Morgunblaðið - 13.12.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 21
MINNSTAÐUR
SUÐURNES
LANDIÐ
Hvolsvöllur | Húsnæði Hvolsskóla
á Hvolsvelli nærri því tvöfaldast
með tilkomu viðbyggingar sem
tekin var formlega í notkun síð-
degis síðastliðinn föstudag. Með
þessu er sveitarstjórn Rang-
árþings eystra að leysa brýn hús-
næðismál skólans og búa í haginn
fyrir lokaáfanga sameiningar allra
grunnskóla sveitarfélagsins í einn.
Viðbyggingin er í tveimur hús-
um, að hluta til á tveimur hæðum.
Samtals er gólfflatarmál viðbygg-
ingarinnar liðlega 1.400 fermetrar
sem er litlu minna en eldra skóla-
húsið. Ágúst Ingi Ólafsson, sveit-
arstjóri Rangárþings eystra, segir
að húsnæði Hvolsskóla hafi verið
orðið allt of lítið. Unnið er að því
að sameina alla grunnskóla sveit-
arfélagsins sem voru fjórir við
sameiningu. Grunnskóli Austur-
Landeyja í Gunnarshólma og
Grunnskóli Fljótshlíðar hafa verið
lagðir niður og hætt verður að
kenna í Seljalandsskóla að loknum
þessum vetri. Eftir það fer öll
kennsla fram í Hvolsskóla. Notast
hefur verið við lausar kennslu-
stofur á Hvolsvelli en þær verða
lagðar smám saman niður. Um
260 börn á grunnskólaaldri eru nú
í sveitarfélaginu en skólinn á að
rúma 300 börn.
Að sögn sveitarstjórans fylgir
því umtalsvert fjárhagslegt hag-
ræði að sameina skólana á einum
stað, þótt það sé mikið átak að
byggja yfir hann. Þá sé samein-
ingin talin faglega góð.
Einstaklingsmiðað nám
Í viðbyggingunni sem nú var
tekin í notkun er nýr aðal-
inngangur skólans, mat- og sam-
komusalur og kennslurými.
Nýja húsnæðið er hannað með
tilliti til einstaklingsmiðaðrar
kennslu, og hluti eldra húsnæð-
isins hefur verið breytt í þá veru.
Það þýðir að fleiri en einum ár-
gangi er kennt í opnu rými og
tveir til þrír kennarar annast
kennsluna saman ásamt fleiri sér-
fræðingum.
Hátíð var í skólanum í tilefni
dagsins með þátttöku nemenda.
Við hina formlegu athöfn afhenti
oddviti Rangárþings eystra, Ólaf-
ur Eggertsson, Unnari Þór Böðv-
arssyni skólastjóra lyklavöldin en
hann hafði áður afhent nemendum
skólann. Gestum gafst síðan kost-
ur á að skoða húsnæðið.
Fjórir grunnskólar Rangárþings eystra sameinast endanlega í einn skóla frá og með næsta hausti
Húsnæði Hvolsskóla nærri tvöfaldast
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Ljósmynd/Katrín Möller Eiríksdóttir
Fimmundarsöngur Stúlkur úr 9. bekk syngja fimmundarsöng við vígslu skólans, f.v. Þórdís Erla Ólafsdóttir,
Fanney Björk Ólafsdóttir, Kristín Anna Jensdóttir, Hjördís Sigurbjörnsdóttir og Klara Sif Ásmundsdóttir.
Hvassahraun | Byggingafélagið
Eykt ehf. er með hugmyndir um að
byggja fimmtán þúsund manna
íbúðabyggð á mörkum Hafnarfjarð-
arbæjar og Vatnsleysustrandar-
hrepps. Félagið hefur óskað eftir
samstarfi við hreppsnefnd Vatns-
leysustrandarhrepps og að land
Hvassahrauns verði skilgreint sem
íbúðahverfi í aðalskipulagi og sam-
svarandi beiðni hefur verið send
bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði varð-
andi það svæði sem er Hafnarfjarð-
armegin bæjarmarkanna.
