Morgunblaðið - 13.12.2005, Page 10

Morgunblaðið - 13.12.2005, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STEFÁN Reynir Krist- insson, framkvæmda- stjóri Spalar ehf., lést á Landspítalanum 10. des- ember síðastliðinn, sex- tugur að aldri. Stefán fæddist í Reykjavík 20. september árið 1945. Foreldrar hans voru Kristinn Stef- ánsson, áfengisvarna- ráðunautur og fríkirkju- prestur í Hafnarfirði, f. 22. nóvember 1900 og Dagbjört Jónsdóttir hús- mæðrakennari, f. 20. september 1906. Stefán Reynir varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966. Hann stundaði nám í stærðfræði og hagfræði við University of Sheffield í Englandi 1966 til 1967 og lauk kandi- datsprófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1971. Hann var viðskiptafræð- ingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá 1971 til 1973 og hjá hagfræðideild Reykjavíkurborgar frá 1973–1976. Hann starfaði hjá Flugleiðum 1977– 1980, fyrst sem innri endurskoðandi og síðan fjárreiðustjóri. Stefán Reynir sat í stjórn Marels hf. frá 1983–’87. Hann var fjár- málastjóri Íslenska járn- blendifélagsins á Grund- artanga 1981–1998. Stefán Reynir var einn af stofnendum Spalar ehf., félags um gerð og rekstur jarð- ganga undir Hvalfjörð. Hann var fulltrúi Járn- blendifélagsins í fyrstu stjórn félagsins og sat í stjórn Spalar þar til hann tók við starfi framkvæmdastjóra Spalar 1. mars 1998. Því starfi gegndi hann til æviloka. Hann tók þátt í öllu samningaferli fyrir hönd Spalar og átti drjúgan þátt í því að unnt var að semja formlega um gerð Hvalfjarðarganga í febrúar 1996. Stefán Reynir var kvæntur Guðríði Þorsteinsdóttur, lögfræðingi og skrif- stofustjóra í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Dóttir þeirra er Ingibjörg Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Mími símenntun. Andlát STEFÁN REYNIR KRISTINSSON „VIÐ bíðum nú eftir formlegu svari frá launanefnd sveitarfélaga,“ segir Björg Bjarnadóttir, formaður Fé- lags leikskólakennara (FL), en nefndin mun funda á morgun. „Í ljósi þess að launanefndin á eftir að funda um málið finnst mér ein- kennilegt að borgarstjóri skyldi koma með jafn afdráttarlausar yf- irlýsingar fyrir þennan fund,“ segir Björg og tekur fram að af við- brögðum frá sínum félagsmönnum að dæma séu yfirlýsingar Stein- unnar Valdísar Óskarsdóttur borg- arstjóra í Morgunblaðinu í gær til þess gerðar að gera fólk enn reiðara. „Það má segja að það sjóði á fólki,“ segir Björg. Fundur verður í Reykjavíkurdeild FL nk. miðviku- dag þar sem farið verður yfir stöð- una og rætt um gildi menntunar. Árs bið of löng FL sendi í síðustu viku formlegt erindi til launanefndar sveitarfélaga, sem fer með samningsumboð Reykjavíkurborgar gagnvart FL, þar sem óskað var eftir viðræðum um breytingar á launum leikskóla- kennara á grund- velli bókunar í kjarasamningi. Bendir Björg á að í bókun um kjara- samning leik- skólakennara fel- ist að hægt sé að óska viðræðna um endurskoðun hans ef breytingar verða á launum annarra starfs- manna leikskóla sem sinna sam- bærilegum störfum og leikskóla- kennarar og áhrif hafa á launa- viðmiðun í kjarasamningi þeirra. „Við teljum að þessi bókun sé nú orðin virk. Mér finnst borgarstjóri hins vegar tala eins og hún átti sig ekki á þessari bókun sem er í kjara- samningi okkar. Með yfirlýsingu sinni í dag [mánudag] virðist mér borgarstjóri vera að segja að fé- lagsmenn okkar eigi að bíða í heilt ár og vera á lægri launum en aðrir hóp- ar í heilt ár og það er eitthvað sem ég held að okkar fólk eigi afar erfitt með að sætta sig við, svo ekki sé nú sterkar til orða tekið.