Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. VIÐ SELJUM ATVINNUHÚSNÆÐI FYRIR FYRIRTÆKI OG FJÁRFESTA I I I I I I VELDU EIGNAMIÐLUN eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali HJÓNIN Hrafnhildur Magnúsdóttir og Guðmundur Hárlaugsson ákváðu að stokka upp í lífi sínu. Þau seldu raðhúsið sitt og fyrirtæki í góðum rekstri og héldu í fjögurra mánaða heimsreisu. Hrafnhildur segir það mikið frelsi að losna úr viðjum vinnu- brjálæðis og hlutasöfnunar. „Ferðalagið veitti okk- ur nýja sýn á lífið. Við ætlum ekki að láta það líða áfram í vana og ætlum ekki að bíða með að láta drauma okkar rætast,“ segja þau og halda von bráðar á vit ævintýra til Chile þar sem þau ætla að læra spænsku. | 36 Seldu eigur sínar og héldu í heimsreisu Hrafnhildur og Guðmundur fengu nýja sýn á lífið. NOKKRIR aðilar, m.a. Stangveiðifélag Reykjavíkur (SVFR), Fiskræktarsjóður og fleiri, hafa gert bændum á vatnasvæði Hvítár í Árnessýslu tilboð þess efnis að þeir fái peningagreiðslu gegn því að hætta netaveiðum í ánni, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Netaveiði í Hvítá er talin hafa neikvæð áhrif á stangveiði í ám á svæðinu, m.a. í Soginu, Stóru-Laxá, Brúará og Tungufljóti í Biskupstungum. Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, segir að það sé eitt mesta hagsmunamál stang- veiðimanna í landinu að netaveiði verði hætt og að hjá SVFR séu menn tilbúnir til að leggja sig alla fram til að svo megi verða. „Við viljum leita allra leiða til að neta- veiðinni á Hvítárssvæðinu verði hætt. Við teljum best ef hægt er að leysa þetta með samningum við veiðiréttareigendur, eins og gert var í Borgarfirði. Við erum tilbúnir í samstarf við heimamenn, getum lagt fram fjármagn og þekkingu til að stuðla að upp- byggingu stangveiðinnar fyrir austan fjall.“ 20 þúsund í stað 750 króna Í skýrslu Atvinnuþróunarsjóðs Suður- lands um stangveiði og netaveiði á laxi kemur fram að reikna megi með að verð- mæti hvers lax sem veiddur er í net í ám á Hvítársvæðinu í Árnessýslu sé um 750 krónur en verðmæti hvers lax sem veiddur er á stöng á sama svæði sé um 20 þúsund krónur. Bændur fá tilboð í netalagnir Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is  Vilja netin | 8 „Í SKÓLANUM, í skólanum, er skemmtilegt að vera,“ er gjarnan sungið. Af myndinni að dæma eiga þær ljóðlínur vel við í Grunnskól- anum í Hveragerði. Þessir kátu krakkar voru þar úti í frímínútum í gær þegar ljós- myndari átti leið hjá. Nú styttist í upphaf að- ventu og þá er þess að vænta að jólin setji svip sinn á skólahaldið og jólaskreytingar prýði skólahús landsmanna. Morgunblaðið/RAX Skemmtilegt í skólanum ÆFING til að bregðast við hugsan- legum heimsfaraldri inflúensu var haldin hér á landi í vikunni og var hún liður í evrópskri viðbragðsæfingu sem haldin var samtímis í löndum ESB og EFTA. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti sótt- varnalæknis stjórnuðu æfingunni, en samkvæmt samþykkt ríkisstjórnar- innar stjórna þessar stofnanir við- búnaði og aðgerðum steðji sjúkdóms- faraldur að Íslandi. Auk fyrrgreindra embætta tóku lögreglan, Flugmála- stjórn, Vegagerðin, Landhelgisgæsl- an, Rauði krossinn og hluti heilbrigð- isþjónustunnar einnig þátt í æfing- unni. Að sögn Haraldar Briem sótt- varnalæknis var fyrst og fremst verið að prófa samhæfingu og samskipti Evrópuríkjanna ef heimsfaraldur kæmi upp. Einnig voru stjórnun og skipulag hér innanlands prófuð. Við æfinguna var stuðst við þá atburða- rás að upp kæmi einhvers staðar far- aldur. Alþjóða heilbrigðismálastofn- unin