Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 49
greinarálit og tókst á móti öllum, háum sem lágum með sömu virðingu og hlýju. Eins ósérhlífinn, hjálpsam- ur og gefandi og þú gast verið varstu á sama hátt oft svo krefjandi, sérstak- lega gagnvart þínum nánustu. Og þegar þú bjóst hjá okkur Öddu var nú stundum eins og að hafa 6. barnið á heimilinu. En þannig varstu nú bara, Helgi minn, oft svona barnslega ein- faldur en í sama orði svo hjartahlýr og góður maður. Ekki einfaldur í meiningunni vitgrannur, nei, það var nú öðru nær. Það var bara þannig að í gegnum þín gleraugu voru allir menn í upplaginu góðir og þú trúðir aldrei neinu illu upp á neinn. Og þú áttir oft erfitt með að skilja þegar á vegi þín- um varð fólk sem gekk eitthvað annað til en það gaf í skyn í byrjun. Und- irferli var ekki í þína aska látið. Þú varst frumkvöðull og eldheitur hugsjónamaður sem trúðir á það að þú gætir lagt eitthvað gott til mál- anna í þessari veröld. Og þér tókst það, til hamingju með það! Eftir þig liggja lifandi minnisvarðar úti um allt land og mér er sagt að það sé þér, ein- göngu þér, að þakka að í dag er í boði kennsla fyrir geðfatlaða einstaklinga og einstaklinga með geðraskanir. Og nú ertu farinn, minn kæri. Aldrei framar munt þú trúa mér fyrir þínum hjartans málum, aldrei framar mun- um við syngja saman í Laugarnes- kirkju, aldrei framar verða bananar snæddir með steikum á mínu heimili, aldrei framar ferðu með börnin mín í Hundadal eða í kaffi til Gríms Gísla á Blönduósi og aldrei framar kemurðu of seint í mat. Og eins sárt og það er, Helgi minn, já, núna er það svo skelfi- lega sárt, þá fyrirgef ég þér. Vegna hvers? Vegna þess að aldrei framar þarft þú að líða frekari þjáningar. Aldrei framar … Guð blessi minningu þína, Helgi minn, Vápni. Þinn tengdasonur Heiðar Ingi Svansson. Það eru nokkrir menn, Helgi minn, sem maður hittir á ævinni og verða sjálfkrafa vinir manns, það stafar af gerð og upplagi þeirra. Helgi, þú varst einn af þessum mönnum, ég allavega lít á þig sem vin minn. Þó svo að við ræddum ekki saman um heima og geima alltaf þegar við settumst niður varstu einn þeirra manna sem ég gat þagað með og upplifað reynslu með í gegnum samveruna eina sam- an. Þó kom það fyrir að við ræddum málin og veistu hvað, ég held bara, Helgi minn, að þau orð hafi skipt meira máli en margt annað. Annars held ég það að við ættum bara að taka lagið sem við lágum yfir hérna um ár- ið og ég var að burðast við að kenna þér í C og láta þar við sitja. Ég held að það liggi þar best og það var alveg rétt hjá þér að þetta er eitt fallegasta lagið sem Tom Waits hefur samið. Takk Helgi minn fyrir allt saman, takk fyrir að vera þú, takk fyrir alla hjálpina í gegnum tíðina hvort sem um handtök var að ræða eða hrein- lega nærveru þína á erfiðum stundum sem og gleðilegum. Þú sagðir það um áramótin síðustu þegar við hittumst að ég gæti alltaf orðað hlutina af- dráttarlaust þegar þú spurðir mig hvað mér fyndist um ákvarðanir þín- ar og því vil ég segja þér það, Helgi minn, að mér þótti ákaflega vænt um þig. Ég leit upp til þín á mörgum svið- um og er á því að aðferðir þínar séu öllum til eftirbreytni, takk aftur fyrir að taka á móti mér eins og ég er, taka við börnunum mínum í risastóra hjartað þitt og hafa leyft okkur að vera partur af lífi þínu. Eina eftirsjáin er sú að við gátum ekki eytt meiri tíma saman. Ég á eftir að koma til þín og leyfa þér að heyra eitt og annað, okkar sameiginlega reynsla er ekki