“ Björg mót- mælir þeim orðum borgarstjóra að langstærstur hluti ófaglærðra muni áfram verða með lægri laun en fag- menntaðir leikskólakennarar. „Eftir því sem ég kemst næst eru á bilinu 100–150 félagsmenn Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar sem starfa inni á leikskólum. Þeir eru all- ir réttindalausir, en eru á 25–30 þús- und króna hærri launum en fé- lagsmenn FL. Það er því ekki rétt, eins og borgarstjóri gefur í skyn, að þetta séu aðeins örfáir einstaklingar sem séu á hærri launum. Hins vegar finnst mér þessi hártogun um það hvort þetta séu fáir eða margir í raun algjört aukaatriði. Aðalatriðið finnst mér vera viðhorfið sem birtist í orðum borgarstjóra gagnvart menntun. Við héldum í sakleysi okk- ar að það væri almennt sátt um það í samfélaginu að menntun væri einn af þáttum sem lægi til grundvallar við ákvörðun launa,“ segir Björg. Hjá Starfsmannafélagi Reykja- víkur fengust þær upplýsingar að samtals starfi um 180 félagsmenn á leikskólum, þar af um 40 mat- reiðslumenn, en restin séu háskóla- menntað fólk, bæði kennarar, þroskaþjálfarar og fólk með BA-próf í sál- eða uppeldisfræði. Formaður FL undrast yfirlýsingar borgarstjóra Kennaramenntun sýnd lítilsvirðing Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Björg Bjarnadóttir FÉLAG grunnskólakennara hef- ur einnig óskað eftir því við launanefnd sveitarfélaga að þeg- ar verði hafnar viðræður um breytingar á launum grunn- kólakennara á grundvelli grein- ar í kjarasamningi, en hún hljóð- ar svo að aðilar skuli taka upp viðræður fyrir 1. september 2006 og meta hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efna- hags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða. „Við teljum að þær miklu breytingar sem orðið hafa í efnahags- og kjaraþróun að undanförnu virki þetta ákvæði kjarasamnings okkar,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, og tek- ur fram að hann eigi ekki von á öðru en að launanefndin taki vel í beiðni félagsins um viðræður. Aðspurður segir Ólafur ósk um viðræður ekki sérstaklega tilkomna vegna nýgerðs kjara- samnings Reykjavíkurborgar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. „Við erum að horfa á marga aðra þætti, m.a. verðbólgu á þessum tíma sem verið hefur og hækkanir á launalið samninga. Þannig að nýgerður samningur Reykjavík- urborgar er þar ekkert úr- slitaatriði,“ segir Ólafur og tekur fram að hann sé ósam- mála borg- arstjóra um að hægt sé að hreyfa við launum eins hóps inni í bæði leik- og grunnskólum þar sem margar stéttir starfi hlið við hlið, án þess að það geti haft áhrif á aðra hópa. „Það er óskynsamlegt að leiðrétta einn og skilja annan eftir,“ segir Ólafur, en tekur undir með borgastjóra að mik- ilvægt sé að ná þjóðarsátt um hækkun lægstu launa, sem sé yf- irleitt að finna í kvennastéttum. „Kennarastéttin er að mestu leyti líka kvennastétt. Það hlýtur því að vera markmið borg- arstjóra til lengri tíma litið að hækka laun allra þessara stétta. Enda ljóst að gera þurfi eitthvað róttækt í launamálum stéttanna sem vinna við umönnunar- og uppeldisstörf,“ segir Ólafur. Efnahags- og kjara- þróun gefur tilefni til endurskoðunar Ólafur Loftsson FJÓRTÁN ára íslensk stúlka, Ingi- björg Ólöf Benediktsdóttir, var fulltrúi Íslands á evrópskri verð- launahátíð í París á föstudaginn. Á hátíðinni var ný bók, Tales from the Cyber-Kingdom of Internet kynnt, en hún inniheldur verðlaunasögur um Netið og örugga netnotkun. Sög- urnar eru eftir grunnskólanema frá sextán Evrópulöndum, á ensku og móðurmálunum. Íslenska sagan, Undarlegir at- burðir, er eftir Ingibjörgu en hún hlaut fyrstu verðlaun í hópi 13-16 ára höfunda í sögusamkeppni SAFT fyrr á þessu ári. SAFT er vakning- arverkefni á vegum Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, um jákvæða og örugga notkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðl- um. Ingibjörg er nemandi í Varma- landsskóla í Borgarfirði, en Fríða Theodórsdóttir, í Klébergsskóla á Kjalarnesi, hlaut fyrstu verðlaun í aldursflokknum 9-12 ára. Sögu- samkeppninni var hleypt af stokk- unum á Alþjóðlega netöryggisdag- inn 8. febrúar síðastliðinn, í átján löndum auk Íslands. Til verðlaunahátíðarinnar komu sautján börn og styrkti Microsoft þau til að koma til Parísar, ásamt einum forráðamanni, í tvo daga. Á hátíðinni fengu börnin viðurkenn- ingu frá Horst Forster, yfirmanni á sviði upplýsingasamfélagsins hjá Evrópusambandinu og voru þeim af- hent fyrstu eintök bókarinnar. For- mála hennar ritar Viviane Reading, framkvæmdastjóri Evrópusam- bandsins í málefnum upplýsinga- samfélagsins. Eftir hátíðina fóru börnin upp í