Morgunblaðið - 13.12.2005, Page 37

Morgunblaðið - 13.12.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 37 MINNINGAR Smáauglýsingar 5691100 Bækur Bækurnar að vestan. Lesendur góðir. Við minnum á Bækurnar að vestan. Þær eru að vísu hvorki stórkostlegar né meiri háttar. Og þó. Vestfirðingar leyna nú á sér! Vestfirska forlagið. Dýrahald WWW.dyralif.is Er flutt í stærra og betra húsnæði í Stórhöfða 15. Full búð af nýjum vörum. Frábært verð. Láttu sjá þig. Dýralíf.is, Stórhöfða 15, 110 Rvík, sími 567 7477. Húgó vantar heimili. Húgó er 2 ára gamall blendingur af Golden Retriever og Border Collie. Góður og tekur alltaf vel á móti manni! Áhugasamir hafa samband í síma 896 7353. Gæludýrabúr, 50% afsláttur. Öll fuglabúr, hundabúr, nagdýrabúr, kattabúr og fiskabúr með 50% af- slætti. Allar aðrar vörur 30% af- sláttur. Full búð af nýjum vörum. Tokyo, Hjallahrauni 4, Hafnarfirði, Bengalkettlingar til sölu. Tilbún- ir 4ra mánaða og eldri, fullbólu- settir og með ættbók. Upplýsing- ar í síma 698 4840, 483 4840 og natthagi@centrum.is. Sjá einnig www.natthagi.is. Heilsa Ath! Ótrúlegt en satt Ertu með vandamál? Gaia OXYtarm og Sucobloc sló strax í gegn í Evrópu. Áttu við vandamál, meltingarvandamál, ristilvandamál, of hæga brennslu, ertu of þung(ur)? www.leit.is - smelltu á ristil- vandamál. ✝ Sveinn Guð-mundsson fædd- ist á Kirkjubóli í Norðfirði 2. júlí 1923. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi miðvikudaginn 7. desember síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Guð- mundar Sveinsson- ar bónda, d. 10. apr- íl 1970, og Guð- bjargar Stefaníu Jónsdóttur, d. 6. des. 1983. Systir Sveins er Aðal- björg Sigríður, f. 23. júlí 1921. Eiginkona Sveins er Ólína Kristín Jónsdóttir kirkjuorgan- isti frá Miðhúsum, f. 15. júlí 1931. Þau eiga fimm börn, þau eru: a) Jón, f. 15. júlí 1955, unnusta Inessa Lebedief. b) Guðmundur, f. 27. apríl 1957, d. 27. sept. 1974. c) Ingibjörg Erna, f. 19. maí 1960, maki Bárður Guðmundsson. Börn hennar Auðun, Jón Daði og Kristín. d) Þrymur Guðbergur, f. 31. maí 1965, unnusta Hrönn Þor- steinsdóttir. d) Guðmundur, f. 13. apríl 1976, maki Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir, sonur þeirra er Sveinn Óli. Börn hennar eru Val- gerður Laufey, Sverrir Björn, Stefán Björn og Alda Björk. Sveinn stundaði nám við Eiða- skóla og var búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri og búfræðikandídat frá Hvanneyri 1954. Hann stundaði síð- ar nám við Kenn- araskóla Íslands 1974. Einnig var hann í Noregi í hálft ár þar sem hann stundaði nám vegna kristnifræði- kennslu. Sveinn stundaði barna- kennslu og verslun- arstörf um árabil og var um tíma nautgriparáðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar. Hann var bóndi og jafnframt kennari á Miðhús- um í Reykhólasveit frá árinu 1955. Hann hætti kennslu fyrir aldurs sakir árið 1993 og lét af búskap 1995. Þau hjónin bjuggu áfram á Miðhúsum um skeið en fluttu til Reykjavíkur fyrir fáein- um árum. Sveinn tók virkan þátt í fé- lagsmálum og vann ýmis trúnað- arstörf fyrir sveit sína og í fé- lagasamtökum bænda. Sveinn gerðist fréttaritari Morgunblaðs- ins í Reykhólasveit á árinu 1955 og