Morgunblaðið - 13.12.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 13.12.2005, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afkoma sveitarfélag-anna í landinu ermjög mismunandi og umtalsverður munur er á skuldastöðu sveitarfé- laga. Sívaxandi gjá er á milli sveitarfélaganna hvað afkomu varðar, eins og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sam- bands ísl. sveitarfélaga, bendir á í nýútkomnu tímariti Sveitarstjórnar- mála. Þegar á heildina er litið var afkoma sveitarfé- laganna þó jákvæð um 1,6 milljarða á seinasta ári og batnaði frá árinu á undan. Vil- hjálmur segir í samtali við Morg- unblaðið útlit fyrir að afkoman í ár verði ekki lakari en í fyrra og margt bendi til að hún verði jafn- vel enn betri. Halda uppi þjónustu þrátt fyrir íbúafækkun „Þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd að það eru sveitarfélög víða í Norðvestur- og Norðaustur- kjördæmi þar sem staðan er mjög erfið. Þetta eru ekki síst sjávar- þorp þar sem átt hefur sér stað töluverð íbúafækkun og neikvæð atvinnuþróun,“ segir Vilhjálmur. Hér er fyrst og fremst um að ræða sveitarfélög sem halda uppi fjöl- breyttri þjónustu vegna lögbund- inna verkefna sveitarfélaga. ,,Þegar íbúum fækkar og at- vinnuþróunin er neikvæð, minnka skatttekjur sveitarfélaganna verulega. Á sama tíma hafa þessi sveitarfélög, sem eru með allt að 4.000 íbúa, ekki getað dregið þessa samfélagsþjónustu saman að sama skapi og nemur tekjuminnkun- inni.“ Sveitarfélögin og ríkið gerðu með sér samkomulag fyrr á árinu sem gerir ráð fyrir sérstökum 700 milljóna króna framlögum í Jöfn- unarsjóð sveitarfélaga árlega á ár- unum 2006 til 2008 eða samtals 2,1 milljarði kr. Er því ætlað að mæta vanda þeirra sveitarfélaga sem eiga í fjárhagslegum erfiðleikum, ekki síst vegna neikvæðrar at- vinnuþróunar. Tekjurnar jukust um 50% að raungildi frá 1997 Í nýútkominni árbók sveitarfé- laga er að finna yfirlit yfir þró- unina sl. ár þar sem sjá má að megin tekjustofnar sveitarfélag- anna í landinu, útsvarið og fast- eignaskattar, jukust að raungildi um 50% á árunum 1997 til ársloka síðasta árs. Útsvarið skilaði sveit- arfélögunum rúmum 62 milljörð- um í fyrra en til samanburðar voru tekjur þeirra af útsvari rúmir 50 milljarðar árið 2000 og 40 milljarð- ar á árinu 1997. Sé þróun út- svarsálagningar skoðuð kemur á daginn að meðalálagning útsvars í sveitarfélögum landsins hefur hækkað úr 11,57% á árinu 1997 í 12,83% í fyrra. Þetta er um 11% hækkun álagningar á þessu tíma- bili. „Það þýðir að hluti af þeim auknu tekjum sem sveitarfélögin hafa fengið af álagningu útsvars er vegna hækkaðrar útsvarspró- sentu, hluti er vegna fjölgunar á vinnumarkaði og minna atvinnu- leysis og hluti er vegna hærri launa á vinnumarkaði og aukins kaupmáttar,“ segir í umfjöllun ár- bókarinnar. Sveitarfélögunum er gert að sinna síauknum verkefnum og þyngst vegur auðvitað flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna fyrir tæpum áratug. Hlutur þeirra í opinberri samneyslu er kominn í 32–35% eftir að rekstur grunn- skólans var fluttur til þeirra en eft- ir sem áður er hlutur sveitarfélaga í opinberri samneyslu hér á landi talsvert minni en annars staðar á Norðurlöndunum þar sem hlut- fallið er á bilinu 60–70%, að því er fram kemur í skýrslu um stöðu sveitarstjórnarmála sem félags- málaráðherra lagði fyrir Alþingi í seinustu viku. Heildarskuldir og skuldbind- ingar 137 milljarðar Skuldir sveitarfélaga fara jafnt og þétt vaxandi. Á þriggja ára tímabili þ.e. frá 2002 til 2004 juk- ust heildarskuldir sveitarfélaga og skuldbindingar þeirra, einkum líf- eyrisskuldbindingar, um 23 millj- arða króna en þær jukust úr 114 milljörðum í 137. Sjá má úr reikningum sveitarfé- laganna að hlutfall tekna þeirra af skuldum hefur lækkað á þessum árum eða úr 80% af heildarskuld- um og skuldbindingum í 78% í fyrra. Ef eingöngu er litið á skuld- bindingarnar þá uxu þær um slétta tíu milljarða á þessum þremur árum. Sé horft yfir lengra tímabil kemur í ljós að skuldir sveitarfé- laganna, að frátöldum skuldbind- ingum, jukust úr 55 milljörðum ár- ið 1997 í 83 milljarða í fyrra. „Ástæður þessarar þróunar eru margs konar, miklar framkvæmd- ir vegna íbúafjölgunar sem fyrst og fremst á sér stað á suðvestur- horni landsins, einsetning grunn- skólanna hafði í för með sér veru- legar framkvæmdir í