tilkynnti síðan að heimsfaraldur væri á næsta leiti. Síðan brysti hann á og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin sendi út leiðbeiningar. Þá tvo daga sem æfingin stóð var þjappað saman fimm til sex mánaða atburðarás. Í æfingunni var prófuð samvinna Samhæfingarstöðvarinnar (SST) í Skógarhlíð og embættis sóttvarna- læknis. Haraldur taldi að sá þáttur hefði gengið mjög vel. Hann sagði að ef grípa þyrfti til víðtækra sóttvarna- aðgerða yrði stuðst við ákveðið skipu- lag sem myndi snerta allt mannlíf hér á landi. Æfingin að þessu sinni var á takmörkuðu sviði og fór ekki víða. Ekki var t.d. farið í víðtækar aðgerðir á heilbrigðisstofnunum. Haraldur nefndi að í október síð- astliðnum hafi farið fram æfing gegn bólusótt og stóð hún einnig í tvo daga, en var ekki jafn víðtæk og æfingin nú. Helgi Már Arthursson, upplýs- ingafulltrúi heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins, tók þátt í æf- ingunni og gegndi stöðu upp- lýsingafulltrúa. Hann sagði að stjórn æfingarinnar hefði gengið mjög vel. Æfðu viðbrögð við faraldri Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Var liður í evrópskri viðbragðsáætl- un gegn heimsfaraldri og tókst vel BRESKA rappsveitin Gold- ie Lookin Chain er vænt- anleg hingað til lands snemma á næsta ári. Sveitin heldur tónleika á Nasa við Austurvöll hinn 10. febrúar næstkomandi. Sveitin er skipuð átta manna kjarna en rapp, grín og glens ásamt beittri þjóð- félagsgagnrýni er aðalsmerki þeirra. Goldie Lookin Chain gaf út fyrstu breiðskífu sína árið 2004 sem hefur fengið góðar viðtökur víða um Evrópu. Ber hún nafnið Goldie Lookin Chain’s Greatest Hits. | 78 Rappgrínarar á leið til landsins VERÐI lagaákvæði um tekju- og eignarskatt ekki breytt fyrir gildistöku þess um áramót verður gerð tvísköttunarsamninga Íslands við önnur ríki í ólestri þar sem ákvæðið virðist takmarka mjög heimildir ríkisstjórnarinnar til að gera slíka samn- inga. Þetta segja lögmennirnir Gunnar Gunnarsson og Jón Elvar Guðmundsson í grein í Morgun- blaðinu í dag. Lögmennirnir segja þetta stafa af orðalagi í grein í lögum nr. 129/2004 þar sem segir m.a.: „Rík- isstjórninni er heimilt að gera samninga við stjórnir annarra ríkja um gagnkvæmar ívilnanir á sköttum erlendra og íslenskra skattaðila sem eftir gildandi skattalöggjöf ríkjanna eiga að greiða skatt af sama skattstofni bæði á Íslandi og erlendis.“ Þeir segja ólíklegt að önnur ríki skilgreini skattstofn með ná- kvæmlega sama hætti og gert sé í íslenskum lögum og því verði þegnum þessara landa í undantekning- artilvikum gert að greiða tvisvar skatt af sama skattstofni. „Með vísan til ofangreinds er ekki ann- að að sjá en að heimild ríkisstjórnarinnar til gerðar tvísköttunarsamninga við önnur ríki sé svo tak- mörkuð samkvæmt lögum nr. 129/2004 að hún sé í raun óvirk,“ segja lögmennirnir. Telja tvískött- unarsamning- um stefnt í óefni  Heimild | 44 ♦♦♦ ENGIN meiðsl urðu á fólki þegar tveir bílar ultu í Hveradalabrekku í gærkvöldi. Fyrri bíllinn valt laust fyrir tíu, en sá seinni rétt eftir tíu. Voru lögreglumenn rétt ókomnir á staðinn til að aðstoða ökumann fyrri bílsins þegar seinni bíllinn valt. Einn maður var við stýrið á fyrri bílnum, en tvær stúlkur óku í þeim seinni. Sluppu allir við meiðsl og þykir það mildi. Ultu báðir bílarnir á sama stað á veginum, en mikil hálka var á þess- um slóðum og akstursaðstæður erf- iðar. Bílarnir eru báðir talsvert skemmdir og voru þeir færðir til Selfoss með kranabíl. Tvær bílveltur á sama tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.