Morgunblaðið - 13.12.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 35
MINNINGAR
un á honum eins og við værum það
allra kúnstugasta sem hann hefði
lengi séð.
Við munum sakna hans einstaka
viðmóts, lífsgleðinnar sem frá honum
stafaði og þess að halda í hlýja hönd-
ina. Við eru þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast einstökum per-
sónuleika og fyrir að hafa átt slíka
fyrirmynd í okkar lífi, mann sem tók
lífinu af skynsemi, áhuga og lífsgleði.
Við erum líka þakklát fyrir að afi
fékk að lifa lífinu eftir sínu höfði og að
Svava var við hlið hans fram á síðustu
stundu. Þrátt fyrir veikindi á allra
síðustu vikum var aðdáunarvert að
fylgjast með þeirri reisn sem var yfir
honum alla tíð og hvernig hann hélt
sínum helstu einkennum, hlýju og
glettni, fram á síðasta dag.
Við kveðjum nú afa á Selfossi í síð-
asta skipti. Blessuð sé minning hans,
hún mun alltaf lifa með okkur.
Páll Gestsson,
Steinunn Gestsdóttir,
Steinþór Gestsson.
Jakop Páll Hallgrímsson er dáinn í
hárri elli, tæplega 94 ára. Þegar hann
fæddist var Ísland eitt af fátækustu
þjóðum í Evrópu enda ekki sjálfstæð,
var nýlenda Danakonungs en er nú
eitt af þeim ríkustu og hamingjusöm-
ustu í heimi og má segja að hann og
hans kynslóð hafi lifað mestu fram-
farir þjóðarinnar í þúsund ár. Páll,
sem var Eyfirðingur í ættir fram, ólst
upp við mikið ástríki í stórfjölskyldu í
Reykhúsum þar sem ríkti hin sanna
bændamenning og var vel hugsað um
gamla fólkið. Til fróðleiks fyrir nú-
tímafólk þá stendur í sóknarmanna-
tali Hrafnagilssóknar 1915 að 14
manns voru þar til heimilis og þar af
fimm gamalmenni. En heimilið, sem
var mjög gestkvæmt, var að mörgu
leyti sérstakt því heimilisfaðirinn var
sjaldan heima, alltaf á ferðinni að
kynna samvinnustefnuna eða erlend-
is auk þess að sinna umfangsmiklum
störfum sem kaupfélagsstjóri KEA
og forstjóri SÍS. Páll var því meðvit-
aður um þessa hreyfingu sem var
mikil lyftistöng fyrir hinar dreifðu
byggðir. Hann mundi líka eftir Svein-
birni Jónssyni (kenndur við Ofna-
smiðjuna) sem var mikill frumkvöðull
á Eyjafjarðarsvæðinu á þessum tím-
um. 1923 vann hann að því að koma
heita vatninu úr Reykhúsalaug upp í
gamla bæinn. Ekkert var rafmagnið
en hann dó ekki ráðalaus, lausnin var
svo kallaður vatnshrútur sem skilaði
vatninu á bæinn. Var þetta eitt af
fyrstu íbúðarhúsum kynnt með heitu
vatni. Seinna 1927 var svo Kristnes-
hælið byggt rétt sunnan við bæjar-
lækinn og þá kom rafmagnið. Með til-
komu hælisins hófst baráttan við
hvíta dauða norðan heiða sem hafði
lagt svo margar fjölskyldur í rúst
einkum í Eyjafirði.
Páll varð stúdent 1931 frá MA og
settist svo í lagadeild HÍ og lauk
embættisprófi 1936. Farsæll náms-
maður og skömmu seinna var hann
konungsskipaður sýslumaður yfir
Árnessýslu og þar á bökkum Ölfusár
var hann allan sinn gifturíka starfs-
aldur. Páll var tæplega meðalmaður
á hæð og samsvaraði sér vel og var
lengst af léttur í spori enda fimleika-
maður á sínum yngri árum. Hann var
samviskusamur og virtur embættis-
maður. Móðir okkar sagði okkur frá
því að eitt sinn hefði hann verið
kvaddur í hús í Hveragerði þar sem
maður ógnaði öllum með hlöðnum
riffli. Páll ræddi við manninn sallaró-
legur, gekk svo að honum hiklaust og
afvopnaði hann. „Það voru hér örfá
hús í fyrstu og lengi vel þekkti ég alla
með nafni en nú er Selfoss kaupstað-
ur með yfir 5.000 íbúa og ég þekki
fæsta,“ sagði hann nýlega.
