Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur kvað í gær upp dóm í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði til staðfestingar lögbanni á birtingu Fréttablaðsins á fréttum upp úr tölvupóstum hennar. Í dómsorði var vísað frá dómi refsikröfu Jónínu á hendur Kára Jónassyni, ritstjóra Fréttablaðsins, sem reist er á fjarskiptalögum og lögum um per- sónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þá var synjað kröfu hennar um að staðfest yrði með dómi lögbann sem sýslumaðurinn í Reykjavík lagði 30. september við því að 365-prentmiðlar birti opin- berlega einkagögn hennar í Fréttablaðinu eða öðr- um fjölmiðlum fyrirtækisins, að hluta til eða í heilu lagi, með beinni eða óbeinni tilvitnun, hvort heldur um er að ræða tölvupóst þar sem Jónína er ýmist sendandi eða viðtakandi eða önnur slík persónuleg einkaskjöl hennar sem stefndi hefur í sínum vörslum. Þá var synjað kröfu Jónínu um að ákvörðun sýslumanns, um töku gagna af ritsjórnarskrifstof- um Fréttablaðsins, yrði staðfest með dómi. Þá var Kári Jónasson sýknaður af refsikröfu Jónínu sem byggðist á 228. og 229. gr almennra hegningarlaga. Í þeim ákvæðum segir m.a. að það varði allt að eins árs fangelsi að hnýsast í bréf, skjöl, dagbækur eða önnur slík gögn, sem hafa að geyma upplýsingar um einkamál annarra. Sömu refsingu skal sá sæta sem á ólögmætan hátt verður sér úti um aðgang að gögnum eða forritum ann- arra sem geymd eru á tölvutæku formi. Ennfrem- ur er sami refsirammi fyrir að skýra opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að næg- ar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn. Þá voru stefndu sýknaðir af 5 milljóna kr. miska- bótakröfu Jónínu og málskostnaður felldur niður. Kvað sér ókunnugt um að Jónína bannaði birtingu Í niðurstöðu dómsins er rakið að stefndi Kári Jónasson hafi sagt tölvugögnin þ.e. ljósrit úr tölvu hafa borist Sigurjóni M. Egilssyni. Þeir hafi farið saman yfir gögnin sem hafi borið með sér að vera innlegg í umræðu um Baugsmál. Vinnsla frétta- efnis úr þeim hafi ekki verið hafin fyrr en sann- leiksgildi þeirra hefði verið staðfest með símtölum við þá sem tengdust tjáskiptum sem þar komu fram. Ætlunin hafi verið að birta einungis það sem hefði fréttagildi en alls ekki viðkvæmar persónu- upplýsingar. Kári kvað sér hafa verið ókunnugt um að Jónína hefði bannað birtingu. Þá er í niðurstöðu rakið að Sigurjón M. Egilsson hafi neitað að upplýsa hvernig honum bárust gögn- in. Sigríði Dögg Auðunsdóttur blaðamanni hafi verið falið að leita staðfestingar á að þetta væru rétt gögn þótt þau hafi ekki virst vera fölsuð. Er vitnað í Sigurjón sem sagðist hafa orðið vitni að símtali hennar við Jónínu. Sagði Sigurjón einungis hafa verið miðað að því að birta það sem væru al- mennar fréttir. Ekki fullyrt um ólögmæta öflun gagnanna Þá er í niðurstöðunni rakið að í stefnu Jónínu sé greint frá því að hún hafi óskað eftir því við lög- reglu að rannsakað yrði með opinberum hætti hvernig Fréttablaðið hefði komist yfir téð gögn án vitundar eða samþykkis hennar. Dómurinn tiltek- ur að ekki hafi verið farið fram á að beðið yrði eftir lyktum þeirrar rannsóknar og yrði ekki fullyrt að þetta hafi orðið með ólögmætum hætti að mati dómsins. Þá taldi dómurinn að engin efni væru heldur til að staðhæft yrði að útprentanir/ljósrit útprentana af tölvuskeytum, sem um ræðir í mál- inu, væru