skóla- byggingum víða um land, auknar kröfur í frárennslismálum hafa kallað á miklar og kostnaðarsamar fjárfestingar, miklar framkvæmd- ir hafa átt sér stað í íþróttamann- virkjum og þannig mætti áfram telja,“ segir í skýringum árbókar- innar. Fréttaskýring | Útlit fyrir betri afkomu sveitarfélaga í ár en fjárhagur misjafn Sívaxandi gjá milli svæða Staðan mjög erfið í sveitarfélögum víða í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi Sveitarfélög tóku að sér grunnskólana 1996. Útgjöld til grunnskóla juk- ust um 48% frá 1997  Grunnskólarnir eru stærsti málaflokkur sveitarfélaga. Út- gjöld til þeirra hafa aukist um 48% að raungildi frá 1997. Nem- endum hefur fjölgað um 6% frá 1996. Grunnskólum fækkaði um 18 á landsvísu á sama tíma. Frá 1998 til 2004 fjölgaði stöðugild- um starfsfólks við kennslu um 27% á landsvísu. Stöðugildi skólasálfræðinga/námsráðgjafa og þroskaþjálfa fjórfölduðust á árunum 1997–2004. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÞAÐ var svo sannarlega glatt á hjalla á Árbæjarsafn- inu um helgina þar sem hin árlega jólasýning safnsins var haldin. Jólasýning Árbæjarsafns hefur notið mik- illa vinsælda undanfarin ár og hlotið fastan sess í menningarlífi höfuðborgarinnar á aðventunni. Ungir sem aldnir höfðu gaman af að rölta milli húsanna og fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga eða leika sér í leiktækjum á svæðinu. Gömlu íslensku jólasveinarnir, sem frægir eru fyrir hrekki sína, gægðust á glugga og kíktu í potta og fengu síðan börnin til að syngja með sér vel valin jólalög um leið og dansað var kringum jólatréð. Morgunblaðið/Sverrir Kjötkrókur brá á leik um helgina fyrir börnin í Árbæjarsafni sem tóku honum fagnandi. Bráðum koma blessuð jólin HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Óla Hauk Valtýsson í 4 ára fangelsi fyr- ir að hafa staðið að innflutningi á nærri 7,7 kílóum af amfetamíni á síðasta ári og einnig fyrir að hafa flutt inn 2000 skammta af LSD. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt hann í 6 ára og 6 mán- aða fangelsi. Hæstiréttur ómerkti 6 ára fangelsisdóm héraðsdóms yfir öðrum manni, sem ákærður var fyr- ir aðild að amfetamíninnflutningn- um, og vísaði máli hans heim í hér- að að nýju. Alls voru fimm ákærðir fyrir stórfellt brot á lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa staðið að innflutningi á 7694,86 grömmum af amfetamíni í júní og júlí 2004. Óli Haukur var enn fremur ákærður fyrir sams konar brot með því að hafa staðið að innflutningi á 2.000 skömmtum af LSD í september 2004 og hafa haft 4.000 skammta af sama efni í vörslum sínum. Auk þess var hann ákærður fyrir brot gegn umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni, sem framið var í janúar 2004. Fallist á mildunarsjónarmið Fram kemur í dómi Hæstaréttar að Óli Haukur játaði sekt sína og áfrýjaði einungis til mildunar á refsingu. Féllst rétturinn á mild- unarsjónarmið, svo sem að fram- burður hans var mjög mikilvægur til þess að unnt yrði að upplýsa sakarefnið og hann játaði brot sín hreinskilnislega. Með þessi atriði í huga taldi Hæstiréttur rétt að ákveða honum vægari refsingu en gert hafði verið í héraði. Maðurinn, sem dæmdur var í 6 ára fangelsi í héraði, neitaði aðild að amfetamínsmyglinu. Í dómi Hæstaréttar segir, að í héraði hafi sakfelling hans byggst á framburði annarra, sem grunaðir voru um þátttöku í innflutningnum, svo og gagna um símasamskipti milli sak- borninga. Gegn þessu hafði sak- borningurinn leitt þrjú vitni, sem ýmist báru eða gáfu skýrslu um að hann hefði verið í Danmörku á sama tíma og hann átti samkvæmt ákæru að hafa annast kaup á fíkni- efnunum í Hollandi. Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið tekin nægjanlega skýr afstaða til þess í héraðsdómnum á hvaða grunni maðurinn væri sakfelldur og eftir atvikum hvernig það, sem sannað væri í málinu, samrýmdist ákærunni. Var dómurinn því ómerktur að því er manninn varð- aði og málinu vísað heim í hérað að nýju. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Cla- essen og Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein, fyrrverandi hæsta- réttardómari. Verjandi Óla Hauks var Jón Magnússon hrl. og verjandi með- ákærða Sveinn Andri Sveinsson hrl. 4 ára fangelsi fyrir smygl á 7,7 kg af amfetamíni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.