Páll kynntist glæsilegri konu, Ás-
laugu Símonardóttur frá Selfossi og
þau gengu í hjónaband og áttu dótt-
urina Drífu. Það entist ekki lengi og
þau skildu en mjög kært var alla tíð
með þeim feðginum Páli og Drífu.
Lengi vel var Páll einbúi í stóra
sýslumannshúsinu en hafði ráðskon-
ur. Á þeim tíma var hann fastagestur
hjá okkur um jólin á Miklubrautinni
og féll vel í hópinn og kunni vel að
meta rjúpurnar og rjómasósuna
hennar mömmu. „Bestu rjómasósu
norðan Alpafjalla.“ Seinna kom
Svava Steingrímsdóttir inn í hans líf.
Þau gengu í hjónaband. Það var
gæfuspor. Undir starfslok Páls var
heyrnin farin að gefa sig og aðspurð-
ur hvort það bagaði hann ekki í starfi
var svarið: „Nei, nei, ég er alveg bú-
inn að heyra nóg!“ Eftir að hann lét
af störfum byggðu þau Svava veglegt
hús við Eyrarveg. Alltaf fékk maður
höfðinglegar móttökur hjá þeim góðu
hjónum og þau kunnu svo sannarlega
að taka á móti gestum. Hann hélt
tryggð við æskustöðvarnar og kom
reglulega norður og minntist gamalla
tíma með hlýju. Enda lét hann vita af
því undir það síðasta að hvergi kysi
hann frekar hinstu hvílu en í Eyja-
fjarðarsveit. Það átti hann sameigin-
legt með Káni, vesturíslenska skáld-
inu sem orti:
Kæra foldin kennd við snjó
hvað ég feginn yrði,
fengi holdið hvíla í ró
heima í Eyjafirði.
Við systurbörn Páls munum hann
alltaf sem Pál frænda á Selfossi og
móðir okkar sá ekki sólina fyrir hon-
um. Hann var alltaf litli bróðir henn-
ar, í hennar augum var hann einfald-
lega fullkominn! Við minnumst hans
sérstaklega fyrir sterkan persónu-
leika sem hafði góða nærveru. Við
sendum Svövu, Drífu og Gesti og fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Í Guðs friði.
Hallgrímur, Brynjólfur, Páll
og Guðrún María Ingv-
arsbörn.
Þegar gamall fjölskylduvinur deyr
rifjast upp mildar minningar í bland
við einhvers konar trega. Páll Hall-
grímsson var einhver nánasti vinur
foreldra minna. Hann kom oft á
heimili okkar í Reykjavík og gisti
ósjaldan fyrr á árum. Og oft fóru for-
eldrar mínir austur á Selfoss og sóttu
sýslumanninn heim. Amma mín tal-
aði um yfirvaldið og þótti barninu það
merkilegur titill. Hitt vakti þó
kannski meiri aðdáun að vitað var að
Páll hafði verið mikill íþróttamaður á
yngri árum og verið í frægum fim-
leikaflokki þó hann talaði ekki um
það sjálfur. En varla hefði þetta nú
dugað miðaldra manni til að laða að
sér börn og unglinga. Hvað var það
þá sem gerði heimsóknir hans svona
spennandi? Eiginlega ekkert sér-
stakt. Menn spjalla saman og þurfa
ekki að líta á klukkuna: Það er ekkert
sem liggur fyrir annað en að spjalla.
Börnin hlustuðu svona að minnsta
kosti með öðru eyranu og urðu vitni
að snilld og rökfestu sem var þó ekki
sett fram með neinum orðaflaumi því
maðurinn var í rauninni fámáll. En
það hlýtur að hafa stafað frá honum
alveg sérstakri hlýju. Annars hefði
maður ekki sóst eftir að vera nálægt
honum í hvert sinn sem hann kom og
heyra þessa hásu rödd og þessar at-
hugasemdir sem gjarnan vöktu til
umhugsunar og ollu jafnvel heila-
brotum svo dögum skipti.
Eftir að Páll tók saman við Svövu
Steingrímsdóttur, þá öndvegiskonu,
hélst þetta góða samband við for-
eldra mína og varð jafnvel ennþá
nánara en áður og ræktað með gagn-
kvæmum heimsóknum og ferðalög-
um um landið þvert og endilangt.
Þarna bættist í hópinn ljóðelsk kona
og söngvin og slíkt var nú aldeilis að
skapi föður míns. Þegar ég lít nú um
öxl dáist ég að því hvað þetta sam-
band foreldra minna við þau þau Pál
og Svövu var skemmtilegt og frá-
bært.
Og nú, þegar öðlingsmaðurinn er
hniginn að velli, þakkar maður bara
fyrir sig: þessa einstöku vináttu og
þessa miklu snilld.