einkagögn Jónínu. Fréttablaðið hafi birt frásagnir, byggðar á þessum gögnum, um efni sem varðaði ætlaðan aðdraganda viðamikils opinbers máls en þar var ekki vikið að einkamálefnum Jón- ínu og væri ekki sýnt fram á að sú hafi verið ætl- unin. Með skrifum Fréttablaðsins hafi ekki verið farið út fyrir mörk sem tjáningarfrelsi eru sett. Samkvæmt þessu var ekki fullnægt þeim áskilnaði laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl. að Jónína hafi sannað eða gert sennilegt að athöfn, byrjuð eða yf- irvofandi, sem lögbann yrði lagt við, hefði brotið eða muni brjóta gegn lögvörðum rétti hennar. Taldi dómurinn því að synja bæri kröfu hennar á hendur 365 prentmiðlum um að staðfest yrði með dómi lögbann sýslumanns. Að mati dómsins leiddi þetta til að einnig bæri að sýkna 365 prentmiðla af kröfu Jónínu að ákvörðun sýslumanns um töku gagna frá Fréttablaðinu yrði staðfest með dómi. Þá var tekið fram að brot gegn fjarskiptalögum og lögum um persónuvernd og meðferð persónu- upplýsinga sæti meðferð opinberra mála og bar því af sjálfsdáðum að vísa frá dómi refsikröfu Jónínu á hendur Kára Jónassyni. Þá segir ennfremur að samkvæmt lögum um prentrétt sæti mál vegna brota á þeim meðferð op- inberra mála. Mál út af brotum gegn 228. og 229. gr. hegningarlaga geti hins vegar sá einn höfðað sem misgert væri við og breytti engu um það þótt í þessu tilviki væri byggt á lögum um prentrétt um refsiábyrgð Kára Jónassonar sem ritstjóra Frétta- blaðsins vegna efnis sem skortir nafngreiningu höfundar. Með vísun til röksemda dómsins fyrir því að hafna bæri staðfestingu lögbannsins varð niður- staða hans sú að ekki væru komnar fram neinar sannanir um brot gegn hegningarlögum. Bæri því að sýkna Kára. Um tilvísun Jónínu í lög um prentrétt segir dóm- urinn að án nánari heimfærslu til stuðnings miska- bótakröfu muni tilvísunin fela í sér skírskotun til fébótaábyrgðar Kára samkvæmt ábyrgðarreglu laga um prentrétt. Í sömu lögum sé rætt um inn- heimtu m.a. á fébótum sem ritstjóri sé dæmdur til að greiða. Samkvæmt skaðabótalögum frá 1993 sé heimilt að láta þann sem ber ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu ann- ars manns, greiða miskabætur. Niðurstaða dóms- ins varð sú með vísun til þess sem áður var getið, að á engan hátt hafi verið sýnt fram á að bótaskil- yrði væru uppfyllt að þessu leyti og því bæri að sýkna Kára af miskabótakröfunni. Sigurður H. Stefánsson héraðsdómari dæmdi málið. Hróbjartur Jónatansson hrl. flutti málið fyr- ir Jónínu og Jón Magnússon hrl. fyrir stefndu. Héraðsdómur synjar staðfestingar á lögbanni Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Hróbjartur Jónatansson og Sigurjón M. Egilsson ræða saman í Héraðsdómi í gær. SIGURJÓN M. Egilsson, frétta- stjóri Fréttablaðsins, sagði dóm héraðsdóms ekki hafa komið á óvart, enda hafi hann alltaf átt von á að kröfum á hendur Fréttablaðinu, ritstjóra og 365 prentmiðlum yrði hafnað eða vísað frá dómi. „Auðvitað átt- um við alltaf von á að svo yrði. En það eru ákveðin prinsípmál sem ég var hræddur við að við myndum lenda í vandræðum með eins og t.d. málþingið á skrifstofu Fréttablaðsins þar sem tekin voru af okkur vinnu- gögn og fleira. En þetta er fínt bara,“ sagði hann um nið- urstöðu dómsins. Sigurjón lýsti því að málið hefði snúist um stór grundvall- aratriði í blaðamennsku og lýsti því sem ofbeldi af hálfu