á enda, ég vona bara að þú verðir hjá okkur í framtíðinni, fjölskyldunni þinni. Guðmundur Egill Erlendsson. Afi minn – afasnúður, af því að þú kallaðir mig snúð þá varst þú afi snúð- ur. Núna ertu farinn frá okkur. Það var svo gaman að fara með þér í ferðalög í Gamla Rauð. Ég man þegar við Máni máttum sofa aftur í á meðan Unnur og Sóley voru hjá þér. Líka öll skiptin sem ég fór með þér til Vopna- fjarðar og ég fékk að hleypa öndunum út á morgnana hjá Gunnþórunni í Krossavík. Það voru margar ferðirn- ar sem við fórum saman. Síðan sátum við oft og horfðum á Múmínálfana saman, það var gaman. Ég sakna þín, þinn afasnúður Gabríel Sólon. Helgi Jósefsson var tengdafaðir sonar míns, Heiðars Inga. Við gönt- uðumst stundum með það að í tungu- málið vantaði eitt orð yfir tengsl okk- ar, orð eins og mágur, frændi, svili eða tengdafaðir. Við sviplegt andlát hans verður mér ljósara en áður að á íslensku er gott og gamalt orð sem lýsir sambandi okkar eins og best verður á kosið. Hann var vinur minn. Helgi kom fyrst inn í líf mitt eins og bónus við mína elskulegu tengdadótt- ur Öddu og hennar börn, Mána, Unni og Sóleyju, og síðar sameiginleg afa- börn okkar, Birtu og Örnu Dís. Í erf- iðum veikindum mínum studdi Helgi mig með heimsóknum og fyirbænum, sem báru tilætlaðan árangur. Ég fann frið og öryggi í návist æðri máttar. Ég á Helga meiri skuld að gjalda en orð fá lýst. Ég ásaka sjálfan mig fyrir að hafa ekki reynst honum betri vin- ur, þegar hann átti um sárt að binda. Helgi Jósefsson var fjölhæfur mað- ur með víðtæka menntun og starfs- reynslu. Hann hafði starfað sem tré- smiður og kennari. Um hríð stundaði hann nám í guðfræði við Háskóla Ís- lands. Hin síðustu ár vann Helgi mik- ið brautryðjendastarf í endurhæfingu geðsjúkra, fyrst á Akureyri og síðar í Reykjavík undir merkjum Fjöl- menntar, en hann taldi að geðsjúkir þyrftu öruggt umhverfi til endurhæf- ingar og náms á eigin forsendum. Reynsla hefur sýnt að þar hafði hann rétt fyrir sér. Starf hans á þessum vettvangi hefur skilað ómældum ár- angri og þar naut hann sín til fulls. Skilningur hans og takmarkalaus virðing fyrir fólki voru eftirtektar- verð og það verður erfitt að fylla það skarð sem hann skilur eftir. Í huga mér hvílir mynd af Helga á góðum degi. Hann bankaði uppá heima hjá mér, nýkominn úr Vestur- bæjarlauginni. Við sátum yfir kaffi- bolla og ræddum saman um okkar nánustu. Eins og alltaf spurði hann eftir Kára syni mínum, sem hann reyndist besti vinur. Síðan hvarf hann á brott á hjólinu sínu með hljómsveit- ina Radiohead í eyrunum sem afa- barnið Máni hafði kennt honum að meta. Þannig var Helgi. Hann stóð traustum fótum í kristinni trú en gekk opnum huga til móts við sér- hvern dag. Helgi elskaði takmarkalaust og helgaði sig störfum í þágu hinna veiku og bágstöddu. Elska hans var bundin voninni um betra líf. Gæfa hans var að geta hjálpað til að láta vonir margra rætast. Ættingjar og vinir syrgja, en dauðinn eyðir ekki öllu. Hann breytir ekki því lífi sem lifað var. Fyrir mér var Helgi Jósefsson sendiboði kær- leikans. Guð gefi ástvinum hans, þar á meðal öldruðum föður hans, styrk, kærleika og von til að styðja hvert annað. Þannig varðveitum við best minningu um góðan dreng. Svanur Kristjánsson. Elsku fjölskylda og vinir Helga Jósefssonar. Þótt nú sé öðlingur mik- ill horfinn á vit annars heims, gleymi ég því aldrei hve vænt um hann mér þótti meðan á hérvistardögum hans stóð. Hann var mér sem annar faðir og studdi mig sem klettur er aldrei molnaði í glímunni við þá hræðilegu sinnissýki sem ég hef átt við að stríða í rúmlega þrjú og hálft ár. Þegar öllu er á botninn hvolft, allir spekingar þagnaðir og öll kurl komin til grafar, þá stendur aðeins ein spurning eftir að lokum æviskeiðsins: var lifað til gagns og gleði meðsystk- inum vorum hér á jörð? Í tilfelli Helga Jósefssonar var svarið glymjandi J́á!