sinnti því starfi alla tíð, á með- an hann bjó í þar. Hann var heið- ursfélagi Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins. Sveinn verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Þegar komið er að kveðjustund hrannast upp ótal minningar. Í barnsminninu var alltaf sólskin og mikið við að vera. Þú safnaðir steinum, ræktaðir fal- legan garð og vaktir áhuga manns á umhverfinu. Þú varst framsýnn og hafðir áhuga á að gera samfélag þitt betra. Vannst að svo mörgu sem kom sveit- arfélaginu vel. Til dæmis væru Þör- ungaverksmiðjan og elliheimilið Barmahlíð ekki til komin nema vegna ótal ferða þinna til Reykjavík- ur á fundi með ráðamönnum til að byggðin þarna fyrir vestan færi ekki í eyði og hægt væri að skapa ný störf. Í eðli þínu varstu brautryðjandi. Þú hafðir gaman af nýjungum og við fundum aldrei fyrir því að þér fynd- ist ekki taka því að kynnast ein- hverju nýju. Þú hafðir einstaklega gaman af að kenna og læra og sagðir mér að þegar að því kæmi að kenn- arinn missti áhugann á að læra þá ætti hann að hætta að kenna. Elsti sonur minn var svo heppinn að njóta þess að vera mikið hjá ykkur. Frá fjögurra ára aldri fór hann í sveitina til ykkar mömmu og þið voruð hon- um afar góð. Þú fylgdist vel með barnabörnunum og spurðir alltaf um þau. Ég þakka þér fyrir allt sem ég fékk í veganesti frá þér. Hvíl í friði. Þín dóttir, Ingibjörg. Elsku pabbi minn. Á lokastund er mér efst í huga hve gjöfull þú varst á ráð og stuðning. Þú varst ekki kannski alltaf sammála, en studdir samt og gafst ráð, sem voru meira virði en allt. Ég þakka þér þá náð- argjöf þína að geta brosað og allt virtist svo gott. Það var svo mikils virði þegar ég sté mín fyrstu spor í áttina út í heiminn til að fóta mig. Ég gat ávallt leitað til þín og minning um yndislegan föður mun ávallt lifa. Þinn sonur, Guðmundur Sveinsson. Mín minning um þig verður ávallt um hve glaðlegur þú varst. Ávallt brosmildur, en ákveðinn. Hlýjan sem frá þér streymdi var svo notaleg og ég mun sakna þess. Þegar litli Sveinn Óli Guðmundsson, sonur minn, fæddist, barnabarn þitt og nafni, þá varst þú svo glaður og hrifinn. Ávallt svo þolinmóður við lít- inn dreng sem er svo kröftugur og vinnusamur, það sagði svo margt um þig. Þú þreyttist aldrei á að ræða um þekkingu, kennsluna sem þú stund- aðir af svo mikilli natni og þekkingu þína á náttúrunni, en ég veit að þú safnaðir steinum af natni, því mikil var þekking þín á auðæfum sem náttúran gaf og virðing fyrir þeim. Elsku Sveinn, við þökkum þér samfylgdina og fróðleikinn sem þú gafst óspart. Þú verður í huga mér og minna barna ávallt sem hlýr og notalegur maður sem gaf þekkingu sína óspart. Bros þitt, hlýja og glað- legheit verða minning okkar um þig. Kær kveðja Kolbrún Hildur Gunn- arsdóttir og börn. Elsku Afi. Við þökkum þér fyrir allar góðu minningarnar sem þú gafst okkur systkinunum. Þú varst alltaf svo góður við okkur. Vildir okkur svo vel og gafst okkur svo mikið. Það var svo gaman að kíkja til ykkar ömmu í heimsókn. Þú verður ávallt í minningum okkar og við söknum þín. Okkur finnst það mjög leiðinlegt að börnin okkar munu ekki fá að kynnast þér og finna hversu góður og skemmtilegur