Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 43 MINNINGAR sem við seljum á Herrakvöldum okkar til styrktar einhverju góðu málefni. Það var sama hvort við vor- um í leik eða starfi alltaf var Helgi hrókur alls fagnaðar. Það er erfitt að sjá á eftir góðum félaga yfir móðuna miklu og eitt er víst að Kiwanis- klúbburinn Elliði verður ekki samur á eftir, en minningin lifir um góðan félaga um ókomin ár. Við Elliða- félagar biðjum honum Guðs bless- unar á nýjum stað og biðjum góðan Guð að blessa Lóló og börnin þeirra og barnabörn sem nú eiga um sárt að binda. Elliðafélagar. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) Mig langar í örfáum orðum að kveðja kæran æskuvin minn Helga Loftsson. Helgi vinur minn var drengur góður. Hann vildi hvers manns vanda leysa og var ávallt hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Hann var vinmargur og voru vinirnir aldrei langt undan. Gleðin var honum í blóð borin. Þær eru elskulegar allar minningarnar sem ég get yljað mér við nú frá uppvaxt- arárunum okkar og allt til dagsins í dag. Við hugsum um tilgang lífsins, ör- lög okkar allra og um hvert stefnir við fráfall ástvina okkar og óvissa ríkir í huga okkar um stund. Þegar að er gáð er dauðinn ekki aðeins dauði og lífið ekki aðeins líf, heldur er því stundum öfugt farið, dauðinn aðeins áframhaldandi líf og lífið stundum harðara en hel. Af hverju er þetta svo? Ég á ekki eitt svar til við því, en hef samt skil- ið, að þeir sem við elskum eru alltaf hjá okkur, í einhverri mynd, og veita okkur styrk í sorginni. Á tímamótum sem þessum öðlast kærleikurinn aukið gildi. Sama er að segja um þá sem elska okkur. Þeir halda áfram, hvert sem leið þeirra liggur, því ást- in er sterkari en dauðinn og það sem lifir í minningunni eigum við áfram. Það verður aldrei frá okkur tekið. Til eru þær stundir í lífi mínu, að mig skortir orð til að lýsa tilfinn- ingum mínum á viðeigandi hátt. Þess vegna verð ég að láta mér nægja að votta þér að lokum mitt innilegasta þakklæti fyrir hverja stund, sem ég fékk að njóta þíns stóra hjarta, Helgi minn. Ég bið góðan guð að styrkja alla ástvini þína; sér í lagi Lóló þína og börnin í þeirra sáru sorg. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Sigurður Snævar Gunnarsson. Hve elska eg þig, gleði, með geislana þína, – án gleði er eg aumlega stödd – þá sólbros þitt skín inn í sálina mína, þar syngur hver einasta rödd. Þú opnar það besta, sem eðli mitt geymir og uppljómar dimmustu göng, svo ljósið og hitinn að hjarta mér streym- ir, og hugurinn fyllist með söng. (Ólöf Sigurðardóttir.) Þessar ljóðlínur eiga svo sannar- lega við Helga Loftsson því að hann var sannkallaður gleðigjafi. Hann sjálfur var fullur af lífsgleði, já- kvæðni og einstakri bjartsýni og smitaði alla sem voru í kringum hann. Hann „breytti dimmu í dags- ljós“ með nærveru sinni. Helgi minn, við hjónin þökkum þér fyrir einstaklega góð kynni. Ég þakka þér fyrir frábært samstarf að margvíslegum verkefnum fyrir Kiw- anisklúbbinn Elliða. Það samstarf var einstaklega gefandi. Blessuð sé minning þín. Kæra Lóló, guð blessi þig og fjöl- skyldu þína og veiti ykkur styrk. Páll og Ída. Í dag kveðjum við hjónin kæran vin og félaga. Margar eru gleði- stundirnar sem við höfum átt með hjónunum Helga og Lóló. Betri ferðafélaga var ekki hægt að hugsa sér en þau hjónin. Margar eru ferð- irnar sem höfum farið saman bæði hér heima og erlendis. Helgi minn það er margt sem kemur upp í hug- ann þegar litið er til baka og