Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helgi JósefssonVápni fæddist í Reykjavík 7. febr- úar 1947. Hann lést 3. desember síðast- liðinn. Hann er son- ur Jósefs Halldórs- sonar, f. 12. október 1917, og Dýrfinnu Helgadóttur, f. 4. október 1925, d. 4. september 1991. Eiginkona Jósefs er Ingibjörg Gísladótt- ir, f. 13.október 1915. Bræður Helga eru Gunnlaugur, f. 6. júlí 1945, Halldór, f. 23. júní 1949, d. 18. mars 1986, og Gunnar, f. 6. apríl 1953. Systkini Helga, samfeðra eru: Hafsteinn, f. 21. nóvember 1936, Ingibjörg Erla, f. 21. maí 1939 og Þröstur, f. 17. desember 1940, d. 31. desember 1999. Helgi kvæntist 26. desember 1970 Arnbjörgu Pálsdóttur, f. 17. mars 1951. Þau skildu. Dætur Helga og Arnbjargar eru: 1) Aðal- björg Stefanía nemi, f. 28. júní Sigurðsson, f. 7. maí 1970. Helgi var í sambúð með Kristni S. Jóns- syni, f. 14. október 1971, þeir slitu samvistum. Helgi tók sveinspróf í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1968 og varð síðar húsasmíðameistari. Myndlistakennarapróf frá Mynd- lista- og handíðaskólanum 1974. Lauk MA-prófi í sérkennslufræð- um frá Háskólanum í Ósló 1993. Helgi var í djáknanámi við Há- skóla Íslands er hann lést. Hann söng með kór Akureyrarkirkju og síðar kór Laugarneskirkju. Kenn- ari við Grunnskólann á Vopnafirði 1974–1989. Kennari og síðar skólastjórnandi við Hvammshlíð- arskóla, Akureyri, 1989–2002. Kenndi við sérdeild Verkmennta- skólans á Akureyri og einnig við Geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Hann lagði grunninn að námi fyrir þá sem eru að fóta sig að nýju í lífinu eftir áfall og var í framhaldi af því verkefnisstjóri við Fjölmennt-Geðhjálp, Reykja- vík, frá 2002 til dánardags. Var með myndlistarsýningar víða um land, einnig í Færeyjum, Svíþjóð og Noregi. Brautryðjandi snertil- istar fyrir blinda og sjónskerta. Útför Helga verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 1972, maki Heiðar Ingi Svansson, f. 18. janúar 1968, dætur þeirra eru Birta Björg, f. 17. janúar 2000 og Arna Dís, f. 26. september 2001. Börn Aðalbjargar og Konráðs W. Sigur- steinssonar eru: Daníel Máni, f. 16. nóvember 1992, Sól- ey Ylja, f. 8. febrúar 1996 og Unnur Blær, f. 8. febrúar 1996. Dóttir Heiðars er Steinunn Lilja, f. 17. október 1986. 2) Sonja Dröfn grunnskólakenn- ari, f. 1. maí 1975, maki Guðmund- ur Egill Erlendsson, f. 14. júlí 1975, dóttir þeirra er Snæfríður Dögg, f. 27. nóvember 2002. Sonur Sonju og Sigurðar Magnússonar er Gabríel Sólon, f. 3. desember 1995. Synir Guðmundar eru Reim- ar Árni, f. 1. desember 1992 og Eg- ill Valur, f. 6. september 1998. 3) Þórdís Ósk leikskólakennari, f. 23. janúar 1978, sambýlismaður Pétur Undanfarna daga hefur þakklæti og kærleikur til þín, pabbi minn, ver- ið mér ofarlega í huga; fyrir allt sem þú varst mér, allt sem þú kenndir mér og allt sem þú gafst mér. Ég er svo þakklát fyrir allar minningarnar sem ég á um þig: Við fjölskyldan að keyra hringinn á hvíta Skodanum með kústskaft í bílnum sem var not- að fyrir tjaldstöng; pabbi að stoppa á ótrúlegustu stöðum á ferðalögum til að taka myndir; ég og þú á Akureyri þegar þú varst að byrja að byggja húsið þar, og þú gafst mér kínaskó og stóran poka af svörtum töggum en gleymdir að taka með tannbursta fyrir mig! Pabbi með stóru, skyggðu gleraugun og permanentið; við fjöl- skyldan á ferðalögum á gamla rauð, bílnum sem þú innréttaðir á þinn ein- staka hátt. Pabbi kennarinn; pabbi myndlistarmaðurinn; pabbi kokkur- inn; pabbi að sauma á okkur Sonju náttsloppa þegar mamma fór suður að fæða Þórdísi; pabbi smiðurinn; pabbi sem var alltaf boðinn og búinn að hjálpa þar sem hjálpar var þörf. Pabbi hugsjónamaðurinn. Pabbi að stjórna sunnudagaskólanum í Hvíta- sunnukirkjunni á Vopnafirði. Sam- komurnar þar sem þú talaðir og söngst um Guð og þína einlægu trú á hann. Þú og mamma óluð mig upp í trúnni á Guð, og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Það var okkur öll- um, mér, Heiðari og þér svo dýrmætt að eiga saman trúarsamfélag síðustu misseri í Laugarneskirkju ásamt öllu því einstaka fólki sem þar er. Það var okkur öllum erfitt þegar þið mamma skilduð, ekki síst barna- börnunum. Þá breyttist margt í fjöl- skyldunni, en ég vissi að í þínu lífi væri nýtt upphaf. Þú kynntir okkur fyrir Kristni sem þér þótti svo und- urvænt um. Þau orð sem hve oftast hafa verið sögð í þinni minningu und- anfarna daga eru: traustur, góður vinur, gefandi faðir og afi, hjálpsam- ur, Guðsmaður, ósérhlífinn, huggari, umburðarlyndur, fordómalaus og einstaklega góð og hlý manneskja. Þannig varst þú, pabbi minn. Og minningarnar um þig eru ljúfar og þær tekur enginn frá okkur. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (1. Korintubréf 13; 13.) Guð geymi þig, pabbi minn. Ég mun alltaf vera stolt af þér. Nú syng- urðu fyrir okkur Liljuna á himnum. Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir. Elsku pabbi minn. Þú varst ynd- islegur faðir og frábær afi. Ég man eftir öllum skiptunum sem ég sat undir borðinu inn í vinnuherberginu þínu og var að lita eða púsla á meðan þú varst að mála. Allir ratleikirnir sem þú varst með um jól, ég man sér- staklega eftir því þegar við fengum rúmin og vorum búnar að leita að þeim um allt hús, en svo voru þau í forstofunni í Salnum. Ég er svo stolt af þér, pabbi minn. Allt sem þú kunn- ir og allt sem þú vissir. Það eru ekki margir sem eru húsasmiðir, mynd- listarmenn, sérkennarar og að læra til djákna. Það er vítt svið sem þú fórst um, elsku pabbi minn, og alls staðar fórst þér það vel úr hendi. Allt sem þú vannst í höndunum var listi- lega gert enda á ég margt sem þú gerðir fyrir okkur systurnar, dúkku- hús, vöggu, kistil, rúmteppi – því þú gast líka saumað. Saumaðir meira segja matrósaföt handa Öddu og við vorum allar í – líka barnabörnin. Þú varðst fyrir mörgum áföllum um æv- ina sem skildu eftir djúp sár og ör. Þú skildir ekki hvernig fólk gat kom- ið fram við aðra, hvað fólk gat verið vont. Þú sást ekki það slæma í öðr- um, aðeins það góða og það kom illa við þig þegar þú varðst fyrir rang- læti. Þú talaðir aldrei illa um nokk- urn mann, á allri minni ævi varð ég aldrei vitni að því, sama hvað gekk á, þá talaðir þú aldrei illa um náungann, sást bara það góða í öðrum. Mér fannst þú sýna svo mikinn styrk þegar þú tókst á við þær breyt- ingar sem urðu á lífi þínu. Þetta var þér erfitt og braut gegn öllum þeim gildum sem þú hafðir lifað við. En á sama tíma svo rétt og ég er svo stolt af þér. Ég vildi bara að þú værir hamingjusamur, elsku pabbi minn, ég veit að þú varst það. Það er þó svo skrítið hvernig sorgin og gleðin virð- ast ganga hönd í hönd. Ég veit að þú fannst frið og vakir yfir okkur. Ég veit að þegar ég bið þá heyrir þú í mér, heldur um hendurnar mínar með sterku höndunum þínum. Ég sendi þér þessa bæn, því það er svo rétt sem er sagt þar, að með bæninni kemur ljósið og það er svo sannar- lega það sem veitir okkur styrk á þessum erfiðu tímum. Ég sakna þín svo mikið, elsku pabbi minn. Þegar næðir í mínu hjarta og í huga mér engin ró og ég þrái að sjá hið bjarta sem að áður í mér bjó þá er lausnin ávallt nálæg, ef um hana í auðmýkt bið og með bæninni kemur ljósið og í ljósinu finn ég frið. Ó, svo dapur er dagur vaknar, dægurþrasið svo fjarri er. Mundu þegar þú sárast saknar og sólin skín hvergi nálægt þér að í bæn er falinn máttur er þig magnar þúsundfalt því með bæninni kemur ljósið og í ljósinu lagast allt. Ég vil mæta þessum degi, fagna öllu sem fyrir ber og ég bið þess að ég megi njóta alls sem hann gefur mér. Ef ég bið á hverjum degi, hef ég von sem aldrei deyr því með bæninni kemur ljósið og í myrkri ég geng ei meir. (Páll Óskar/Brynhildur Björnsdóttir.) Ég elska þig, þín dóttir Sonja Dröfn. Hlýr. Góður. Umhyggjusamur. Kærleiksríkur. Gefandi. Tilfinninga- ríkur. Besti pabbi í heimi. Áhugasamur. Gaf sér tíma til að tala við fólk og sýndi því áhuga. Tón- list, myndlist. Garðyrkja, fagurkeri. Húsasmiður, söngur. Ævintýri. Elskandi. Námfús, fróðleiksfús. Bar umhyggju fyrir þeim smæsta. Studdi fólk á erfiðum stundum. Traustur. Velviljaður. Talaði bara vel um fólk. Stoltur af okkur. Leit á vini sína sem höfðingja, flaggaði gjarnan fyrir þeim og okkur þegar við lukum ákveðnum