Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 23 MINNSTAÐUR Skagaströnd | Jón Kristjánsson, heilbrigðis- tryggingamálaráðherra, tók fyrstu skóflustungu að nýrri heilsugæslustöð á Skagaströnd í vik- unni. Að því loknu undirritaði ráð- herrann verksamning vegna ný- byggingarinnar við Helga Gunnarsson, verktaka á Skaga- strönd. Verksamningurinn hljóðar upp á 51,5 milljónir króna og skal Helgi skila verkinu fullfrágengnu fyrir 1. ágúst á næsta ári. Nýja heilsugæslan verður reist austan við dvalarheimilið Sæborg og verður tengibygging milli húsanna tveggja. Húsið verður 256 fermetra timburhús á einni hæð byggt á steyptri grunnplötu með sökkulbit- um. Í húsinu verða skrifstofur lækn- is og hjúkrunarfræðings ásamt til- heyrandi aðgerða- og rannsóknar- stofum. Þá verða einnig í húsinu móttaka og biðstofa auk rýmis fyrir sjúkraþjálfun. Tvívegis hefur þurft að bjóða verkið út því ekki fengust viðunandi tilboð í fyrra skiptið. Í seinna skiptið var verktímanum breytt lítillega og þá bárust fjögur tilboð í smíðina sem voru 11–24% yfir kostnaðaráætlun hönnuða. Trésmiðja Helga Gunnars- sonar ehf. átti lægsta tilboðið í verk- ið og var því tekið. Góðir hlutir gerast hægt Í dag er heilsugæslan á Skaga- strönd rekin á efri hæð í 40 ára gömlu húsi þar sem aðgengi fyrir hreyfihamlaða er langt frá því að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í dag. Þegar húsið var byggt átti heilsugæslan að vera á neðri hæðinni en læknir að búa á þeirri efri. Nú eru tannlæknastofa og apótek á neðri hæðinni en heilsugæslan á þeirri efri eins og áður segir. Það er heilbrigð- isstofnunin á Blönduósi sem rekur heilsugæsluna á Skagaströnd og hef- ur gert það síðan á árunum fyrir 1970. Í kaffisamsæti, sem haldið var að lokinni skóflustungunni og undirrit- un verksamnings, sagði ráðherra að bygging heilsugæslunnar hefði verið mjög lengi í undirbúningi og minnti um leið á þau gömlu sannindi að góð- ir hlutir gerast hægt. Talaði hann um að dagurinn væri hátíðisdagur því með þessari nýju byggingu mundi aðstaðan gjörbreytast fyrir íbúana, einkum þá sem eiga erfitt með að ganga upp og niður stiga. Að lokum óskaði hann Skagstrending- um til hamingju með þessa nýju byggingu sem hann sagðist vona að risi hratt og örugglega. Bygging heilsugæslustöðvar er nú hafin á Skagaströnd Grafið Ráðherrann var einbeittur þegar hann hóf framkvæmdirnar með því að taka fyrstu skóflustunguna með vélgröfu með aðstoð verktakans. Eftir Ólaf Bernódusson Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Skagaströnd | Fimm sóttu um embætti sóknarprests á Skaga- strönd. Starfið var auglýst í kjöl- far þess að Magnús Magnússon flutti sig til Ólafsvíkur og tók við embætti þar. Umsóknarfrestur um prestsemb- ættið á Skagaströnd rann út 8. desember sl. og höfðu þá fimm sótt um stöðuna: Arndís Ósk Hauksdóttir guðfræðingur, Einar Sigurbergur Arason guðfræð- ingur, séra Fjölnir Ásbjörnsson, Ingólfur Hartvigsson guðfræð- ingur og Þóra Ragnheiður Björns- dóttir guðfræðingur. Það er dóms- og kirkju- málaráðherra sem mun skipa í stöðuna til fimm ára eftir að hafa farið yfir tillögur valnefndar. Í valnefnd sitja fimm heimamenn ásamt vígslubiskupnum á Hólum. Fimm sækja um embætti sóknarprests Skuldir minnka | Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2006 hefur verið samþykkt í bæjarstjórn. Fram kemur að launa- kostnaður er afgerandi út- gjaldaþáttur með um 65,6% af skatttekjum og fræðslu- og uppeld- ismál vega þyngst með um 57,4% af skatttekjum. Bæjarstjórn hefur á síðustu árum beitt aðhaldi í út- gjöldum og lækkað skuldir bæj- arsjóðs verulega. Með því móti skapast svigrúm til að framkvæma stærri verkefni. Á næsta ári er áætlað að verja 150 m.kr. til fram- kvæmda á vegum bæjarsjóðs. For- gangsverkefni eru sundlaug og íþróttasvæði. Jafnframt verður framkvæmt á vegum vatnsveitu fyrir 4 m.kr. og hafnarsjóðs fyrir 110,7 m.kr. en af þeirri upphæð koma 75,0 m.kr. af samgönguáætl- un. Áætlað er að taka 70 milljóna kr. lán á vegum bæjarsjóðs og greiða eldri lán um 90 m.kr. Því er verið að lækka skuldir bæjarsjóðs um 20 m.kr. Stór og lítil heimilis- tæki, símtæki og ljós í miklu úrvali Öll jólatilboð okkar eru á heimasíðunni, www.sminor.is. Smelltu þar á bæklinginn Fyrir jólin og skoðaðu 16 glæsilegar síður sem eru fullar af eigulegum hlutum á góðu verði. XE IN N -S N 05 12 00 3 Gigaset S450 Glæsilegur þráðlaus sími. Jólaverð: 9.600 kr. stgr. Gigaset A140 Ódýr þráðlaus sími. Jólaverð: 4.900 kr. stgr. Fæst einnig með einu auka- handtæki (DUO) á 5.900 kr. stgr. og með tveimur auka-handtækjum á 7.900 kr. stgr. TK 60001 Frábær espressókaffi- vél. Ein með öllu. Jólaverð: 57.000 kr. stgr. MUM 4405EU Öflug hrærivél á hreint mögnuðu verði. Jólaverð: 9.800 kr. stgr. VS 06G1600 Kattþrifin 1600 W ryksuga. Kraftmikil, létt og lipur. Jólaverð: 9.900 kr. stgr. Matador Glæsilegur gólflampi á algjörum kostakjörum. Jólaverð: 5.995 kr. stgr. Rill Fallegur borðlampi. Jólaverð: 2.900 kr. stgr. HB 330550S Fjölvirkur bakstursofn sem á heima í eldhúsinu þínu. Jólaverð: 69.000 kr. stgr. ET 725501E Smekklegt keramíkhellu- borð með snertihnöppum. Jólaverð: 69.000 kr. stgr. HL 54725 Stórglæsileg eldavél og svo er verðið ekki amanlegt Jólaverð: 79.000 kr. stgr. WXL 1257DN 6 kg þvottavél með íslenskum merkingum. Jólaverð: 63.000 kr. stgr. SE 35E250SK Hljóðlát og sparneytin fimm kerfa uppþvottavél. A/A/A. Jólaverð: 59.000 kr. stgr. KG 36S310 Mjög vandaður kæli- og frystiskápur með tveimur pressum. 185 sm. Jólaverð: 79.000 kr. stgr. UPPS ELDU R NÝ S ENDI NG Á LEI ÐINN I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.