Bréf Péturs Guðmundssonar,
stjórnarformanns Eyktar ehf., var
lagt fram á fundi hreppsnefndar
Vatnsleysustrandarhrepps fyrir
skömmu. Þar kemur fram að hann
er eigandi jarðarinnar Hvassa-
hrauns og eigandi samþykkts kaup-
tilboðs í hálfa jörðina Lónkot í Hafn-
arfirði. Óskar hann eftir því að við
endurskoðun aðalskipulags Vatns-
leysustrandarhrepps verði gert ráð
fyrir blandaðri íbúðabyggð í landi
Hvassahrauns. Sams konar erindi
er sent Hafnarfjarðarbæ vegna
Lónkotslands. Hreppsnefnd Vatns-
leysustrandarhrepps samþykkti að
fela sveitarstjóra og oddvita að
ganga til viðræðna við Pétur. Bæj-
arráð Hafnarfjarðar ákvað að vísa
skipulagsþætti málsins til skipulags-
ráðs.
Sett hefur verið upp hugmynd að
íbúðabyggð á þessu svæði og það er
raunar látið ná út fyrir jarðirnar
tvær. Um er að ræða svæðið frá
sumarhúsunum í Hvassahrauni,
meðfram ströndinni, langleiðina að
álverinu í Straumsvík. Pétur segir
frá þeim hugmyndum sínum að
svæðið verði deiliskipulagt á næstu
tveimur árum í samvinnu landeig-
anda og sveitarfélaganna og síðan
byggt upp í áföngum með samvinnu
sömu aðila á tímabilinu 2008 til 2020.
Pétur Guðmundsson vildi ekki tjá
sig um hugmyndirnar þegar haft
var samband við hann í gær. Jó-
hanna Reynisdóttir sveitarstjóri
segir að þarna sé greinilega stór-
hugur á ferðinni, fimmtán þúsund
manna byggð sem gæti risið á tíu
árum. Nánast sé verið að byggja
upp nýtt sveitarfélag á mörkum
Vatnsleysustrandarhrepps og Hafn-
arfjarðarbæjar. Telur hún að meiri-
hlutinn sé á landi Hvassahrauns og
lendi því innan Vatnsleysustrandar-
hrepps, ef til komi, ef til vill um 10
þúsund manna byggð. Til saman-
burðar má geta þess að nú eru 1000
íbúar í hreppnum, flestir í Vogum
sem eru í hinum enda sveitarfé-
lagsins.
„Við höfum ákveðið að ræða við
bréfritara. Auðvitað erum við
áhugasöm um mál sem stækka
sveitarfélagið,“ segir Jóhanna. Hún
tekur fram að unnið sé að endur-
skoðun á aðalskipulagi Vatnsleysu-
strandarhrepps og að málið verði
tekið til skoðunar við þá vinnu.
Pétur Guðmundsson lætur þess
getið í bréfi sínu að hann sé aðili að
Rauðhóli hf. sem síðastliðin þrjú ár
hafi unnið að uppbyggingu bland-
aðrar íbúðar- og atvinnubyggðar í
Norðlingaholti í samstarfi við
Reykjavíkurborg. Segist hann hafa
rætt það við aðra eigendur félagsins
að það kæmi með beinum hætti að
uppbyggingu umræddrar byggðar á
mörkum Vatnsleysustrandarhrepps
og Hafnarfjarðarbæjar og hafi verið
tekið vel í það.
Eykt hefur tryggt sér byggingarland
í Hvassahrauni og Lónkoti
Nýtt fimmtán þús-
und manna hverfi
á bæjarmörkunum
.% *8!-)
$%
M $-
# $
"N$
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
féllu alveg fyrir þessu og keyptu
eins hús.“
Ingþór og Rósa vinna bæði í
Hafnarfirði en segjast ekki finna
fyrir fjarlægðinni. Hann vinnur
hjá Gámaþjónustunni í útjaðri
Hafnarfjarðar en hún inni í bæ.
Það taki ekki nema fimmtán eða
tuttugu mínútur að aka í vinn-
una.
Jóhanna Reynisdóttir sveit-
Vogar | Fjölskylda þúsundasta
íbúa Vatnsleysustrandarhrepps
flutti lögheimili úr Hafnarfirði
um miðjan nóvembermánuð. Þá
var Alexandra Líf Ingþórsdóttir,
sem varð þessa heiðurs aðnjót-
andi, aðeins nokkurra daga göm-
ul en hún fæddist 10. nóvember.
Foreldrar Alexöndru, Ingþór
Guðmundsson og Rósa Sigurjóns-
dóttir, eru Hafnfirðingar. Þau
keyptu sér einbýlishús í Vogum
og fluttu þangað í haust með
tveggja ára son, Andra Má.
