Morgunblaðið - 13.12.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 11
FRÉTTIR
Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) – sími 551 2040
Fallegar jólagjafir
Silkitré og silkiblóm
ÞAÐ
BESTA
FYRIR ÞIG
Góðir skór á alla
fjölskylduna
í stærðum 16 - 50
töskur & skór
-ný sending
-mikið úrval
Í vídd L og XL
2
3
4
5
6
7
1
Nánar á netsíðu
www.svanni.is
Sendum lista út á land
Sími 567 3718
15%
JÓLAAFSLÁTTUR
Í DESEMBER
Hlýlegar jólagjafir,
úlpur, kápur,
jakkar og peysur
Steiking án feiti
• Djúpar pönnur
• Grunnar pönnur
• Grillpönnur
• Pottar í úrvali
Keramik- og títanhúð sem
flagnar ekki af
Charlott ehf. Smiðjuvegi 11, gul gata, Kóp., sími 568 2770. Opið 13-17 mán.-fös.
Ný glæsileg
Ergonomic
lína
Létt,
stílhrein
og sérlega
falleg Jólagjöf sem endist
FORVARNAFRÆÐSLA í grunn-
skólum hefur mikil áhrif á viðhorf
nemenda til fíkniefna og eftir slíka
fræðslu myndu töluvert færri þiggja
fíkniefni, væru þau í boði, heldur en í
þeim hópi nemenda sem ekki hafa
fengið fræðslu. Þetta kemur fram í
niðurstöðum úr árangurskönnun
sem Halldóra Pétursdóttir, nemi í
matsfræðum við Háskóla Íslands,
vann fyrir forvarnafélagið „Hættu
áður en þú byrjar“ en félagið er
samstarfsverkefni Lögreglunnar í
Reykjavík, Marita á Íslandi og
Reykjavíkurborgar. Félagið hefur
verið starfrækt undanfarin átta ár
með það að markmiði að fræða ung-
linga í efstu bekkjum grunnskóla og
foreldra þeirra um skaðsemi fíkni-
efna.
Könnunin var framkvæmd í 9.
bekkjum grunnskóla og voru spurn-
ingalistar lagðir fyrir tvo hópa, alls
um 280 nemendur, í öðrum hópnum
voru nemendur sem fengið höfðu
forvarnafræðslu en í hinum ekki.
Meðal þess sem kom fram í könn-
uninni var að 67% þeirra sem fengið
höfðu forvarnafræðslu forvarna-
félagsins töldu hana breyta afstöðu
sinni gegn fíkniefnum, jafnframt
töldu 50% þeirra sem ekki höfðu
fengið fræðslu að slík fræðsla myndi
hafa áhrif á viðhorf þeirra og einnig
töldu nemendurnir almennt að
fræðslan hafi áhrif á viðhorf ung-
linga til fíkniefna.
Spurningalistar voru einnig send-
ir út til foreldra en svarthlutfallið
var aðeins 35% og því varla hægt að
vinna úr niðurstöðunum marktækt.
Styrkara samband við
foreldra eftir fræðslu
Stór þáttur í forvarnafræðslu fé-
lagsins er samfræðsla með for-
eldrum og fer hún fram eftir
fræðslufund með nemendum. Magn-
ús Stefánsson, fræðslufulltrúi fé-
lagsins, og Marita, sem er forvarna-
svið Samhjálpar, segir það gert til að
styrkja sambandið á milli ungling-
anna og foreldra þeirra.
„Miðað er að því að hægt sé að
ræða málin opinskátt heima og þá sé
sama hvort umræðan snúist um
fíkniefni og allt það sem þeim fylgir,
kynhegðun eða bara hvað sem við-
kemur því að vera unglingur. Að fá
fjölskylduna til að sameinast á nýjan
leik á þessum sundurslitnu tímum,“
segir Magnús og telur það hafa tek-
ist með ágætum.
Magnús vísar í niðurstöður könn-
unarinnar þar sem fram kemur að í
þeim hópi nemenda sem ekki höfðu
farið á fræðslufund var hlutfall
þeirra sem ræddu mjög oft eða frek-
ar oft við foreldra sína um fíkniefni
um 27% en það hafði hækkað um níu
prósent hjá þeim nemendum sem
farið höfðu á fund.
Fræðsluefni fyrir
sjöunda bekk í vinnslu
Í ábendingum Halldóru, sem sá
könnunina, kemur fram að forvarna-
fræðsla þurfi að byrja fyrr í grunn-
skólum, en hún hefst nú í flestum
skólum í áttunda bekk.
Hjá forvarnafélaginu er í vinnslu
fræðsluefni fyrir sjöunda bekk en að
sögn Magnúsar er það mjög vand-
meðfarið verkefni og ekki hægt að
notast við sömu kennslufræði og fyr-
ir efri bekkina. Verður verkefnið
unnið með sál- og félagsfræðingum
en nú er unnið að því að afla fjár-
magns. „Við viljum reyna að mæta
þeirri þörf sem við skynjum oft hjá
foreldrum, svona ráðaleysi gagnvart
menningu unglinga og öllu þessu
áreiti sem þeir verða fyrir frá tölv-
um og fjölmiðlum,“ segir Magnús en
hugmyndafræðin byggist á því að
samhæfa forvarnir og lífsleikni,
styrkja á nemendur í að segja nei og
verða um leið sjálfstæðari. Einnig
verður lagt upp með samfræðslu
fyrir foreldra og þar aðallega fjallað
um sniff, áfengi og tóbak en einnig
siðferðislega skyldu gagnvart m.a.
tölvuleikjum.
„Undanfarin átta ár höfum við
verið að benda foreldrum eldri
krakka á þessa tölvuleiki sem bann-
aðir eru innan átján ára en mun
yngri börn hafa aðgang að. Slíkir
leikir geta brenglað viðhorf þeirra til
lífsins og allra hluta þannig að for-
eldrar eiga að láta sig þessa hluti
varða, mun meira en verið hefur.“
Stórtónleikar á laugardag
Næstkomandi laugardag verða
haldnir stórtónleikar í Austurbæ til
styrktar forvarnastarfinu.
Vonast er til að nægt fjármagn
safnist svo hægt verði að klára
vinnslu verkefnisins fyrir sjöunda
bekk en einnig þarf félagið fjárhags-
legan grunn til að þjálfa upp fleiri
forvarnafulltrúa og endurnýja tæki
og tól. Flestir ættu að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi í Austurbæ en
þar koma fram söngvarinn Edgar
Smári, Páll Óskar, Dóri DNA,
hljómsveitin Jakobínarína og hin
fornfræga stórsveit Egó stígur síð-
ust á svið og tryllir lýðinn. Tónleik-
arnir hefjast klukkan átta og hægt
er að nálgast miða í Austurbæ á
skrifstofutíma en einnig á vefsvæð-
inu midi.is.
Grunnskólanemar í 9. bekk láta síður blekkjast af gylliboðum
fíkniefnasala eftir að hafa tekið þátt í forvarnastarfi
Vinnsla að hefjast á fræðslu-
efni fyrir sjöunda bekk
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Magnús Stefánsson forvarnafulltrúi hefur á fundum frætt foreldra grunnskólabarna og aðra um skaðsemi vímu-
efna, vímuefnavarnir og almenn samskipti við unglingana og hafa forvarnir skilað árangri.