maður þú varst. Við vonum að þú fylgist áfram með okkur og getir verið stoltur af okkur. Guð geymi þig og minningu þína. Auðun, Jón Daði og Kristín. Elsku afi minn. Ég vil fyrst þakka þér svo mikla hlýju og kærleik sem þú hafðir alltaf til reiðu, þrátt fyrir veikindi þín. Alltaf varstu jákvæður og brosandi við mér, þótt ég hafi á mínum fimm árum verið frekar dug- legur drengur og kraftmikill. Ég hefði getað lært svo mikið af þér hvað varðar náttúruna, sem við höf- um átt sameiginlegan áhuga á. Þú vissir svo mikið um slíkt, en ég hef alveg frá byrjun verið mikill náttúru- kall, eflaust hef ég það frá þér, það segja allir. Bros þitt, afi, og hlýja, verður minning okkar um þig, yndislegt heimili ykkar ömmu og afa í Heið- argerði og söknuður því þú verður ekki þar til að segja: „Sæll Sveinn Óli, komdu til afa.“ En minningin um þig og þitt bros verður ávallt lifandi þar, því þú markaðir spor þín þar. Nú er komið að kveðjustund elsku afi. Við söknum þín öll og munum þig ávallt. Þinn Sveinn Óli Guðmundsson og fjölskylda. Okkur langar að þakka Sveini fyr- ir svo mikla hlýju okkur systkinum til handa. Þann tíma sem við höfum þekkt þau Ólínu og Svein hafa hlýja, gestrisni og brosmildi verið svo ríkjandi í þeirra fari. Að fara í Heið- argerðið var alltaf vissa um yndis- legar móttökur og hlýju sem Sveinn og Ólína voru svo natin við. Minning þín mun lifa skært í okkar huga, elsku Sveinn, Valgerður Laufey Þráinsdóttir, Kolbrún Camilla Jónsdóttir, Sverrir Björn Þráinsson, Stefán Björn Aðalsteinsson og Alda Björk Aðalsteinsdóttir. Blessað veri grasið sem grær kringum húsin bóndans og les mér ljóð hans, þrá og sigur hins þögula manns. (Snorri Hjartarson.) Sveinn Guðmundsson móðurbróð- ir minn ólst upp á Kirkjubóli í Norð- firði við öll algeng sveitastörf en stundaði síðan búfræðinám við bændaskólann á Hvanneyri. Hann kvæntist Ólínu Jónsdóttur frá Mið- húsum í Reykhólasveit árið 1955 og þau bjuggu þar myndarbúi um langt skeið. Í barnsminni mínu eru eftir- minnilegar heimsóknir að Miðhúsum en þar fóru saman höfðinglegar mót- tökur og ævintýraleg náttúra, æðar- fugl á hreiðri, selur í sjó og stundum sást haförn á flugi. En bústangið var frænda mínum ekki nóg. Hann aflaði sér frekari menntunar og stundaði kennslu um árabil. Sem kennari opnaði Sveinn myndabók náttúrunnar fyrir mörg- um og hann var einnig frábær ís- lenskumaður. Landið, náttúran, tungan og bókmenntirnar mynduðu hjá honum órofa heild sem hvíldi á traustum grunni. Kennslustörfin áttu vel við Svein enda átti hann afar auðvelt með að ná til barna og unglinga. Fyrir tveimur áratugum lágu leiðir okkar saman í Reykhólaskóla þar sem hann kenndi bæði líffræði og ís- lensku og var sérlega vel liðinn af nemendum og samstarfsfólki. Hann var glaðsinna og mikið ljúfmenni í öllum samskiptum. Í fyllingu tímans brugðu Sveinn og Ólína búi á Miðhúsum. Þau fluttu suður til Reykjavíkur, í húsið við Heiðargerði sem afi og amma reistu á sínum tíma og þar bjó Sveinn síð- ustu æviár sín. Langri vegferð Sveins Guðmunds- sonar lýkur þegar skammdegið er sem svartast og grös og jurtir liggja í dvala. En sól mun aftur hækka á lofti og náttúran kvikna til lífsins á nýjan