Morgunblaðið - 13.12.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 29
MENNING
Mikið úrval af æfingaboltum, nuddboltum, yogadýnum og ýmsum búnaði tengdum íþróttum.
Trönuhrauni 6, 220 Hafnarfirði // Sími: 565 1533 // polafsson@polafsson.is // www.polafsson.is
Æfingaboltar Nuddboltar Yogadýnur Kubb spilið
Vinsælt spil
fyrir alla
fjölskylduna
2 til 6 í hverju liði
LÍKT og með bíóhljómlist þögla skeiðsins,
sem erlendis var skrifuð fyrir allt að litlar sin-
fóníuhljómsveitir, fóru landsmenn varhluta af
hinni viðameiri kaffihúsatónlist. Hérlendis
náðu „salon“-
hljómsveitir Hótel
Borgar (nánast
eina staðarins sem
bauð upp á slíkt)
nefnilega sjaldnast
upp fyrir tríó- eða
kvartettstærð,
meðan septettar
og jafnvel stærri
sveitir voru alvanalegar í útlöndum fram á
miðja öldina þegar 70 ára blómaskeiði grein-
arinnar lauk.
Það kann því að virðast dálítið seint í rassinn
gripið að bera löngu úrelda tóngrein á borð
fyrir hlustendur er fæstir hafa neina lifandi
reynslu af slíkri músík. Á hinn bóginn halda
flest lögin á þessum diski enn góðu sígrænu
gildi, þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert verið
„djössuð upp“ á undanförnum áratugum – þó
að ærið tilefni hafi verið til meðan djassinn var
hér aðalvettvangur yngri kynslóðar, líkt og
gerðist vestan hafs með vinsælustu lög Broad-
ways langt fram á rokktíma. En kannski er til
marks um almenna velmegun síðari góðæra að
loks skuli finnast aukahilla fyrir hérumræddar
fornútfærslur í fjölskrúðugu framboði augna-
bliksins. Þ.e.a.s. ef nægur markhópur reynist
fyrir hendi – og yrði vissulega fróðlegt af að
frétta.
En hvernig sem viðtökur verða, þá er margt
gott um framtakið að segja. Fyrst og fremst er
kvintettinn skipaður bráðflinku yngra hljóm-
listarfólki, og útsetningar Hrafnkels Orra Eg-
ilssonar eru yfirleitt vandaðar.
Ég get að vísu ekki neitað því, sem einnig
sló mig við fyrri konsertreynslu af sveitinni, að
þær hljóma stundum í þynnra lagi – aðallega
hvað varðar skort á sjálfstæðum aukalínum og
frjálslegri píanópart – auk þess sem heild-
arsvipurinn ber óhjákvæmilega með sér að
bandið er tiltölulega lítið samspilað; hefur s.s.
ekki þrælað sig út á ótal kaffihúsa„giggum“
eins og alvöru salonsveit hefði gert – eða bara
á nægilega mörgum tónleikum líkt og t.a.m. I
Salonisti.
Hér vantar enn tilfinnanlega smjörþefinn af
blóði, svita og tárum. Sérstaklega í tangólög-
unum, sem yfirleitt eru að mínu viti einum of
snyrtilega leikin og jafnvel feimnislega. Sem
sé: það vantar neista herzlumunarins – hásk-
ans, áræðisins og hins leiftrandi virtúósítets –
á kostnað fínlega stássstofuandans.
Þar með skal engu spáð um hvað öðrum
kann að þykja um þessar ný„fornu“ útfærslur
á ástsælustu dægurlögum okkar frá síðustu
rúmum fimmtíu árum. Það snýst sem endra-
nær einkum um hversu víðtæka viðmiðun hver
og einn hefur út af fyrir sig. Fyrir mína parta
er þó samt um efnilega byrjun að ræða, sem
gæti komið til með að skila eftirtektarverðu
dagsverki þegar fram í sækir.
Vænlegt
upphaf á
vanræktri
grein
TÓNLIST
Hljómdiskur
Íslenzku lögin. Salonkvintettinn L’amour fou (Hrafn-
hildur Atladóttir fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir
víóla, Hrafnkell Orri Egilsson selló, Gunnlaugur Torfi
Stefánsson kontrabassi og Tinna Þorsteinsdóttir pí-
anó). Útsetningar: Hrafnkell Orri Egilsson. Upptaka í
Salnum, Kópavogi 8/2005 u. stj. Sveins Kjartans-
sonar. Bæklingsskrif: Ragnheiður Ásta Pétursdóttir.