́ Minningin um Helga mun ylja mér og orna það sem eftir er af jarðvistar- dögum mínum, þar til við hittumst á ný hinum megin. Guð geymi góðan dreng. Kári Auðar Svansson. Neyttu þeirrar gáfu, sem þú átt. Það yrði heldur hljótt í skóginum ef engir fuglar mættu syngja þar nema þeir, sem syngja best. (Henry van Dyke.) Þetta ljóð og Helgi Jósefsson hafa alltaf tengst sterkum böndum í mín- um huga. Það hefur fylgt Helga þau 3 ár sem við höfum starfað saman og verið á forsíðu námsskráa, skýrslna og á nánast öllu sem hann hefur sent frá sér í starfi sínu hjá Fjölmennt. Ljóðið lýsir einnig manninum mjög vel. Helgi trúði því einlæglega að allir ættu að fá tækifæri og ekki mætti úti- loka neinn frá þátttöku. Þessi lífssýn Helga var mjög áberandi í öllum störfum hans hjá Fjölmennt. Helgi var eldhugi sem barðist af einurð og festu fyrir því sem honum fannst rétt og margir áttu hauk í horni þar sem Helgi var því hann var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd og gefa góð ráð. Helgi átti farsælan starfsferil þau þrjú ár sem við störfuðum saman og byggði hann upp námstilboð fyrir fólk með geðraskanir og seinni tíma heila- skaða af fádæma harðfylgi og dugn- aði. Nú er svo komið að um 100 nem- endur stunda nám hjá þessu nýja námstilboði og veit ég að minning Helga mun lifa um ókomna tíð hjá þeim sem því starfi tengjast, bæði starfsfólki og nemendum. Ég vil að lokum votta aðstandend- um Helga mína dýpstu samúð og senda þeim hlýjar kveðjur á þessum erfiðu tímum. Atli Lýðsson, framkvæmdastjóri Fjölmenntar. Í dag er Helgi Jósefsson borinn til hinstu hvílu. Helgi starfaði við Verkmenntaskól- ann á Akureyri um árabil og allt þar til hann þurfti vegna breytinga á starfsvettvangi sínum að flytja bú- ferlum suður til Reykjavíkur. Það gerði hann eftir áralanga baráttu sína og hugsjónastarf fyrir fatlaða ein- staklinga, unga og eldri, en hann ann- aðist kennslu þeirra bæði hér í skól- anum sem á sviði fullorðinsfræðslu sem hann veitti forstöðu hér í bæ. Hagsmunir þessa minnihlutahóps voru honum baráttumál og féll honum þungt þegar hann náði ekki takmarki sínu sem fólst í því að húsnæðismál fullorðinsfræðslu fatlaðra á Akureyri yrðu leyst til frambúðar. Um leið var starf hans lagt niður á því sviði og hvarf hann þá til starfa í Reykjavík sem verkefnisstjóri á sviði kennslu geðfatlaðra. Hér í Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri sinnti hann starfi sínu sem sér- kennari starfsdeildar af mikilli alúð og eljusemi. Ekki var starf hans minna við að leiðbeina almennum nemendum skólans með leshömlun, greina þá sem slíka og aðstoða við að ná tökum á framhaldsskólanámi sínu. Við sem störfuðum hér með Helga horfum nú á bak góðum samstarfs- manni og félaga. Hann kenndi okkur margt er laut að þeim sem minna mega sín í námi og lífsbaráttu og hafði þannig jákvæð áhrif út í allt skólasamfélagið. Fyrir það verðum við honum ævinlega þakklát. Fyrir hönd fyrrum samstarfsfólks hér á Eyrarlandsholtinu votta ég fjöl- skyldu Helga og ástvinum dýpstu samúð. Hjalti Jón Sveinsson skólameistari. Kveðja frá guðfræðideild Háskóla Íslands