margs að minnast. Ég vil þakka sérstak- lega fyrir, hvað þú varst traustur vinur í veikindum mínum, þegar við vorum saman í sumarhúsi á Spáni. Þar sýnduð þið Lóló okkur hvað er gott að eiga trausta vini. Ég er búinn að þekkja Helga lengi. Við erum báðir Valsarar, allt frá því að við æfðum fótbolta með yngri flokkum Vals. Helgi tók síðan að sér þjálfun yngri flokka Vals í fót- bolta og einnig þjálfaði hann hjá fleiri félögum stráka með mjög góð- um árangri í mörg ár. Hann var virt- ur af stjórnendum félaganna og dáð- ur af drengjunum sem hann þjálfaði. Það var gaman að verða vitni að því þegar hann hitti drengina, sem full- vaxna menn, hvað þeir heilsuðu hon- um innilega. Fyrir um það bil 30 árum gengum við saman í Kiwanisklúbbinn Elliða. Helgi gegndi flestum ábyrgðarstörf- um innan klúbbsins og varð tvisvar forseti klúbbsins. Erfitt verður að fylla það skarð sem Helgi lætur eftir sig og klúbburinn verður ekki sá sami á eftir. Við eigum eftir að sakna hlátursins og lífsgleðinnar hans Helga. Þín verður sárt saknað. Við hjónin, börnin okkar og þeirra fjölskyldur minnast vinarins góða og þakka fyrir allar gleðistundirnar. Kæra vinkona Lóló, Ingi, Ævar og Gugga við fjölskyldan vottum ykkur okkar innilegustu samúð, megi guð gæta ykkar allra. Anna og Sigmundur. Helgi Loftsson var þeim eiginleik- um gæddur að ekki fór alltaf mikið fyrir honum þar sem hann kom en hann setti sitt mark á þá sem hans návista nutu. Þannig var það árið 1971, þegar Helgi tók við þjálfun 4. fl. Vals í knattspyrnu. Í þeim hópi voru marg- ir ungir og efnilegir knattspyrnu- menn sem áttu eftir að mótast og verða að mönnum. Helgi fóstraði þennan hóp afskaplega vel, og lagði grunninn að velgengni flokksins það sumar, þegar hann leiddi Val til sig- urs í Íslandsmótinu eftir úrslitaleik á gamla Melavellinum við ÍBV. Allir þeir leikmenn sem þarna léku voru að sigra í Íslandsmóti í knattspyrnu í fyrsta skipti. Hafði þessi árangur mikil áhrif á unga drengi, gaf þeim sjálfstraust og metnað til frekari afreka. Margir úr þessum hópi áttu ekki einungis eftir að vinna marga sigra með meistara- flokki Vals síðar meir, heldur einnig í öðrum félögum, í landsliði Íslands og í atvinnumennsku erlendis. Það er alveg ljóst að fyrsti sigur á Íslandsmóti gaf tóninn, og átti Helgi þar stærstan þátt. Hann hafði lag á að fá okkur strákana með sér án láta eða tilskipana, og var ekki síður fé- lagi og uppalandi en eingöngu knatt- spyrnuþjálfari. Við minnumst Helga Loftssonar með þakklæti í huga og viljum með þessu fáu orðum votta fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Íslandsmeistarar Vals í 4. flokki karla árið 1971. Vinnufélagi okkar, Helgi Lofts- son, er látinn, langt um aldur fram. Er hann kom til starfa hjá Esju, kjötvinnslu, fyrir u.þ.b. tveimur ár- um fylgdi honum ferskur blær. Hann var léttur í skapi og þegar þannig lá á honum í vinnunni gat hann talað út í eitt. Skipti þá ekki máli hvort viðmælandinn var ís- lenskur, pólskur eða annarrar þjóð- ar, Helgi hafði alltaf frá einhverju að segja. Mér varð eitt sinn að orði við Helga: „Helgi minn, útlendingarnir skilja ekki hvað þú ert að segja, þú talar bara íslensku.“ Þá svaraði hann að bragði: „Ja, þetta síast inn að lokum.