Baldur Hafstað.
Páll Hallgrímsson og Sýslunefnd
Árnessýslu áttu langa samleið. Hann
tók við Árnessýslu 1. október 1937 og
stýrði fyrsta sýslufundinum vorið
1938. Hann sagði mér að starfslokum
að sér hefði þótt langsamlega
skemmtilegast á þessum ferli að fást
við mál með sýslunefndinni.
Á 45 ára starfsferli eins manns í
sýslunefnd gerist auðvitað margt,
einkum þegar jafnframt eru uppi
mestu byltingartímar þjóðarinnar.
Sýslunefnd Árnessýslu tók heils hug-
ar þátt í þessari umbyltingu. Staðið
var áfram að uppbyggingu Héraðs-
skólans á Laugarvatni. Þar lenti Páll
í skólanefnd 1959–1970 og reyndist
þar málafylgjumaður hvenær sem
hann þurfti að beita sér. Þar á Laug-
arvatni hafði hann forgöngu um upp-
byggingu Húsmæðraskóla Suður-
lands og lá eftir hann og
samstarfsmenn hans eitt stærsta og
glæsilegasta húsmæðraskólahús sem
reist var hér á landi.
Páll Hallgrímsson kom á örlaga-
tímum að uppbyggingu Þorlákshafn-
ar. Þótti í tvísýnu ráðist er Egill
Thorarensen hóf þar uppbyggingu er
Kaupfélag Árnesinga keypti jörðina
1934 og hóf aftur útgerð á staðnum.
Páll taldi að það hefði verið eitt
stærsta málið er hann vann að „þar
sem allur úrræðakrafturinn kemur
þar frá einum manni, Agli Thoraren-
sen“. En sýslunefndir Árnes- og
Rangárvallasýslu tóku við jörðinni og
hafnarframkvæmdum er Egill komst
ekki lengra með þetta í einkaeign
Kaupfélagsins. Þá lenti á Páli for-
mennska í hafnarstjórn, allt frá 1946
til þess er Þorlákshöfn varð lands-
höfn. Þótti til þess tekið hve mynd-
arlega Þorlákshafnarnefnd skilaði
verki sínu af sér til landshafnar-
stjórnar.
Nefna má ég síðasta afrek Páls er
hann tók að sér forystu við uppbygg-
ingu Sjúkrahúss Suðurlands. Þar
hafði verið starfrækt sjúkrahús á
Selfossi við vanefni. Nýtt sjúkrahús
var lengi í burðarliðnum og gekk
hægt, bæði með teikningar og fram-
kvæmdaleyfi. Margir spreyttu sig en
að lokum varð það allra manna mál
að taka yrði Pál sýslumann í forystu
þess. Og lagðist hann þá svo fast á ár-
ar að framkvæmdir hófust við það
mikla sjúkrahús sem nú lifir aðra
uppbyggingu við langleguálmu.
Páll Hallgrímsson stóð á starfsferli
sínu fyrir meira en 50 aðal- og auka-
fundum Sýslunefndar Árnessýslu.
Hélt hann þá framan af í Héraðsskól-
anum á Laugarvatni. En svo kom að
sýslan eignaðist sérstakan fundarsal
árið 1948 í viðbyggingu við sýslu-
mannsbústaðinn á Selfossi. Mjög
þótti Páli ónæðissamt að funda á Sel-
fossi, en sýslunefndarmenn gátu ver-
ið út um allar þorpagrundir að sinna
öðrum erindum. Var þá flutt með
sýslufundina í Lindina, gamla Hús-
mæðraskóla Suðurlands á Laugar-
vatni og síðan í hinn nýbyggða Hús-
stjórnarskóla Suðurlands.
Þangað kom ég fyrst til fundar
1975 og sat þá nefndin minnst fjóra
daga. Páll sýslumaður setti fundinn
og úthlutaði framkomnum málum til
nefnda. Síðan tóku þær til óspilltra
málanna, en sýslumaður gekk á milli
og gaf ráð þegar honum fannst henta.
Á öðrum degi gat nefndin farið að af-
greiða mál og var þá skotið á sýslu-
nefndarfundi sem oft stóð ekki nema
einn klukkutíma.
Páll Hallgrímsson teygði aldrei
lopann og í örstuttu máli gat hann
dregið saman niðurstöðu sem allir
voru sáttir við. Með sinni löngu setu í
sýslunefnd hafði hann mótast og
þágu aðrir sín mótunaráhrif frá hon-
um. Sýslunefndarmenn gátu orðið
býsna stuttorðir þegar foringi þeirra
var það. Ég man eftir ræðum sýslu-
nefndamanna sem voru ekki nema
ein málsgrein.
