Morgunblaðið - 13.12.2005, Page 25

Morgunblaðið - 13.12.2005, Page 25
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 25 Ólöf Erla Bjarnadóttir keramikhönnuðurhefur hannað jólakúlu fyrir árið 2005.Árið 2003 setti hún í fyrsta skipti jóla- kúlu á markað, þannig að kúlurnar hennar eru orðnar þrjár og hver með sitt sérkenni milli ára. Ólöf fór að framleiða jólakúlurnar vegna hálfgerðs misskilnings. „Það var fyrir nokkrum árum sem við, nokkrir hönnuðir í Kirsuberja- trénu, vorum beðnir um að skreyta jólatré fyrir tímaritið Hús og hýbýli. Við misskildum þetta svolítið og héldum að við ættum að búa sjálfar til allt skrautið sem færi á tréð, þannig að við frumgerðum fullt af skrauti. Þar á meðal gerði ég handgerðar kúlur úr postulíni. Upp úr því þróaðist hugmyndin að jólakúlunum og ég ákvað að verða einhvers konar íslensk Georg Jensen og gera kúlur árlega,“ segir Ólöf og hlær. „Mér fannst það vera sniðugt því ekkert þannig íslenskt var í gangi, fyrir utan jólaskeið- ina.“ Norðurljós og snjókorn Ólöf er með grunnþema í kúlunum en það er kalda íslenska vetrarstemningin. Hingað til hef- ur kúlan alltaf verið hvít með mismunandi mynstri. „Kúlan í ár er með rómantískri stemn- ingu, mætti kannski segja að það sé norður- ljósaandi í henni með smávegis barokki. Fyrri kúlurnar hafa verið snjókorn og skafrenningur.“ Að sögn Ólafar hefur kúlunum verið vel tekið. „Þar sem ég er ein í þessu þá anna ég ekki orð- ið eftirspurn,“ segir hún en ætlar samt að halda áfram að hanna eina kúlu á ári næstu árin eða áratugina. „Reyndar fæ ég foreldra mína í lið með mér við að pakka kúlunum. Mamma er framkvæmdastjóri yfir pökkuninni og hnýtir borðana í kúlurnar og pabbi er yfirplastari, þ.e hann brýtur plastið utan um kúlurnar í réttar skorður. Þau bjarga mér algjörlega með þessari vinnu.“ Spurð út í hvort hún skreyti jólatréð heima hjá sér með eigin kúlum svarar Ólöf: „Und- anfarin ár hef ég ekki átt eina einustu kúlu eftir af eigin framleiðslu, gallaðar og ljótar kúlur hafa þó orðið afgangs og fá þær að fara á tréð, ég sný þeim bara þannig að þær líti þokkalega út. Það eina sem ég vil er að hafa lifandi greni- jólatré sem ilmar vel og svo set ég bara alls konar skraut á það,“ segir Ólöf að lokum.  HÖNNUN | Ólöf Erla hannar jólakúluna 2005 Morgunblaðið/Ásdís Ólöf Erla með jólakúluna sem hún hannaði. Íslensk vetrarstemn- ing í jólakúlunum Jólakúlan 2005 fæst í Kirsuberjatrénu, Jólahús- inu á Skólavörðustíg, Epal og Villeroy og Boch í Kringlunni. Í BELGÍU eru tveir jólasveinar, St. Nicholas og Pere Noel, einn fyrir hvort málsvæði, þ.e. flæmsku og frönsku. Á vefnum santas.net er jólasveinum víða um heim lýst, m.a. þeim í Belgíu. Hinn 6. desember er komudagur þeirra beggja en það er dagur heil- ags Nikulásar. Þá eru bakaðar sér- stakar kökur og fólk kemur saman í kirkjum og fjölskyldur gera sér glaðan dag. Algengast er að fjöl- skyldur setji gjafir undir jólatréð og opna þær saman eftir jólamatinn á aðfangadag, líkt og á Íslandi. Jólasveinninn hefur lítið með jóla- pakkana að gera í Belgíu nema hjá sumum þegar börnin eru lítil.  BELGÍA Tveir jólasveinar Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.