Helgi Jósefsson Vápni, hóf nám við guðfræðideild í ársbyrjun 2003 og valdi sér þar námsbraut í djákna- fræðum sem viðbótarnám við kenn- aramenntun sína. Markmið hans var að treysta grundvöll sinn í kennara- hlutverkinu og efla hann fyrir þá köll- un sína að geta hlúð sem best að þeim nemendum sem standa höllum fæti í hinu hefðbundna skólakerfi. Hann var langt kominn með námið þegar hann tók sér hlé vegna veikinda. Það var ánægjulegt að hafa Helga sem nemanda í kennslustundum. Hann tók lifandi þátt í því sem fram fór í tímum og gaf það góða vísbend- ingu um sérstaka hæfileika hans sem kennara. Það var augljóst að ekki var komið að tómum kofunum í guðfræði- legum efnum þar sem Helgi var og að baki spurningum hans og athuga- semdum var reyndur trúmaður sem hafði háð glímu sína við Guð og menn. Hann var afar þakklátur fyrir þá fræðslu og kennslu sem hann fékk og vitnaði um það drengilega á umræðu- fundi í kirkjudeildafræði þar sem hann tók upp hanskann fyrir guð- fræðideil. Taldi hann þangað margt og mikið að sækja bæði fyrir leitandi fólk í trúarefnum og fólk sem ætti SJÁ SÍÐU 50 Elsku afi. Mig langar bara aðeins að kveðja þig. Vertu nú sæll og takk fyrir allt. Bæði fyrir alls- konar skemmtilega hluti sem að þú gafst mér eða hluti sem við gerðum saman. Hvort sem það var veiðistöngin, úti- legurnar í Gamla Rauð, golf- völlurinn í garðinum þínum í Tungusíðunni eða ég að spila á gítar og þú að hvetja mig áfram í tónlistinni frá því ég var tveggja ára. Ég sakna þín og vona að þér líði vel! Kveðja, þinn Daníel Máni. Elsku Helgi afi. Ég sakna þín mikið. Ég man hvað þú kallaðir okkur: þú kallaðir Gabríel snúð, þú kallaðir Mána kút, þú kallaðir mig og Unni stell- ur, þú kallaðir Birtu grjón, og Örnu spons. En núna ertu orðinn engill og ég vona að Guð varðveiti þig. Og að þú vitir hvað allir voru leiðir þegar þú dóst. Þín elskulega Sóley Ylja. Elsku afi. Ég man hvað allir voru leiðir þegar við sáum þig vaf- inn inn í teppi þegar þú dóst og allir grátandi. Ég man eftir gamla Rauð. Kær kveðja, þín Unnur Blær. HINSTA KVEÐJA MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 49 MINNINGAR Þökkum stuðning, ástúð og umhyggju í veikind- um og við andlát SIGURÐAR E. ÞORKELSSONAR fyrrverandi skólastjóra. Hildur Harðardóttir, Melkorka Sigurðardóttir, Valtýr Guðbrandsson og börn, Þorkatla Sigurðardóttir, Þröstur Ingvason og synir, Þorkell Snorri Sigurðarson og dóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GRÍMU SVEINBJÖRNSDÓTTUR, Hlíðarvegi 8, Kópavogi. Hugheilar þakkir færum við hjúkrunarfræðingum Karitasar. Stefnir Helgason, Birna Stefnisdóttir, Aðalsteinn Steinþórsson, Brynja Sif Stefnisdóttir, Agnar Strandberg, Sigurður Hrafn Stefnisson, Hekla Ívarsdóttir og barnabörn. Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSU EIRÍKSDÓTTUR, Bræðraborgarstíg 31, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir góða umönnun. Einar Þorsteinsson, Eiríkur Þorsteinsson, Unnur Viggósdóttir, Guðlaugur Pálsson, Kolbrún Jónsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vinarþel við andlát og útför föður okkar, sonar, bróður og mágs, ÞORGRÍMS JÓNS EINARSSONAR tölfræðings, Ugluhólum 12, Reykjavík. Jón Ingi Þorgrímsson, Margrét Kristín Þorgrímsdóttir, Einar Þ. Einarsson, Ingveldur Hjaltested, Einar Einarsson, Steinunn Rósborg Sigurðardóttir, Lárus Einarsson, Matthildur Þórðardóttir, Þuríður Einarsdóttir, Halldór Harðarson og systkinabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.