ljósum skreyttan Eif- felturninn og daginn eftir fóru þau í skemmtigarðinn Euro-Disney skammt fyrir utan París. Fjórtán ára fulltrúi Íslands í París Ingibjörg Ólöf Benediktsdóttir og móðir hennar, Sigríður Ævarsdóttir. VIKULEGUR vinnutími lækna í starfsnámi verður styttur í áföng- um, samkvæmt lagafrumvarpi sem samþykkt var á Alþingi fyrir helgi. Með lögunum, sem öðlast þegar gildi, er stefnt að því að meginregla vinnutímatilskipunar Evrópusam- bandsins um 48 klukkustunda viku- legan hámarksvinnutíma muni einn- ig gilda um lækna í starfsnámi frá og með 1. ágúst 2009. Formaður Félags unglækna, Bjarni Þór Eyvindsson, gerir ráð fyrir því að fjölga þurfi stöðum ung- lækna, á sjúkrahúsum landsins, á næstu árum, vegna breytinganna, þ.e. þannig að þeim hafi fjölgað um fjörutíu, þegar lögin koma að fullu til framkvæmda. Það þýði um 150 til 160 milljóna króna útgjaldaauka fyrir ríkissjóð. Umrætt lagafrumvarp fól í sér breytingar á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum. Í þeim lögum er kveðið á um að hámarksvinnutími starfs- manna á viku skuli ekki vera um- fram 48 klukkustundir að meðaltali á hverju fjögurra mánaða tímabili. Ákveðnar starfsstéttir, þ.á m. læknar í starfsnámi, eru þó und- anþegnar þessu ákvæði. Með ný- samþykktu lagafrumvarpi falla þær undanþágur hins vegar úr gildi, í áföngum. Hámarksvinnutími 58 klukku- stundir á viku fyrst um sinn Frá gildistöku nýju laganna og fram til 31. júlí 2007 skal hámarks- vinnutími lækna í starfsnámi, að yf- irvinnu meðtalinni, ekki vera um- fram 58 klukkustundir að meðaltali á hverju fjögurra mánaða tímabili. Frá 1. ágúst 2007 til 31. júlí 2009 skal hámarkið verið 56 klukku- stundir á viku. Og frá 1. ágúst 2009 skal hámarkið vera 48 klukkustund- ir á viku, eins og áður sagði. Í skýringum með lagafrumvarp- inu er hugtakið „læknar í starfs- námi“ skilgreint annars vegar sem læknakandídatar sem hafa lokið læknaprófi en eru ekki komnir með lækningaleyfi og hins vegar sem læknar sem starfa í stöðum sem auglýstar eru sérstaklega sem námsstöður vegna sérnáms. Læknar í starfsnámi Vinnutíminn verður styttur í áföngum VERKEFNASTÝRUR Baráttuárs kvenna 2005 hafa sent forsætisráð- herra yfirlýsingu vegna heillaóska- skeytis sem sent var Unni Birnu Vil- hjálmsdóttur þegar hún var kjörin ungfrú heimur. Segir þar meðal annars að deildar meiningar séu um ágæti fegurðarsamkeppna meðal þegna landsins. Fegurðarsam- keppnir ýti undir einhæfar staðal- ímyndir um útlit og hlutverk kvenna í samfélaginu. Með því að senda heillaóskaskeyti í nafni þjóðarinnar allrar geri forsætisráðherra lítið úr þeirri kröfu að konur séu metnar að verðleikum en ekki eftir ytra útliti. Þá segir að heillaóskaskeytið sé tímaskekkja á þrjátíu ára afmæli kvennaárs SÞ og að nýloknum kvennafrídegi þar sem um 60 þús- und konur greiddu jafnrétti atkvæði sitt um allt land. Rósa Erlingsdóttir, verkefnisstjóri hjá Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Há- skóla Íslands og stjórnarformaður UNIFEM á Íslandi, segir að umfjöll- un fjölmiðla um keppnina hafi komið sér á óvart. „Bæði Morgunblaðið og RÚV hafa komið mér verulega á óvart með því að fjalla svona ít- arlega um þetta, bæði að frétt um keppnina hafi verið miðopnugrein í Morgunblaðinu í dag [gær] og fyrsta frétt hjá fréttastofu útvarps og sjón- varps á laugardaginn. Mér finnst þetta jaðra við að vera hallærislegt því í öðrum Evrópulöndum er ekk- ert fjallað um þetta. Það er ekki nema gula pressan sem fjallar um keppnina því fjölmiðlar treysta sér ekki til þess að fjalla um þetta.“ Telja heilla- óskaskeyti tímaskekkju ALÞINGI samþykkti í síðustu viku beiðni Jóhanns Ársælssonar, þing- manns Samfylkingarinnar, og fleiri þingmanna um að fjármálaráð- herra, Árni M. Mathiesen flytti þinginu skýrslu um viðskipti með aflaheimildir á síðustu fjórum ár- um. Í skýrslunni á m.a. að koma skýrt fram hvaða viðskiptahættir hafi tíðkast með aflahlutdeildir og aflamark og hvernig skattalega meðferð verðmæti hafi fengið í þeim viðskiptum. Vilja skýrslu um viðskipti með aflaheimildir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.