“ Hann gafst aldrei upp, ís- lensku skyldu þau læra. Ef Helgi var ekki að spjalla við vinnufélagana þá söng hann háum rómi, hann var alltaf hress og kátur og hafði mjög smitandi hlátur, hann vildi hafa líf og fjör í kringum sig. Samstarfsfólki Helga hjá Esju þótti ákaflega vænt um hann. Hann var mikill mannvinur og stakt prúð- menni, lynti við alla og sýndi aldrei annað en glaðværð og eru menn eins og hann vandfundnir. Við sitjum eft- ir með sorg í hjarta en full þakklætis yfir að hafa kynnst svo góðum dreng sem Helgi var. Biðjum við honum Guðs blessunar og vottum fjölskyldu hans dýpstu samúð. Far þú í friði, kæri vinur. F.h. starfsfólks Esju, kjötvinnslu, Jón Sigurðsson. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann fósturföður minn að þurfa að taka við uppeldinu á fordekruðum telpukrakka þegar hann og mamma hófu búskap. Ég hef verið um þriggja ára aldur þegar hann kom inn í líf mitt. Ég hafði alist upp hjá móðurforeldurm mínum en þar bjó mamma með mig. Ég var augasteinn allra í fjöldkyld- unni og óvön því að fá ekki það sem ég vildi. Ég átti líka tvo pabba og tvær mömmur því ég hafði vanist því að kalla afa minn og ömmu pabba og mömmu eins og mamma. Það var ekki auðvelt fyrir mig að eignast einn pabbann í viðbót og þrátt fyrir að ég reyndi að kalla Inga pabba tókst mér það ekki – en fyrir mig er nafnið Ingi tilfinningalega það sama og pabbi. Á mínum uppvaxtarárum kom oft fyrir að við vorum ekki sammála enda bæði mjög ákveðnir einstaklingar með sterkar skoðanir. Á meðan við bjuggum í sama húsi og afi minn og amma tóku þau yfirleitt málstað minn svo uppeldið var ekki létt verk. Þetta þýddi ekki að okkur Inga kæmi illa saman, langt því frá því Ingi var mjög barngóður og hafði einstakt lag á að laða mig að sér. Hann hafði t.d. ótrúlega frásagnargáfu og mér er sérstaklega minnisstæð sagan af Tarsan sem ólst upp hjá öpunum. Hann sagði mér lítinn kafla af sög- unni daglega og ég beið eftir að hann kæmi heim úr vinnunni á kvöldin til þess að fá hann til að segja mér meira. Þetta var oft svo spennandi að mamma var farin að leggja við hlust- irnar. Þegar ég hugsa til baka koma ýms- ar myndir upp í hugann. Veiðiferð- irnar sem fjölskyldan fór í bæði þeg- ar ég og systkini mín voru lítil og eins eftir að ég var sjálf komin með fjöl- skyldu og hann að kenna dætrum mínum veiðiskap. Ferðalögin til út- landa, bæði til Evrópu og ekki síst þegar við fórum til Kaliforníu að heimsækja frændfólk Inga. Það var ógleymanlegur tími og við þreytt- umst aldrei á að rifja þann tíma upp og hlæja að spaugilegum atvikum sem þar áttu sér stað. Ingi hafði ótrúlega hæfileika til að sjá það spaugilega og stutt í glettnina og þessi eiginleiki tel ég að hafi m.a. fleytt honum gegnum erfið veikindi hans sl. ár. Jákvæðni hans og það að reyna að sjá alltaf björtu hliðarnar á tilverunni og taka því sem að höndum bar með æðruleysi. Þegar Ingi hætti að vinna, þá um sjötugt, höfðum við börnin hans áhyggjur af því að nú færu í hönd erf- iðir tímar fyrir hann og gáfum honum gamla tölvu til þess að hann hefði eitthvað til að dunda við ef honum sýndist svo. Hann tók við þessum grip fullur áhuga þótt hann hefði aldrei snert tölvu áður og fyrr en varði var hann kominn á fulla ferð með að skrifa. Eftir hann liggja ótal sögur, bæði smásögur og eins sögur frá uppvaxtarárum hans. Einnig frá- sagnir af vinnubrögðum fyrri tíma og annar fróðleikur og skemmtiefni. Á þessum rúma áratug eignaðist hann þrjár tölvur og óskaði sér mynda- skanna í áttræðisafmælisgjöf. Þetta sýnir hve auðvelt hann átti með að til- einka sér nýjungar þótt hann væri kominn á efri ár. Þarna komu líka fram hæfileikar sem hann hefði ef- laust getað nýtt sér ef hann hefði lif- að aðra tíma. Hann hefur alltaf reynst mér sem besti