sýslu- manns að leggja hald á gögn með lögbanninu í lok sept- ember auk banns sem sett var við birtingu upp úr tölvupósti Jónínu Benediktsdóttur. „Þetta var þvílíkt ofbeldi eins og við sögðum þá, og sem betur fer fór þannig að þetta var ekki stað- fest hér. Þeirri óvissu er því af- létt. Við getum rétt ímyndað okkur þá stöðu sem blaðamenn væru í ef dómari hefði tekið undir kröfurnar. Það yrði að vera neyðarfundur strax. Hvar ættum við þá að geyma vinnu- gögnin okkar? Þetta væri mikil aðför að starfsumhverfi blaða- manna. Sýslumaður sem úr- skurðaði um þetta, hlýtur að skammast sín.“ Hann sagðist þó ekki geta séð að dómurinn opnaði fyrir önnur vinnubrögð en hafa við- gengist. „Þetta var klárlega frétt og það fór ekkert á milli mála, bara svo skoðuð sé nið- urstaða Fjölmiðlavaktarinnar um umræðuna í samfélaginu þessa daga sem málið var í gangi. Þetta var aðalfréttin í samfélaginu, ekki það að við birtum gögnin, það voru nokkr- ir sem voru að reyna að segja að ekki mætti birta úr gögn- unum því einhver var að kalla þetta þjófstolin gögn. En fréttin var klárlega mikil. Þótt ég sé sigri hrósandi í augnablikinu get ég ekki verið að gefa út línu um hvernig þetta verður í framtíðinni,“ sagði Sigurjón og átti þar við önnur áþekk mál sem upp kunna að koma þegar fjölmiðlar standa frammi fyrir því að vinna úr gögnum sem þeim berast með einum eða öðrum hætti. „Dómurinn kom ekki á óvart“ HRÓBJARTUR Jónatansson, lögmaður Jónínu Benedikts- dóttur, sagði dóm héraðsdóms í máli hennar gegn Frétta- blaðinu „algerlega út í hött“. Hann lýsti yfir áfrýjun málsins við Morgunblaðið strax að lok- inni dómsuppkvaðningu í gær- morgun og þar sem Hæstirétt- ur ætti enn eftir að fjalla um málið, væri hægt að líta svo á að dómur héraðsdóms markaði aðeins hálfleik í málinu. „Við þekkjum það úr nýlegu máli gegn Árna Magnússyni, félagsmálaráðherra, að Hæsti- réttur snýr við dómi héraðs- dóms,“ sagði Hróbjartur. „Mér fannst borðleggjandi að lög- bannið yrði staðfest og að taka gagnanna væri rétt vegna þess að í póstunum er fullt af öðrum persónulegum hlutum sem ekki voru birtir. Samkvæmt niðurstöðu dómsins nú geta þeir [Fréttablaðið] tekið gögn- in og birt allt,“ sagði Hróbjart- ur. „Síðan er það misskilningur hjá dómara varðandi Kára Jón- asson því það var engin refsi- krafa gerð á hendur honum vegna laga um fjarskipti og persónuvernd. Eingungis var gerð krafa um refsingu vegna brota á almennum hegning- arlögum. Ég botna því ekkert í því hvernig dómarinn vísar frá kröfum sem ekki voru gerðar í málinu. Það er sérstakt skoð- unarefni. En niðurstaða hér- aðsdóms skiptir í raun engu máli því málið fer fyrir Hæsta- rétt og það er sú niðurstaða sem skiptir máli.“ Hróbjartur segist munu reyna að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, verði dóminum ekki hnekkt í Hæstarétti. „Það er fjölmargt í dómi héraðsdóms sem ekki er tekið á. Hann fjallar ekkert um það efni tölvupóstanna sem er mjög persónulegt og jafnframt víkur hann ekkert að eign- arhaldi þeirra.