Lengd (óuppg.): 44:02. Útgáfa: L’amour fou. Dreif-
ing: 12 tónar. MLM001 2005.
L’amour fou
Ríkarður Ö. Pálsson
ÍSLENSKA óperan starfrækir í vetur Óperu-
stúdíó þriðja árið í röð og að þessu sinni verð-
ur óperettan Nótt í Feneyjum eftir Johann
Strauss færð á svið. Í Óperustúdíóinu fá tón-
listarskólanemendur á höfuðborgarsvæðinu
tækifæri til að taka þátt í óperusýningu sem
að öllu leyti er unnin eins og aðrar sýningar
hússins.
Nótt í Feneyjum er langstærsta verkefnið
sem Óperustúdíóið hefur ráðist í til þessa en
þátttakendur í uppfærslunni eru um það bil
áttatíu tónlistarskólanemendur, þ.e. einsöngv-
arar, kór og hljómsveit, auk listrænna stjórn-
enda. Til samanburðar má nefna að innan við
tuttugu manns tóku þátt í verkefninu í fyrra,
Apótekaranum eftir Haydn.
Leikstjóri nú verður ung austurrísk kona,
Uschi Horner, og hljómsveitarstjóri Daníel
Bjarnason. Umsjón með Óperustúdíóinu hef-
ur Kurt Kopecky, tónlistarstjóri Íslensku
óperunnar.
Meira aðdráttarafl
Bjarni Daníelsson óperustjóri segir ástæð-
una fyrir því að verkefnið sé svona stórt í
sniðum að þessu sinni þá að slíkar sýningar
hafi meira aðdráttarafl. „Hinir ungu þátttak-
endur fá meira út úr svona stórri sýningu.
Það fá allir eitthvað bitastætt að gera enda
þótt þeir séu ekki í aðalhlutverki. Markmiðið
er að líkja sem best við getum eftir venjulegri
uppfærslu og þetta á eftir að verða dýrmæt
reynsla fyrir þessu ungu og efnilegu tónlist-
armenn, bæði söngvara og hljóðfæraleikara.
Svo vonumst við vitaskuld til að fá góða sýn-
ingu út úr þessu.“
Undirbúningur nemendanna er þegar haf-
inn en sviðsæfingar hefjast fyrri partinn í
febrúar, að sögn Bjarna. Þá eiga söngnem-
endurnir að vera búnir að læra sín hlutverk
utan að. Frumsýnt verður 29. mars.
Fyrirhugaðar eru sex sýningar á Nótt í
Feneyjum og Bjarni gerir sér vonir um að
hátt í 3.000 manns komi til með að sjá sýn-
inguna en 1.500 gestir sáu uppfærsluna á
Apótekaranum í fyrra.
„Við bjóðum skólafólki á öllum aldri á sýn-
inguna en það hefur gefið mjög góða raun
fram til þessa. Með þeim hætti fáum við í
heimsókn fjöldann allan af ungu fólki sem að
öllu jöfnu kemur ekki í Óperuna. Það hefur
verið ákaflega gaman að fylgjast með þessu
fólki en margir hverjir sitja sem dáleiddir í
sætum sínum meðan á sýningu stendur og
engin leið að vekja þá til meðvitundar, jafnvel
þó maður hristi þá,“ segir Bjarni og hlær.
Hann segir að mikill fengur sé í því fyrir
nemendurna að vinna með fagfólki og fá
nasasjón af því hvernig vinnan gengur fyrir
sig í óperuhúsi. „Og ef við getum hjálpað
þeim að taka afstöðu til spurningarinnar „á
ég að leggja þetta fyrir mig?“ þá er það auð-
vitað mjög jákvætt.“
Stuðningur Íslandsbanka
Eins og í fyrra kemur Íslandsbanki að
kostun Óperustúdíósins og fagnar Bjarni
þeirri aðkomu. „Íslandsbanki gengur að
þessu verkefni með mjög jákvæðu hugarfari
og Íslenska óperan fær heilmikið út úr þessu
samstarfi. Við leggjum vissulega til aðstöðuna
en stuðningur bankans gerir okkur kleift að
ráða listræna stjórnendur að verkefninu sem
skiptir auðvitað sköpum.“
Að sögn Bjarna hefur Íslenska óperan
svigrúm til að setja upp tvær stórar sýningar
á hverju leikári og eina smærri, sem jafnan
er hugsuð fyrir börn og unglinga. „Að þessu
sinni skilgreinum við Nótt í Feneyjum sem
þessa þriðju sýningu, þannig að Íslenska
óperan er í raun að setja upp þrjár stórar
sýningar í vetur. Þar sem Óperustúdíóið er
ekki háð miðasölu höfum við mun meira svig-
rúm við val á óperu en ella sem er mikilvægt.