faðir og aldrei gat ég fundið hjá honum að ég væri ekki dóttir hans og gagnkvæm virðing og væntumþykja var á milli okkar allt til hinstu stund- ar. Hann var dætrum mínum sá besti afi sem þær hefðu getað fengið. Alltaf hafði hann tíma fyrir þær og þær vissu ekkert betra en að fá að gista hjá afa og ömmu á Hraunbrautinni. Ingi hafði dulræna hæfileika og gat oft sagt hluti fyrir. Síðasta kvöld- ið sem hann lifði fórum við systurnar til hans og þá sagði hann hluti við okkur sem við skildum ekki þá en þegar okkur var tilkynnt andlátið morguninn eftir skildum við að hann var að búa sig undir að yfirgefa þetta jarðlíf. Ég vil að leiðarlokum þakka Inga þá ást og umhyggju sem hann gaf mér og minni fjölskyldu og er okkur ómetanlegt. Hvíli hann í Guðs friði. Guðrún Kristinsdóttir. Mig langar til að kveðja hann Ingi- mar með fáeinum orðum. Kynni mín af honum hófust fyrir um tuttugu árum er við Birna eign- uðumst frumburðinn okkar hana Sunnu. Notalegt viðmót þeirra hjóna Ingimars og Huldu staðfesti þann grun minn að hér væri að finna hið mesta fyrirmyndarfólk er tók mér opnum örmum líkt og að það hafði þekkt mig lengi. Ingimar náði fljót- lega til mín þar sem hann var alinn upp í sveit eins og ég, og gat staldrað lengi við það að segja sögur frá bernsku sinni og uppvaxtarárum því að af þeim sögum hafði hann nóg. Ingimar átti heima víða með foreldr- um sínum og kynntist því mörgu sem alla tíð síðan hefur átt stóran sess í frásögum hans. Börnin mín hafa not- ið þess í gegnum tíðina að heyra afa sinn segja á svo skemmtilegan hátt frá því sem á daga hans hefur drifið eða þá að heyra hann tjá sig um það sem efst væri á baugi þá stundina. Ingimar nam járnsmíði í Iðnskólan- um í Reykjavík og vann við þá iðn alla tíð síðan. Lengst af hjá Vegagerð rík- isins sem verkstjóri við þá deild er sá um brúarsmíði fyrir vegi landsins, en af þeim vettvangi var hann hafsjór af fróðleik, og sögurnar voru margar úr smiðjunni enda ekki nema von, þar sem um fjölmennan vinnustað var að ræða, og margur unglingspilturinn lærði sín fyrstu handbrögð í járniðn með vökulum augum Ingimars. Ingi- mar veiktist fyrir mörgum árum af sykursýki er fór að hafa veruleg áhrif á hann allra seinustu árin en árið í ár er búið að vera erfitt fyrir Ingimar, því fyrr á árinu missti hann elskulega eiginkonu sína, hana Huldu, er var öllum í fjölskyldunni mikill missir og upp frá því fer heilsu hans að hraka mjög. Eftir finnst mér standa það að allt- af, þrátt fyrir mikil veikindi, hélt hann sinni andlegu heilsu með reisn, gerði jafnvel að gamni sínu því ekki vildi hann sjá það að fólki liði illa, minnið var allt það sama sem áður sögurnar úr sveitinni og smiðjunni, alveg fram í andlátið. Ég vil þakka fyrir það að hafa átt Ingimar að sem góðan tengdaföður og fyrirmyndar afa barna minna. Friðþjófur Th. Ruiz. Elsku afi. Okkur þykir mjög leiðinlegt að þú sért búinn að yfirgefa okkur, en þú ert nú samt kominn á góðan stað. Við munum sakna allra skemmtilegu frá- sagnanna, allra molanna og allrar hlýjunnar sem þú veittir okkur. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín því þú hafðir alltaf frá svo mörgu að segja. Bæði sögur úr lífi þínu, einhverju sem þú hafðir lesið eða heyrt, annars bara tala um lífið og tilveruna. Þú hafðir einnig mikinn áhuga á öllum íþróttum, þótt þú hafir ekki haldið með rétta liðinu í fótbolta! Það var alltaf jafn gaman að spila við þig því við vorum alltaf sigurvegarar þótt við töpuðum. Elsku besti afi, við þökkum þér fyrir allt sem þú kenndir okkur og gerðir fyrir okkur og við geymum minningu þína í hjörtum okkar. Guð geymi þig. Fannar Ingi og Logi Steinn. Ein af mínum fyrstu minningum er þar sem við sátum í gula Broncoinum þínum í Lækjargötu fyrir framan Skalla um þetta leyti árs, amma var að útrétta fyrir jólin, og þar sem við biðum eftir henni sagðir þú mér sögu frá því þegar þú varst lítill strákur og hélst að þú hefðir séð draug í myrkr- inu í fjósinu, sem reyndist síðan vera lítill kálfur. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en löngu síðar að þú hafðir í raun ekki verið að segja mér draugasögu heldur varstu að segja mér að allir hlutir hafa sína skýringu og að það væri t.d. óþarfi að óttast myrkrið. Þetta varst þú, alltaf að segja sögur, ekki bara til skemmtunar heldur fyrst og fremst til fróðleiks þeim sem hlustuðu. Ekkert barn getur óskað sér betri afa, þú hafði alltaf tíma, tíma til að spjalla og hlusta, segja sögur og svo má nú ekki gleyma þeim ófáu bíltúrum sem við fórum til að skoða náttúruna, fuglalífið og styttur bæjarins og að sjálfsögðu fylgdi alltaf saga hverju viðfangsefni. Elsku afi minn, þótt tími okkar saman sé á þrotum þá standa minn- ingarnar eftir, eitt það dýrmætasta sem við eigum. Sægur minninga um ykkur ömmu hefur þegar fyllt hjarta mitt og mun varðveitast þar að eilífu. Guð varðveiti þig afi minn og góða ferð. Þín afastelpa, Brynja. Kveðjustundir eru ávallt erfiðar og það hryggir okkur að þurfa að kveðja hann afa, sem fékk okkur alltaf til að hlæja, sama hvernig ástandið var. Afi var gjafmildur og hjartahlýr og fátt gladdi hann meira en að fá koss á kinn frá börnunum sínum. Hann afi var sögumaður mikill og sagði hann okkur ófáar sögurnar af sældarlífinu í sveitinni og einnig skopsamar frásagnir af okkur á yngri árum. Með þessum fallegu orðum viljum við kveðja afa: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku besti afi, nú ert þú kominn á stað þar sem veikindi þín hrjá þig ekki lengur og við vitum að amma tekur á móti þér með opnum örmum. Við kveðjum þig með sorg í hjarta, en minnumst þín með bros á vör. Þínar Sunna og Helena. Ingimar Sigurðsson hefur nú lagt upp í sína hinstu för, til hennar Huldu sinnar, sem kvaddi okkur 14. mars sl. Þegar eldri sonur þeirra, Al- exander, gekk að eiga yngstu dóttur okkar Eddu, fundum við hjónin fljót- lega hvað það var gott að tengjast þeirra stóru samheldnu fjölskyldu. Ingimar var einn þeirra manna sem telja mátti góðan fulltrúa til verndar þjóðlegum siðum og þjóðrækni, í víðri merkingu þess orðs. Hann hef- ur alltaf unnað hvers konar fróðleik, einkum þó sagnfræði og ættvísi. Eft- ir að hann komst á eftirlaun, voru dagarnir notaðir til bóklesturs um menn og málefni liðinna tíma og hann tileinkaði sér nútíma tækni með tölvu og skráði þar margar ættartölur og sögur um fólk frá fyrri tíð. Barna- börn Ingimars voru aufúsugestir hjá honum og oft tóku þau þátt í um- ræðum við okkur hin, á það vitrænan hátt, að maður spurði undrandi hvernig þau vissu svona margt. Svar- ið var alltaf það sama ,, hann afi Ingi sagði okkur þetta.“ Já Ingimar Sig- urðsson er kvaddur með virðingu og þökk. Ég sendi börnum hans, tengda- börnum og barnabörnum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Edda Jónsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Ingi- mar Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Guðrún Halla, Einar Long Siguroddsson, Gyða Marvins- dóttir og Fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.