Páli Hallgrímssyni þótti mjög mið-
ur er Selfosshreppur sleit sig úr
sýslunefndinni og gerðist sjálfstætt
bæjarfélag 1978. En þokkalegir
samningar um eignir náðust um síðir
og síðasta skeið sýslunefndar 1978–
1988 var mótað af mikilli einlægni og
samheldni hinna „eftirlifandi“. Ég
hygg að margir hinna síðustu sýslu-
nefndarmanna séu sammála mér um
það að mikill almennur lærdómur
hafi falist í því að starfa með Páli
Hallgrímssyni í sýslunefnd, slík var
þekking hans og mannviska, byggð á
áratuga starfsreynslu. Sjálfur sagði
hann mér að ferill sinn hefði verið
„svo órómantískur sem hægt er“.
Það segist með öðrum orðum að
hann var gæfusamur friðarhöfðingi.
Ég votta konu hans, Svövu og dóttur
hans, Drífu og fjölskyldu, einlæga
virðingu og kveð einn ágætasta mann
sem ég hefi fyrir hitt.
Páll Lýðsson.
Með örfáum orðum vill undirritað-
ur minnast Páls Hallgrímssonar
fyrrverandi sýslumanns í Árnes-
sýslu, en með honum er genginn síð-
asti konungsskipaði embættismaður
á Íslandi. Aðrir rekja sögu hans. Fyr-
ir okkur sem alin vorum upp í Árnes-
sýslu á sjöunda áratugnum var sýslu-
maðurinn aðeins einn og hafði setið
lengi í friði við menn og málefni.
Þessi hógværi og íhuguli maður var
héraðshöfðingi og kom að mörgum
málum sem oddviti sýslunefndar og
ævinlega til góðs. Margar sögur voru
sagðar af Páli. Þeim var sammerkt að
lýsa manni sem hugsaði á heimspeki-
legan hátt. Það var aðall Páls að geta
litið aðstæður, menn og málefni frá
öðrum sjónarhóli en flest okkar
hinna. Kímnin var aldrei langt und-
an.
Um það leyti er undirritaður var
að ljúka laganámi og leitaði sér vinnu
bað hann föður sinn að athuga hvort
laust væri rúm hjá Páli. Skömmu síð-
ar var gengið eftir málalokum. Páll
hafði spurt föður minn að því hvort
sonurinn kynni að skrifa og hafði
fengið jáyrði við því og að hann kynni
að lesa líka. ,,Segðu honum að koma
þegar hann er tilbúinn.“ Þetta var
byrjunin á samstarfi sýslumanns og
fulltrúa sem stóð til þess dags er Páll
lét af störfum fyrir aldurs sakir, ríf-
lega fjórum árum seinna. Af því lærði
undirritaður margt, ekki sízt að lögin
svara ekki öllum spurningum og þá
reynir á þann sem leysa skal vand-
ann. Það kom fljótt í ljós að um var að
ræða hálft starf, ,,en hafðu ekki
áhyggjur, rúmur helmingur lifir
þessa árs og hálft næsta.“ Þegar
fulltrúinn ungi fór að hafa áhyggjur
af framtíðinni eftir tæpt ár í starfi var
svarið þetta: ,,Ég spurði þá í ráðu-
neytinu hvort skera ætti manninn
langsum eða þversum.“
Páll bjó á efri hæð hússins er enn
geymir skrifstofur sýslumanns Ár-
nesinga. Oft sinnti hann ýmsum
verkum um helgar, eins og ávallt með
virðingu og hógværð. Mér var það
lærdómsríkt að fylgja Páli á uppboð
og við aðrar embættisgerðir, sem
hann rækti af vandvirkni og hafði
ávallt lag á því að allt færi vel miðað
við aðstæður. Ómetanlegt var að fá
tækifæri til þess að fylgjast með slík-
um embættismanni. En kynnin og sá
velvilji sem ávallt kom fram gagnvart
ungum fulltrúa og það hve þétt hann
stóð við bakið á honum þegar á
reyndi væri efni í miklu lengra mál.
Sannfæring mín var og er að fólk yrði
ríkara af kynnum við Pál og fyrir þau
er undirritaður afar þakklátur. Við
Þórdís sendum Svövu, Drífu, Gesti
og barnabörnum innilegar samúðar-
kveðjur er við kveðjum mætan emb-
ættismann en framar öllu góðan
dreng.
Ólafur Helgi Kjartansson,
sýslumaður Árnesinga.
Blað mitt blettast ekki tárum, þeg-
ar eg skrifa um Pál Hallgrímsson, vin
minn.