„Okkur fannst þetta spennandi.
Svo er fasteignaverð miklu
lægra hér en í Hafnarfirði,“
sagði Ingþór þegar hann er
spurður hvers vegna þau hafi yf-
irgefið heimahagana. „Ég von-
aðist eftir sameiningu sveitarfé-
laganna, var alveg sannfærður
um að af henni yrði,“ bætir hann
við en sameining þessara tveggja
sveitarfélaga var felld í Vatns-
leysustrandarhreppi í haust.
Rósa segir að fjölskyldunni líði
mjög vel í Vogunum. „Ekki spill-
ir fyrir að besta vinafólk okkar
er að koma á eftir okkur. Þau
arstjóri kom færandi hendi til
fjölskyldunnar í gær í tilefni
þess að Alexandra Líf var skráð
þúsundasti íbúinn á hrepp-
skrifstofunni. Færði hún litlu
stúlkunni barnaföt, bleiur og
innstæðu í Íslandsbanka og fjöl-
skyldunni allri körfu með ýmsum
matvörum til jólanna. Litli bróð-
ir gleymdist ekki, hann fékk sinn
pakka.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Færandi hendi Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri í Vogum, tók vel á móti
þúsundasta íbúa sveitarfélagsins og fjölskyldu hans. Ingþór Guðmundsson
heldur á Andra Má og Rósa Sigurjónsdóttir á Alexöndru Líf.
Vonaðist
eftir sam-
einingu við
Hafnarfjörð
ÍBÚAR Vatnsleysustrandarhrepps eru nú orðnir þúsund
talsins. Uppbyggingin heldur áfram og útlit er fyrir það
að 1200. íbúanum verði fagnað fyrir lok næsta árs.
Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hóf markaðs-
átak á árinu 1999 með úthlutun lóða og kynningu og var
markmiðið að fjölga íbúunum í þúsund á fimm árum.
Einkum var höfðað til fjölskyldufólks á höfuðborgar-
svæðinu og landsbyggðinni. Þá voru íbúarnir 700 svo
áætlunin var stórhuga. Markmiðið náðist á sex árum því
nú eru íbúarnir orðnir yfir eitt þúsund, samkvæmt bók-
um hreppsskrifstofunnar.
Heldur áfram
Og uppbyggingin heldur áfram, nú í samvinnu við Tré-
smiðju Snorra Hjaltasonar. „Við fórum þá leið að biðla til
verktaka og fundum einn sem var tilbúinn til að vinna að
þessu með okkur,“ segir Jóhanna Reynisdóttir sveitar-
stjóri. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar fékk úthlutaðar
lóðir fyrir þrjú fjölbýlishús í Vogum og lóðir undir ein-
býlishús í Dalahverfi, alls 80-90 íbúðir. Unnið er að
gatnagerð í samvinnu við verktakann. Að auki úthlutaði
hreppurinn hálfum öðrum tug lóða til einstaklinga í Dala-
hverfi. Jóhanna segir að flutt sé inn í tvær blokkirnar hjá
Snorra og verið að byggja þá þriðju og húsin verði afhent
á næsta ári. Segir hún að fyrirtækið sé búið að selja um
95% allra íbúðanna.
Þá er verið að hanna svæði fyrir íbúðir aldraðra við
Akurgerði, í samvinnu við Búmenn og Trésmiðju Snorra
Hjaltasonar. Gert er ráð fyrir 400 fermetra þjónustuein-
ingu sem sveitarfélagið tekur á leigu af Búmönnum og
fjórtán þjónustuíbúðum í tengslum við það, ásamt sex
hefðbundnum íbúðum í parhúsum á svæðinu. Fólk, 50 ára
og eldra, á kost á að kaupa sér búseturétt í öllum þessum
íbúðum. Stefnt er að því að byggja svæðið upp á næsta
ári.
„Við sjáum fram á að við verðum orðin tólf hundruð á
næst ári. Gangi það eftir samsvarar það 20% fjölgun á
einu ári og er mikil sprenging í þróun sveitarfélagsins,“
segir hún.
Samhliða þessu eru við gerð fjárhagsáætlunar uppi
áform um að ráðast í stækkun íþróttamiðstöðvarinnar í
Vogum og byggingu nýrrar félagsaðstöðu fyrir unglinga.
Stefnir í nýja sprengingu