áfanga í lífi/námi. Hug- rakkur. Leiðandi. Vildi öllum vel. Hugulsamur. Ég man hann hlæjandi. Man hann að grínast og geifla sig. Man hann að styðja mig, klappa mér á kinn. Skiln- ingsríkur. Man hann halda báðum lófum um andlit mitt, kyssa ennið. Halda á mér í bóndabeygju og kalla mig krúsarbrús. Leyfa mér að standa á tánum sínum og dansa með mig um eldhúsið. Bera mig þegar ég var of þreytt að ganga. Kenna mér, leyfa mér að taka þátt. Leyfa mér að fylgjast með sér mála mynd, hlusta á skemmtilega tónlist, teikna á strig- ann, lyktin af olíulitunum, stemmn- ingin. Tíminn sem ég man. Man hann hugga mig þegar mér leið illa. Fæða mig og klæða. Ommiletturnar hans og eplapæið. Skemmtileg ferðalög. Ég elska þig og sakna þín, pabbi minn, þú ert besti pabbi sem ég hefði getað hugsað mér að eiga. Hefði ekki viljað neinn annan. Svona hjartahlýj- an og umhyggjusaman mann. Að eiga þig fyrir pabba, ég hef mikið að þakka fyrir. Fyrir mér varstu full- kominn, fullkominn pabbi fyrir mig. Guð geymi þig pabbi minn. Þín elskandi dóttir Þórdís Ósk Helgadóttir. Sæll Helgi minn. Það fórst nú víst fyrir kveðju- stundin þannig að ég skrifa þér bara örfáar línur. Undanfarna daga hafa margar minningar flogið í gegnum huga minn af kynnum okkar og sam- verustundum í gleði og í sorg. Ég minnist þess að það tók mig töluverð- an tíma að átta mig á þér. Fannst þú sérvitur á margan hátt og gafst lítið fyrir normin heldur fórst þínar eigin leiðir. Það fyrsta sem ég tók eftir var klæðaburðurinn, hermannadressið, hatturinn, vasaúrið og skeggið sem skar sig verulega úr gráma hvers- dagsins. Síðar skerptist myndin af innri manninum, barnakallinum, af- anum, náttúruunnandanum, listmál- aranum, hagleiksmanninum, smiðn- um, framkvæmdamanninum og hugsjónamanninum, sem þú varst allt í senn. En í þér voru líka miklar þversagnir og ég veit hver það var sem reyndist þér erfiðust að glíma við. Og þér fannst oft sárt að aðrir hefðu ekki sama skilning og þú í þeim málum. Enda fórst þú aldrei í mann- HELGI JÓSEFSSON VÁPNI Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA SIGURGEIRSDÓTTIR, Vallholtsvegi 17, Húsavík, lést á Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 8. desember. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 17. desember kl. 14.00. Jón Árnason, Sigurgeir Jónsson, Guðrún S. Óskarsdóttir, Björg Jónsdóttir, Pálmi Pálmason, Guðmundur A. Jónsson, Sigríður Ingvarsdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Sigurgeir Á. Stefánsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RICHARD JÓNSSON, Krummahólum 2, Reykjavík, sem andaðist fimmtudaginn 8. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 16. desember kl. 15:00. Erla Þórðardóttir, Þórdís Richardsdóttir, Per Otto Sylwan, Ingibjörg Richardsdóttir, Kristinn Karl Dulaney, afabörn og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMAR SIGURÐSSON járnsmiður, Kópavogsbraut 1B, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 15. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi, sími 560 4100. Guðrún Kristinsdóttir, Helgi Stefánsson, Alexander Ingimarsson, Edda Ástvaldsdóttir, Guðmundur S. Ingimarsson, Birna Rúna Ingimarsdóttir, Friðþjófur Thorsteinsson Ruiz, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, sonur, bróðir, mágur og vinur, FINNUR INGI FINNSSON frá Skerðingsstöðum í Reykhólasveit, verður jarðsunginn frá Reykhólakirkju laugar- daginn 17. desember kl. 13.00 Steindór Finnsson, Ása Guðrún Finnsdóttir, Halldór Finnsson, Bryndís Finnsdóttir, Sæbjörg Jónsdóttir, Finnur Kristjánsson, Jón Árni Sigurðsson, Steinunn Ó. Rasmus, Kristján Finnsson, Karlotta Jóna Finnsdóttir, Ásgeir Þór Árnason, Agnes Finnsdóttir, Pálmi Jónsson, Ásdís Árný Sigurdórsdóttir og systkinabörn hins látna. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, MAGNÚS KOLBEINSSON, Stóra Ási, Borgarfirði, sem lést mánudaginn 5. desember sl., verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn 17. desember kl. 11.00. Þórunn Andrésdóttir, Andrés Magnússon, Kolbeinn Magnússon, Jón Magnússon, Halla Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.