Minning mín um hann er ekki
blandin leiða, heldur er mynd af
björtum dögum, athöfnum og ótal
viðburðum.
Saga okkar á Selfossi var um tíma
samtvinnuð.
Þegar við hjónin, Sigríður Frið-
riksdóttir og börnin þrjú komum til
Selfoss haustið 1968, vorum við hálf
sænsk eftir áratugar dvöl í Svíaríki.
Við komum frá háþróuðu velferðar-
og iðnríki, sem stóð í blóma. Vorum
við öll ókunnug þarna á Ölfusárbökk-
um, þar sem Selfossbær stendur í
dag og breiðir sig yfir lendur Flóans.
Eins var um Suðurland allt nema
nokkuð þekktum við Sigríður til
Vestur-Skaftafellssýslu enda dvalist
um tíma á Kirkjubæjarklaustri.
Það er ekki ástæða til þess að lýsa
þeim mun, sem var á sænsku og ís-
lensku þjóðfélagi á þessum árum.
Það veit sá einn sem reynt hefur.
Ekki liðu margar vikur eftir kom-
una til Selfoss, að eg fann að þar átti
eg Hauk í horni.
Allir tóku okkur vel eða létu af-
skiptalaus. Kauptúnið var að stækka,
losaði tvö þúsund íbúa.
Seinna vissi eg, að það var ekki
mín vegna, heldur föðurbróður míns,
Lúðvíks Nordal Davíðssonar, sem
Páll sýndi mér hlýju og vinarþel
strax við fyrstu kynni.
Okkar samband þróaðist svo í lífi
og leik. Við bjuggum lengi í hinum
opinberu embættisbústöðum staðar-
ins, Hörðuvöllum eitt og tvö.
Það var því aðeins yfir hlaðið að
fara.
Eg kom oft til Páls á fyrstu árum
mínum á Selfossi en þá bjó Páll einn.
Hann var yfirleitt feginn komu
minni. Eg tel mig hafa þekkt hann
eins og hægt var, en hann var dulur
og fjarri því að vera mannblendinn.
Við unnum saman í byggingar-
nefnd Sjúkrahúss Suðurlands frá
árinu 1971 og allt þar til hann lét af
formennsku í nefndinni 1983. Sú
nefndarvinna var löng og ströng.
Páll taldi réttilega að hér væri um
nýja stofnun að ræða en margir þeir
sem störfuðu við gamla Sjúkrahúsið
á Selfossi, töldu það ekki.
Í dag væri öllum mönnum þetta
augljóst mál. Páll var löglærður og
vissi betur enda vildi hann standa
rétt að öllum málum. Hann var vand-
virkur. Eg minnist á þetta mál, þar
sem af því spunnust óþarfa deilur,
sem óbeint tafði fyrir byggingu
sjúkrahússins. Páll hafði raun af
þessu máli.
Mikil hreppapólitík ríkti á áttunda
tug síðustu aldar á Suðurlandi. Því
hljóðari sem sveitarstjórnarmenn-
irnir voru, þeim mun þroskaðri
reyndust þeir.
Það þurfti sterkan mann til að
stýra Sjúkrahúsi Suðurlands í höfn.
Til þess var Páll Hallgrímsson kjör-
inn maður.
Árið 1978 sækir Selfosshreppur
um þákölluð kaupstaðarréttindi en
þá varð bærinn á öðru stigi sjórnsýsl-
unnar eins og sýslan.
Að fengnum þessum réttindum
klauf Selfosshreppur sig frá Árnes-
sýslu.
Þessum breytingum var Páll and-
vígur. Hann vildi halda sýslunni sam-
an.
Yrði Selfosshreppur að kaupstað
bættist fjöður í hatt Páls og yrði hann
þá, og varð, bæjarfógeti og sýslumað-
ur.
Aðspurður um það hvort honum
líkaði ekki vegtyllan.
Lénharði fógeta vegnaði illa á Suð-
urlandi.
Páll vann verk sín af vandvirkni og
kunnáttu. Hann var ekki mál-
skrafsmaður en málafylgjumaður.
Hann var fróður maður um fornar
bókmenntir og vel lesinn. Minnið
gott.
Eg fór oft í smiðju til hans.
Hann var mér góður og hlýr.
Eg þakka kynnin.
Svövu systur minni sendi eg
kveðju mína og dóttur hans og
tengdasyni, Drífu og Gesti, og þeirra
fjölskyldu.
Brynleifur H. Steingrímsson.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800 Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
LEGSTEINAR
Englasteinar
Helluhrauni 10
220 Hfj. S. 565-2566