Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 59 MENNING Þessi mynd er blaut, ég mál-aði hana í gær. Maðurverður að hreyfa sig eitt- hvað,“ segir Eggert Magnússon og tekur nýja mynd upp af borði við gluggann; hún sýnir Ayers Rock – fjallið helga í Ástralíu. Þessi hógværi listamaður hefur um árabil verið einn kunnasti sjálfmenntaði listmálari Íslend- inga, einn svokallaðra einfara í myndlistinni, og hefur hann með árunum eignast dyggan hóp aðdá- enda. Hann hóf að mála um 1960 en hefur sinnt því af krafti eftir að hann hætti að vinna. Í mars síðastliðnum varð Egg- ert níræður en þrátt fyrir háan aldur heldur hann áfram að skapa ný verk heima í íbúð sinni í Sel- ásnum. Og þessa dagana stendur yfir einkasýning hans, í Gerðu- bergi, en þar sýnir hann 36 mál- verk og nefnist sýningin „Ungur undir silfurhærum“. Í litskrúð- ugum verkunum málar Eggert gamlar minningar, eins og frá þeim tíma er hann starfaði í Afr- íku; þarna eru myndir af eld- gosum, af hvölum, rostungum, maður á sjóbretti, myndir af for- feðrum listamannsins, ein af hon- um fimmtugum með páskaegg og önnur af Spánarkonungi. „Ég reyni að vera duglegur – ég hef svolítið verið að lagfæra myndir. Ætli þetta verði ekki síð- asta sýningin, ég veit það ekki. Það heldur í manni lífinu að gera eitthvað.“    Eggert hefur alla tíð farið eig-in leiðir. Fyrst þegar við hittumst, fyrir tæpum tuttugu ár- um, var hann búinn að koma sér fyrir í þjónustuíbúð fyrir aldraða á Seltjarnarnesi. Þar bjó hann þó ekki lengi, heldur keypti sér íbúð í Laugarnesinu og útskýrði flutn- inginn með fáum orðum: „Þessar íbúðir úti á Nesi voru bara fyrir gamalt fólk.“ Og Eggert er enn ungur í anda en lítur samt yfir farinn veg í myndunum og neitar því ekki að þær segi margar sög- ur. „Sumt af þessu eru gamlir at- burðir úr lífi mínu. Þarna eru líka myndir af eldgosum, í Heklu og við Napolí; ég hef gaman af að skoða jökla og eldgos. Ég fór með hópi á Skeiðarársand eftir hlaupið um árið. Þar voru miklir jakar sem fóru fram sandinn. Ein mynd- in á sýningunni, „Kona á Skeið- arársandi“, er minning frá þeirri ferð. Það er sagt að þessir jakar hverfi ofan í sandinn og þeir gera hann erf- iðan yfirferðar – en það er langt á milli hlaupa.“ Þrátt fyrir að hafa yndi af ferðalögum og sögum frá fjar- lægum deildum jarðar er Eggert Reykvíkingur í húð og hár; faðir hans var frá bænum Breið- holti sem hverfið er kennt við í dag. „Já, ég er ætt- aður frá Breið- holti og Hólmi hér fyrir utan borgina; Val- gerður móð- uramma mín var frá Miðdal, systir Einars bónda,“ en hann var fað- ir Guðmundar myndlistarmanns og afi Errós. „Faðir minn byggði svo á Þvottalaugabletti 11 í Laug- ardalnum, þar sem var svo Engja- bær. En það er langt síðan hann var rifinn. Við ólumst þar upp 12 systkinin, 11 eru enn lifandi, og ég er næst- elstur.“ Hann segist stundum fara á æskuslóðirnar í Laugardal, þar sem nú er Grasagarðurinn. „Þetta hefur breyst,“ segir hann. „Ég fór mikið í þvottalaug- arnar með móður minni, það var gott að vera nálægt þvottalaug- unum. Fransmenn, skútukarlar, komu talsvert þangað,“ segir Egg- ert og greinilegt að honum hefur þótt forvitnilegt að sjá þessi andlit frá öðrum löndum.    Þrátt fyrir að langt sé úr Sel-ásnum niður í miðbæ má iðu- lega sjá Eggert á röltinu á Lækj- artorgi. Hann segir það þó af hálfgerðri neyð. „Ég verð að fara til að kaupa mér mjólk og brauð. Hér er engin verslun, ég verð að taka vagn á Lækjartorg til að kaupa mér mat, þar er verslun hjá Landsbankanum. Og nú á að fara að flytja hverfisbankann á Klett- háls,“ segir hann argur. „Það er ennþá verra fyrir mig – þar er engin matvöruverslun. Ég verð að fara fimm sinnum lengri leið til að kaupa í matinn.“ Eggert segist lítið hafa ferðast síðustu árin en hann nýtur þess þó á sumrin að fara í rútuferðir, eins og um Reykjanes og til Þingvalla. Árið 1950 starfaði hann um hríð í Afríku, í Gambíu, á vegum Ný- lendudeildarinnar í London. „Það var varla vært fyrir mosk- ítóflugum,“ segir hann. „Það þurfti að fara með kúst á borðin og sópa þeim burtu til að koma matardiskunum fyrir. Þetta eru blóðsugur með 8 mm sting …“ Hann hryllir sig við tilhugsunina. „Við vorum að veiða hákarl í net þarna og suðum hann í hænsna- fóður. Það var síðan notað á staðnum. Þetta voru minni hákarl- ar en hér, svona einn og hálfur metri, soðinn upp úr sjó og þurrk- aður á eftir.