“ Lögbann sem sýslumaður setti á birtingu gagna í haust mun halda þangað til Hæsti- réttur dæmir í málinu enda frestast réttaáhrif sýknudóms héraðsdóms á meðan málið er til meðferðar hjá Hæstarétti. „Málið fer fyrir Hæstarétt“ Í TILEFNI af fréttaflutningi og um- ræðu undanfarna daga um frumvarp iðnaðarráðherra til breytinga á lög- um um rannsóknir og nýtingu á auð- lindum í jörðu, sem lagt var fram á Alþingi í haust en hlaut ekki af- greiðslu, er nauðsynlegt að koma eft- irfarandi á framfæri, segir í frétt frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti: Misskilnings hefur gætt um efni frumvarpsins, sem m.a. má rekja til ónákvæmra upplýsinga sem veittar voru af hálfu ráðuneytisins við með- ferð málsins á Alþingi varðandi hugs- anlegan forgang rannsóknarleyfis- hafa á útgáfu virkjunarleyfis. Beðist er velvirðingar á því. Frumvarpið gerir aðeins ráð fyrir breytingum sem varða rannsóknir á vatnsafli, en ekki nýtingu þess, þ.e. útgáfu virkjanaleyfa. Í umræðu síð- ustu daga hefur m.a. komið fram að útgáfa rannsóknarleyfa veiti sjálf- krafa rétt til nýtingar. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að skv. raforkulög- um er gert ráð fyrir að sækja þurfi sérstaklega um leyfi til nýtingar, þ.e. virkjunarleyfi, og auk þess má á það benda að forsenda nýtingar er ávallt að samið hafi verið við eiganda auð- lindar eða að eignarnámsferli sé haf- ið. Frumvarpið felur í sér að komi til þess að virkjunarleyfi verði veitt öðr- um en þeim sem stóðu fyrir rann- sóknum, beri þeim sem fær virkjun- arleyfið að endurgreiða rannsóknar- leyfishafa kostnað hans af rannsóknum. Það er talið nauðsyn- legt að tryggja þeim sem leggja í kostnaðarsamar rannsóknir að þeir fái kostnaðinn endurgreiddan komi til þess að þeir fái ekki virkjunarleyfi. Þetta er eini tilgangur frumvarpsins. Það er því ekki rétt, sem fram hef- ur komið í fréttum, að útgáfa rann- sóknarleyfis skv. frumvarpinu veiti forgang að útgáfu virkjunarleyfis. Í fréttum hefur því einnig verið haldið fram að ekki sé gert ráð fyrir að greiðsla komi fyrir nýtingu orku- auðlinda. Hér er um alvarlegar rang- færslur að ræða. Í þeim tilvikum þar sem auðlindir eru háðar einkaeignar- rétti verður sá sem nýta vill auðlind á landi annars að semja við landeig- anda eða fara fram á eignarnám. Í báðum tilvikum er landeiganda tryggt eðlilegt afgjald á grundvelli samninga eða fullar bætur. Þegar um er að ræða nýtingu auðlinda sem eru innan þjóðlendna skal einnig greitt fyrir það samkvæmt lögum um þjóð- lendur. Frumvarpið var lagt fram til að tryggja áframhaldandi rannsóknir á vatnsafli á meðan sérstök nefnd sem iðnaðarráherra mun skipa, mótar til- lögur til framtíðar um úthlutun rann- sókna- og virkjunarleyfa. Sú nefnd skal m.a. taka mið af niðurstöðum auðlindanefndar sem starfaði á veg- um forsætisráðherra. Sækja þarf sérstaklega um virkj- unarleyfi HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands úr- skurðaði karlmann í gæsluvarðhald til 20. desember á þriðjudag vegna rannsóknar lögreglunnar á Selfossi á gríðarlega umfangsmikilli kanna- bisræktun í uppsveitum Árnessýslu. Talning hefur leitt í ljós að 168 kannabisplöntur voru í húsinu auk 1 kg af kannabisefnum. Hinn grun- aði hefur kært úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar. Í gær var gerð nákvæmari leit í húsakynnum mannsins með fíkni- efnaleitarhundi og fundust þá 170 grömm til viðbótar af þurrkuðu maríúana. Plönturnar sem teknar voru eru gríðarstórar. Þær hæstu 2 metra háar, en flestar á bilinu 1–2 metrar á hæð. Mikið magn af THC, sem er virka efnið í kannabis, er í plöntunum að sögn lögreglunnar. Gæsluvarðhald fyrir kanna- bisræktun ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.