Það er ekki þar með sagt að þessi sýningin
geti ekki orðið smellur og þá skapast ef til vill
svigrúm til að nota aðra af hinum tveimur
uppfærslunum fyrir eitthvað óvenjulegt og
ögrandi án þess að hugsa endilega um að
selja sýninguna.“
Ópera | Óperustúdíó Íslensku óperunnar setur upp Nótt í Feneyjum
Morgunblaðið/Þorkell
Bjarni Daníelsson óperustjóri og Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, fara yfir samstarfssamninginn fyrir undirritun í gær.
Virkjar krafta 80 ungmenna
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
LJÓÐ og innsetning skapa Tilraun um mann í
herbergi uppi á hanabjálka við Laugaveg, Ég
reyki, þess vegna er ég segir í ljóðinu, Fumo,
ergo sum og þar með er sleginn tónninn fyrir
látlausan minningaróð Jóns Laxdal um horfinn
lærimeistara. Innsetning og ljóð skapa and-
rúmsloft liðins tíma, orðin á blaðinu óma í huga
áhorfandans þegar hann virðir fyrir sér stól og
ritvélatösku, veggklukku og fleiri hluti sem Jón
hefur klætt pappírsrifrildum og málað dökk-
brún. Ilmurinn af horfnum hefðarvindlingum
og hljóðnaðir gítartónar lifna í huganum meðan
það rökkvar við Laugaveg. Jón er skáld og hef-
ur hér skrifað ljóð í orðum og myndum, hann
skrifar um bakgrunn sinn í heimspekinni og
minnist liðins tíma. Hann er einlægur í list
sinni, persónulegur en þó ekki einskorðaður við
einkaheim sinn. Áhorfandinn fær greiðan að-
gang að þeirri stemningu sem Jón vekur upp
með innsetningu sinni og ljóði, stemningu sem
er jafn sjaldséð í dag og ritvélatöskur.
Í allri list Jóns má finna fyrir einstaklingn-
um, listamanninum sjálfum sem fyrst og
fremst gefur sér tíma, hann skoðar, hugsar,
setur saman, leikur sér en er alvarlegur um
leið. Hann hefur eitthvað að segja en hér er
hann nær sínu einkalífi en ég hef séð í öðrum
verkum en stór sýning á verkum Jóns stendur
nú yfir í Hafnarborg. Jón Laxdal er einstakur í
hópi íslenskra myndlistarmanna en list hans er
sambland af alþjóðlegum straumum og sér-
íslensku andrúmslofti. Í honum sameinast
myndlistarmaður og skáld, ekki aðeins búa
listaverk hans jafnan yfir hógværum ljóð-
rænum tón heldur er hann ágætis skáld eins og
ljóðið sem fylgir þessari innsetningu úr garði
ber með sér.
Tilraun um mann er fallegt og eftirminnilegt
verk. Aðferðafræði Jóns telst varla nýstárleg
og ekki framsetning verka hans heldur en hér
kemur augljóslega fram hvern listamann Jón
hefur að geyma, listamann með sterka per-
sónulega sýn og markmið, íslensk myndlist
væri snöggtum fátækari án hans. Þessi litla
innsetning er ein af eftirminnilegri sýningum
ársins og eykur á fjölbreytni íslenskrar lista-
flóru.
MYNDLIST
Safn við Laugaveg
Til 12. janúar. Safn er opið miðv.d. til föstud. frá kl.
14–18 og 14–17 um helgar. Aðgangur ókeypis.
Jón Laxdal
Tilraun um mann
Minning
Ragna Sigurðardóttir