“ Eggert hefur oft sótt sér mynd- efni í minningar frá Afríku, á sýn- ingunni nú eru myndir af ljónum í Gambíu. „Ströndin þarna heitir Ljóna- strönd, eftir Ljónafjallinu sem er skammt frá. Það var mikið um ljón þarna áð- ur en lítið eftir af villidýrum nú- orðið. En Ljónafjallið er þarna.“    Þegar gengið er inn á sýn-inguna blasir við klassíkt ís- lenskt myndefni, Flosagjá á Þing- völlum, stórt málverk. „Myndir frá Þingvöllum eru alltaf vinsælar,“ segir Eggert – enda seldist þetta verk strax. „En þarna er annað stórt verk óselt, af Heklugosi, það er mitt síðasta stóra verk. Annað fór til Ameríku á dögunum, af Markhól í Heið- mörk, frægur amerískur ljós- myndari keypti það. Faðir minn markaði oft lömb þar á vorin; hann markaði og gelti vorgeld- inga þar á fimm mínútum. En Þingvellir eru svo litríkir og bera svo mikla sögu, frá gamalli tíð. Það er ekki furða að myndir það- an séu vinsælar.“ Annað verk sýnir Spánarkon- ung. „Og Vigdís forseti er þarna með honum,“ segir Eggert. „Hún er skyld mér, hún er af Mið- dalsættinni. Það er þónokkur list í fjölskyldunni. Valgerður systir mín er góð að teikna og Hrefna systir mín líka. Þær hafa hins veg- ar ekki sýnt neitt að ráði.“ Það er aftur á móti langt síðan Eggert fór að sýna sín verk. „Það er and- skoti langt síðan ég byrjaði – ég hef haldið margar sýningar. Og nú er ég orðinn nokkuð gamall – en ég er rólfær. Ég hafði svo lítinn lífeyr- issparnað, ég gat drýgt tekjurnar með því að mála,“ segir Eggert um það hvað hafi hvatt hann áfram við listsköpunina. „Það er mikil verðbólga núna; sjóðvitlaust allt.“ Hann segist hafa gaman af því að vita að verkin sín gleðji fólkið sem á þau. „Það er skemmtilegt þegar svo margir vilja eiga verk sér til ánægju.“ Og hann segir að myndefnin og litirnir komi auð- veldlega til sín. „Ég reyni oft að hafa þrjá aðalliti í verkunum en annars er þetta bara í manni.“ Var varla vært fyrir moskítóflugum ’Ég reyni að vera dug-legur – ég hef svolítið verið að lagfæra mynd- ir. Ætli þetta verði ekki síðasta sýningin, ég veit það ekki. Það heldur í manni lífinu að gera eitthvað.‘ AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson Morgunblaðið/Einar Falur „Það er þónokkur list í fjölskyldunni,“ segir Eggert Magnússon sem er hér með nýtt málverk af ömmu sinni, Hrefnu Norðdahl. efi@mbl.is www.uppheimar.is Paul McCartney, Geoff Dunbar, Philip Ardagh Kristín Thorlacius þýddi Paul McCartney haslar sér völl á nýju sviði. Spennandi, fyndin og hröð atburðarás þessa ríkulega mynd- skreytta ævintýris á eftir að gleðja börn á öllum aldri. Paul McCartney UPPI Í SKÝJUNUM Hraungörðum 2-4, Hafnarfirði, sími 565 2727 www.bilhraun.is Sími 565 2727 M. Benz 316, nýr, sjálfsk., rafm. í rúð- um, olíumiðstöð o.fl. Verð 2,9 + vsk. Gazella sendibíll 4x4 Verð 2.130 þ. + vsk. M. Benz 413 CDI árg. 2005, nýr, með 18 rúmm. kassa og lyftu. Verð 3.980.000 + vsk. Gazella flokkabíl, 4x4, með palli og sturtum. Verð 2.280 þ. + vsk. Gazella flokkabíl, 4x4, með föstum palli. Verð 2.130 þ. + vsk. Á eigin vegum um jólin ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 05 89 12 /2 00 5 Ekkert jafnast á við að aka um frjáls í bíl frá Hertz. Ef þú átt ekki bílinn sem hentar hverju sinni þá getum við hjá Hertz bætt úr því fyrir lægra verð en þig grunar. Það er óþarfi að eiga jeppa til að komast allt sem þú vilt fara. Engar áhyggjur, bara gleðileg jól. 50 50 600 • www.hertz.is Sölustaðir: Keflavíkurflugvöllur, Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Höfn, Egilsstaðir Jólatilboð Toyota Corolla frá 3.571 kr. á dag Toyota Rav4 frá 4.471 kr. á dag Toyota Land Cruiser frá 5.071 kr. á dag Innifalið: 100 km á dag og CDW (kaskótrygging). Verð miðast við 7 daga leigu. Tilboð gildir til 15.01.2006 Sjá nánar á hertz.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.