
Herra Pétur Sigurgeirsson:
Best ættjarðar á orðfar sál
sem andinn fyrir lagði.
Erlendur Hansen:
Í ausuna er komið kál
kryddað ensku bragði.
Sigurður Einarsson;
Að tala það edrú og við skál,
öldum saman við frost og bál,
á oss tíminn lagði.
Geir Thorsteinsson:
Eldheit, jafnframt eðalstál,
ilmandi, með bragði.
Útvarp | Orð skulu standa á Rás 1
Mónakó er lítið land
ÓLAFUR GEIR Jónsson, tvítugur Keflvíkingur, var síðastliðið fimmtu-
dagskvöld valinn herra Ísland 2005. Keppnin fór fram í Broadway en var
sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum.
Sá hátturinn var hafður á við val á fegursta karlmanni Íslands að þessu
sinni að valið var eingöngu í höndum almennings.
Í öðru sæti varð Jón Gunnlaugsson, 23 ára Reykvíkingur, og Hafþór
Hauksson, 19 ára Akureyringur, varð í þriðja sæti. Í fjórða sæti varð Jónas
Freyr Guðbrandsson, tvítugur Akureyringur, og Elías Ingi Árnason, 22
ára Reykvíkingur, varð fimmti. Benjamín Árni Hallbjörnsson, 23 ára Kópa-
vogsbúi, var kjörinn vinsælasti keppandinn.
Fólk | Herra Ísland 2005 valinn í Broadway
Ólafur Geir þótti fegurstur
Morgunblaðið/Þorkell
Jónas Freyr Guðbrandsson, Jón Gunnlaugsson, Ólafur Geir, Hafþór Hauks-
son og Benjamín Árni Hallbjörnsson.
Morgunblaðið/Þorkell
Keppendurnir komu fram í nær-
buxum frá Oroblu.