leik. Og ljúfar minningar um góðan dreng munu lifa. Blessað veri grasið sem grær yfir leiðin, felur hina dánu friði og von. Bjarki Bjarnason. SVEINN GUÐMUNDSSON FRÉTTIR FYRIR jólin mun BYKO bjóða til sölu rauða innkaupapoka til styrkt- ar krabbameinssjúkum börnum. Pokinn verður til sölu í öllum versl- unum BYKO á 100 kr. Heildar- upphæðin sem safnast mun renna óskert til félagsins. Stefnan er sett á að selja 10.000 poka fyrir jólin, segir í fréttatilkynningu. Á myndinni eru Rósa Guðbjarts- dóttir, framkvæmdastjóri SKB, og Ívar Sigurjónsson, markaðsstjóri hjá BYKO, þegar salan fór af stað á föstudag. Selja poka til styrktar krabba- meinssjúkum börnum Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar Fimm ferðir virka daga Sæmundur Sigmundsson sérleyf- ishafi, sem m.a. hefur annast ferðir milli Reykjavíkur og Akraness, segir ekki rétt að í dag sé boðið upp á þrjár til fjórar ferðir á dag milli Reykja- víkur og Akraness. Farnar séu fimm ferðir á dag virka daga. LEIÐRÉTT Á NÆSTA ári býður www.ljos- myndari.is upp á nokkur mismun- andi ljósmyndanámskeið. Um er að ræða helgarnámskeið, þriggja daga námskeið, fjögurra daga nám- skeið og Photoshopnámskeið, auk fjarnámskeiða. Námskeiðin henta þeim sem eru að byrja í ljósmyndun og vilja ná betri tökum á stafrænu ljósmyndatækni, auk þeirra sem vilja auka þekkingu sína á sviði ljósmyndunar, segir í fréttatilkynn- ingu. Hægt er að kaupa gjafabréf á jólatilboði fram til 18. desember, með allt að 20 prósenta afslætti. Námskeiðin kosta frá kr. 9.200 til 18.000 kr. Námskeiðin eru haldin í Völuteigi 8, í Mosfellsbæ, leiðbein- andi er Pálmi Guðmundsson. Nánari upplýsingar á www.ljos- myndari.is. Ljósmynda- námskeið STOFNUNFUNDUR SVEF, sam- taka fólks sem vinnur að vefmálum, verður haldinn á morgun, miðviku- daginn 14. desember kl. 19.30, í húsnæði Íslandsbanka að Kirkju- sandi (gengið inn um aðalinngang). Markmiðið með stofnun samtak- anna er að efla íslenskan vefiðnað og samfélag þeirra sem starfa við hann, hvetja fólk til að miðla af þekkingu sinni og vera andlit stétt- arinnar út á við, segir í frétta- tilkynningu. Á fundinum verða stofn- samþykktir bornar undir fund og kosið í stjórn samtakanna. Gesta- fyrirlesari verður Jón Ingi Þor- valdsson. Þeir sem ætla að sækja fundinn eru beðnir að senda póst á svef@s- vef.is. Stofnfundur sam- taka um vefmál Í STAÐ þess að senda út jólakort og jólagjafir til viðskiptavina sinna ákvað Innnes ehf. – heildverslun að gefa Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur tvö bretti af Gevalia-kaffi til að deila út til skjólstæðinga sinna fyrir jólin. Gevalia-kaffi verður því í hverjum pakka sem afhentur verður úthlut- unardagana 16.–22. desember í Sætúni 8. Síðasti umsóknardagur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar er í dag, þriðjudaginn 13. desember, kl. 11– 12 og 14–16. Á myndinni eru frá vinstri; Að- alheiður Franzdóttir, fram- kvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkj- unnar og umsjónarmaður innan- landsaðstoðar, og Páll Hilmarson, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Innnesi. Innnes gefur Gevalia-kaffi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.